Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Síldarvinnslan í Neskaupstað sendir skip á kolmunnaveiðar
Hátt verð á lýsi og mjöli
ýtir undir veiðar
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað
hyggst senda skip á kolmunnaveiðar
fyrir Suðurlandi á næstunni, en þar
hefur Örfírisey RE fundið mikið af
kolmunna á svæðinu frá Reykjanes-
grunni að Hornafjarðarál. Mjög gott
verð fæst fyrir lýsi um þessar mund-
ir, eða um 520 dollarar fyrir tonnið,
og sömuleiðis er mjölverð tiltölulega
hátt.
Sigurður Einarsson, útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum, sagði að kol-
munnaveiðar hefðu verið stundaðar
af og til á undanförnum árum, en
þegar mest hefði veiðst árið 1979
hafi heildaraflinn verið á bilinu
20.000 til 30.000 tonn.
„Kolmunninn er veiddur í troll með
tilheyrandi kostnaði, en það sem
kannski gerir þetta fýsilegt núna er
að nú er frekar hátt verð á mjöli og
lýsi, og reyndar með því betra sem
verið hefur undanfarin ár. Ég held
að menn hljóti að velta þessum veið-
um fyrir sér því menn eru með litla
kvóta í öðru, en þessar veiðar eru
fyrst og fremst háðar því hvert verð-
ið á mjöli og lýsi er,“ sagði Sigurður.
Betri veiðarfæri núna
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hrað-
frystihúss Eskifjarðar hf, sagði að
samkvæmt upplýsingum Færeyinga
þyrfti helst skip með um 5.000 hest-
afla véiar til kolmunnaveiða, en hins
vegar væri til í því að tvö skip væru
saman um trollið. Hann sagði að skip
Hraðfrystihúss Eskifjarðar væru í
klössun fram yfir næstu mánaðamót
og hann ætlaði því til að byrja með
að fylgjast með því hvemig öðrum
gengi við kolmunnaveiðamar.
„Eg veit ekki hvað maður gerir
ef þetta lukkast hjá þeim, en það e_r
enga stund verið að fara í þetta. Á
sínum tíma vorum við sennilega ekki
með réttu veiðarfærin, en núna eru
komin miklu betri veiðarfæri. Það
fæst mjög gott verð fyrir lýsi og
mjöl núná, og þannig er til dæmis
hægt að fá 520 dollara fyrir tonnið
af lýsi. Verðið á mjölinu fer svo eft-
ir því hvaða gæðastimpili er á því.
Annars er lítið lýsi í kolmunnanum,
það er bara lifrin, því það er engin
fita í fiskinum sjálfum. En ég ætla
að fylgjast með þessu og kanna
málið þegar þar að kemur,“ sagði
Aðalsteinn.
Þéttast í Breiðamerkurdjúpi
Trausti Elíasson, skipstjóri á Ör-
firisey, sagði í samtali við Morgun- (
blaðið í gær að kolmunna hefði orðið
vart í miklu magni meðfram land-
grunnskantinum á um 320-500
faðma dýpi, en einna þéttastar hefðu
lóðningamar verið í Breiðamerkur-
djúpi. Örfirisey hefur verið á til-
raunaveiðum á smokkfíski á þessum
slóðum jafnframt hefðbundnum
karfaveiðum, en tilraunaveiðarnar
eru kostaðar af Granda, Hampiðj-
unni og Icecon.
Trausti sagði að talsvert hefði
verið um að smokkfískur ánetjaðist
i netinú, en illa hefði hins vegar geng-
ið að fá hann í pokann og því lítill -
afli fengist. Hefur tilraunum þessum
nú verið hætt í bili.
Veltur á arðsemi veiðanna
„Síðustu vikur höfum við verið að
undirbúa tilraunaveiðar á kol-
munna," segir Finnbogi Jónsson,
framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
hf. „Málið hefur verið í skoðun síð-
ustu vikur og áður en fréttin barst
af Örfirisey höfðum við fengið upp-
lýsingar um göngur suðaustur af
landinu, m.a. úti í Rósagarði og á
Mýrargrunni."
Skipverjar á Beiti tóku sýni fyrir
nokkru af kolmunna. Niðurstaðan
var sú að þurrefnisinnihald var 18,4%
og fituinnihald var 8,6% eða saman-
lagt 27%. „Það bendir til að hægt
sé að gera svipuð verðmæti úr einu
kílói af kolmunna og einu kílói af
loðnu í seinni hluta janúar. Þess
vegna teljum við að um áhugavert
mál sé að ræða, en það veltur fyrst
og fremst á því hvort hægt sé að
stunda þarna arðbærar veiðar,“ seg-
ir Finnbogi.
„í tilraunaveiðum árin 1976-79 var
um 16 þúsund tonnum landað hjá
okkur, en veiðamar lognuðust út af
því þær voru ekki arðbærar. Ýmislegt
hefur breyst frá þeim tíma. Loðnu-
verksmiðjur hafa sumar hveijar
möguleika á að framleiða hágæða-
mjöl og verið er að breyta öðrum.
