Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 23
LISTIR
Sýning á grafík-
verkum Dieter Roth
LISTASAFN Kópavogs
og Nýlistasafnið hafa
tekið höndum saman
um að efna til sýningar
á grafíkverkum eftir
þýsk-svissneska lista-
manninn Dieter Roth.
Uppistaðan í sýning-
imni eru myndir sem
Dieter hefur fært Ný-
listasafninu að gjöf á
undanförnum 13 árum.
Sýningin verður opnuð
á laugardaginn kl. 16
og stendur til 29. októ-
ber.
í kynningu segir:
„Dieter var búsettur
hér á landi um nokk-
urra ára skeið. Hann
hefur aldrei verið við
eina fjölina feldur í list-
sköpun sinni. Hann
vinnur jöfnum höndum
við gjörninga, innsetn-
ingar, skrif og ljóða-
gerð, upptökur á mynd-
bönd og filmur, tón-
sköpun, hljóðfæraleik
og útgáfur bóka, tíma-
rita og hljómplatna.
Dieter lærði ungur
hönnun og hefur unn-
ið grafíkverk frá upp-
hafi ferils síns. A sýn-
inguni í Listasafni
Kópavogs eru rúm-
lega 200 grafíkmynd-
ir, sem unnar eru á
síðustu fjórum ára-
tugunum. Hann notar
hefðbundnar aðferðir
eins og steinprent,
koparstungu,
þurrnál, ætingu og
sáldþrykk, en einnig
nýstárlegar aðferðir,
ýmiss konar ljós-
myndatækni og líf-
ræn efni sem hann
ber á eða pressar inn
í myndir sínar.
Dieter er nú talinn
vera í hópi bestu graf-
íklistamanna heims.
Grafíkmyndir hans í
eigu Nýlistasafnsins
eru stórvirki sem mik-
ill fengur er að hér á
landi og tímabært að
efnt sé til sýningar á
DIETER Roth. „Við sjóinn, baksvipur", 1972. þessari gjöf.“
„ Allt eða ekkert“
MYNPLIST
Listhús 39
NAUMHYGGJA
Þorfinnur Signrgeirsson
Opið virka daga frá 10-18. Laugar-
daga frá 12-18. Sunnudaga 14-18.
Aðgangur ókeypis. Til 15. október.
KYRRSTAÐAN í tíma og rúmi
er sem fyrr þungamiðjan í mynd-
verkum Þorfinns Sigurgeirssonar,
og hafi hann fyrrum sótt mynd-
efni sitt til hins hlutvakta mann-
heims, er hann nú vígður forminu
einu og einfaldleika þess. í öllu
falli eru verk hans í Listhúsi 39
í Hafnarfirði því marki brennd,
að helst er sem naumhyggjan taki
hug hans allan, og sem fyrr velur
hann sér erfitt hlutskipti. Líkt og
rýnirinn vakti athygli á varðandi
sýningu hans í Hafnarborg á sl.
ári, er Þorfinnur að fást við þau
flóknu vandamál sem upp koma,
er einfaldleikinn og
kyrrðin eru virkjuð í
algjörleik sínum. Nú
hefur hann alfarið lagt
út frá átökunum við
sjálfa myndbygging-
una, sem oftar en ekki
var hans veika hlið.
Þorfinnur hefur
haldið tylft sýninga
en þær flestar litlar,
og svo er einnig með
þessa, sem hann nefn-
ir réttilega „allt eða
ekkert". Af þeim sem
ég hef séð, er fyrr-
nefnd sýning í Hafn-
arborg mér minnis-
stæðust, og þá einkum fyrir
nokkrar teikningar, sem báru
vott um ríka tilhneigingu til ein-
földunar. í sjálfu sér er svo harla
stutt frá hlutlægu rissi hans sem
byggðist á baksvip á manni á
þeirri sýningu, og til marksæ-
knustu myndarinnar á þessari
sýningu sem nefnist „Sitt af
hvoru“ og telst alveg
óhlutbundin. Hún er
þrískipt og afar vel
upp byggð í einfald-
leika sínum, jafnri
hægri formrænni
stígandi, þar sem
mettuð egglaga form
og rauð miðja líkt og
glóa á myndfletin-
um, þetta á einnig
við um myndirnar
„hvað sem er“ og
„allt eða ekkert“ en
þær virka þó ekki
eins markvissar í
byggingu. Hins veg-
ar á ég erfiðara með
að melta myndirnar „hvor
tveggja“ og „beggja vegna“, því
formin eru eitthvað svo ómarkviss
og undarlega hálf í staðsetningu
sinni á myndfletinum, þótt hér sé
glímt við tvíræðnina sem öll sýn-
ingin gengur raunar útfrá og nafn
sýningarinnar gefur til kynna.
