Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ % Kælismiðjan Frost hf. Smíðar frystikerfi í frystihús í Namibíu Umsvif fyrirtækisins hafa aukist jafnt og þétt Frystivélarými ígámi HJÁ Kælismiðjunni Frost hf. á Akureyri er verið að smíða frys- tivélarými fyrir frystihús í Namibíu og er það byggt inni í 40 feta gámi. Á myndinni eru starfsmenn smiðjunnar, þeir Stefán Hallgrímsson og Lúðvik Jóhannsson, við vinnu sína inni í gámnum. KÆLISMIÐJAN Frost hf. var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum. í byrjun störfuðu hjá fyrir- tækinu 19 starfsmenn og var áætlað að velta þess yrði um 200 milljónir króna. Umsvif fyrirtækis- ins hafa aukist jafnt og þétt og fyrsta starfsárið fjölgaði starfs- mönnum úr 19 í 30 og þá varð velta þess um 260 milljónir. í dag starfa þar rúmlega 50 starfsmenn og er gert ráð fyrir að velta fyrir- tækisins verði tæpar 400 milljónir króna á þessu ári. Kælismiðjan Frost sérhæfir sig í hönnun, nýsmíði, aðlögun og við- haldi frysti- og kælikerfa og er fyrirtækið með starfsemi bæði á Ákureyri og í Reykjavík. Á Akur- eyri er framleiðslu- og þjónustu- deild og þar starfa um 20 manns. I Reykjavík er meiri áhersla lögð á tækni- og markaðsmál, auk þess sem þar er einnig rekin þjónustu- deild og er verkefnastaðan góð. „Við erum góðir í því sem við erum að gera og erum því ekkert að skipta okkur af öðru. Við höfum verið að byggja upp aðstöðu á Akureyri og höfum fjárfest bæði í mannskap og tækjum þar,“ segir Jónatan S. Svavarsson fram- kvæmdastjóri. Kælismiðjan Frost hefur nú í ár fengið viðurkenningu á alla sína suðumenn hjá Lloyd’s og einnig á hönnun fyrirtækisins á frystikerf- um. Að auki er fyrirtækið með viðurkenningu á sína suðumenn hjá Iðntæknistofnun. Verkefni erlendis Fyrirtækið hefur verið að hasla sér völl á erlendri grundu og verð- ur útflutningur þess um 5-6% af veltu í ár. „Stærsta verkefni okkar erlendis er smíði og uppsetning á frysti- og kælikerfi fyrir frystihús í Namibíu og er unnið við það verk bæði heima og erlendis. Á Akureyri er verið að byggja frysti- vélarými í 40 feta gámi, sem flutt verður fullbúið til Namibíu. Það hefur ákveðna kosti að smíða kerf- ið inn í gámnum og auðveldar mjög flutning á því milli staða. Ef einhveijar breytingar verða á rekstrinum, er hægt að flytja um 70% af kæli- og frystikerfinu í gámnum,“ segir Jónatan. Þá hefur fyrirtækið verið með fjölmörg verkefni hér á landi, sem lúta m.a. að smíði og uppsetningu á frysti- og kælikerfum fyrir frystihús, sláturhús, mjólkuriðnað- inn og marga fleiri. Þá er mikið unnið fyrir útgerðaraðila víðs veg- ar um land. Flutt í stærra húsnæði Kælismiðjan Frost er til húsa við Draupnisgötu á Akureyri en fyrir dyrum stendur að flytja starf- semi þess í stærra húsnæði. „Við erum að flytja í eigið húsnæði víð Fjölnisgötu í svokallaða Iðngarða en þar hefur ekki verið rekinn iðn- aður fyrr en þá nú þegar við flytj- um.“ Jónatan segir að það hafi ekki verið á stefnuskrá fyrirtækisins að fjárfesta í húsnæði en þar sem ekki var ásættanlegt leiguhúsnæði í boði á Akureyri, hafi verið farið í þessa fjárfestingu. Hins vegar erum við selja húsnæði okkar í Reykjavík og fara í leiguhúsnæði á Fiskislóð 125, sem er hluti af hafnarsvæðinu þar,“ segir Jónat- an. Þörf þjónusta byggð upp Hann segir að fyrirtækið sé með verkefni fram yfir áramót og auk þess sé mikið í pípunum, sem geti orðið að verkefnum á næsta ári. „Fram að áramótum erum við með röð af námskeiðum sem munu styrkja starfsmenn okkar í að veita betri þjónustu og auka þar með möguleika á að gera þessa þekk- ingu að útflutningsvöru um leið og við byggjum upp þarfa þjón- ustu fyrir íslenskt atvinnulíf, sem er í sókn.