Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 29
28 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SMU GUDEIL AN
OG HAGSMUNIR
í RÚSSLANDI
SÁ JÁKVÆÐI tónn, sem virðist hafa verið í viðræð-
um Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og
Andreis Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, í Rovan-
iemi í fyrradag, gefur vonandi til kynna að samskipti
ríkjanna á sviði sjávarútvegsmála muni batna á næst-
unni.
Vegna veiða íslenzkra togara í Barentshafi hafa
Rússar á undanförnum misserum lagt hömlur á fisk-
sölu til íslands, þótt eitthvað af Rússafiski hafi borizt
hingað. Jafnframt hefur annað samstarf ríkjanna í sjáv-
arútvegsmálum liðið fyrir Smugudeiluna.
Halldór Ásgrímsson segir í samtali við Morgunblaðið
í gær að samkomulag um veiðarnar í Smugunni muni
opna ýmsa möguleika á samstarfi við Rússa. SáÆkrið-
ur, sem nú er kominn á viðræður um lausn deilunnar,
virðist þegar hafa orðið til þess að milda afstöðu rúss-
neskra stjórnvalda. Kozyrev utanríkisráðherra bauð ís-
lendingum til ráðstefnu um fjárfestingarmöguleika í
Norður-Rússlandi og hefur utanríkisráðuneytið í hyggju
að stuðla að þátttöku íslenzkra aðila, sem geti tekið
upp þráðinn þar sem frá var horfið, hvað varðar við-
skipti með fisk og samstarf í sjávarútvegsmálum.
Það er áreiðanlega rétt mat hjá Halldóri Ásgrímssyni
að ísland hefur misst af ýmsum möguleikum í Rúss-
landi vegna Smugudeilunnar og önnur ríki hafa öðlazt
forskot á okkur. Möguleikarnir á samstarfi við Rússa
eru miklir. Auk þess að vinna rússneskan fisk gætu
íslenzk fyrirtæki veitt Rússum aðstoð við að nútíma-
væða sjávarútveg þeirra og jafnvel lagt þeim til skip
og tekið þátt í veiðunum með þeim. Þannig gæti íslenzk-
ur sjávarútvegur notið góðs af uppbyggingu fiskstofna
í Barentshafi með fjölbreytilegri hætti en eingöngu
vegna veiða íslenzkra togara.
Hagurinn af lausn Smugudeilunnar getur því orðið
miklu meiri en sem nemur þeim þorskkvóta, sem samið
verður um íslendingum til handa. Ef rétt er haldið á
málum, getur samstarf við Rússland orðið íslenzkum
sjávarútvegi til mikilla hagsbóta.
TÍÐARFARIÐ EÐA
STJÓRNARFARIÐ?
HÆKKUN á verði grænmetis undanfarna mánuði
er ein orsök þess að hraði verðbólgunnar hefur
aukizt að undanförnu. Sú þróun er að sjálfsögðu
áhyggjuefni, bæði fyrir stöðugleikann í efnahagslífinu
almennt og hvað varðar kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði, eins og forystumenn vinnuveitenda og
launþega hafa bent á að undanförnu.
Hjá stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum inn-
lendra framleiðenda grænmetis hefur sú skýring heyrzt
á verðhækkuninni að tíðarfarið hafi verið slæmt og
sprettan lítil. Sú skýring er rétt, svo langt sem hún
nær. Framboð af innlendu grænmeti hefur verið minna
en eftirspurnin og þess vegna hefur verðið hækkað.
Röksemdafærslan er hins vegar meingölluð, vegna
þess að með háum tollum, sem lagðir eru á.erlent græn-
meti þessa fáu mánuði, sem innlend framleiðsla er á
markaði, er í raun skrúfað fyrir framboðið að utan,
þótt formlegt innflutningsbann sé ekki Iengur í gildi.
Með gríðarlega háum magntollum er verið að hindra
að innlenda framleiðslan fái nokkra erlenda sam-
keppni. Neytendur greiða fyrir þessa stefnu stjórnvalda
með hærra grænmetisverði en vera þyrfti.
