Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BILATRYGGINGAR
ÖKUTÆKJATRYGGINGAR
Tjónahlutfall í
bílatryggingum 1994
Tjón ársins sem hlutfall
af iögjöldum ársins
í^MtmVlS
Sjóvá-Alm.
Trygg.miðst.
Trygging
Skandia
95,1%
99,9% |
100,4% |
100,3%
99,4%\
MEÐALTAL: I
Tjónahlutfall í Evrópu
Hlutfall af iðgjöidum 1993
Sviss
Bretland
Portúgal
Grikkland
Spánn
Austurríki
Ítalía
Finnland
Noregur
Holland
írland
Belgía
Frakkland
Þýskaland
ísland
Svíþjóð
65,5%
71,3%
73,0%
76,9%
78,5% I
78,6% 1
79,3% |
84,1% L
84,4% |
84,6% f
88,9% |
93,2% |
94,1% %
98,9% |
99% |
113%
hærri sums staðar, til dæmis 18%
í Frakklandi, 27% í Belgíu og 50%
í Danmörku.
Sá samanburður sém settur er
upp í þessari grein og áður í könn-
un FÍB hefur verið reyndur víðar,
sérstaklega eftir að farið var að
samræma reglugerðir og auka
möguleika tryggingafélaga á að
bjóða þjónustu sína í öðrum lönd-
um Evrópska efnahagssvæðisins.
Samband evrópskra tryggingafé-
laga varar hins vegar eindregið
við samanburði með einstökum
dæmum, segir að slíkt geti leitt
til villandi niðurstöðu. Hafa þurfi
í huga tvö grundvallaratriði. Ið-
gjalda- og bónuskerfi séu mjög
mismunandi milli landa og milli
félaga innan sömu landa, það er
að segja hvernig kostnaði við tjón
og rekstur trygginganna er deilt
niður á áhættuflokka. Þá sé áhætt-
an afar mismunandi, en hún ræðst
af tjónakostnaði, bótareglum og
fleiru.
Sakarregla á Norðurlöndum
{ könnum Morgunblaðsins var
spurt um ýmis atriði sem skipta
máli við þá vátryggingavemd sem
iðgjaldagreiðendur eru að kaupa.
Misjafnlega góðar upplýsingar
fengust um þessi atriði. Ljóst er
þó að íslendingar búa við áþekkt
fyrirkomulag og aðrir Norður-
landabúar en meiri munur er á
reglunum í öðrum Evrópuríkjum.
I íslensku umferðarlögunum er
mælt fyrir um fortakslausa bóta-
skyldu, svokallaða hlutlæga
ábyrgð eða ábyrgð án sakar. í
slíkri ábyrgð felst að skaðabóta-
skylda er fyrir hendi þótt slys verði
ekki rakið til ámælisverðrar hátt-
semi eða óvarkárni ökumanns bif-
reiðar sem veldur tjóni. Sem dæmi
um þetta má nefna að slasist til
dæmis gangandi vegfarandi af
völdum bifreiðar greiðir trygg-
ingafélag bifreiðarinnar honum
fullar bætur, óháð því hvort hann
eigi sök á slysinu sjálfur. Þessi
regla gildir á öllum Norðurlöndun-
um og í fleiri ríkjum.
í sumum öðrum ríkjum Evrópu
er stuðst við almennar skaðabóta-
reglur, svokallaða sakarreglu, eða
sakarlíkindareglu. Er tjóni þá skipt
í hlutfalli við sök. Það þýðir að til
dæmis gangangi vegfarandi getur
þurft að bera tjón sitt að hluta eða
öllu leyti ef hann er talinn eiga
sök á slysinu. Vitað er að sakar-
regla, sakarlíkindaregla eða önnur
afbrigði gilda í Englandi, Frakk-
Kaupmannahöfn
Bílasal-
arnir bjóða
tryggingar
S AMKEPPNI milli dönsku trygg-
ingafélaganna er geysihörð. I
bílatryggingunum kemur hún
helst fram í því að við bílakaup
á kaupandi kost á ýmsum góðum
tilboðum. Bílasalar eru í slagtogi
við tryggingarfélögin og bjóða
tryggingar til sölu, um leið og
bílana.
