Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 49
morgunblaðið
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 49
FOLKI FRETTUM
Burt gamli Reynolds fær það
óþvegið hjá fyrrverandi eigin-
konu sinni, leikkonunni Loni
Anderson.
Loni ræg-
ir Burt
LONI Anderson, sem eitt sinn var
gift Burt gamla Reynolds, hefur
leitt sannleikann um samband
þeirra í ljós. Hún hefur gefið út
sjálfsævisögu sína, „My Life in
High Heels“ eða Líf mitt á háum
hælum og samkvæmt bókinni var
Burt gamli henni erfiður ljár í
þúfu. Anderson segir að Burt hafi
eitt sinn beint byssu að höfði sínu
°g hótað að skjóta sig ef hún
tæki ekki við honum á ný.
Einnig segir hún að hann hafi
í eitt skipti beint byssu að henni
og stungið upp á því að hún not-
aði byssuna á sjálfa sig. Þar að
auki sneri hann einu sinni svo
rosalega upp á handlegg hennar
að við lá að hann brotnaði. Kaflar
úr bókinni birtust í tímaritinu
Good Housekeeping, eins og bein-
ast lá við.
Björk í
þýska
Vogue
► í OKTÓBERHEFTI þýska
Vogue-tímaritsins er viðtal við
Björk. Hún segir þar frá æsku
sinni og segir að hún hafi aldr-
ei átt samleið með látnum snill-
ingum á tónlistarsviðinu. Hún
hafi alltaf verið heltekin af
nútímanum og haft á tiifinn-
ingunni að hún væri í sífelldri
tímaþröng.
Björk segir frá ferli sínum
sem barnastjörnu á íslandi.
Hún hafi keypt sér píanó fyrir
peningana sem hún fékk fyrir
fyrstu plötu sína, sem hafi
selst í tvöfaldri platínu-
sölu. A þetta píanó hafi
hún lært að semja tón-
list. Hún gerir sitt
fyrir íslenska ferða-
iðnaðinn og kynnir
landið á sinn sér-
staka hátt, þar
sem hún talar um
íslenska náttúru,
sögu þjóðarinn-
ar, álfa og stjórn
Dana.
Glæsilegt steikarhlaðborð * ★
í Lóni
Verð kr 1.950.- á fullorðinn og kr. 700,-
fyrir barn 11 ára og yngra. ^ ^ ^
A la carte í Lóni og Biómasaí*
Amerísk súpa dagsins •• 350,-
Californíu sjávarréttir í tómathumarsoði 600,-
Maryland krabbakaka á salati
með tartarsósu 390,-
Salatbar 390,-
T- Bone steik 300 gr. 1.990,-
Entrecote steik 250 gr. 1.990,-
Amerískur hamborgari 150 gr. 990,-
Grillaður lax 1.250,-
Eplapie með vanilluís og rjóma 250,-
Pecanpie með rjóma 250,-
Vanilluís með heitri súkkulaðisósu 250,-
Ekta Amerísk súkkulaðikaka með rjóma 350,-
Matargestir verða sjálfkrafa
þátttakendur í ferðaleik! )
Verðlaun: ferð fyrir tvo tii Baltimore
SCANDIC
LOFTLEIÐIB
Borðapantanir í símum 5050 925 og 562 7575
Ritsiminn
1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma
tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 06 breytist í 146.
POSTUR OG SÍMI
j