Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Neikvæður árangur af ætlaðri
hagræðingu í landbúnaði
TILGANGURINN
með setningu laga nr.
46/1985 um fram-
leiðslu og sölu á búvör-
um var lögð áhersla á
hagkvæmni í búvöru-
framleiðslu, vinnslu
þeirra og sölu til hags-
bóta fyrir framleiðend-
'ur og neytendur. Þá var
og lögð áhersla á það
að nægjanlegt vöru-
framboð yrði á vörum
þessum alls staðar á
landinu. Lögum þessum
hefur að vísu verið
breytt síðan, en til-
gangur laganna er að
mestu óbreyttur hvað
framangreind atriði
snertir.
Þegar litið er á stöðu landbúnað-
arins á Islandi eins og hún er í dag,
þá er nokkuð Ijóst að stjómendur
þessara mála hafa ekki áttað sig á
hvernig ætti að standa að því að ná
bestum árangri til hagsbóta fyrir
framleiðendur og neytendur eins og
tilgangur laganna var. Sem dæmi
um-það vil ég benda á að árið 1985,
þegar lögin voru sett, var innan-
íandssalan á kindakjöti 10.018 tonn.
Eftir 4 ára gildistíma laganna, þ.e.
1989, var salan fallin niður í 8.309
tonn, eða sem næst um 19%.
Skv. því sem fram hefur komið í
blöðum í sambandi við búvörusamn-
inginn er sala á kindakjöti nú komin
niður í 7.000 tonn á ári, sem svarar
til rétt um 26 kg á hvern íslending
»á ári. Nú er spáð að salan fari niður
í 6.500 tonn þ.e. u.þ.b. 24 kg á
mann. Ef miðað er við það verð sem
nú er boðið í hálfum skrokkum, þá
er þetta aðeins kr. 7.176 kr. sem
hver Islendingur kaupir kindakjöt
fyrir. Þetta er ekki há upphæð þeg-
ar miðað er við fiskinn, eða soðning-
una eins og menn kalla hann, sem
kostar flakaður hátt á fimmta
hundrað krónur. Stærstu mistök sem
stjórnvöld hafa gert er hversu fast
þau hafa beitt afli sínu í að leggja
niður mjólkurstöðvar og sláturhús
víða á þéttbýlisstöðum úti um land
og varið í það milljörðum, sem tekið
hefur verið af afurðaverðinu og
þannig stuðlað að auknum kostnaði
við framleiðsluna.
' Með því að fækka sláturhúsum,
sem voru á hinum ýmsu þéttbýlis-
stöðum, hafa stjómvöld ekki áttað
sig á því hvað það er mikið atriði í
sölumennsku að reyna að viðhalda
þeim neyslu- og innkaupavenjum
sem neytandinn hefur vanist. Að
sjálfsögðu er rétt að reyna samtímis
nýjar framleiðsluleiðir. Staðreyndin
er sú að á meðan að sláturhús vom
í flestum þéttbýlisstöðum var það
Karl
Halldórsson
fastur vani hjá neyt-
endum kindakjöts og
sláturs að koma í slát-
urhúsin á haustin og
kaupa talsvert magn
af þessum afurðum
sem nægði þeim fram
eftir vetri. Þessi kaup
juku mjög á kinda-
kjötssöluna auk þess
sem ekki kom á kjöt
þetta geymslukostnað-
ur, vaxtakostnaður
o.fl. til hagsbóta fyrir
neytendur. Þetta var
að vísu til tjóns fyrir
fjármagnseigendur og
þá sem höfðu tekjur
af því að geyma kjötið.
Nú er árangurinn af
þessum neikvæðu aðgerðum stjórn-
valda að skila sér í stórkostlegri
minnkun á kindakjötssölu. Og nú
er næsta tillaga stjómvalda að
fækka bændum um allt að 300 og
færa framleiðslurétt þeirra sem eru
með smærri búin til þeirra sem eru
með stórbúin. Smábændurnir verða
því settir út á gaddinn þegar búið
er að svipta þá lífsbjörginni. Ástand-
ið er þannig í þjóðfélaginu að talið
er að 6.600 manns verði atvinnulaus-
ir að meðaltali á þessu ári, 1995,
þannig að ekki er hlaupið í vinnu
nema þá að taka hana frá öðrum.
