Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bróðir minn,
HJÖRLEIFUR ZOFONÍASSON
kennari og organisti
frá Læk í Dýrafirði,
sfðar búsettur í Hafnarfirði
og Ange í Sviþjóð,
andaðist laugardaginn 30. september.
Útförin fer fram frá Borgsjökirkju föstudaginn 13. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Zofoníasson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL ÖGMUNDSSON
bifreiðastjóri
frá Sauðárkróki,
til heimilis á Skúlagötu 80,
lést í Borgarspítalanum 10. október.
Útförin auglýst síðar.
Halla Sigurðardóttir,
Hreinn Pálsson, Stella Kristjánsdóttir,
Elsa Pálsdóttir, Edvard Lövdahl,
Guðmundur Guðbrandsson, Sigrún Grimsdóttir,
Magnús Pálsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir,
Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Theódór Magnússon,
Kristín Pálsdóttir, Guðjón Guðiaugsson,
Guðný Pálsdóttir, Sigurður I. Svavarsson,
Páll Pálsson, Agnes Hrafnsdóttir,
Kolbrún Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
Laugateigi 19,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu-
daginn 13. október kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkini hins látna.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir,
ÞÓRDÍS BJARNADÓTTIR,
sem lést 5. október sl., verður jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju á morgun, föstu-
daginn 13. október, kl. 13.30.
Henrik G. Thorarensen,
Gunnþórunn Arnarsdóttir, Ragnar Hilmarsson,
Hulda Henriksdóttir,
Gunnþórunn Björnsdóttir, Bjarni Guðbjörnsson,
Björn Ragnar Bjarnason, Jóhanna Brynjólfsdóttir,
Gunnar Þór Bjarnason, Jóhanna Einarsdóttir,
Gunnlaugur Þórarinsson
og fjölskyldur.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
MARGRÉT GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
Ijósmóðir
frá Fagurhóli,
Grundarfirði,
sem lést 6. október, verður jarðsungin
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstu-
daginn 13. október kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkju-
garði.
Runólfur Þorkelsson,
Fjóla Þorkelsdóttir, Stefán Helgason,
Gfsli Þorkelsson,
Páll Þorkelsson, Klara Kristjánsdóttir,
Lilja Þorkelsdóttir,
Hulda Þorkelsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
ALBERT
G UÐBRANDSSON
+ Albert Guð-
brandsson var
fæddur á Kambs-
nesi í Laxárdal 20.
október 1926. Hann
lést á Vífilsstaða-
spítala 1. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Frið-
björg Eyjólfsdóttir
og Guðbrandur
Gíslason, sem bæði
eru látin. Þau eign-
uðust sex börn og
var Albert fjórði í
röðinni og sá fyrsti
sem kveður. Systkin hans eru:
Gísli, Ólafur, Sigurður, Eyjólf-
ur og Áslaug.
20. október 1950 kvæntist
Albert Ingibjörgu Þórorms-
dóttur, f. 24. maí 1928, frá
Fáskrúðsfirði, en hún lést 4.
nóvember 1991. Þeim varð
fjögurra barna auðið. Þau eru:
1) Þórný, f. 1946, d. 1951. 2)
Auður, f. 1948, gift
Isleifi Péturssyni,
starfsmanni Sam-
einuðu þjóðanna í
Sýrlandi, og á hún
fimm börn: Albert
Svan, Drífu Björk,
Dagbjart Geir,
Auði Ingu, Irisi
Öldu og auk þess
tvö stjúpbörn Gísla
Kristin og Kristínu.
3) Þór Pálmi, f.
1952, við fram-
haldsnám i Osló,
var kvæntur Krist-
ínu Lúthersdóttur
og eiga þau tvo syni, Albert
Inga og Árna Þór. 4) Árný, f.
1957, kórstjóri við Breiðholts-
kirkju, gift Gísla Jónassyni
sóknarpresti og eiga þau fimm
börn, Ingibjörgu, Friðbjörgu,
Margréti Ingu, Jónas Sturlu og
Guðbrand Aron.
Útför Alberts fór fram frá
Fossvogskirkju 8. september.
AÐ KVEÐJA náinn ástvin er ekki
auðvelt. Fyrir tæpum fjórum árum
kvöddum við móður okkar og nú
kveðjum við föður okkar. í rúm 40
ár starfaði pabbi hjá „Shell gamla“
eins og við sögðum alltaf heima.
Mínar elstu minningar eru í sam-
bandi við kvöldbænimar mínar, en
þá bað ég Guð að passa „Shell
gamla“ að hann mætti lifa lengi
því í barnshuganum var þetta gam-
all maður. Það var kannski vegna
þess að mamma sagði alltaf að hún
væri viss um að pabbi færi í gröf-
ina með „Shell garnla". Svo traust-
ur var hann starfí sínu. Það voru
honum erfíð spor er hann var látinn
hætta störfum 66 ára að aldri og
það á sama tíma og hann sá á eft-
ir eiginkonu sinni.