Þótt pólitískur vilji kunni ennþá að vera fyrir því hér
á landi að reka verndarstefnu af þessu tagi til að hlífa
íslenzkum garðyrkjubændum við útlendri samkeppni,
er rétt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Hina raun-
verulegu ástæðu fyrir hækkun grænmetisverðs á ís-
landi er að finna í stjórnarfarinu, ekki í tíðarfarinu.
DEILUR í KJÖLFAR NORD-SOL
Nýr flokksformaður, lífskjör og framtíð vinstri hreyfingar
meginmál 12, landsfundar Alþýðubandalagsins
Stjórnandi biðst nndan
afskiptum dagskrárstjóra
OSMÓ Vanska sagði í bréfi
til útvarpsstjóra, sem hann
meðal annars sendi öilum
hljóðfæraleikurum sinfó-
níunnar, að Guðmundur hafi komið
fram sem einræðisherra í undirbúningi
og framkvæmd keppni ungra tónlist-
armanna, Nord-Sol, sem lauk á iaug-
ardag, og hrifsað sæti sitt í dómnefnd-
inni. Guðmundur vísaði ásökunum
Vánská á bug í gærkvöldi og kvaðst
aðeins hafa sest í dómnefnd keppninn-
ar fyrir áeggjan samstarfsmanna
sinna.
„Á lokatónleikunum var hljómsveit-
mni sýnd fyrirlitning og óvirðing,"
skrifaði Vánská í bréfi sínu, sem er
dagsett 9. október og er stílað á Björn
Bjarnason menntamálaráðherra, Hall-
dór Haraldsson, skólastjóra Tónlistar-
skólans í Reykjavík og fulltrúa íslands
í tónlistarháskólaráðinu , Hörð Sigur-
gestsson, stjórnarformann Sinfóníu-
hljómsveitar Isiands, Runólf B. Leifs-
son, framkvæmdastjóra Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, Guðmund Emilsson
og alla hljóðfæraleikara sinfóníunnar.
„Þetta bréf er greinilega skrifað
af ofstopa og reiði,“ sagði Guðmundir
í samtali við Morgunblaðið. „Það er
augljóst að það er jafnvægislaus mað-
ur, sem stýrir þeim penna.“
Heimir Steinsson kvaðst í gær-
kvöldi hafa fengið bréf Vánskás í
hendur og rætt málið við Guðmund,
en viidi ekki ræða það frekar. „Ég
vil sjá fleiri hliðar málsins áður en ég
tek til máls,“ sagði Heimir.
Aðeins hluta lokatónleika Norsd-
Sol var sjónvarpað beint á laugardag.
Síðasta hlutanum, hljómsveitarverk-
inu „En Saga“ eftir Sibelius, var flutt
eftir að verðlaun höfðu verið afhent.
í sjónvarpinu hófst hins vegar bein
útsending frá knattspymuleik.
Vánská heldur því fram að hægt
hefði verið að sýna alla tónleikana í
beinni útsendingu. „Á föstudag fékk
ég þær upplýsingar frá sjónvarpinu
að hefðu þeir vitað af „En Saga“ fyr-
ir viku hefði verið hægt ----------------------
að framlengja útsending- Qe||f um §gfu
una þannig að hún tæki ________>__;
til allra tónleikanna,- Guðmundar I
skrifaði Vánská og spurði:
„Er þetta góð ímynd til að
dómnefnd
gefa alþjóðlegum áhorfendum?"
Guðmundur sagði að „En Saga“
væri eins og rauður þráður í forsögu
þessa máls. Þegar ákveðið hefði verið
að halda Nord-Sol á íslandi hefði ver-
ið Ijóst að sinfónían myndi taka þar
þátt. Vánska hefði þegar gert kröfu
um að stjóma, þótt það væri ekki í
hans verkahring, enda borgaði sinfón-
ían honum ekki. Engu að síður hefði
verið iátið undan þessari kröfu og
hann hefði litið á þetta sem tækifæri
til að koma sjálfum sér á framfæri.
