Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 33
Faccio Jakkar
Yegurinn yfir Gilsfjörð
RÍKISSTJÓRNIN
hefur einsett sér að ná
fjárlagahallanum niður
til þess að tryggja jafn-
vægi í efnahagsmálum
og hóflega vexti. Af
þeim sökum var óhjá-
kvæmilegt að skera
nokkuð niður fram-
kvæmdir í samgöngu-
málum. Jafnframt hef-
ur verið unnið að því
að lækka hin eiginlegu
rekstrargjöld og
stemma stigu við sjálf-
virkum kostnaðar-
hækkunum.
Við þessar aðstæður
er vitaskuld óhjá-
kvæmilegt að samgönguráðuneytið
taki öll framkvæmdaáform til end-
urskoðunar og endurmats. í sam-
ræmi við það hafa ný
útboð verið stöðvuð,
en í Vegagerðinni, í
Hafnamálastofnun og
hjá Flugmálastjóm er
unnið að áætlunargerð
í samræmi við hin nýju
viðhorf. Þeirri vinnu
verður hraðað eins og
kostur er og vonast ég
til að unnt verði að
leggja tillögur fyrir
Alþingi í lok þessa
mánaðar.
Samkvæmt veg-
áætlun hefur verið
gert ráð fyrir því að
nýr vegur yfir Gilsfjörð
verði tekinn í notkun
haustið 1997, þó að fullnaðarfram-
kvæmd ljúki ekki fyrr en árið 1998.
Maður skyldi halda, að svo mikil
Vegaáætlun gerir ráð
fyrir því, segir Halldór
Blöndal, að nýr vegur
yfir Gilsfjörð verði
tekinn í notkun
haustið 1997.
sveigja væri í þessu verki að ekki
munaði um það hvort verkið yrði
boðið út á þessum októberdögum
eða þótt það drægist einhverjar vik-
ur. Einkanlega vegna^ess að þung-
inn í fjárveitingunum fellur til á
árunum 1997 og 1998. Það era
alþekkt vinnubrögð á Alþingi að
hnika til fjárveitingum til að flýta
verklokum á einum stað án þess
að það bitni á öðrum. Ég þekki
ekki dæmi þess, að við slíku hafi
verið amast. Miklu fremur hafa
þingmenn verið áhugasamir um
vinnubrögð af þessum toga, af því
að þau bitna ekki á neinum, en
geta komið mörgum að gagni.
Auðvitað er ekki einfalt að skera
niður vegaframkvæmdir eftir að
Alþingi hefur tímasett hvenær í þær
skuli ráðist. Það er viðkvæmt í öll-
um byggðarlögum, hvort sem við
tölum um Reykjavík eða Akureyri,
Gilsfjörð eða N-Þingeyjarsýslu,
Vestfirði eða Suðurnes. Það hef ég
fundið rækilega eftir að ég varð
samgönguráðherra.
Ég hef ekki fundið annað en að
þingmenn Vesturlands og Vest-
fjarða vilji standa við þau fyrirheit
sem gefin hafa verið um Gilsfjörð-
inn. I því sambandi skipta verklokin
máli, en ekki hvenær ráðist verður
í verkið. Á næstu dögum eða vikum
verða drög að nýrri vegáætlun lögð
fýrir þingmenn kjördæmanna. Þá
munu málin skýrast og í kjölfar
þess verður unnt að gefa heimild
til þess að ákveðin verk verði boðin
út. En á þessari stundu tel ég bein-
línis rangt að ég kveði einn upp úr
um það víðsvegar um landið hvaða
verkefni verði látin sitja fýrir.
Framtíð Iðnó aldrei
tryggari en nú
Halldór
Blöndal
Scærðir: S - M - L - XL -
XXL - XXXL
Litir: Gulc - Orange -Grænc
Rautt og dökkblátt.
létt oq Uqm
Verð 4.ffíi-
5% stgr.afsláttur
Sendum i póstkröfu
whummél^
SPORTBÚÐIN
Ármuli 40 sími 581 3555
FYRIR nokkru birt-
ist hér í blaðinu hug-
leiðing Ingu Bjarna-
son leikstjóra þar sem
fram komu nokkrar
áhyggjur hennar af
framtíð Iðnó. Þetta
þótti mér óþarfur kvíði
nema ef vera kynni
að núverandi borgar-
yfirvöld hafi horfið frá
fyrri ákvörðunum um
að ljúka við að endur-
byggja húsið. Það er
þó ekki einfalt mál,
því að endurbygging-
unni var að verulegu
leyti lokið fyrir siðustu
borgarstjórnarkosn-
ingar. Húsið er orðið hið glæsileg-
asta eins og sjá má.
Eins og menn rekur minni til
stóð Iðnó hrörlegt og yfirgefið um
nokkurt árabil. Menn vísuðu hver
á annan þegar fjallað var um aðild
borgar eða ríkis að endurbyggingu
og varðveizlu þessa sögufræga
húss, sem setur óafmáanlegan svip
á umhverfí Tjamarinnar og hefur
gert svo í nærri heila öld. Málið
var heldur ekki einfalt viðureignar,
því að hvorki borg né ríki átti Iðnó.