Með aðgerðum sem þessum yrðu
þeir sem eru búnir að skapa sér
aðstöðu á jörðum sínum til að ná sér
í tekjur til viðbótar við lítinn fullvirð-
isrétt til að geta lifað, sviptir þeim
rétti með því að taka af þeim þann
rétt sem þeir höfðu til framleiðslu á
kjöti, þar sem aukabúgreinin er ekki
það stór að hún dugi ein sér til að
lifa af. Þannig að þessir bændur
yrðu í raun reknir af jörðum sínum
með þessum tæknilegu aðgerðum.
Um leið fækkar fólki í viðkomandi
byggðarlagi og skerðir það mjög
alla félagslega aðstöðu. Vanviska
er að stórbú geti þrifist þegar búið
er að ganga frá nágrannanum dauð-
um.
Þeir bændur sem þannig yrðu
flæmdir af jörðum sínum af stjórn-
völdum hljóta að lenda inn á atvinnu-
leysisskrá, eða að þeir taka vinnu
frá öðrum launþegum sem þá yrðu
atvinnulausir. Það hlýtur að vera
mannlegra að skipta lífsviðurværinu
á milli manna þannig að arður af
atvinnurekstri í landinu komi ekki
bara í hendur fárra manna en hinir
svelti. Við hljótum öll að vera á
móti því að við þurfum að koma upp
samtökum sveltandi manna eins og
frést hefur að Finnar hafi gert. Að-
gerðir sem þessar snerta þjóðfélagið
í heild og nauðsynlegt er að draga
úr atvinnuleysi í stað þess að auka
Stefnubreyting er nauð-
synleg, segir Karl
Halldórsson, auka þarf
sölu á búvöru.
það eins og nú er stefnt að með því
að svipta nokkur hundruð bænda
atvinnu sinni. Þjóðhagsstofnun upp-
lýsir að kostnaður við hvern atvinnu-
lausan mann sé 1,5 milljónir á ári
og er þá tekið tillit til skatta o.fl.
Það er hörmulegt að horfa upp á
það eins og ég hef bent á hvernig
stjórnvöld hafa eyðilagt haustmark-
aðinn fyrir afurðir af sauðfé. Nú
þegar er búið að fækka sauðfé um
u.þ.b. 300.000. Þessi fækkun skaðar
ekki bara bændur, þetta eykur at-
vinnuleysið í úrvinnslugreinum sér-
staklega og eykur erlendar skuldir.
T.d. þurfti að flytja inn 100.000
gærur til að viðhalda skinnaiðnaðin-
um hér. Nær hefði verið að þessar
gærur hefðu verið framleiddar hér
og bæta þar með skuldastöðuna við
útlönd, þannig að skuldir þær sem
komandi kynslóð tekur við verði
ekki eins hroðalegar og unnið er að
með þessum stjórnvaldsaðgerðum.
Auk fækkunar sláturhúsa vinna
stjórnvöld að því að fækka mjókur-
stöðvum og verja einnig í það himin-
háum íjárhæðum,. sem teknar eru
af afurðaverði og eykur verð á þeim.
Afleiðingin af niðurlagningu á mjók-
urbúum er þegar farin að koma
fram. Má í því sambandi benda á
mjólkurbúið á Patreksfírði. Með því
að leggja það niður er mjólkin sótt
til bænda á svæðinu og flutt í Búð-
ardal. Síðan er mjólkin pökkuð þar
og send aftur til Patreksfjarðar til
neyslu. Þetta er um 536 km leið
fram og til baka. Að vísu mun flóa-
báturinn Baldur eitthvað vera not-
aður. Ljóst er að þessu hlýtur að
fylgja mikill kostnaður. Að auki
hafa kunnugir menn á Patreksfirði
og nágrenni sagt að borið hafí á
mjólkurskorti þar þegar erfitt er um
samgöngur eins og t.d. á sl. vetri.
Þannig að þarna er eitt dæmið um
hvað dregur úr neyslu á mjólk. Eitt
er svo mjög athugandi fyrir fólkið
þarna fyrir vestan og á öðrum stöð-
um sem svipað er ástatt um og langt
er í mjólkurstöðvarnar að hagfræð-
ingar bændasamtakanna o.fl. hafa
lagt til og segjast með því auka
hagræðingu að leggja niður flutn-
ingsjöfnunarsjóðinn, sem notaður
hefur verið til að jafna verð á mjólk
sem fer á markað þannig að allir
búi við sömu kjör hvað það snertir.
