Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 16

Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA AF FUNDI útgerðarmanna af Flæmska hattinum með LÍÚ í gær. Morgunblaðið/Knstinn Meirihlutinn viil að ís- lensk stjómvöld mótmæli MEIRIHLUTI útgerðarmanna sem stunda veiðar á Flæmska hattinum vill að íslensk stjómvöld mótmæli þeirri ákvörðun NAFO að taka upp sóknarmarkskerfi á Flæmska hatt- inum. Þeir vilja að þar verði óheftar veiðar þar til áreiðanlegar vísindaleg- ar rannsóknir liggi fyrir sem hægt sé að byggja aflamarkskerfi á. Þetta kom fram á fundi sem flest- ir þeirra útgerðarmanna, sem átt hafa skip að veiðum á Flæmska hatt- inum, sóttu á skrifstofu LÍÚ í gær. „Meirihlutinn telur rétt að mótmæla þeirri ákvörðun sem tekin var á fundi NAFO um stjórn veiðanna," segir Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ. Mikill kostnaðarauki „Það má segja að allir fundarmenn hafi verið ósammála því að setja upp sóknarmark á veiðar á þessu svæði, sem og öðrum. Það leiðir til mikils kostnaðarauka við veiðamar og getur haft neikvæð áhrif á veiðistýringu á * Utgerðarmenn skipa á Flæmska hattinum funduðu um veiðstjórnun öðrum svæðum utan 200 mílna, t.d. Reykjaneshiygg, síldveiðar úr norsk- íslenska stofninum og Smugunni." Hann segir að annars vegar séu uppi sjónarmið frá minnihlutanum um að menn viti hvað þeir fái með þeim sóknardögum sem þarna verði úthlutað. Þá sé gengið að því sem gefnu að úthlutað verði til hvers og eins í hlutfalli af reynslu. „Minnihlut- inn telur að í mótmælum felist viss áhætta, því við vitum hvað við höf- um, en ekki hvað við fáum. Meirihlutinn telur hins vegar að þessu beri að mótmæla. Við eigum að veiða þarna á næsta ári án stýr- ingar eða stjórnunar því vísindalega ráðgjöfin gefi ekki tilefni til að tak- marka veiðarnar. Við eigum þá að nota tímann sem gefst til að vinna veiðistjórnunarkerfi fylgi, sem eigi að vera af sama tagi og hér heima.“ Mismunandi áhersla Kristján segist ekki vilja kaila þetta klofning heldur mismunandi áherslu milli manna. „Þeir sem mest hafa stundað þarna veiðar og hafa mesta reynslu vilja fara varlega í að mótmæla." Hann segist ætla að skýra frá nið- urstöðu fundarins á stjórnarfundi í dag: „Það er stjórn LÍÚ sem markar afstöðuna á milli aðalfunda, en nú vill svo til að aðalfundur verður hald- inn í lok mánaðarins, og það er inn- an þess frests sem stjórnvöld hafa til að mótmæla þessari ákvörðun, sem rennur út 29. nóvember. Þannig að málið verður rætt á aðalfundinum og þar verður endanleg afstaða tekin til málsins." Islenzkir aðalverktakar leigja UA tvö skip Skipin verða áfram gerð út frá Suðurnesjum ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur tekið tvo línubáta, Aðalvík og Ljósfara, á leigu til hálfs árs frá íslenzkum aðalverktökum. Samkvæmt frétt frá íslenzkum aðalverktökum voru gerðar ítrekað- ar tilraunir til að leigja skipin út- gerðum á Suðurnesjum, en þær báru ekki árangur. Áhafnir á skip- unum verða af Suðurnesjum og stefnt er að vinnslu á hluta aflans þar. Gunnar Ragnars, forstjóri ÚA, segir að leigan sé fyrst og fremst hugsuð til að tryggja félaginu stöð- ugt hráefni til vinnslu yfir vetrar- mánuðina, en í þessu dæmi skipti miklu svokölluð tvöföldun á línu- veiðum á þessum árstíma, en aðeins helmingur afla línuskipa telst þá til kvóta. Aflaheimildirnar, sem fylgja skipunum, eru meðal annars um 450 tonn af þorski og með tvöföldun getur þorskaflinn því orðið allt að 900 tonr.um, gangi útgerðin vel. Hluti aflans unninn á Suðurnesjum Gunnar segir að Útgerðarfélagið hafi áður keypt afla af Suðurnesjum til vinnslu fyrir norðan svo þarna sé ekki beinlínis um nýjung í starf- semi félagsins að ræða. Fyrir tveim- ur árum hafi ÚA verið í samstarfí við Eldey hf. og fór verulegur hluti af afla skipa Eldeyjar til vinnslu hjá ÚA þann vetur. Enginn hafí séð ástæðu til að agnúast út af því, því samstarfið hafi verið talið báðum aðilum hagkvæmt. Nú sé reyndar í athugun að einhver hluti afla skip- anna tveggja verði flakaður á Suð- urnesjum og sendur ferskur utan. Ljósfari hefur legið við bryggju í eitt og hálft ár I frétt frá Islenzkum aðalverktök- um segir að fyrirtækið hafi að und- anförnu átt viðræður við á annan tug útgerða á Suðurmesjum um hugsanlega leigu eða sölu á skipun- um tveimur. Viðræður þessar hafí ekki leitt til jákvæðrar niðurstöðu og því hafi verið gengið til samn- inga við ÚA um leigu á skipunum. Aðalvík KE 95 er leigð með afla- heimildum, en Ljósfari GK 184 án veiðiheimilda. Aðalvík var áður gerð út af Stakksvík, sem sleit Ieigu- samningi við Islenzka aðalverktaka fyrr á árinu. Ljósfari hefur ekki verið gerður út lengi og hefur