Þegar liðið hefði að keppninni hefði
Vánská krafist þess að á iokatónleik-
unum yrði „En Saga“ flutt og ekkert
hefði verið séð því til fyrirstöðu.
Osmo hefði einnig sett fram þá
Osmo Vánská, aðalstjómandi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, hefur mælst til þess við út-
varpsstjóra að Guðmundur Emilsson tónlistar-
dagskrárstjóri hætti öllum afskiptum af mál-
efnum sveitarinnar. Karl Blöndal kynnti sér
bréfið og leitaði m.a. viðbragða Guðmundar.
hending forseta fallið út
og það hefði strítt gegn
þeim tilgangi keppninnar
að koma ungum tónlistar-
mönnum á framfæri."
Guðmundur sagði að
Vánská hefði verið greint
frá þessum málavöxtum.
„Hann bregst æfur við
og neitar að stjórna nema
„En Saga“ sé fyrst á dag-
skrá,“ sagði Guðmundur.
Á föstudagskvöld var
haldinn fundur tónlistarr-
áðs Norðurlanda. „Fund-
armenn ályktuðu að koma
ætti í veg fyrir að Vánská
gæti beitt fólk svona ofrí-
ki,“ sagði Guðmundur.
„Klukkan tólf á miðnætti
var skrifað bréf til Þorgeirs Gunnars-
sonar, aðstoðardagskrárstjóra Sjón-
varps, og afrit boðsent til Vánskás.
Með bréfinu fylgdu símleiðis skilaboð
um að gerði Vánská nokkuð til að
skyggja á gleði lokatónleikanna eða
verða forseta ísiands til vansa myndi
norræna tónlistarháskólaráðið og
rektorar þess leggjast gegn honum
hvar sem því yrði við komið og á laug-
ardeginum yrði haldinn blaðamanna-
fundur í stað tónieikanna þar sem
ofstopi Vánskas yrði afhjúpaður og
sannleikurinn sagður."
Guðmundur kvað Vánská hafa
svarað undir hádegi á laugardegi fyr-
ir milligöngu Helgu Hauksdóttur,
starfsmanns sinfóníunnar. ------
„Hann lét undan og sagðist
mundu stjóma tónléikun-
um, en með því skilyrði að
forseti íslands sæti tónleik-
ana á enda,“ sagði Guð- “
mundur.
Guðmundur kvaðst hafa
Osmo
Vanska
Guðmundur
Emilsson
kröfu að verkið yrði flutt síðast á
dagskrá lokatónleikanna (til þess að
hann gæti einn baðað sig í fagnaðarl-
átunum í lokin og þyrfti ekki að deila
sviðsljósinu með öðrum, að sögn Guð-
mundar) og einnig hefði verið faliist
á hana.
Miðvikudaginn 4. október barst
Guðmundi hins vegar bréf frá Þor-
geiri Gunnarssyni, aðstoðardagskrár-
stjóra innlendrar dagskrárdeildar
Sjónvarps, þar sem fram kemur „eins
og þú kannski veist" að bein útsend-
ing frá tónleikunum þremur dögum
síðar geti aðeins staðið frá klukkan
tvö til kortér yfir þijú eða hálf fjögur
í mesta lagi vegna þess að
------- sama kvikmyndatökuteymi
þurfi að sinna útsendingu
knattspyrnuleiksins.
Vánská fékk veður af
________ þessu og setti nú fram kröfu
um að „En Saga“ yrði fyrst
á dagskrá. „Sjónvarpsútsendingin
náði aðeins til fyrsta hluta tónleikanna
og röðin á tónleikunum með stuttu
hljómsveitarverki (Sibelius: „En
Saga“) í lokin er gjörsamlega fáránleg
listræn hugsun," sagði Vánská í bréfi
sínu.
