Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Teppalögð tónlist TÓNLIST Borgarlcikhúsiö KAMMERTÓNLEIKAR 3-5 hópurinn flutti tónverk eftir Ibert, Daldeau, Natra, Pieme og Houdy. Þriðjudagurinn 10. október 1995. LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur stofnað til tónleikahalds, víkkað starfssvið sitt og mun bjóða upp á margvíslega tónleika á hveiju þriðjudagskveldi fram að jólum. Kennir þar margra grasa, sem á vel við, því mikill er fjörbreytileiki í skrúðgarði tónlistarinnar. Þeir sem riðu á vaðið voru hópur tónlistar- manna sem nefna sig 3-5 hópinn, líklega vegna þess að tónverkin eru tríó og kvintettar. Fyrsta verk tónleikanna var tríó fyrir fiðlu, selló og hörpu eftir Jacques Ibert, samið 1944 í Róm en hann starfaði þar frá 1937- 1955. Þetta er fallegt verk, sérstak- lega miðþátturinn og síðasti kaflinn var fjörugur og skemmtilega sam- inn. Flutningurinn var um margt góður, sérstaklega hjá hörpuleikar- anum Elísabet Waage í lokakaflan- um. Næturtónlist heitir næsta verk og er eftir L.V. Daldeu en það er samið 1967, fyrir fjögur selló og hörpu, sérkennilegt verk, sem leiðir hlustandann í gegnum flöktandi næturskuggana, með töluverðri ógn, ys og ástríðum er að lokum hverfa inn í kyrrð myrkursins. Að mörgu leyti áheyrilegt verk sem var vel flutt. Divertimento eftir Sergiu Natra (1924), rúmenskt tónskáld er flutt- ist til Israel. Verkið er samið 1981, fyrir hörpu og strengi, skemmtilegt en látlaust verk sem var þokkalega flutt. Eftir hlé var flutt verk sem nefnist ferð um land ástarinnar, eftir G. Pierne en það er fyrir flautu, fiðlu, víólu, selló og hörpu, laglega samið verk sem á köflum var best leikið af 3-5 hópnum. Lokaverkið var kvintett fyrir hörpu og strengjakvartett eftir P. Houdy, verkið er samið 1984 og er í raun síðrómantískt að gerð, ekki óþokkalega samið og var þokkalega flutt. Það hefur áreiðanlega haft áhrif á leik flytjenda að baksviðinu var lokað með teppum, sem er hreint ótrúlegt, þegar viðkvæmur tónflutningur á í hlut, sem auk þess þolir vel mikla endurómun. Þessi ráðstöfun hefur áreiðanlega haft slæm áhrif á leik flytjenda og ekki síður áheyrendur og er trúlega sjaldgæft, að hljóðfæraleikarar leiki í jafn „þurrum“ hljómi og hér átti sér stað. Þarna þarf um að bæta ef vel á takast til um tónleikahald í Borgarleikhúsinu. Fyrir alla muni. Teppalögð tónlist er ekki það sem hlustendur vilja heyra. Jón Ásgeirsson. EITT verkanna á sýningu Ragnars Jónssonar. STEINAR WAAGE 1 SKÓVERSLUN DOMIIS MEDICA Ávallt næg bílastæði Ragnar sýnir í Islandsbanka RAGNAR Jónsson heldur um þess- ar mundir málverkasýningu í ís- landsbanka, Lækjargötu. Ragnar sýnir sjö myndir unnar í olíu á striga og notar hann gull og silfur í myndimar, sem er ekki hefðbundinn stíll í nútímamálverki. Þetta er sjötta einkasýning Ragn- ars. Sýningin, sem er sölusýning, stendur yfir út október á opnunar- tíma bankans. ♦ ♦ ♦---- Sýningu Krist- ins að ljúka SÝNINGU Kristins Más Pálmason- ar í Galleríi Greipi lýkur nú á sunnudag. Sýningin samanstendur af málverkum á plöttum í efri sal og innsetningu í kjallara gallerís- ins. „Verkunum er ætlað að kalla fram spurningar um vestræna menningu, neysluþjóðfélagið og breytni mannsins, en skírskota einnig til hefða málaralistarinnar, segir í kynningu." „LA lecture et les jouets“ frá 1953. Bamaveröld Picassos PICASSO ásamt börnum sínum, Palomu og Claude. ENN þann dag í dag má heyra menn halda því fram að þriggja ára barn hefði getað málað mörg verka spænska málarans Pablos Pic- assos. Ýmislegt er til þessari fullyrðingu því hann reyndi í yfir hálfa öld að fanga sakleysi, áhyggjuleysi og grimmdina í því hvern- ig börn horfa á heim- inn. Nú stendur yfir í Diisseldorf sýning á yfir 200 myndum meist- arans með þetta að Ieið- arljósi en hún nefnist „Barnaveröld Picassos. 