legið í Sandgerðishöfn í eitt og hálft ár. Útgerð skipanna hefst um næstu mánaðamót og íhugar ÚA vinnslu hluta aflans í samvinnu við fisk- vinnslufyrirtæki á Suðurnesjum. Erum að auka atvinnu Leiga skipanna til ÚA hefur sætt nokkurri gagnrýni á Suðurnesjum. Stefán Friðfínnsson, forstjóri ís- lenzkra aðalverktaka, segir það af og frá að fyrirtækið sé með þessu að ganga á bak orða sinna um stuðning við atvinnulífið’á Suður- nesjum. „Við auglýstum Aðalvíkina til sölu og í kjölfarið ræddum við við fjölda aðila um hugsanlega kaup eða leigu á skipinu. Þær viðræður báru ekki árangur og þegar okkur barst tilboð frá ÚA, sem fól í sér útgerð beggja skipanna, ákváðum við að taka því. Með því erum við að stuðla að útgerð tveggja skipa í stað eins og við það fá 14 manns að auki pláss á Ljósfara. Þá er haf- in vinna við viðhald á skipunum, aflanum verður landað á Suðurnesj- um og hluti hans unninn þar. Við erum því að auka atvinnu á svæðinu frekar en hitt. Leigan til ÚA er til skamms tíma og við eigum nú í við- ræðum um sölu eða leigu fá skipun- um til aðila á Suðurnesjum," segir Stefán Friðfínnsson. Yfirtaka á reglum ESB um heilbrigðisskoðun á innfluttum fiski Góðar horfur á gild- istöku um áramót ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra kynnti á þriðjudag fyrir ríkisstjórninni stöðu mála í viðræðum íslands og Evrópusam- bandsins um að ísland yfirtaki reglur ESB um heilbrigðisskoðun á innfluttum fiski. Þorsteinn segir að miðað við gang víðræðnanna séu góðar horfur á að hægt verði að taka reglurnar upp í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði um næstu áramót, eins og stefnt hefur verið að. ísland hefur þegar samþykkt all- ar reglugerðir ESB um framleiðslu og markaðssetningu sjávarafurða. Allar heilbrigðisreglur ESB gilda því í íslenzkum fiskvinnsluhúsum og hafa íslenzk stjómvöld farið fram á að þess vegna sé hægt að undanþiggja íslenzkan fisk dýrri og tafsamri heilbrigðisskoðun á landa- mærum ESB-ríkja. Sýnatáka úr Rússafiski Á móti verður ísland að taka upp reglur Evrópusambandsins um landamæraeftirlit og heilbrigðis- skoðun á fiski, sem fluttur er inn til landsins frá þriðja ríki. Slíkt mun einkum beinast að fiski frá Rúss- landi, enda er sáralítill fiskur annar fluttur inn til íslands. Reglurnar kveða meðal annars á um að taka verði sýni til skoðunar úr fímmta hveijum farmi af flestum sjávaraf- urðum og annarri hverri sendingu af skelfiski. Mikið hagræði á móti kostnaði „Þetta mun hafa í för með sér einhveijar skipulagsbreytingar og kostnað, en á móti kemur gífurlegt hagræði fyrir útflytjendur okkar á Evrópumarkaðnum," segir Þor- steinn Pálsson. Mun ESB upplýsa leyndarmál kóksins? ÞÝZKI Evrópu- þingmaðurinn Gerhard Schmid hellir sér Coca- Cola í glas i húsi Evrópuþingsins. Schmid hefur farið fram á það við fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins að hún láti fara fram rannsókn á efna- samsetningu gosdrykksins vinsæla, sam- kvæmt evrópskri reglugerð sem heimilar fram- kvæmdastjóni- inni að fylgjast með framleiðslu- ferli matvöru, sem seld er í Evrópu. Coca Cola-fyrirtækið h.efur ævinlega neitað að gefa upp leyni- uppskrift sína að drykknum. Reuter Kjarnorkutilraunir Frakklands * Akvörðun um refsi- aðgerðir frestað Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORN Evr- ópusambandsins frestaði því í gær að taka ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Frakklandi vegna kjarnorku- tilraunanna í Suður-Kyrrahafi. Samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar í Brussel telur framkvæmdastjórnin sig enn ekki hafa nægar upplýsingar um það hvort Frakkar hafi brotið Eura- tom-samninginn með kjarnorkutil- raunum sínum. Samkvæmt Euratom-sáttmá- lanum um Kjarnorkusamvinnu- stofnun Evrópu hvílir sú skylda á framkvæmdastjórninni að gæta þess að kjarnorkutilraunir fari fram án þess að öryggi eða heilsu almennings sé stefnt í hættu og að viðunandi mælingar á geisla- virkni fari fram. Frakkar hafa hins vegar haldið upplýsingum um þessi atriði frá framkvæmda- stjórninni. Frakkar neita að gefa upplýsingar Á fundi aðstoðarmanna fram- kvæmdastjórnarmannanna 20 fyrr í vikunni lýsti meirihlutinn sig fylgj- andi því að fara mjúkum höndum um Frakka í málinu. Nokkur óvissa virtist á meðal aðstoðarmannanna um það hversu traustan laga- og tæknilegan grunn framkvæmda- stjómin hefði til að beita sér gegn Frakklandi. Það liggur hins vegar fyrir að Frakkar neita að láta fram- kvæmdastjórnina hafa þær upp- lýsingar, sem hún biður um til að geta metið það hvort tilraunirnar fara fram reglum samkvæmt, og fyrir það væri hægt að refsa þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.