Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Athyglisverð tilraun Hitaveitu Akureyrar o g Orkustofnunar
Odýr leið til að auka
orkuframleiðslu
HITAVEITA Akureyrar hefur, í
samvinnu við Orkustofnun, unnið
að tilraunum síðustu ár með að
endurnýta bakrásarvatn frá hita-
kerfum. Bakrásarvatn er hita-
veituvatn sem búið er að fara
gegnum ofnakerfi og kæla niður.
Bakrásarvatn frá Kristnesi og
Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit,
sem er um 40°C heitt, er nú látið
renna niður í óvirkjaða borholu við
Reykhús, þar sem það hitnar upp
í allt að 78°C áður en því er dælt
upp aftur. Þá eru uppi hugmyndir
um að nýta allt bakrásarvatn á
Akureyri með þessum hætti, sem
í framtíðinni gæti þýtt lægri hita-
kostnað fyrir bæjarbúa.
Ólafur Flóvenz, jarðeðlisfræð-
ingur hjá Orkustofnun, hefur
ásamt fleirum unnið við þessar
tilraunir með Hitaveitu Akureyrar.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að hér væri um ræða fyrstu
meiriháttar tilraunirnar til að end-
urnýta bakrásarvatn hitaveitna
hérlendis og markmiðið væri að
auka orkuframleiðsluna með mjög
litlum tilkostnaði.
Mörg lítil hitasvæði
Hitaveita Akureyrar nýtir mörg
lítil hitasvæði, sem hvert um sig
gefur fremur lítið magn af heitu
vatni. Hins vegar er stór og heitur
bergmassi ofan í jörðinni á þessum
jarðhitasvæðum með nægri vara-
orku. Vandamálið er áð ekki er
nóg vatn til staðar í jörðinni til
að ná hitanum upp. Þegar vatni
er dælt upp úr borholunum fellur
vatnsborð mjög djúpt niður og því
er ekki hægt að ná upp nema litlu
af heitu vatni. „Svæðin eru mjög
lokuð og það rennur yfírleitt lítið
ofan í þau frá yfirborði og að-
streymi er tregt,“ segir Ólafur.
Óvirkjaðar holur notaðar
Til að nýta betur jarðhitasvæðin
í Eyjafirði, hafa verið gerðar til-
raunir til að dæla notuðu vatni
ofan í svæðin. „Við þessar tilraun-
ir erum við að nota gamlar óvirkj-
aðar borholur með litlum vatnsæð-
um í. Með því að dæla bakrásar-
vatni ofan í þær getum við fengið
það til að dreifa sér um mjög stórt
rúmmál af heitu bergi ofan í jörð-
inni þar sem það nær að fullhitna
áður en það kemur að holunni, sem
dælt er upp úr. Með þessu móti
Gefur möguleika á lægra
orkuverði í framtíðinni
_ Morgunblaðið/Kristján
Vélsijórinn í dæluhúsinu
ARI Rögnvaldsson, vélstjóri hjá Hitaveitu Akureyrar, í dælu-
húsi veitunnar við Reykhús í Eyjafjarðarsveit. Ari segir að það
geti verið vænlegt til árangurs fyrir þá sem búa nálægt óvirk-
um borholum að láta bakrásarvatn húsa sinna renna í borhol-
una frekar en niðurfallið, fylgi því ekki of mikill kostnaður.
er hægt að dæla því magni sem
fer kalt ofan í holurnar upp aftur
fullheitu til viðbótar við það magn
sem holan annars getur annað.“
Fyrir nokkrum árum voru gerð-
ar svipaðar tilraunir við Syðra-
Laugaland, sem Ólafur segir að
hafí lofað mjög góðu. Einnig voru
gerðar tilraunir á Laugarlandi á
Þelamörk áður en það svæði var
tekið í notkun og er möguleiki á
að auka orkuvinnsluna þar með
niðurdælingu bakrásarvatns.
„Með þessum tilraunum við
Reykhús er verið að minnka raf-
magnskostnað við dælingu, þar
sem vatnsborð stígur á svæðinu
eða þá einfaldlega að auka orku-
vinnsluna án aukins raforkukostn-
aðar. Vatnið er um 40°C heitt
þegar því er dælt niður en er orð-
ið um 78°C heitt þegar því er
dælt upp aftur.“
Ekki enn viljað setja kalt
vatn í holurnar
Ólafur segir að menn hafí ekki
enn viljað setja kalt lindarvatn í
holurnar í stað bakrásarvatns af
ótta við útfellingar og að fá súr-
efni inn í vatnskerfið. Hins vegar
hafa verið uppi vangaveltur um
að prófa það í smáum stíl, en ekk-
ert hefur orðið af því ennþá.