Með niðurlagningu á sjóði þessum
yrði mjólkin mikið dýrari þar sem
neytendur yrðu látnir greiða flutn-
ingskostnaðinn. Neytendasamtökin
hafa og lýst því yfir að þau væru á
móti jönun á verði á þennan veg.
Vopnfirðingar og Norðfirðingar
sáu fram í tímann hvað þetta snerti
og komu í veg fyrir það að mjólkur-
stöðvar á þeirra svæði yrðu lagðar
niður. Þeir gerðu sér grein fyrir því
hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir
framleiðendur og neytendur, þ.e.
glötuð atvinnutækifæri og hærra
vöruverð. Betra væri að aðrir væru
jafn glöggskyggnir og þeir. Nauð-
synlegt er að hér verði stefnubreyt-
ing í þá veru að stjómvöld vinni á
réttan hátt að því að auka sölu á
landbúnaðarafurðum og að þau átti
sig á því hvað þarf að gera til þess.
Og koma þannig í veg fyrir aukið
atvinnuleysi í landinu og svipta ekki
sjötuga menn vinnunni sem fullfrísk-
ir eru og hafa stuðlað að íslensku
velferðarríki alla sína tíð.
Laugalandi, 3. september 1995.
Höfundur starfar við búskap.
10. starfsár Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni
NÚ ER að hefjast í
10. sinn vetrarstarf
Félags eldri borgara.
Starfsemi félagsins
hefur á þessum árum
vaxið mjög, en félaga-
fjöldi er nú rúmlega
6.000 manns.
Er miðað við að
starfsemin sé mjög
fjölbreytt, svo að allir
finni eitthvað við sitt
hæfi.
í sumar stóð félagið
fyrir styttri og lengri
skemmtiferðum — sjö
talsins - og var ágæt
þátttaka í þeim undir
stjórn ferðanefndar, en
í henni eru Jón Tómasson, formað-
ur, Baldur Sveinsson, Oskar Ag-
ústsson, Sigurður Kristinsson, Pál-
ína Jónsdóttir og Pétur H. Olafsson.
Vetrastarf er þegar hafíð með
fjölmörgum þáttum: Bridsmótum
og keppnum tvisvar í viku, fimmtu-
daga og sunnudaga kl. 13-17, en
bridskennsla verður tekin upp nú
bráðlega. Þá er félagsvist spiluð
tvisvar í viku, föstudaga og sunnu-
daga kl. 14-17.
Þá er nauðsynlegt að hreyfa sig
og verður það gert á þennan hátt:
Sigvaldi stjórnar dansi í Risinu
þriðjudagskvöld kl. 20:00 og laug-
ardaga kl. 13-14.30 og 14.30-16.00
í Goðheimum er dansað hvert
sunnudagskvöld kl. 20-23:30 undir
stjórn Péturs H. Ólafssonar.
Göngu-Hrólfar er klúbbur sem
fer hvern laugardagsmorgun kl.
10:00 í gönguferðir um nágrennið.
Hefur þetta gefist vel og þátttaka
verið góð undir stjórn Ernu Am-
grímsdóttur. Farið er frá Hverfis-
götu 105.
Söngur hefur alltaf verið vinsæll
og verður kórstarf aukið með því
að blandaður kór og karlakór eru
að hefja æfingar á ný. Þyrftum að
fá fleira fólk. Stjórnandi er Kristín
Pjetursdóttir. Einnig er boðið upp
á 5 vikna söngnámskeið. Þá verður
Söngvaka annan hvorn mánudag
kl. 20:30-22:30, en þar kermir fólk
saman og „hver syngur með sinu
nefi“, Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir
annast undirleik.
Leikfélagið Snúður og Snælda
hefur verið mjög virkt síðustu árin
og svo verður ennþá. Haldin verða
Páll
Gíslason
án
námskeið í framsögn
undir stjórn Bjama
Ingvarssonar, leikara.
Nýlega er lokið kynn-
ingu á verkum Jóhann-
esar úr Kötlum. Annað
starf leikhópsins er að
hefjast.
Af einstökum liðum
í félagsstarfinu má
telja:
Fornbókmenntir.