Að sögn Guðmundar hafði finnski
hljómsveitarstjórinn hins vegar fengið
að ráða staðsetningunni, en skipt um
skoðun þegar hann komst að því að
hljómsveitarverkið yrði aðeins ieikið
fyrir áheyrendur í Háskólabíói.
„Við skoðuðum dagskránna og
reyndum að þjappa henni saman, en
tímasetningar buðu ekki upp á það,“
sagði Guðmundur. „Ef „En Saga“
hefði verið fært til hefði verðlaunaaf-
Krafa um að
forseti sæti
út tónleikana
dregið
Vigdísi Finnbogadóttur forseta afsíðis
þegar hún kom í Háskólabíó, en vildi
ekki segja hvað þeim hefði farið á
milli. Aðeins að forsetinn hefði setið
út tónleikana og aldrei ætlað sér ann-
að.
„Þarna var mælirinn orðinn fullur,"
sagði Guðmundur. „Ég held að það
hljóti að vera einsdæmi í listasögunni
að þjóðhöfðingi sklui tekinn í gíslingu
af listamanni."
Vánská hélt því fram í bréfinu að
komið hefði verið í veg fyrir að hann
sæti í dómnefndinni, en hefði hins
vegar sjálfur „stokkið" inn í hana og
„skyndilega var hann formaður dóm-
nefndarinnar!! Er þetta ekki skrítið!"
Að sögn Vánskás lagði Sibeliusaraka-
demían í Helsinki til í síma að hann
tæki sæti Kaija Saarikettu, prófessors
við akademíuna, þegar hún veiktist
og hefði þetta verið staðfest í bréfi.
Guðmundur sagði að veikindin
hefðu komið fram föstudaginn 29.
september og þá hefði verið lítill tími
tii stefnu. Arangurslaust hefði verið
reynt að fá mann til að hlaupa í skarð-
ið og kvaðst Guðmundur þá hafa bent
ritara Sibeliusarakademíunnar á að
hér væri hæfur maður, Osmo Vánská.
Þessu var vel tekið og staðfest í bréfi
til Guðmundar. Undirbúningsnefnd
keppninnar fagnaði þessu einnig og
taldi málið leyst. Þá náðist hins vegar
ekki í Vánská og þegar komið var
fram á sunnudagskvöld og aðrir dóm-
nefndarmenn komnir til landsins þótti
ljóst að grípa yrði til annarra ráða,
þótt það leiddi til þess að enginn dóm-
ari yrði frá Finnlandi og tveir frá ein-
hveiju öðru Norðurlandanna. Hins
vegar varð að bæta við dómara því
að annars hefðu þeir aðeins verið fjór-
ir og vantað oddamann.
„Það hefði verið ósmekklegt að
biðja einhvern að hlaupa í skarðið
með svo skömmum fyrirvara," sagði
Halldór Haraldsson, skólastjóri, sem
einnig sat í undirbúningsnefndinni.
„Guðmundur sló til. Það hefur ugg-
laust komið illa við suma og auðvelt
að láta líta illa út, en það er ljóst að
við báðum hann um þetta,“ sagði
Halldór og vísaði þar til sín og Eriks
Bachs, skólastjóra tónlistarskólans í
Árósum, sem einnig sat í undirbún-
ingsnefndinni.
í bréfí Vánskás er ekki aðeins vísað
til keppninnar í síðustu viku. Þar
gagnrýnir Vánská Guðmund fyrir
störf hans í hlutverki tónlistardag-
skrárstjóra útvarps, segir að útvarps-
vikur sinfóníuhljómsveitarinnar hafi
verið illa skiplagðar, upplýsingar um
stjómendur, dagskrá og einleikara
borist seint og það hafi skapað ýmis
_________ vandamál.
„Guðmundur Emilsson
ber ábyrgð á þessum vikum
fyrir hönd útvarpsins,"
skrifaði Vánská. „Það er
erfitt að eiga samskipti við
hann vegna þess að hann vill halda
öllum hlutum fyrir sjálfan sig og
ráða.“
Hann ýjaði einnig að því að Guð-
mundur _sé fallinn í ónáð hjá sinfón-
íunni. „íslenska sinfóníuhljómsveitin
hefur neitað að halda áfram að leika
undir hans stjórn af listrænum ástæð-
um,“ skrifaði Vánská. „Það leiðir til
augljósra vandamála."