Hitaveita Akureyrar er sæmi-
lega trygg með orku í nokkur ár
til viðbótar en Ólafur telur líklegt
að fyrr eða síðar verði farið í að
taka bakrásarvatn frá Akureyri og
flytja hana með ódýni lögn til baka
fram í Eyjafjörð þar sem hún yrði
hituð upp á jarðhitasvæðunum þar.
Hitakostnaður
gæti lækkað
Það er mjög trúlegt að þetta
sé ódýr leið til að auka orkufram-
leiðslu Hitaveitunnar í nánustu
framtíð. Þannig er Hitaveitan að
hugsa um að fara út í þetta í stærri
stíl og er vonast til að það eigi
eftir að skila henni umtalsverðum
ávinningi. „Það er líka mjög mikil-
vægt að Hitaveita Akureyrar geti
aukið orkuframleiðslu sína með
litum tilkostnaði og stuðlað þannig
að lækkandi orkuverði í framtíð-
inni,“ segir Ólafur.
Hitaveitan endumýtir nú um
30% af vatni sínu og er bakrásar-
vatnið 27°C heitt. Það er notað inn
á varmadælur og til íblöndunar.
Sjöfn selur
hreinsikerfi
í frystihús í
Namibíu
EFNAVERKSMIÐJAN Sjöfn er
nú að senda frá sér hreinsikerfi
og ræstivörur í frystihús í
Namibíu sem að hluta er í eigu
Islenskra sjávarafurða.
Um er að ræða sex þrepa
háþrýstikerfi sem gengur undir
nafninu Ice-cat, en það er unnið
í samvinnu við DNG. Sjöfn hef-
ur sett upp slík kerfi á nokkrum
stöðum á landinu, það fyrsta var
sett upp hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa, síðan hafa nokk-
ur frystihús og togarar bæst í
hóp þeirra sem nota slík kerfi.
Dælukerfið er byggt upp af
tveimur eða fleiri samtengdum
dælum sem dæla um það bil 20
lítrum á mínútu við 140 bara
þrýsting. Frá kerfinu ganga
lagnir út í vinnslusali sem hægt
er að fara inn á þar sem henta
þykir. A lögnunum eru hrað-
tengi fyrir spúlbyssur sem ýmist
er hægt að nota til kvoðunar
með forðuhreinsiefnum og útð-
unar sótthreinsiefna og til efna-
skolunar og almennra þrifa.
Dælumar fara í gang ein af
annarri eftir álagi hveiju sinni.
Aðalsteinn Jónsson forstjóri
Sjafnar sagði að slík kerfi með
lögnum og tilheyrandi hreinsi-
efnum kostuðu um 3,5 milljónir
króna. Kerfið hefði þróast
smám saman í kjölfar aukinna
krafna um hreinlæti í matvæla-
iðnaði.
Morgunblaðið/Kristján
HELGI Stefánsson frá DNG og Aðalsteinn Jónsson frá Sjöfn
við hreinsikerfið sem sent verður til Namibíu.
NezeriT (oxymetazolin) er lyf öom
los8r nefstfflur af völdum kvefs Verkun
kemur fljóft og varír í 6-8 kfst
Aukaverkanir: Staðbundin erttng
kemur fyrir. Varúö: Ekki er ráölagt aö
taka lyfið oftar en Ssvar á dag nó
lengur en 10 daga í senn Að öðrum
kosti er hætta ó rríyndun lyfjatengdrar
nefslímhimnubólgu. Nezeril ó ekki að
nota við ofnæmisbólgum f nefi eöa
langvarandí nefstíflu af öðrum toga
nema I samráði yit tæknl. Leitið til
læknis ef Ifkamshiti er hærri en 38.5° C
lerigur en 3 daga. Ef mikilf verkur er til
staöar, t.d. oyrnaverkur. ber einnig aö
feita fæknis.
Skömmtun: Skömmtun er
emstaklingsbundin, Lesiö leiðbelningar
sem fylgja hverri pakkningu lyfsins
Umboö og dreifing: Pharmaco hf
ASTRA
JMHMI Astra íslandflHMHk
Eddume
ibladneb?
Nezeril* losar um nefstíflur
Nezerif er lyf sem losar um nefstíflur
af völdum bólgu ( nefslímhúö, t.d. vegna kvefs.
Einnig er Nezerif notað sem stuðningsmeðferö
við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi.
Nezeril* verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi
sem gerir þér kleift aö anda eðlilega. Mikilvægt
er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun
sem eru á fylgiseöli með lyfinu.
Mtlt
Bleikt Nezeril® fyrir böm
Nezeril fæst
iapótelanu
Krrrrr
Grœnt Nezeril9 fyrir ung börn
Blátt Nezeril0 fyrir fullorðna