65 verkanna eru í einkaeign. í desember verður hún flutt til Stuttgart þar sem hún stendur fram í mars á næsta ári. Sýningin hlýtur af- bragðsdóma í Independ- ent þar sem segir að hún sé einn af hápunktum haustsins og tilvalið tækifæri til að losna við þá ranghugmynd að Picasso hafi verið fúskari. Picasso hafi ekki sett sig í stellingar þegar hann virti börn og verk þeirra fyrir sér. Hann hafi ekki eingöngu litið á þau sem tákn sakleysis eins og svo margir listamenn. Margþættur tilgangur og hugsun liggi að baki hverri og einni mynd. Það sjáist allt frá upphafi, t.d. á bláa tímabilinu svokallaða, er í augum barnanna speglist sú skuggalega framtíð sem mörg þeirra áttu fyrir höndum í fátækra- hverfunum. Aðaláherslan sé þó lögð á verk sem Picasso málaði frá 1935 til 1939. Nýklassískar teikning- ar af hópum fjölskyldna og af mæðrum með dáin börn sín, sem voru undirbúningur undir stórvirkið Guernica. Teikningar af dóttur málarans, Palomu, og dóttur annarrar eigin- konu hans, Mayu, sem tákni þær breytingar sem urðu á einkalífi hans, skilnað og ný ást- arsambönd. Nær útilokað er að setja upp yfirlitssýn- ingu á verkum Picasso, ekki síst vegna hins gífurlega kostnaðar og áhættu sem slíkt hefði í för með sér. Því hljóti að vera fagnaðarefni að kynnast ákveðnum meginþemum í list hans og skilja í hverju snilli hans fólst. Eigendur Seyðisfjarðaijarða BOKMENNTIR HORFT AF BÆJARBRÚN eftir Hjalta Þórisson. Af forsögu kaupstaðarlands Seyðisfjarðar. Fyrra hefti. Eignarhaldssaga. Útgef- andi Hjalti Þórisson, 1995,139 bls. FYRR á þessu ári kom út Húsa- saga Seyðisfjarðar, mikið rit og veglegt. Nú skömmu síðar á af- mælisárinu birtist annað sagn- fræðilegt rit en öllu minna í snið- um, þar sem seilst er lengra aftur í tímann. Seyðisfjarðarkaupstaður byggðist úr landi fimm jarða, en þar ber mest á Firði, Fjarðarseli og Vestdal. Höfundur þessa rits hefur tekið sér fyrir hendur að grafast fyrir um eignarhald á þessum jörðum svo langt aftur sem heimildir ná, en þær eru þó af skornum skammti þar til kemur fram um aldamótin átján hundruð og þarf stundum að geta í eyður og ráða af líkum. Ekki þarf að fara í grafgötur um að höfundur hefur lagt feiknamikla vinnu í að kanna þessi mál og bókin ber vitni mikilli nákvæmni í heimildakönn- un. En allt þetta mál er afskap- lega flókið. Jarðir þessar skiptu oft um eigendur vegna erfðaskipta og sölu. Og ekki að- eins heilar jarðir held- ur og hlutar þeirra. Til þess að fá fullar reiður á þessu þarf höfundur að teygja söguna víða um Múla- sýslur og jafnvel vest- ur í Skagafjörð og skoða margvísleg ættartengsl og tengd- ir. Lesanda sem á ræt- ur sínar á öðru lands- homi og þekkir ekki mikið til þar eystra, eins og sá sem þetta ritar, verður þetta taf- samur lestur og erfitt að halda áhuganum vakandi nema á stöku stað. Öðru vísi kann þessu að vera háttað um heimamenn, því að þeim eru staðhættir kunnir og vafalaust oft fjallað um skyldmenni þeirra. En það er vissulega ekki sök höfundar þó að þessi eignarhalds- saga sé flókin. Hún er einfaldlega svona. Og því skyldu þessi mál ekki vera könnuð eins og önnur? Vissulega. er það hluti af sögu Seyðisfjarðar. í inngangsorðum sínum boðar höfundur annað hefti þessarar forsögu ef undirtektir þesa heftis verða að óskum. Á honum má skilja að það hefti verði auð- lesnara því að þar hyggst hann taka fyr- ir atriði svo sem „stað- hættir; landkostir; bú- skaparhættir; landny- tjar; ábúð og ábúend- ur; landamerki og skipting jarðanna; hý- býli og hýbýlahættir; lifnaðarhættir; ættar- og fjölskylduvensl; ör- nefni; ljósmyndir og teikningar af ýmsu tagi; staðarval og lög- gilding verslunar- staða; þróun byggðar og athafna- semi; grasbýli; fyrstu bæjarbúar; samskipti bæjar og bújarða; áhrif snjóflóðanna; búskapur á tíð kaupstaðarins; menjar fyrri tíð- ar . . “. Allt lofar þetta gððu og getur orðið fróðlegt að lesa framhaldið eftir að þessi undirstaða er fengin. Ólíklegt þykir mér þó að framan- greint efni komist fyrir í einu hefti af svipaðri stærð og það sem nú birtist. En það skaðar þá varla þó að heftin verði þijú. Sigurjón Björnsson. Hjalti Þórisson * I I \ ) I } f > í \ 1 I > l l I t I > \ I I I í I I t l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.