Guðmundur vísar þessari ásökun á
bug og segir að það hafa verið ljóst
þegar hann tók við stöðu tónlistardag-
skrárstjóra árið 1989 að hann myndi
ekki stjórna sinfóníunni, enda gæti
hann ekki staðið beggja vegna borðs-
ins. Hann hefði hins vegar haldið áfram
að stjórna hljómsveitum erlendis.
FRESTUR til að skila at-
kvæðum í formannskosn-
ingunum rennur út á há-
degi á morgun og kynna á
niðurstöður kosninganna kl. 19 ann-
að kvöld. Þá mun Ólafur Ragnar
Grímsson láta af formennsku í Al-
þýðubandalaginu eftir að hafa leitt
flokkinn í átta ár. Heimildarmenn
blaðsins telja að Ólafur Ragnar muni
áfram verða mjög virkur í forystu-
sveit flokksins og hann muni fylgja
mun fastar og ákveðið fram sínum
áhugamálum í stjórnmálum en til
þessa, þar sem hann verði eftirleiðis
óbundinn af málamiðlunum sem
fylgja flokksformennsku. Þessa muni
strax verða vart á landsfundinum.
Landsfundur Alþýðubandalagsins
hefst í dag kl. 17 á Hótel Sögu með
ræðu fráfarandi formanns. Stendur
þingið fram á sunnudag. Þrátt fyrir
að formlegri kosningabaráttu í for-
mannskjöri á milli Margrétar Frí-
mannsdóttur og Steingríms J. Sig-
fússonar hafi lokið fyrir hálfum
mánuði, þegar kjörskrá var lokað og
bréfleg kosning félagsmanna hófst,
stendur baráttan milli frambjóðend-
anna engu að síður yfir fram á sjálf-
an landfundinn, þar sem kosningunni
lýkur ekki fyrr en á hádegi á morg-
un. Frambjóðendur og stuðnings-
menn þeirra smöluðu stíft í flokkinn
í sumar og haust og hefur flokksfé-
lögum fjölgað umtalsvert í aðdrag-
anda kosninga. Um 3.500 manns
hafa kosningarétt en í gær höfðu
borist milli 1.500-2.000 atkvæði til
skrifstofu fiokksins, skv. upplýsing-
um Einars Karls Haraldssonar,
framkvæmdastjóra flokksins.
Af samtölum við alþýðubanda-
lagsmenn má ráða að mikil óvissa
er um raunverulegt fylgi frambjóð-
endanna, en flestir eru á því máli,
að mjög mjótt geti orðið á munum.
Yfirleitt eru menn einnig þeirrar
skoðunar, að formannskosningarnar
hafí ekki leitt til mikilla átaka eða
úlfúðar í flokknum í líkingu við að-
draganda formannskosninganna árið
1987, „þótt mörgum stuðnings-
manna sé orðið heitt í hamsi,“ eins
og einn viðmælenda komst að orði.
Engum vafa er þó undirorpið að
stuðningsmenn Steingríms og Mar-
grétar skiptast nokkuð eftir þeim
átakalínum sem einkennt hafa Al-
þýðubandalagið á undanförnum
árum. Alþýðubandalagsmenn úr svo-
kölluðum flokkseigendaarmi eru
sagðir fremur á bandi Steingríms,
en svokölluð lýðræðisfylk-
ing úr stuðningsmannaliði
Ólafs Ragnars fylki sér yf-
irleitt að baki Margrétar.