Nýlega hugði kunningjafólk
mitt á bílakaup. Þau áttu ekki
bíl fyrir og höfðu í fyrstu hugsað
sér að kaupa notaðan en fremur
nýlegan bíl. Þau sáu hins vegar
fljótt að hvað tryggingarnar
snerti, borgaði sig mun betur að
kaupa nýjan bíl. Þau spurðust
fyrir um bíl hjá bílasala nokkr-
um, sem sendi þeim þá upplýs-
ingar um bílinn. Með þvi fylgdu
þær upplýsingar að ef tekið væri
lán fyrir bilnum í gegnum ákveð-
ið fjármögnunarfyrirtæki feng-
ist líka trygging á mjög hag-
stæðu verði.
Ef bílakaupandinn var orðinn
23 ára gafst honum kostur á
húftryggingu með 35 þúsund
króna sjálfsábyrgð. Iðgjaldið var
miðað við að hann hefði keyrt
tjónlaust, jafnvel þótt hann hefði
ekki áður átt bíl. Iðgjaldið er 34
þúsund krónur islenskar á ári
fyrir bíla, sem kosta undir 2,1
milljón kr. Við skaða hækkar
iðgjaldið ekki, en sjálfsábyrgðin
hækkar eftir 3. Ijón.
Hjá bílaumboðunum tíðkast að
bjóða einhvers konar trygginga-
pakka sem innifelur þjónustuvið-
hald. Þannig er hægt að kaupa
nýjan bíl og borga fyrir trygg-
ingu og viðhald í þijú ár 246
þúsund krónur af ódýrari bílum.
Þjónustuviðhaldið felur í sér
helsta viðhald, svo sem olíuskipti
en einnig minniháttar bilanir
eins og brotnar rúðuþurrkur.
Við bilakaup hér er því að
mörgu að huga, þegar trygging-
ar eru annars vegar og úr mörgu
að velja. Tryggingar virðast ekki
vera dýrar hér, en hins vegar
er mjög dýrt að tryggja bíl á
erlendu númeri, ef einhveijir ís-
lendingar skildu hugsa sér að
koma hingað með bíl ogtryggja.
Sigrún Davíðsdóttir
iandi, írlandi, Þýskalandi, Belgíu
og Sviss. Skiptingin er ekki hrein
í öllum tilvikum, þannig er sums
staðar byggt á mati á aðstæðum.
Víða ótakmörkuð bótafjárhæð
Vátryggingafjárhæðir eru
nokkuð mismunandi milli landa.
Samkvæmt umferðarlögum á ís-
iandi eru hámarksbætur vegna
slyss á fólki af völdum bifreiðar
447 milljónir kr. í hvert skipti og
til viðbótar greiðast allt að 105
milljónir vegna eignatjóns. Sam-
kvæmt upplýsingum tengiliða
Morgunblaðsins er bótafjárhæð
víða ótakmörkuð í heild í ná-
grannalöndunum, þótt oft sé sett
hámark á bætur til sérhvers ein:
staklings og vegna eignatjóns. í
Danmörku eru hámarksbætur
vegna hvers slyss tæpar 800 millj-
ónir kr. og 164 milljónir kr. vegna
munatjóns en hámarksbætur í
Svíþjóð eru tæpir 3 milljarðar. í
Noregi og Finnlandi er
bótafjárhæð ótakmörk-
uð í slysatjónum en 20
milljóna kr. hámark á
munatjón í Noregi.
í Bretlandi og á ír-
landi er slysatjón ótakmarkað en
25 milljóna kr. hámark á munatjón
í Bretlandi og 8 milljónir í írlandi.