Nú er pabbi horfínn okkur og
eftir sitjum við hnípin og með sorg
í hjarta. Eftir að mamma dó höfum
við pabbi búið saman og var það
mér og fjölskyldu minni mikil gleði.
Nú kynntist ég pabba á nýjan hátt,
kynntist honum sem afa barnanna
minna og það var hlutverk sem
hæfði honum vel. Hann lék og spil-
aði við þau og hafði alltaf tíma
fyrir þau. Það varð mikil gleði hjá
okkur í sumar þegar alnafni afa
míns, Guðbrandur, fæddist. Aldrei
held ég að ég hafi séð pabba stolt-
ari en við skírnarathöfnina. Pabbi
hafði mikla ánægju af garðyrkju
og ber skikinn hans í Skammadal
þess glöggt vitni, þar áttu mamma
og pabbi sínar ánægjustundir. Þar
voru sett niður tré og ræktaðar
kartöflur. Nú er það okkar að taka
við og rækta garðinn þeirra. Pabbi
saknaði alltaf bamabarnanna sem
búsett eru erlendis og það var hon-
um mikil gleði þegar þau komu
heim til íslands. Glaðastur var hann
þegar öll fjölskyldan var saman-
komin. En nú er hann farinn frá
okkur og til fundar við mömmu sem
hann saknaði svo sárt og Þórnýju
sem þau misstu aðeins fimm ára
gamla. Viljum við fá að þakka hon-
um allar gleðistundimar sem hann
veitti okkur og biðjum honum bless-
unar Guðs. _
Árný og fjölskylda.
Ég sá hann fyrst á benzínstöð
Shell við Miklubrautina. Sennilega
stafar það af einhverri sérvizku,
en ég hef frá upphafi eingöngu
keypt benzín hjá Shell, enda hafa
mér fallið þau viðskipti vel. Starfs-
menn félagsins eru sérlega liprir
og þægilegir og það hefur sitt að
segja, þótt viðdvöl á benzínstöð sé
yfírleitt afar stutt hverju sinni. En
út af því getur brugðið. Oft þarf
að gjöra bílnum eitthvað til góða,
mæla olíuna, mæla loftið í hjólbörð-
unum og - á vetrum - gæta að,
hvort frostlögurinn sé nægur, og
spyrjast fyrir um færðina, er leiðin
liggur út úr borginni.
Ég fór yfírleitt á sömu benzín-
stöðina - þessa við Miklubrautina
- enda bjuggum við austarlega í
borginni. Ég þekkti því í sjón flesta
starfsmennina, er unnu þar.
Einn þessara manna er mér sér-
lega minnisstæður - yfírmaðurinn
á einni vaktinni. Hann var fremur
lágvaxinn og grannholda, sýnilega
léttur á fæti - og léttur í lund -
mér sýndist hann oftast í góðu
skapi. Hann tók við greiðslu fyrir
benzínið og var þá oft skrafhreyf-
inn. Mér líkaði ágætlega við hann,
en mér kom ekki til hugar þá, að
við ættum eftir að kynnast náið
og verða góðir vinir. Sú varð þó
raunin á.
Við hjónin eigum tvo syni. Er
að því kom, að þeir fóru að líta í
kringum sig eftir lífsförunaut, var
það þeirra mál - ekki okkar - en
óneitanlega höfðum við mikinn
áhuga á, hvaða stúlka yrði fyrir
valinu.
Þegar þeir höfðu valið sér lífs-
förunaut, kom að því mikilvæga
augnabliki að þeirri „útvöldu" væri
boðið að líta á væntanlega tengda-
foreldra og - eins og allir vita, sem
reynt hafa - tekur hjartað oft nokk-
GUNNAR
MAGNÚSSON
+ Gunnar Magnússon fædd-
ist í Vestmannaeyjum 4.
apríl 1928. Hann lést á Land-
spítalanum 5. september síð-
astliðinn og fór útför hans
fram frá Oddakirkju 16. sept-
ember.
ÉG KYNNTIST Gunnari Magnús-
syni fyrst þegar við urðum ásáttir
um að ég tæki að mér störf í Ártún-
um. Strax varð það ljóst að sam-
vinnan gekk vel og vel fór á með
okkur. Ég kem frá Póllandi og
eftir stutta veru á íslandi var það
mér, og síðar fjölskyldu minni sem
átti viðdvöl á Islandi, mikið lán og
hvatning að kynnast Gunnari og
Sillu og stundimar eru eftirminni-
.legar í starfí með þeim og öllum
samskiptum við hjónin í Ártúnum.
