Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Leynist pláneta 1^1 ••• X / / lik jorðu í ny- fundnu sólkerfí? Getgátur um að líf sé þar að finna VÍSINDAMENN segjast hafa uppgötvað sólkerfí svipað okkar og leiða nú að því getum að þar gæti verið líf að fínna eða plán- etu, þar sem væru lífsskilyrði fyrir menn. Að sögn blaðsins Sunday Times snýst sólkerfi þetta um stjörnuna 51Peg, sem sést ber- um augum frá jörðu. Hún er í þeirri samstæðu fastastjarna, sem néfnist Pegasus. 51Peg er í 40 ljósára fjarlægð frá jörðu, eða um 380 billjóna km, og á mælikvarða stjörnufræðinnar telst það ekki stjarnfræðileg vegalengd. Er þar líf að fiima? „Þetta er fyrsta sólkerfið, sem hefur fundist og hægt er að bera saman við okkar,“ sagði dr. Paul Murdin, vísindamaður við Rann- sóknarráðið í öreinda- og stjörnufræði i Swindon á Eng- landi. „Sú spurning hlýtur að blasa við hvort þar sé líf að finna.“ Tveir vísindamenn í Genf, Svisslendingarnir Michel Mayor og Didier Queloz, fundu sólkerfið og þeir segjast þegar hafa fund- ið stóra plánetu, sem líkist Júpit- er, skammt frá 51Peg. Vonir standa til að brátt finnist fleiri plánetur. Aðeins er vitað um eitt annað sólkerfi fyrir utan okkar. Banda- rískur vísindamaður fanii það á síðasta ári. Sól þess kerfis var hins vegar tifstjarna og gaf frá sér geislun, sem útilokaði líf eins og við eigum að venjast. Vísindamönnum hvatning Talið er að niðurstöður Sviss- lendinganna muni verða mörg hundruð vísindamönnum hvatn- ing til að leggja harðar að sér í leitinni að lífi í geimnum. Banda- ríska geimvísindastofnunin, NASA, hefur það meginmarkmið á næstu öld að leita geimvera. Margir vísindamenn eru sann- færðir um að líf sé að finna í geimnum og benda þar á rök Franks Drakes, bandarísks stjörnufræðings, sem gerði fyrstu alvöruleitina að lífi á öðr- um plánetum fyrir 30 árum. Að hans hyggju eru 40 milljónir stjarna í Vetrarbrautinni, sem líkjast sólinni, og plánetur eru á braut um flestar þeirra. Ef aðeins 10% af þessum stjömum, eða fjórir milljarðar, eru hvorki of kaldar né heitar, þá er harla ólíklegt að jörðin sé eina plánetan, þar sem líf er að finna. Hins vegar búa vísindamenn enn ekki yfir þeirri tækni, sem þarf til að hafa uppi á litlum plánetum. Plánetan, sem talin er líkjast Júpiter, fannst með sérstakri tækni, sem mældi veltu 51Peg, er rekja mátti til aðdrátt- arafls plánetu á braut umhverfís stjömuna. FLUGÞING '95 FLUGSAMGÖNGURÁ ÍSLANDI SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM FIMMTUDAGINN 19. OKTÓBER1995 FRÁ KL. 9 TIL KL. 17 Flugþing eru nýjung í starfsemi Flugmálastjórnar. Markmiðið með þeim er að efla faglega umfjöllun um íslensk og alþjóðleg flugmál. Flugþing verða opinn vettvangur til að skiptast á skoðunum og miðla nýjustu straumum og stefnum í flugi. FLUGÞING '95 VERÐUR SÉRSTAKLEGA HELGAÐ MÁLEFNUM INNANLANDSFLUGSINS, f NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ. í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI FLUGMÁLASTJÓRNAR. Áhugafólk um flug, ferðaþjónustu og samgöngumál velkomið. Frekari upplýsingar um dagskrá og skráning þátttöku. Símar: 569 4113 • 569 4100 • 569 4128. FLUGMÁLASTJÓRN ERLENT T Reuter BRYNDREKI og skriðdreki á þjóðveginum milli Seoul og landamæraþorpsins Panmunjom á hlut- lausa svæðinu milli Kóreuríkjanna. Suður-kóreski herinn er í viðbragðsstöðu eftir að norður-kóresk- ur hermaður var skotinn til bana innan landamæra Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn sakaðir um brot á vopnahléssamningi Stj’órnin í Seoul býst við frekari ögrunum Seoul. Reuter. YFIRMENN herliðs Sameinuðu þjóðanna í Suður-Kóreu sögðu í gær að Norður-Kóreumenn hefðu gerst brotlegir við vopnahléssamning kór- esku ríkjanna með því að senda tvo vopnaða hermenn yfír iandamærin á þriðjudag. Lee Hong-koo, forsætis- ráðherra Suður-Kóreu, sagði að bú- ast mætti við frekari ögrunum af hálfu Norður-Kóreumanna. Suður-kóreskir hermenn skutu annan Norður-Kóreumannanna til bana en hinn komst aftur yfir landa- mærin. Tálmar voru enn á vegum við landamærin í gær og herinn hélt áfram viðamikilli leit að hugsan- legum útsendurum. „Ekki er hægt að útiloka mögu- leikann á djörfum hernaðarlegum ögrunum ef menn hafa í huga ástandið í Norður-Kóreu, örvænting- una vegna efnahagsþrenginga og óvissuna um hver tekur við völdun- um,“ sagði Lee á fundi