Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Afskipti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar af framkvæmdum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf.
Meirihluti: Alþýðuflokkur, 5 fulltrúar Sjálfstæðisfl. (4), Alþýðubl. (1) A (4), D (1)
Bæjarstjóri: Guðmundur Árni Stefánsson Ingvar Viktorsson Magnús Jón Árnason Ingvar V.
1991
1992
1993
Nóvember: Bæjar-
stjórinn leggur fram
tillögur og greinargerð
um að Miðbæ hf yrði
úthlutað lóð við
Fjarðargötu undir
9.000 fm hótel-,
verslunar- og
þjónustumiðstöð.
Bæjaryfirvöld
samþykkja yfirlýsingu
um að bærinn sé
tilbúinn að kaupa
eignarhlut fyrir allt að
60 m.kr. þar af yrðu
10 m.kr. stofnframlag.
Október: Miðbær hf. leitar eftir
bæjarábyrgð. Leggurfram áætlun
um fjármögnun framkvæmda.
Hafnarfjarðarbær ákveður að veita
ábyrgð í áföngum að upphæð
120 m.kr..
Fulltrúi Alþýðubandalags, Magnús J.
Árnason telur þessa ábyrgð óeðlilega.
Nóvember: Bæjarráð samþykkir fyrir-
komulag bæjarábyrgðarinnar sem
tryggð er með veði í hóteihiuta
hússins.
Nóvember: Tveir fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks í bæjarstjórn bóka mótmæli
gegn gegn teikningum hússins og
skipulagi í miðbæ svo og að þeir
fallist ekki á bæjarábyrgð.
Miðbær Hafnarfjarðar hf.
Hlutafé 1 m.kr.
Eigin ábyrgð 70-80 m.kr.
Bæjarábyrgð 120m.kr.
Byggingarkostnaður 800 m.kr.
Janúar: Hugmyndir að byggingu
bílastæðiskjallara í húsinu
kynntar í bæjarráði og síðar
samþykktar.
Framlag bæjarins verði 50 m.kr.
í formi endurgreiðslna hluta
gatnagerðar- og bílastæðis-
gjalda.
Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks
mótmæla byggingunni og
framlagi bæjarins.
Febrúar: Bæjarstjórinn,
Guðmundur Árni Stefánsson,
tekur fyrstu skóflusstungu að
byggingunni.
Vegna mótmæla er hótelhlutinn,
turnbyggingin, lækkuð um eina
hæð. _____
1994
Maí: Bæjarstjórn samþykkir kaup á þrem eignartilutum í Miðbæ hf.
Júní: Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags bókar
að hann muni styðja viö uppbyggingu verslunar- og þjónustu í
miðbæ Hafnarfjarðar.
Ágúst: í greinargerð frá fasteignasolu kemur fram að í 12 versl-
unarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu séu einungis tvær
fullnýttar. Gert sé ráð fyrir 30 verslunum í nýju byggingunni,
en í lauslegu mati séu nú 30 fyrirtæki með starfsemi í Strandgötu.
Eignin metin á 517,5 m.kr. að markaðsvirði.
Ág.-sept.: Stjórn Miðbæjar hf. óskar ítrekað eftir því að Hafnar-
fjarðarbær kaupi upp hótelhluta byggingarinnar undir skrifstofur.
Fjárkagsstaða fyrirtækisins sé í járnum.
20. sept.: Bæjarlögmaður óskar eftir upplýsingum um stöðu
Miðbæjar hf. Bæjarábyrgðir orðnar 142 m.kr. og að auki séu 290
m.kr. bundnar í byggingunni að sögn bæjarstjórans, Magnúsar
J. Árnasonar.
Nóvember: Stofnuð Miðbæjamefnd til viðræðna við Miðbæ hf.
um urræði.
Byggingin tekin í notkun að hluta. Ráðstafað hefur verið 94%
hússins þar af 35% seld. Byggingarkostnaður orðinn um
1.000 m.kr. að sögn byggingarmanna.