í Sviss er 170 milljóna kr. há-
marksbætur í heild, þó þannig að
slysabætur hafa forgang og eigna-
tjón bætist með því sem þá kann
að vera eftir. Almenn vátrygg-
ingafjárhæð er alls 80 milljónir í
Hollandi. Þjóðveijar hafa þær
reglur að hámark slysatjóns er 45
milljónir kr. en hækkar í 67
milljónir ef fleiri en einn slasast í
einu. Munatjón er þar bætt allt
að 18 milljónum kr.
Fjárhæð vátryggingar hefur þá
þýðingu að ef hún dugar ekki fyr-
ir öllu tjóninu í viðkomandi slysi
gæti hinn slasaði átt það á hættu
að fá tjón sitt ekki að fullu bætt.
Umræddar fjárhæðir eru almenn-
ar vátryggingafjárhæðir sam-
kvæmt umferðarlögum viðkom-
andi landa, sú trygging sem allir
verða að kaupa. Það kom í ljós í
könnun Morgunblaðsins að sum
tryggingafélög miða verð sitt við
hærri fjárhæðir en hér hafa verið
nefndar.
Hlutfall tjóna af iðgjöldum
Ýmsar aðferðir hafa verið farn-
ar til að bera saman iðgjöld milli
landa, aðrar en að bera saman
tilbúin dæmi, og segir
hver aðferð sína sögu.
Samband evrópskra
tryggingafélaga gefur
árlega út yfirlit yfir bíla-
tryggingar. Þar er
heildariðgjöldum í ökutækja-
tryggingum meðal annars deilt á
alla bíla í viðkomandi löndum.
Af átján löndum í slíkum saman-
burði fyrir árið 1993 eru iðgjöldin
lægst á hvern bíl í Grikklandi,
13 þúsund krónur, og hæst í
Sviss, 56 þúsund kr. íslendingar
greiða sem svarar 40 þúsund kr.
UMFERDIN
P a r í s
Hálfir út um
bílgluggann
ALVARLEGUSTU slysin verða á
hraðbrautum umhverfis París.
Inni í borginni er meira um
skrámur og æsing. Umferðin er
afar þung fyrst á morgnana sér-
staklega, sem og síðdegis, og al- _
gengt er áð sjá menn hálfa út um
bílglugga æpandi á næsta bíl-
stjóra.
Bílflautur eru undirspil mann-
lífsins virka daga og kveður svo
að ati í umferðinni að íbúðaverð
miðast að hluta við það. Þrengsli
lýsa aðstæðum bílstjóra í París
prýðilega og ókunnugum finnst
ótrúlegt hvernig umferðin flýtur
áfram þrátt fyrir allt, sveigjur
teknar af vana svo litlu má skeika.
Þórunn Þórsdóttir
Tiibingen
Bílarnir
útilokaðir
TUBINGEN í Þýskalandi er
dæmigerð háskólaborg. Fólk á
reiðhjólum er áberandi og mikið
af lyólabrautum.
Sterk hreyfing er fyrir því að
takmarka bílaumferð og búið er
að loka stórum hluta gamla mið-
bæjarins. Fólk virðir umferðar-
reglur.
Helgi Þorsteinsson
Lúxemborg
Lítið svínað
ámann
MIKIÐ er um umferðarslys í Lúx-
emborg. Oft er það vegna ölv-
unaraksturs eða hraðaksturs á
mjóum og hlykkjóttum sveitaveg-
um. Aðalslysatíminn er um helg-
ar, á föstudags- og laugardags-
kvöldum.
Þrátt fyrir mikla umferð eru
bílstjórar nær undantekningar-
laust mjög tillitssamir og lítil
hætta á að það sé svínað fyrir
mann. Einnig er töluvert fylgst
með hraðakstri með ratsjármæl-
ingu en þó mætti gera meira af
því.
Linda Kristín UagTiarsdóttir
Lo n d o n
Umferðarteppa
um nótt
MIKIL bílamenning er í London,
ekki síst vegna þess að íhalds-
stjórnin hefur leyft almennings-
samgöngum að drabbast niður.