Það var ómæld ánægja fyrir
mig,.konu mína og börn þegar þau
gerðu okkur fjölskyldunni kleift
að sameinast hér á íslandi og sam-
veran í Ártúnum er eftirminnileg
og ekki minnkaði gleði okkar þeg-
ar dætur mínar sem höfðu ekki
ur aukaslög við það tækifæri - hjá
öllum fjórum jafnt. Oft reynist þá
erfítt að halda uppi samræðum og
ætli flestir verðandi tengdaforeldr-
ar reyni ekki að forvitnast um ætt
og uppruna stúlkunnar - eða pilts-
ins - sem er að gjörast nýr fjöl-
skyldumeðlimur þeirra?
Þegar Gísli sonur okkar kom
með unga stúlku heim og kynnti
hana fyrir okkur - hún hét Árný
og var Albertsdóttir - varð okkur
að vonum starsýnt á ungu stúlkuna
og eitthvað forvitnuðumst við um
ætt hennar og uppruna. Þá man
ég ekki betur en Árný segði við
mig - glettin á svip: „Hann pabbi
minn þekkir þig!“
Það kom mér á óvart, en er ég
spurði hana nánar, kom í ljós, að
hann var vaktformaðurinn, sem ég
spjallaði mest við, á Shellstöðinni
við Miklubraut. Næst þegar ég
keypti benzín, varð viðdvölin lengri
en áður, enda var nú fleira - og
sýnilega mikilvægara - um að
skrafa. Mörg ár eru liðin, síðan
þetta var, og auðvitað urðu kynnin
stöðugt nánari, er við urðum afar
sömu barna - sem nú eru fímm.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau
Albert og eiginkona hans - Ingi-
björg Þórormsdóttir - mikilhæf
myndarkona - í fjölbýlishúsið, þar
sem Árný og Gísli bjuggu. Mikill
harmur var kveðinn að fjölskyld-
unni fyrir tæpum fjórum árum, er
Ingibjörg andaðist skyndilega, og
mér fannst Albert aldrei jafna sig
til fulls eftir fráfall hennar.
Eftir lát eiginkonunnar keyptu
Árný og Gísli íbúð á hæðinni, þar
sem Albert bjó og dyr voru opnað-
ar á veggnum milli íbúðanna. Eftir
það bjuggu þau öll í nánu sambýli
eins og ein fjölskylda í stórri íbúð,
báðum til gagns og gleði. Þannig
gat Albert búið í skjóli dóttur sinnar
og fjölskyldu hennar á ævikvöldi
sínu, jafnframt því sem hann gat
betur sinnt barnabörnum sínum og
auðsýnt þeim umhyggju og kær-
leika. Ingibjörg og Albert eignuð-
ust fjögur börn, elstu dóttur sína
misstu þau fímm ára gamla, en tvö
eru búsett erlendis.
Eftir að Albert var þannig kom-
inn í sambýli við son okkar og
tengdadóttur, urðu samfundir okk-
ar margfalt fleiri en áður og ég
kynntist honum vel. Hann var eink-
ar ljúfur á heimili og aldrei heyrði
ég hann skipta skapi eða hækka
róminn, þó að bömin á heimilinu
væm orðin fimm og gestagangur
mikill. Kom þá vel í ljós, hve annt
hann lét sér um bamabörnin, enda
var Albert afí í miklu uppáhaldi
hjá þeim öllum, sem von var. Sökn-
uður þeirra er því sár. Ég get ekki
hugsað mér betri afa en hann.
Þessum fáum orðum var ekki
ætlað að vera ævisaga Alberts
Guðbrandssonar, en ég get ekki
látið hjá líða að flytja honum kveðju
og hjartans þakkir fyrir samfylgd-
ina frá okkur hjónunum, og sér-
stakar þakkir flyt ég honum frá
barnabörnunum, sem mest hafa
misst.
Seinustu árin tók heilsa hans að
bila og hann varð að hætta störfum
fyrir aldur fram. Háði hann harða
baráttu undir lokin, en hefur nú
hlotið hvíld. Ég fel Albert í hendur
Guðs og blessa minningu hans.
Jónas Gíslason.
verið heilsuhraustar bættu- heilsu
sína á meðan á dvölinni stóð svo
að nú er ekki líku saman að jafna.
Öll kynni mín af Gunnari Magn-
ússyni báru vott um góðmennsku,
dugnað og umhyggjusemi ásamt
kímni sem Gunnari var auðvelt að
blanda hæfílega saman við.
Nú þegar að leiðarlokum er
komið í lífi Gunnars hugsa ég til
þess að góður drengur er fallinn,
ótímabært, en liðin tíð og góðar
minningar verða eilífar og lifa með
okkur og verða okkur gott vega-
nesti.
Fyrir hönd konu minnar, barna
og mín sjálfs sendi ég Sillu, fjöl-
skyldu hennar og ættingjum Gunn-
ars innilegar samúðarkveðjur.
Tadeusz Wiszniewski.