Bragi Ásgeirsson
Þorfinnur
Sigurgeirsson
ítalir vilja endurheimta verk sem Þjóðverjar
höfðu á brott í heimsstyijöldinni síðari
Gera kröfu um
2.000 listaverk
Róm. The Daily Telegraph.
ÍTALIR birtu á þriðjudag lista yfir
rúmlega 2.000 málverk gömlu
meistaranna og önnur listaverk sem
þýskir nasistar höfðu á brott með
sér í heimsstyrjöldinni síðari. Gera
ítalir kröfu um að fá verkin aftur
en lítil von er talin á því að þeim
verði nokkuð ágengt.
Ólíkt „Flórens-fjársjóðnum";
hundruðum verka sem Þjóðveijar
höfðu á brott með sér úr Uffizi-
safninu og földu í austurrísku fang-
elsi árið 1944, er um að ræða lista-
verk sem foringjar í liði nasista
tóku traustataki úr geymslum og
einkasöfnum er þýski herinn hörf-
aði frá Ítalíu. „Flórens-fjársjóðin-
um“ var skilað árið 1945 en ítölum
hefur hins vegar ekki tekist að end-
urheimta hin verkin, þrátt fyrir
samning þar að lútandi sem gerður
var við Konrad Adenauer, kanslara
Þýskalands, árið 1953.
Listanum yfír horfnu verkin var
lokið árið 1972 en hann var aldrei
birtur. Ein ástæðan var sú að ítalir
vildu ekki styggja Þjóðveija, banda-
menn sína í Atlantshafsbandalag-
inu. Listinn gufaði upp skömmu
síðar en afrit af honum fannst fyr-
ir nokkrum árum og ákváðu ítalir
að láta til skarar skríða eftir að
Berlínarmúrinn féll, þar sem Þjóð-
veijar gera nú svipaða kröfu og
ítalir á hendur Rússum um lista-
verk sem þeir höfðu með sér frá
Þýskalandi í stríðslok. Telja ítalir
sig hafa sterk rök fyrir því að end-
urheimta myndirnar.
Hvað varðar fjöldaog gæði lista-
verkanna sem ítalir gera kröfu um,
jafnast safnið á við eignir þjóðar-
listasafna víða á Vesturlöndum. Á
meðal þeirra verka sem ítalir vilja
endurheimta eru fyrstu höggmynd-
irnar sem Michelangelo gerði, mál-
verk eftir Botticelli, E1 Greco, Tinto-
retto, Veronese, Perugino, Ghir-
landaio, Vasari, Memling, Bernardo
Daddi, Murillo, Joos van Cleve,
Bronzino, Lucas Cranach, Dossi
Dosso og Jan Gossaert.
Þá eru leirmyndir eftir Andrea
og Luca Della Robbia, tugir fiðlna,
þar af nokkrar eftir Stradivarius
og heilt þjóðháttafræðisafn frá
Napólí auk loftskreytinganna úr
Palazzo Mocenigo í Fenéyjum sem
Hitler lét fjarlægja.
Vonir um 10%
Mörg verkanna sem ítalir gera
kröfu um, eru ekki lengur í eigu
Þjóðveija. Þau er að finna í einka-
eigu og í söfnum um allan heim.
Gera ítölsk yfirvöld sér vonir um
að endurheimta um 10% verkanna.
Líkurnar á því eru þó taldar enn
minni en að Þjóðveijar fái aftur
verkin sem sovéski herinn tók trau-
stataki í Þýskalandi. Rússneska
dúman mun greiða atkvæði um það
í mars á næsta ári hvort afhenda
eigi þau verk.
Ástæðurnar til þess, að ólíklegt
er að verkin endurheimtist, eru þær
að mörg þeirra voru gjöf frá Mus-
solini til Hitlers, önnur keyptu Her-
man Göring og stofnunin Kunstsc-
hutz af ítölskum fjölskyldum, jafn-
vel þótt salan hafi oft farið fram
„undir þrýstingi".
Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði
GOÐA, Kirkjusandi v/Laugamesveg, færðu Borgarnesslátur og
Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði.
Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga
til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.
Sími 568 1370.