Sú mikla aukning sem orðið hefur
á umferðinni undanfarin ár veld-
ur áhyggjum, bæði vegna meng-
unar, og einnig vegna þess að
stíflur verða, ekki bara á annatím-
um heldur hvenær sem er, dag
og nótt - ég hef setið í umferðar-
teppu á Piccadilly Circus klukkan
eitt að nóttu!
Bretar hafa alltaf talist tillits-
samir og kurteisir í umferð og
eru það reyndar enn, en að sjálf-
sögðu er orðin miklu meiri streita
og pirringum í ökumönnum nútil-
dags - og þar af leiðandi meiri
slysahætta. Einnig er mikiil skort-
ur á stæðum fyrir allan þennan
bílafjölda, sem leiðir til þess að
menn eiga það til að skrapa og
skemma sínar eigin og aðrar bif-
reiðir þegar þeir eru að reyna að
bora sér inn í allt of lítið stæði.
Samt eru Lundúnabúar yfir
höfuð miklu betri bílstjórar en
Reykvíkingar - ökuprófið er
miklu strangara og umferðin
meira krefjandi. Islendingar sem
hingað flytja þurfa oft að læra
að aka alveg upp á nýtt.
Birna Helgadóttir
ÖKUTÆKJATRYGGINGAR
Verð á
bifreiða-
tryggingum
í Evrópu
Eigandinn 42 ára skrifstofumaður. Ekið tjónlaust í 10 ár. Kona hans
á sama aldri og 18 ára sonur aka einnig. Akstur 15.000 km á ári.
Eigandinn 23 ára, ekið tjónlaust
frá 17 ára aldri. 15.000 km/ári.
Bíllinn: Toyota Corolla 1300,
Bíllinn: Volvo 850, 2000,
árg. 1994, 4 dyra, sjálfskiptur
Bíllinn: Toyota Corolla 1300,
árg. 1994,4 dyra, beinskiptur
Borg: Trygg.félag: Lögboðin ábyrgðartrygging Lögb. ábyrgðartr. og húftrygging (kaskó) að auki Lögboðin ábyrgðartrygging Lögb. ábyrgðartr. og húftrygging (kaskó) að auki Lögboðin ábyrgðartrygging Lögb. ábyrgðartr. og húftrygging (kaskó)að auki
Reykjavík vís 31.798 kr. 52.505 kr. 34.061 kr. 62.748 kr. 48.452 kr. 73.033 kr.
Stokkhólmur Skandia 6.587 kr. 18.805 kr. 8.804 kr. 32.972 kr. 9.991 kr. 35.309 kr. 1
Gautaborg Folksam 5.732 kr. 26.248 kr. 7.608 kr. 46.055 kr. i • ' " 1
Osló Uni-Storebrand 16.459 kr. 35.081 ÍO 18.272 kr. 45.371 kr. 34.196 kr. 80.688 kr“Í
Helsinki Pohjola 16.429 kr. 34.892 kr. 21.312 kr. 52.347 kr. 16.429 kr. 34.892 krTl
Helsinki Fennia 13.373 kr. 55.411 kTj 17.259 kr. 58.995 kr. 13.373 kr. 56.196 kr. i
Kaupmannahöfn Tryg Danica 19.738 kr. 37.931 kr. 20.533 kr. 50.380 kr. '1
Tubingen, Þýs. Allianz 20.316 kr. 41.150 kr. 24.116 kr. 59.891 kr. 20.316 kr. 41.150 kr. 1
París GMF 19.781 kr. 51.994 kr. 44.894 kr. 144.035 kr. - T
Lúxemborg Le Foyer 17.655 kr. 70.1300 23.861 kr. 109.239 kr. 17.655 kr. 78.956 kr.
Zúrich Wintherthur 17.939 kr. 49.969 kr. 1 - T - - j
London Swinton 40.494 kr. 85.476 kr. - 85.476 kr. _ Dirpntlinfi- 48 407 kr
London ALS - 187.272 kr. - 225.216 kr.
Amsterdam Delta Loyd 16.321 kr. 40.135 kr. 43.983 74.318 kr. F 58.604 132.921 kr.
Verðleggja
sig eftir
áhættunni