Desember: Miðbær hf. óskar eftir að hótelhluta byggingarinnar
verði breytt í skrifstofuhúsnæði.
1995
Apríl: Miðbær hf. óskar eftir að
Hafnarfjarðarbær kaupi bíla-
kjallarann á 116 m.kr.
Júní: Lögð fram álitsgerð um stöðu
Miðbæjar hf. Skuldir áætlaðar 475
m.kr. þaraf 150 m.kr
skammtímaskuldir að nokkru þegar
í vanskilum. Fyrirtækið sé í raun
komið í greiðsluþrot.
Júlí: í annari álitsgerð eru settir
fram þrír kostir sem bæjarstjórn
standi frammi fyrir.
1. Hafna kaupum á bílakjallara (þá
sé Miðbær hf. í raun gjaldþrota).
2. Aðstoða Miðbæ hf. við að Ijúka
framkvæmdum.
3. Stofna nýtt félag með öðrum
kröfuhöfum og taka yfir eignir
Miðbæjar hf.
Ágúst: Jóhann G. Bergþórsson
kynnir hugmyndir um lausn á
vanda Miðbæjar hf.
í kapphlaupi
við tímann
Ljóst er að bæjaryfirvöld í Hafnarfírði hafa
frá upphafí haft afskipti af framkvæmdum
Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. við fjarðargötu.
Krístín Gunnarsdóttir rekur áfram
framkvæmdaferilinn.
IFRAMHALDI áfangaskýrslu
löggiltra endurskoðenda, sem
unnin var að ósk meirihluta
bæjarstjómar og lögð var
fram í bæjarráði, segist Magnús Jón
Ámason bæjarstjóri í viðtali við
Morgunblaðið, 21. september 1994,
vera í kapphlaupi við tímann að
reyna að tryggja veð bæjarins í
Miðbæ Hafnarfjarðar hf. Upphafleg
bæjarábyrgð hafi verið 120 milljónir
en sé komin í rúmar 143 millj. Af
þessum 120 millj. væm 100 millj.
bundnar í hóteltumi en 20 millj. í
bílakjallara.
Sagði hann ennfremur að daginn
áður en nýr meirihluti hafi tekið við
hafi Miðbær Hafnarfjarðar hf. feng-
ið 10 millj. króna víxilj sem bærinn
hafi gefið út en fyrirtækið væri
greiðandi að. Jafnframt hafi því ver-
ið lýst yfir að svo lengi sem víxillinn
stæði yrði bæjarsjóður ekki mkkað-
ur um 10 millj. kr. hlutafjárloforð í
hótelturni, en það loforð hafi verið
bundið við að fyrst yrði stofnað eign-
arhaldsfélag með framlagi frá
Miðbæ Hafnarfjarðar hf. „Að mínu
viti er þessi gemingur brot á sveitar-
stjórnarlögum," sagði hann.
290 mil\j. bundnar í húsinu
Fram kom að bæjarsjóður ætti
enn inni ógreiddar 25 millj. vegna
gatnagerðargjalda og hefði auk þess
skuldbundið sig vegna bílastæða um
55 millj. Þá hafi bæjarsjóður keypt
rúmlega 55,3 millj. króna hlut í hús-
inu. Bærinn væri því með 290 millj.
bundnar í húsinu fyrir utan ábyrgð-
ir. Enn fremur að óskað hafí verið
eftir að bærinn leysti tii sín hótelt-
uminn á byggingarkostnaði, en bæj-
arstjóri sagðist hafa bent á að bær-
inn keypti ekki húsnæði nema á
markaðsverði. Óskað hafi verið eftir
því að bæjaryfirvöld fengju að sjá
reikninga fyrirtækisins og þá kaup-
samninga sem gerðir hefðu verið,
þar sem bærinn væri með umtals-
verða fjármuni bundna í húsinu.