“ Innan veggja heimilisins Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 29. okóber nk., fylgir blaðauki sem heitir Innan veggja heimilisins. í blaðaukanum verður komið víða við og heimilið skoðað í krók og kring. Eldhúsinu og unglingaherberginu verða gerð góð skil ásamt allri þeirri nútíma tækni sem heimilið er búið. Ibúar nýrra og gamalla húsa verða heimsóttir og teknir tali. Rætt verður við innanhússráðgjafa, fjallað um gólfefni, val á rúmdýnum, gluggatjöld skoðuð og sýnt hvernig lífga megi upp á heimilið með blómum og forvitnast um uppáhaldshúsgagnið. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 23. október. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. RtagmiHifcifc - kjarni málsins! Öformleg tilboð í Krossanesverksmiðjima TVÖ tilboð hafa borist í loðnuverk- smiðjuna Krossanes sem er í eigu Akur- eyrarbæjar. TVÖ óformleg tilboð hafa borist í loðnuverksmiðjuna Krossanes' á Akureyri og hefur bæjarstjóri, Jakob Björnsson, átt viðræður við þá aðila sem , sýnt hafa verksmiðjunni áhuga. Þeir sem vilja kaupa verksmiðj- una eru annars vegar fóð- urverksmiðjan Laxá og hins vegar hópur manna sem Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmí- vinnslunnar á Akureyri, er í forsvari fyrir. Akureyrarbær á Krossa- nesverksmiðjuna, en hún var endur- byggð nánast frá grunni eftir bruna sem þar varð fyrir nokkrum árum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er liðlega 500 tonn á sólarhring og hefur velta verksmiðjunnar verið um 400 til 500 milljónir króna á ári síð- ustu ár. Vilji til að selja eignir Ríkur viiji er til þess innan meiri- hluta bæjarstjórnar Akureyrar að selja eitthvað af eignum og er sala á hlutabréfum bæjarins í Skinnaiðn- aði þegar hafin. Verið er að afla ýmissa upplýsinga um málefni Krossaness áður en lengra er haldið og þess vænst að línur skýrist í lok vikunnar. Meðal annars hefur verið leitað eftir áliti verðbréfafyrirtækja á hvers virði hlutabréf Ákureyrarbæjar í Krossa- nesi eru og þá skipta ábyrgðir sem bærinn er í vegna fyrirtækisins miklu máli varðandi hugsanlega sölu. Samkvæmt ársreikningi er bærinn í hátt í 300 milljón króna ábyrgð vegna Krossaness. írskar bókmenntir BÓKMENNTADAGUR verður í Deiglunni í Grófargili næstkom- írskir tónar í 1929 MYNDBÖND með hljómsveitinni Rolling Stones verða sýnd á tjaldi í skemmtistaðnum 1929 í kvöld, fimmtudagskvöld. Nokkrar helstu rokkhljómsveitir írlands verða kynntar á skemmti- staðnum annaðkvöld í tilefni af írsk- um dögum sem nú standa yfir á Akureyri, m.a. The Pogues, Boom- town Rats og U2. Á laugardagskvöld verður svo- nefnt anti-sportistakvöld í 1929. andi laugardag, 21. október, en hann er hluti af írskri menningar- hátíð sem stendur nú yfir á Akur- eyri. Sigurður A. Magnússon les upp úr þýðingu sinni á Ódysseyfi og ræðir einnig um James Joyce og verkið sjálft. Þá ræðir Karl Guð- mundsson leikari um nýbakaðan nóbelsverðlaunahöfund Seamus Heanay, en Karl hefur um árabil fylgst með höfundinum og þýtt ljóð hans. Bókmenntadagurinn hefst kl. 14.00. Á sunnudag kynnir Bókaútgáf- an Fjölvi nýja bók um Dyflinni og írland eftir Sigurð A. Magnússon. Sigurður ræðir um bókina og sýn- ir skyggnur. Dagskráin hefst kl. 14.00. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.