Meira er um að skip séu búin sjókæli-
tönkum, en með því móti geta þau
komið með ferskari fisk að landi.
Loks hefur orðið veraleg þróun í gerð
veiðarfæra. Komin era öflugri troll,
sem era jafnvel léttari í togi en áður.“
Ráðuneytið styrki tilraunina
Þótt Síldarvinnslan hf. hefji veiðar
á kolmunna og hafi flárfest í trolli
til þess, segir Finnbogi að ekki sé nóg
að eitt skip fari á þessar veiðar í stutt-
an tíma: „Þau þurfa að vera fleiri og
líka á öðrum árstímum. Sfldarvinnslan
hf. og Hraðfrystihús Eskiíjarðar hf.
óskuðu því fýrir nokkra formlega eft-
ir samstarfi við sjávarútvegsráðu-
neytið um rannsóknir á möguleikum
til koimunnaveiða við ísland.“
Hann segir að þar sé minnt á að
þegar úthafskarfaveiðar voru að
hefjast við ísland hafi ráðuneytið
styrkt veiðarnar með þeim hætti að
þau skip fengju ákveðinn kvóta á
heimamiðum fyrir hvern dag sem
þau stunduðu veiðar í úthafinu.
Ástæðan hafi verið mikill stofn-
kostnaður í veiðarfærum fyrir nýjar
veiðar og hár rekstrarkostnaður fyr-
ir hvern dag á tilraunaveiðum.
„Þetta réð að verulegu leyti úrslit-
um um að útgerðarmenn fóra af
slað,“ segir Finnbogi. „Síðan kom í
Ijós að veiðamar voru arðbærar og
ekki þurfti lengur hvatningu til. Þær
hafa svo aukist ár frá ári og skila
milljörðum króna í þjóðarbúið. Þetta
er dæmi um hversu lítið þarf stund-
um af hálfu stjórnvalda til að leiða
af sér margfalt meira í heild fyrir
þjóðarbúið."
Gamalám
fargað á
Húsavík
UM 200 gamalám og hrútum
var lógað hjá sláturhúsi KÞ á
Húsavík í gær og féð urðað.
Páll G. Arnar, sláturhús-
stjóri, sagði að bændum í hér-
aðinu hefði verið boðið upp á
að farga fé sínu á þennan
hátt, en eingöngu væri um að
ræða gamlar og sjúkar ær og
hrúta. Vafasamt væri að þetta
fé hefði fengið heilbrigðisskoð-
un í sláturhúsi, enda engin
néysluvara.
„Við erum að tryggja að
hreinlega sé gengið til þessa
verks. Bændur hafa hingað til
sjálfir séð um að lóga þessu
fé, en við ákváðum í haust að
bjóðast til að annast þetta fyr-
ir þá. Við erum að skjóta þetta
fé beint í gröf, “ sagði Páll.
Heildarkostnaður við þessa
slátrun var um 4 þúsund krón-
ur.
Agúrkur
og kartöfl-
ur á tilboði
HAGKAUP býður kartöflur á
tilboði þessa dagana og kostar
poki með tveimur kílóum 79
krónur eða 38,50 kílóið. Sam-
kvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa aðrar verslanir
einnig lækkað verð á kartöfl-
um meðal annars verslun við
Álfheima sem auglýsti kílóið
á 49 krónur.
Hagkaup og Nóatún bjóða
einnig sérstakt tilboðsverð á
agúrkum. Hagkaup hefur
lækkað kílóið úr 467 krónum
í 299 krónur og Nóatún hefur
lækkað kílóið úr 449 krónum
í 269 krónur.
Andlát
HARALDUR KRÖYER
HARALDUR Kröyer,
fyrrverandi sendiherra,
er látinn. Haraldur
fæddist 9. janúar árið
1921 í Svínárnesi,
Grýtubakkahreppi í
Suður-Þingeyjarsýslu.
Móðir hans var Eva
Pálsdóttir, húsfreyja á
Akureyri, en faðir hans,
Jóhann Þorsteinsson
Kröyer, fyrrum deildar-
stjóri á Akureyri, lifir
son sinn og er á 101.
aldursári. Hann býr með
seinni konu sinni, Margréti Kröyer,
að Helgamagrastræti 9, Akureyri.
Haraldur varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1940 og
lauk B.A.-prófi í ensku frá Kalifor-
níuháskóla árið 1943 og M.A.-prófi
í stjómvísindum frá sama skóla
1945. Haraldur hóf störf í utanríkis-
ráðuneytinu 1945 og var skipaður
sendiráðsritari í Stokkhólmi 1947, í
Osló 1949 og í París 1952. Árið
1954 var Haraldur skipaður sendi-
ráðunautur í París og sat í fulltrúa-
nefnd Evrópuráðsins á áranum 1953-
1956. Hann var deildarstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu á árunum 1956-
1962 og var forsetaritari á sáma tíma
og átti sæti í orðunefnd.