Ég beitti mér fyrir því sem borg-
arstjóri að teknar voru upp viðræð-
ur við verkalýðsfélögin í Reykjavík,
aðaleigendur Iðnó, með það fyrir
augum að Reykjavíkurborg legði
sitt lóð á vogarskálarnar til að
þjarga húsinu frá frekari hrörnun.
A hátíðarfundi borgarstjórnar við
vígslu Ráðhússins mælti ég fyrir
tillögu um endurreisn Iðnó og stóðu
allir borgarfulltrúar að samþykkt
hennar. Reykjavíkurborg skipaði
Hjörleif Kvaran, þáverandi for-
stöðumann stjórnsýsludeildar borg-
arinnar í húsnefnd, og verkalýðsfé-
lögin Guðmund J. Guðmundsson,
formann Dagsbrúnar. Oddamaður
skyldi skipaður með
samþykki aðila og var
það eindregin ósk Guð-
mundar J. Guðmunds-
sonar að Haraldur
Blöndal, hæstaréttar-
lögmaður og varaborg-
arfulltrúi, yrði kvaddur
til þess starfs. Á það
var að sjálfsögðu fall-
izt.
Húsnefndin tók síð-
an til óspilltra málanna
og vann sitt verk hratt
og vel. Fljótlega var
unnt að hefjast handa
við viðgerðirnar. í einu
og öllu hafa fram-
kvæmdir verið í sam-
ræmi við samhljóða niðurstöður
borgarráðs, sem fékk tillögur hús-
nefndarinnar til afgreiðslu. Gler-
skálinn við suðurhlið hússins er
með talinn, því að deilur um hann
hófust ekki fyrr en löngu eftir sam-
þykkt borgarráðs og eftir að hann
var risinn. Glerskálinn kom í stað
steinkumbalda fyrir fatageymslu
og miðasölu, sem bætt var við hús-
ið á sínum tíma. Það hefði ekki
verið hægt að minnka Iðnó sem
honum næmi. Um skeið stóð í
nokkru þrefi við húsfriðunarnefnd
um frágang glugga en að öðru leyti
var framvinda verksins snurðulausc
Nokkrir hópar áhugasamra lista-
manna, m.a. forystumenn Banda-
lags ísl, listamanna annars vegar
og hins vegar leiðtogar Leikfélags
Reykjavíkur, tjáðu sig um hlutverk
Iðnó í framtíðinni. Sumir gengu svo
langt að bjóðast til að taka að sér
reksturinn á eigin ábyrgð. Reynsla
borgarinnar af stuðningi við leik-
húsrekstur og aðra menningar-
starfsemi veldur því að slíkum
rausnartilboðum þarf að taka með
fyrirvara.
Iðnó hefur gegnt fjölþættu hlut-
Tímabært er að hefja
sem fyrst gerð áætlana
um starfsemina í Iðnó,
••
segir Markús Orn
Antonsson, og verða
tillögur listamannhópa
og annarra áreiðanlega
vel þegnar.
verki í félags- og menningarmálum
Reykvíkinga á liðnum 98 árum.
Og hreinræktað leikhús hefur hún
ekki verið nema hluta af þessu
tímabili. Því er rétt að gera ráð
fyrir margvíslegum notum af Iðnó
í framtíðinni enda hafa viðgerðirn-
ar á húsinu við það miðazt. Hús-
nefndinni er bezt treystandi til að
vinna áfram að útfærslu tillagna
sinna.
Á hinn bóginn er tímabært að
hefja sem fyrst gerð áætlana um
starfsemina í húsinu. Tillögur lista-
mannahópa og annarra verða
áreiðanlega vel þegnar. Hið fyrsta
þarf að ráða forstöðumann að Iðnó
til að móta hugmyndir um rekstur-
inn í húsinu með húsnefndinni og
bera ábyrgð á þróttmikilli og marg-
breytilegri starfsemi þar á næstu
árum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Útvarps.
HREINAR SNYRTIVÖRUR
- Þú færð ekkert betra -
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13 - S. 551 2136
Markús Örn
Antonsson
Höfundur er samgönguráðherra.
Faber-Castell
ur
^►índesíí IW 860
• VinduhraSi 800 sn/mín.
• 14 þvottakerfi
• Stiglaus hitastillir
• Orkunotkun 2,3 kwst
• HæS: 85 cm
• Breidd: 60 cm
• Dýpt: 60 cm
Afborgunarverð:
kr. 52.527,-
49
Verð stgr.
999,-/
Umbobsmenn um land allt
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga,
Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.Guöni Hallgrímsson,
Grundarfiröi. Vestflrölr: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi.
Rafverk.Bolungarvík.Straumur, ísafiröi.
Noröurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. SkagfirÖingabúÖ,
Sauöárkróki. KEA -byggingavörur Lónsbakka Akureyri. KEA.Ðalvík.
Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Austuriand: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum.
Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. FáskrúÖsfirÖinga,
Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes,
Vestmannaeyjum.Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg,
Grindavík. -
BRÆÐURNIR I
ŒMSSÖNHFi
Lágmúla 8, Sími 553 8820 s