Hinn 29. september samþykkti
bæjarráð að heimila veðflutning á
veðskuldabréfi að nafnvirði 20 millj.
af bílageymslu í kjallara yfir á 2.
hæð í hóteli. Enn fremur var sam-
þykkt samkomulag um meðferð bak-
trygginga fyrir skuldabréfum að
nafnvirði 50 millj., samkomulag um
endurkaup Miðbæjar Hafnarfjarðar
hf. á biðstöð fyrir Almenningsvagna
og loks samning um greiðslu gatna-
gerðargjalda.
Rangar fullyrðingar
Forsvarsmenn Miðbæjar Hafnar-
fjarðar, þeir Viðar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri og Þórarinn Ragnars-
son, tveir af eigendum fyrirtækisins,
urði ósáttir við ummæli bæjarstjóra
og sögðu í viðtali við Morgunblaðið
nokkrum dögum síðar, eða 8. októ-
ber, að fullyrðingar hans um að
bærinn ætti 290 milij. bundnar í
byggingunni auk bæjarábyrgðar
væru ekki réttar. Bentu þeir á að
bærinn hefði ekki lagt fé til bygging-
arinnar og ítrekuðu að framkvæmd-
in væri ekki á vegum bæjarins. Þá
hafi það verið að ósk bæjaryfirvalda,
sem ráðist var í byggingu bíla-
geymslunnar og að fyrri bæjarstjórn,
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks,
hafi samþykkt kaup á hluta hússins
fyrir bókasafn og aðstöðu fyrir Al-
menningsvagna. Það eina sem bæj-
arsjóður hafi Iagt fyrirtækinu til
væri 120 millj. kr. ábyrgð, sem
bæjarstjóm samþykkti samhljóða að
veita. Eða eins og haft er eftir Þór-
ami, „bæjarábyrgðin barst okkur og
því var ekki leitað annarra leiða með
lántökur vegna framkvæmdanna".
Bæjarábyrgð grunnur
framkvæmdanna
Viðar sagði það enga launung að
bæjarábyrgðin væri grunnur þess að
farið var af stað með bygginguna.
Fram kom að hlutafé fyrirtækisins
væri ein milljón en eigendur hafí að
auki ábyrgst um 70 til 80 millj. Þá
eða í október 1994 var húsið veðsett
fyrir 380 millj. en áætlaður kostnað-
ur við bygginguna var talinn um 800
millj. Áð ósk bæjaryfírvalda hafí
eignin verið metin og var sennilegt
markaðsverð talið um 517 nillj. miðað
við staðgreiðslu.
Sagði hann að 120 millj. bæjar-
ábyrgð væri komin í 137 millj. en
ekki í 143 eins og bæjaryfírvöld
héldu fram. Einföld bæjarábyrgð
væri fyrir skuldabréfunum, sem
væru til 17 ára með föstum 9,7%
vöxtum, en stefnt væri að því að
lækka vextina. Sagði Viðar að fyrr-
verandi bæjaryfirvöld hefðu farið
fram á að bílastæði yrðu í kjallara
og að bærinn hefði skuldbundið sig
til að greiða 50 millj. á 15 árum
vegna afnota af 102 bílastæðum.
Að auki hafí bærinn keypt hluta
hússins undir bókasafn fyrir 35,7
millj. og greitt með skuldabréfum.
Loks kom fram að reiknað væri með
að söluverð hússins yrði um 800
milljónir.
Miðbæjamefnd skipuð
í nóvember 1994 samþykkir bæj-
arráð að tilnefna Lúðvík Geirsson,
Alþýðubandalagi, Jóhann G. Berg-
þórsson, Sjálfstæðisflokki og Ingvar
Viktorsson, Alþýðuflokki, í nefnd,
Miðbæjarnefnd, til viðræðna við for-
svarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarðar
hf.