Þó sé þetta engan veginn
einhlít skipting og sumir
halda því raunar fram að
allar flokkafylkingar hafi
riðlast í formannskjörinu. Baráttan
sé þannig ekki nema að hluta til
uppgjör milli átakaarma í flokknum
og snúist fyrst og fremst um persón-
ur, hugmyndir frambjóðendanna um
starfshætti og hlutverk flokksins og
hvor þeirra verði trúverðugri leiðtogi.
Óvissan er engu minni um kosn-
ingu varaformanns, en enginn
Alls eiga 350-400
manns seturétt á 12. lands-
fundi Alþýðubandalagsins sem
hefst á Hótel Sögu í dag, eða fleiri en nokkru
sinni. Ástæðan er sú að fjölgað hefur í flokkn-
um að undanfömu vegna formannskjörsins,
sem mun yfírskyggja allt annað á fyrstu dög-
um landsfundar.
* >
I grein Omars
Friðrikssonar
kemur fram
mikil spenna
innan flokksins
þar sem flestir
telja að úrslitin
verði afar tvísýn.
Margrét
Frímannsdóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Ahersla á
samstarf eða
sameiningu
vinstri flokka
flokksmaður hefur enn lýst yfír
framboði sínu í það embætti. Fer
kosning varaformanns, ritara og
gjaldkera fram á þinginu kl. 14 á
laugardag. Áhrifamaður innan
flokksins taldi að útkoman í for-
mannskjörinu gæti skipt sköpum um
hvernig mál skipuðust við val vara-
formanns. Ef mjótt verði á munum
verði reynt að viðhalda jafnvægi
milli fylkinganna sem myndast hafa
að baki formannsefnanna og ná sam-
komulagi um varaformannsefni, sem
flestir geti sætt sig við. En sigri
annar frambjóðandinn með miklum
atkvæðamun geti sú staða
komið upp að stuðnings-
menn hans reyni að fá
kjörinn varaformann úr
sínum röðum til að fá skýr-
ar línur í forystusveitinni.
Það myndi þá óhjákvæmi-
lega leiða til mikilla átaka
og hugsanlega uppgjörs við kosning-
arnar á laugardaginn.
Steingrímur segir hins vegar um
þessi mál í samtali við Morgunblað-
ið: „Ég held að það sé ekki útlit fyr-
ir að það verði um þau stórtíðindi í
atkvæðagreiðslunni að ræða að það
hafi áhrif á slíkt. Ég held að það
sjónarmið verði ofarlega á baugi og
það verður það örugglega af minni
hálfu, að reyna að skipa forystu
flokksins þannig að hún endurspegli
sem mesta breidd og samstöðu og
að allir flokksmenn sjái sinn fulltrúa
í forystusveit flokksins, í stjórn og
framkvæmdastjórn, þannig að flokk-
urinn geti staðið heill og óskiptur á
bak við sína forystu," segir hann.
„Ég hef lítið velt þessu fyrir mér.
Mér finnst slæmt að það skyldi eng-
inn gefa kost á sér í þetta embætti,
en ég er sannfærð um að einhveijir
muni gera það á landsfundi, en það
mun eflaust eitthvað ráðast af úrslit-
um í formannskjörinu,"
segir Margrét um varafor-
mannsmálið. Hún segist
aðspurð ekki ætla að gefa
kost á sér til varaformanns,
verði hún undir í formanns-
kjörinu. Hún telur að vara-
formaður eigi að einbeita
sér að því að byggja upp innra starf
flokksins og eigi t.a.m. ekki að koma
úr þingliðinu.
Áðspurður hvort til greina kæmi
að gegna áfram varaformennsku,
byði hann lægri hlut í formanns-
kjöri, sagði Steingrímur að hann
útilokaði ekkert fyrirfram en benti á
að hann væri búinn með reglubundið
kjörtímabil varaformanns og ef til
þess kæmi þyrfti hann að gegna
starfinu tvö ár í viðbót á grundvelli
undanþágureglu flokkslaganna.
Meðal þeirra sem rætt hefur verið
um sem hugsanleg varaformannsefni
eru Elín Björg Jónsdóttir, gjaldkeri
flokksins, Jóhann Ársælsson, fyrrv.