Haraldur var skipaður sendiráðu-
nautur í Moskvu 1962. Árið 1966
var hann skipaður sendiráðunautur
við fastanefnd Sameinuðu þjóðanna
og ræðismaður við aðalræðisskrif-
stofu í New York sama ár. Haraldur
var fulltrúi í hafsbotnsnefnd Sam-
einuðu þjóðanna 1968-1969 og
1972. Hann var skipaður sendiherra
í Svíþjóð, Finnlandi og Austurríki
árið 1970. Haraldur var fastafulltrúi
hjá Sameinuðu þjóðun-
um á árunum 1972-
1973 og var skipáður
sendiherra í Washing-
ton árið 1973. Var hann
jafnframt sendiherra í
sjö Suður-Ameríku-
löndum. Haraldur var
fastafulltrúi hjá al-
þjóðastofnunum í Genf
frá 1976 og sendiherra
í Egyptalandi, Kenýu
og Tanzaníu. 1980 var
Haraldur skipaður
sendiherra í Moskvu og
árið 1985 varð hann sendiherra í
Frakklandi og fleiri löndum. Harald-
ur var einnig fastafulltrúi hjá OECD
og UNESCO frá sama tíma. 1989
tók hann við sendiherrastöðu í Nor-
egi og jafnframt í Póllandi og
Tékkóslóvakíu.
Haraldur gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum og var m.a. formaður í
dómnefnd GATT í deilumáli milli
Bandaríkjanna og EBE 1979 og í
deilumáli Bandaríkjanna og Japans
1980-1981. Hann hlaut fjölda viður-
kenninga fyrir störf sín og var gerð-
ur heiðursborgari í Winnipeg árið
1975 og ári síðar í Los Angeles.
Fyrri eiginkona Haraldar var
Ragnheiður Hallgrímsdóttir Kröyer
sem fæddist 23. september 1921.
Eignuðust þau tvö börn, Evu og Jó-
hann. Ragnheiður lést 15. júlí 1959-
Seinni kona Haraldar var Unni Börde
Kröyer, fædd 30. desember 1930.
Eignuðust þau tvö börn, Ara og
Katrínu. Unni lést 8. október 1991.
Haraldur lét af störfum í utanríkis-
þjónustunni árið 1992 og bjó síðustu
æviár sín ásamt Auði Rútsdóttur í
Kópavogi.
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra
Eggjafram-
leiðendur
hafa veitt
afslátt
GUÐMUNDUR Bjarnason land-
búnaðarráðherra segir að sam-
kvæmt nýja búvörusamningnum
verði horfið frá fastri verðlagn-
ingu búvara og að verðlag á
sauðfjárafurðum verði gefið
frjálst eftir tvö ár. Sagðist Guð-
mundur sjá það fyrir sér að hið
sama mundi gerast í öðrum bú-
greinum, þegar hann var spurð-
ur hvort hann teldi ástæðu til
að breyta gildandi lögum svo að
heimilt yrði að bjóða út kaup á
eggjum.
I Morgunblaðinu í gær kom
fram að Ríkisspitölunúm, sem
buðu út innkaup á eggjum, væri
óheimilt að taka lægra tilboði
en næmi þvi verði sem ákvarðað
er af verðlagsnefnd.
Guðmundur sagði að Félag
eggjaframleiðenda hefði leitað
réttar síns samkvæmt gildandi
lögum sem kvæðu á um að verð-
lagsnefnd ákvarðaði verðið.
„En hafa ekki eggjaframleið-
endur að undanförnu veitt ýms-
um viðskiptaaðilum afslátt af
þessu ákveðna verði, sem reikn-
að er út af verðlagsnefndinni?
Eg held að það hafi verið að
gerast á markaðinum. Við sjáum
Morgunblaðið/RAX.
EGGIN matreidd í eldhúsi Landspítalans í gær.
að stórmarkaðir og fleiri aðilar
hafa getað selt landbúnaðaraf-
urðir, þar á meðal egg, á mis-
munandi verði og samið um ein-
hvern afslátt. Þótt hér sé leitað
tilboða þá er það af sama toga,
þannig að ég tel að eggjafram-
leiðendur verði að takast á við
það innbyrðis, í sínum samtök-
um, hvernig þeir nýta sér út-
reikninga verðlagsnefndarinn-
ar,“ sagði Guðmundur.
„Sé það rétt að það sé hægt
að semja um annað verð, þá er
það með ólíkindum að í landinu
séu lög sem banna mönnum að
bjóða lægra verð þegar fylgt
er eðlilegum útboðsreglum af
hálfu aðila eins og Ríkisspítal-
anna. Ég hef ekki kannað þetta
mál en mér finnst full ástæða
til að komast til botns í því,“
sagði Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra.
■ Athugasemd /10