með suður- kóreskum hershöfðingjum. Enn hef- ur ekki verið tilkynnt formlega að Kim Jong-il taki við embætti forseta og flokksleiðtoga í Norður-Kóreu af föður sínum, Kim Il-sung, sem lést í júlí í fyrra. „Tímabært er að efla varnir okkar meira en nokkru sinni fyrr,“ sagði Lee. Neita að taka við niótmælum Yfírmenn herliðs Sameinuðu þjóð- anna sögðust hafa reynt að afhenda norður-kóreskum herforingjum í landamæraþorpinu Panmunjom mótmælabréf frá suður-kóreska hershöfðingjanum Le Suk-bok, sem á sæti í nefnd sem stofnuð var árið 1953 til að fylgjast með því að vopnahlé ríkjanna yrði virt. Herfor- ingjarnir neituðu að taka við bréfinu og sögðust hafa fengið fyrirmæli um að taka ekki við neinum skilaboðum varðandi vopnahléið. Norður-Kóreu- menn ákváðu í fyrra að draga sig úr vopnahlésnefndinni. Þeir hafa krafist þess að vopnahléssamningur- inn, sem batt -enda á Kóreustríðið 1950-53, víki fyrir friðarsamningi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna, en án aðildar Suður-Kóreu. Bandaríkja- stjórn styður hins vegar þá afstöðu Suður-Kóreumanna að Kóreuríkin sjálf geri með sér friðarsamning. Engin hætta á kviksetningu Róni. The Daily Telegraph. NÝ tegund af líkkistum, fyrir fólk sem óttast að vera jarðsett lifandi, hefur verið sett á markað á Italíu, landi þar sem líf eftir dauðann er mönnum afar hug- leikið. Fyrir rúmar 300.000 kr. ísl. er tryggt að hinn látni njóti allra mögulegra þæginda í kistu sem Fabrizio Caselli hefur hannað en hann er úrsmiður í Lucca í Tosc- ana-héraði. Reynist lífsmark með „hinum látna“ eftir að í kistuna er komið, hefur Caseili komið fyrir rafeinda- og skyndihjálpar- búnaði í kistunni. Öryggishnapp- ur sem ýlir hátt ef þrýst er á hann, hefur verið settur í kist- una, auk hljóðnema og hátalara, svo að sá sem í kistunni er geti rætt við þá sem eru fyrir utan. Þá eru í kistunni súrefnistankur, ljóstýra, hjarsláttarnemi og hjartalyf. Caselli hefur fulla ástæðu til að vænta þess að kist- an muni slá í gegn í heimaland- inu. Jarðarfarir eru ríkur þáttur í þjóðlífinu og Italir eru ólatir við að heimsækja grafir ástvina sinna. Er þröngin raunar svo mikil í kirkjugörðum höfuðborg- arinnar um helgar að kalla þarf til umferðarlögreglu til að af- stýra umferðaröngþveiti. Saksóknari rann- sakar mál Sahlin Hugsanlega ákærð fyrir fjársvik Stokkhólmi. Reuter. SKRIFSTOFA ríkissak- sóknara Svíþjóðar greindi í gær frá því að hafin yrði bráðabirgða- rannsókn á misnotkun Monu Sahlin aðstoðar- forsætisráðherra á opin- beru greiðslukorti. Er hugsanlegt að hún verði ákærð fyrir fjársvik. Solveig Riberdahl að- stoðarríkissaksóknari sagði grunsemdirnar nægilega miklar til að láta rann- sókn fara fram og að ganga mætti út frá því að hún myndi taka að minnsta kosti mánuð. Sú upphæð sem um er að ræða er sögð svara til rúmlega 400.000 íslenskra króna en hana hefur Sahlin endur- greitt. Sahlin hefur verið talin líkleg- asti eftirmaður Ingvars Carlssons forsætisráðherra og formanns jafnaðarmanna en hann lætur af embætti á næsta ári. Á mánudag greindi Sahlin hins vegar frá því að hún hygðist ekki gefa kost á sér sem eftirmaður Carlssons á meðan mál hennar væri í rann- sókn. Sagðist hún vilja fara fram á „leikhlé" á meðan á rannsókn málsins stæði. Síðar ítrekaði hún þó að með þessu væri hún ekki að útiloka | framboð endanlega þó að hún liti svo á að hún væri ekki lengur frambjóðandi. „Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki leng- ur frambjóðandi. Ég vil að jafnt ég sem flokkur- inn fái það sem við þurf- um mest á að halda nú, það er tækifæri til að fara yfir allt frá upp- hafi,“ sagði Sahlin í sam- tali við sænska sjónvarp- ið. Carlson styður Sahlin Ingfvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í gær að hann bæri enn óskorað pólitískt traust til Sahlin og að hann myndi ekki endurskoða þá ákvörðun sína að láta af störfum í mars næst- komandi. „Ég tel Monu Sahlin vera óvenjulegan og hæfileikaríkan stjórnmálamann. Hún býr yfír mikilli kunnáttu, er hæf, öflug og hugrökk,“ sagði Carlsson á blaða- mannafundi. Carlsson sagði að Sahlin myndi áfram gegna embætti aðstoðarfor- sætisráðherra þrátt fýrir ákvörðun ríkissaksóknara. Nýr formaður Jafnaðarmanna- flokksins verður kjörinn á þingi jafnaðarmanna í marsmánuði. Mona Sahlin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.