Hinn 10. nóvember óskar Miðbær
Hafnarfjarðar eftir uppáskrift bæj-
aryfirvalda vegna þinglýsingar á
skuldabréfum til 15 ára að nafnvirði
samtals 36 millj. á fasteigninni við
Fjarðargötu. Fram kom að bréfin
muni hvíla á 1. veðrétti næst á und-
an bakábyrgð bæjarsjóðs. í minnis-
blaðið Þorsteins Steinssonar fjármál-
stjóra Hafnarfjarðarbæjar er vitnað
til fyrri samþykkta bæjarráðs og
jafnframt að beiðnin virðist vera
innan ramma þeirra. Bæjarráð sam-
þykkir erindið og á sama fundi var
samþykkt að ganga frá eignarhlut
bæjarins á 2. hæð í verslunarmið-
stöðinni. í samkomulagi bæjaryfír-
valda og Miðbæjar Hafnarfjarðar
hf. var gert ráð fyrir að lagður yrði
fram listi yfir mögulegar veðsetning-
ar að baktryggingu að upphæð 50
millj. Baktryggingin yrði felld úr
gildi þegar hótelturninn yrði tilbúið
undir tréverk en fullbúinn að utan.
Fram kemur að baktryggingu
þessa hafí átt að setja þegar húsið
var fokhelt og var miðað við að fok-
heldisvottorð yrði gefíð út og fyrir-
tækið hefði fullt vald til að veðsetja
húsið. Vottorðið hafi hins vegar ekki
verið gefíð út og bæjarsjóður hafi
því fullt vald til að neita um veðsetn-
ingar. Samstaða væri um að í stað
þess að gefa út 50 millj. baktrygg-
ingu standi kvöðin og að fokheldis-
vottorð yrði ekki gefið út fyrr en
hótelturninn væri tilbúinn. Tekið er
fram að heimilt sé að veðsetja eign-
ina með samþykki bæjarsjóðs.
94% verið ráðstafað
í lok nóvember er húsið tekið í
notkun og er haft eftir forsvars-
mönnum fyrirtækinsins í fréttum að
þegar hafí um 94% af húsnæðinu
verið ráðstafað, ýmist með sölu, eða
um 35%, eða leigu og að 30 aðilar
verði með aðstöðu í húsinu. Haft er
eftir Viðari Halldórssyni að fermetr-
inn hafí verið seidur á 90-180 þús.
krónur. Byggingakostnaður er sagð-
ur vera öðru hvoru megin við millj-
arð.
Álitsgerð fasteignasala
Fasteignasalan Laufás tók saman
að beiðni bæjarlögmanns álitsgerð
vegna fyrirhugaðs hótels í húsinu.
Þar segir að hótelið yrði í besta falli
í milligæðafiokki, þar sem ekki yrði
hægt að bjóða upp á aðstöðu fyrir
ráðstefnur. Talið sé að herbergi á
góðu hóteli kosti um 11 milij. en
herbergi eins og um yrði að ræða í
hótelturninum yrði á bilinu 5-6 millj.
Heildarverð hótelsins yrði nálægt
240 millj. og hvert herbergi yrði því
að leigja á 3 þús. krónur nóttina 200
nætur á ári til að standa undir vöxt-
um af fjárfestingunni. Minnt er á
erfiðleika sem hótel í Reykjavík hafi
átt við að stríða og að Eimskip hafi
frestað byggingu hótels, sem vitað
sé að færustu sérfræðingar hafi
unnið áætlanir fyrir. Hótel í Hafnar-
firði kæmi til með að líða fyrir ná-
lægð við Reykjavík. Sá markaður
sem helst mætti vonast eftir væru
erlend íþróttalið sem kæmu til kapp-
leiks í bænum. Þá kæmi hótelið til
með að sinna gistrýmum yfir há-
annatímann þegar fullt væri á hótel-
Happdrætti
Hjartaverndar
DRÖGUM 14. OKT.
Þú geturgreitt miðann
þinn með greiðslukorti
* SÍMI 581 3947 3B