þingmaður, Guðbjartur Hannesson á
Akranesi, Árni Þ. Sigurðsson, borg-
arfulltrúi, Bryndís Hlöðversdóttir,
alþingismaður, Einar Karl Haralds-
son, framkvæmdastjóri flokksins og
bæjarfulltrúamir Sigríður Stefáns-
dóttir og Valþór Hlöðversson.
Á landsfundinum verður fjallað
sérstaklega um fjóra málaflokka;
atvinnu og lífskjör, starf-
semi sveitarfélaga, fram-
tíð vinstri hreyfingar ojf”
ofbeldishneigð og vímuefna-
vanda. Nokkrar tillögur og um-
ræðuplögg af miðstjórnarfundi, sem
haldinn var í byrjun september, hafa
verið til umræðu innan flokksins á
undanförnum vikum. Þar eru lagðar
Iínur fyrir landsfundarfulltrúa og
stefnumörkun og ályktanir fundar-
ins.
I þeim segir m.a. um ríkisfjár-
málavandann að þótt sjálfsagt sé að
gagnrýna ýmislegt í tilraunum til
niðurskurðar í ríkiskerfinu, verði aö
viðurkenna að alvarleg skuldasöfnun
ríkisins og sveitarfélaga sé risavaxið
verkefni í íslensku þjóðfélagi. Al-
þýðubandalagið verði að horfast af
raunsæi í augu við ástand ríkisfjár-
mála og að eingöngu séu til reiðu
óþægilegar lausnir í glímunni við
ríkisfjármálin.
Einnig er íjallað um stóriðju í
plöggunum og bent á fyrirhugaða
stækkun álversins ogjárnblendiverk-
smiðjunnar. „Þótt ýmislegt megi
sjálfsagt finna að slíkri samninga-
gerð þá er greinilegt að engar aðrar
leiðir eru sjáanlegar til þess að nýta
umframorkuna sem nú þegar er til
í landinu og minnka þar með hina
hrikalegu erlendu skuldasöfnu»-
landsmanna. Það er því mikilvægt
að Alþýðubandalagið taki með já-
kvæðum hætti á þessum tveimur
verkefnum," segir þar.
í samantekt um framtíð vinstri
hreyfingar, sem tekin hefur verið
saman fyrir landsfundinn, segir: „Á
vettvangi Alþýðubandalagsins og
annarra stjórnarandstöðuflokka þarf
á næstunni að fara fram umræða
með þátttöku sem flestra."
„Það væri í sjálfu sér ekkert meira
kraftaverk að sameina fólk sem nú
skipar sér í raðir ólíkra flokka stjórn-
arandstöðunnar en að hafa haldið
fjölmörgum einstaklingum og hópum
innan Alþýðubandalagsins á undan-
förnum 10-20 árum.“
Þar er ennfremur bent á að áfram-
haldandi sundrung vinstri hreyfing-
arinnar muni leiða til þess að litlar
líkur séu á að annars konar ríkis-
stjórn en nú situr verði mynduð á
næstu árum nema verulegar breyt-
_________ ingar verði á vinstri
vængnum. „Hún getur
orðið með tvennum hætti.
Annaðhvort að núverand,
flokkar nái saman, allir
eða hluti þeirra, og búi
——— þannig til sterkt mótvægi
við núverandi ríkisstjóm.
Eða að einhver af núverandi stjórn-
arandstöðuflokkum keyri það langt
fram úr hinum að hann skilji þá eft-
ir. Ýmsir hafa reynt að ná þannig
forystu á undanförnum 10-15 árum.
Það hefur Alþýðubandalagið reynt.
Það hefur Alþýðuflokkurinn reynt.
Það hefur Þjóðvaki reynt. Sú leið
hefur aldrei tekist.“
Mikil óvissa
ríkir um
kosningu
varaformanns
SPENNA í TVÍSÝNU
FORMANNSKJÖRI