Félagið er svo lánsamt
að fá til fyrirlestra-
halds tvo af fremstu
bókmenntafræðingum
á sviði fornbókmennta,
þá dr. Jónas Kristjáns-
son, prófessor og Stef-
Karlsson, forstöðumann stofn-
unar Árna Magnússonar, til að
halda erindi um fornbókmenntir
okkar. Erindin verða haldin í Risinu
á miðvikudögum kl. 17:00 og mun
dr. Jónas flytja sín erindi 1. og 8.
nóvember, en Stefán 15. og 22.
nóvember. Eftir áramót er fyrirhug-
að að taka fyrir einhveija íslend-
ingasögu.
Handavinnunámskeið 5 vikna
námskeið sem hefst 17. okt. og
verður á þriðjudagsmorgnum kl.
10-13:00 undir leiðsögn Dóru Sig-
fúsdóttur.
Ýmis námskeið standa til boða,
í samvinnu við Tómstundaskólann
í tungumálum, vatnslitamálun o.fl.
og njóta félagar FEB 67 ára og
eldri 10% afsláttar af þátttöku-
gjaldi.
Eins og áður veitir skrifstofa
Félags eldri borgara ýmsa þjónustu
félögum sínum svo sem upplýsingar
um margvísleg mál.
Silfurlínan er síma- og viðvika-
þjónusta fyrir eldri borgara og þá
gjarnan unnin af hressum eldri
borgurum. Það vantar þó tilfinnan-
lega fleiri sjálfboðaliða til að sinna
heimsóknum og akstri fyrir aldraða.
Einnig aðstoð iðnaðarmanna. Á síð-
asta ári nutu 1.600 einstaklingar
þjónustu línunnar. Silfurlínan er til
húsa á skrifstofu Félags eldri borg-
ara og rekin af félaginu. Opið er
alla virka daga kl. 16:00-18:00 en
síminn er 561 6262.
Neytendaþjónusta er mikilvægur
þáttur starfsins og fá félagar af-
slátt, oftast 10%, hjá fjölmörgum
fyrirtækjum í borginni og víðar.
Hér skrifar Páll
Gíslason um vetrar-
starf Félags eldri borg-
ara í Reykjavík.
Er fljótt að safnast saman ávinning-
ur að þessu og mikið notað. Gefin
er út þjónustubók með nöfnum
þessara fyrirtækja, svo að félagar
geti hagað innkaupum eftir því.
Hefur þetta verið vinsælt.
Söfnun birkifræja. Seinni hluta
októbermánaðar mun fara fram
söfnun birkifræja undir stjórn Arn-
ljóts Siguijónssonar.
Vetrarfagnaður verður í Risinu
fyrsta vetrardag, 28. október, með
fjölbreyttum skemmtiatriðum.
Utgáfa jólakorta hefur verið ein
af fjáröflunarleiðum félagsins, svo
er enn og eru þau nú tilbúin með
fallegri jólamynd frá Ingólfstorgi.
Vonum við að þessum sendingum
verði vel tekið svo að halda megi
áfram öflugu félagsstarfi. Erum við
þakklátöllum þeim mörgu sem stutt
hafa félagið á liðnum árum og leit-
um aftur eftir stuðningi þeirra.
Réttindamál aldraðra og hags-
munir þeirra. Viðamesta verkefni
Félags eldri borgara er að standa
vörð um réttindi aldraða í sambandi
við lífeyrismál og ýmiskonar önnur
réttindamál og greiðslur, sem hlíta
ólíkum reglum. Þessi mál eru oft
mjög fiókin og hefur félagið veitt
persónulega ráðgjöf, sem Margrét
Thoroddsen hefur staðið fyrir með
mestu prýði.
Réttindamál aldraðra eru marg-
vísleg og er augljóst nú í sambandi
við fjárlög ríkisins að þar kemur
margt til greina og þurfa félög aldr-
aðra að vera vel á verði um hags-
muni félagsmanna. Einnig býður
félagið upp á lögfræðiráðgjöf, sem
Vilhjálmur Ámason hrl. annast.
Við viljum hvetja alla félagsmenn
um að hafa samband við skrifstofu
félagsins á Hverfisgötu 105, sími
552 8812. Þá fögnum við að sjálf-
sögðu nýjum félögum, því félagið
er ætlað öllum 60 ára og eldri.
Höfundur er læknir og formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni.