Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 52
i2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Já, kennari, ég skil vel að þú vilj- Þú vilt að ég útskýri hvernig ég Ég skrifaði hana upp eftir krakk- ir fá meira en bara útkomuna úr fékk útkomuna. anum fyrir aftan mig. dæminu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 569J100 • Símbréf 569 1329 Er þjóðin í fjötrum hægri og vinstri forræðishyggju? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: ÞAÐ er afskaplega áleitin spurning, þegar ákveðin stétt manna stendur að því að skipa sjálfum sér sess utan þess ramma sem gildir um alla aðra. Ég er farin að halda að hluti hægri manna sé illa haldinn af forræðishyggju sem byggist einkum og sér í lagi á hagfræði sem ekki kann að tala. Hagfræði sem ekki kann að tala, er engin hag- fræði í samfélagi manna. Núllþrá- hyggjan í ríkisbúskapnum nær ekki nokkurri átt. Spara aurinn en kasta krónunni. Hefði nokkrum lifandi manni dottið í hug fyrir nokkrum áratugum að loka sjúkrahúsum, þegar fólk þyrfti nauðsynlega á þjónustunni að halda. Nei, það held ég ekki, en hagfræðin sem ekki kann að tala, spyr ekki fólk, aðeins tölur. Nákvæmlega það sama virð- ist uppi á tengingnum hjá ráða- mönnum Reykjavíkurborgar. Hækkun strætisvagnafargjalda er vart til þess fallin að auka fjölda farþega. Þó er hækkunin mest hjá þeim sem hafa ekki bílpróf ennþá og þeim sem hættir eru að keyra bíl. Vinstri forræðishyggja á ferð í Kveðja Frá Krístínu Evu Árnadóttur: HÚN er að kveðja. Hún sem varpað hefur ljóma á land og þjóð og hlúð að gróðri og íslenskri tungu í nærri 16 ár. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sem hefur sýnt og sannað hvernig smáþjóð norður í Dumshafi getur lifað og dafnað meðal hinna stóru og fjölmennu þjóða sem eiga meira undir sér en við og látið rödd sína heyrast þeirra í meðal. Og við - hvað gerum við? Þökkum henni allt þetta með því að særa hana þegar hún ætlaði að draga sig i hlé. Ég fór vestur á Aragötu árið 1980 og samfagnaði þar og fann hvílíkt stolt og sam- kennd fór um huga okkar allra sem þarna voru. Hvílík stund. íslensk kona varð fyrsta konan sem gegndi forsetaembætti í heiminum, kosin af fólkinu í landinu. Ég er hrærð í huga þegar ég skrifa þetta og minnist stundanna sem þjóðin hefur átt með Vigdísi og árið 1994 á Þingvöllum átti Vig- dis hug allra, þótt þar væru erlend- ir þjóðhöfðingjar. Ég drúpi höfði og fínn til tómleika og umfram allt saknaðar af því hún er að fara. íslendingar, hvernig fólk erum við að kveðja hana svona? Ég votta Vigdísi virðingu mína og þakkir. Engin íslensk kona hefur gert meira fyrir fólkið sitt, börnin, fullorðna og landið sitt. Ég óska Vigdísi alls góðs og Klpccnníir KRÍSTÍN eva árnadóttir, Furugrund 70, Kópavogi. strætó að þessu sinni. Ef spurt er um svör, dettur sama gamla platan á fóninn, „Allt fyrri meirihluta að kenna“. Taka þarf upp nýja búskaparhætti Alls staðar svamla menn í sama núllpyttinum. Lausnir í landbúnað- armálum, jú búa til sauðfjárverk- smiðjur, þar sem það virðist hafa steingleymst að taka með í reikn- inginn að lífræn ræktun afurða sem og hófleg nýting lands, er eitt af því sem kann að bjarga jarðkringl- unni. Ekki eitt orð um lífræna rækt- un í fréttum að minnsta kosti í tengslum við gerð búvörusamnings. Kannski eiga sauðfjárforstjórar að bregða sér í hlutverk „Súpermanns" og stunda ræktun samkvæmt kenn- ingum Rudolfs Steiner. Hugmynda- fræði hans er í raun, að miklum hluta til sá búskapur sem tíðkaðist á íslandi fram á sjötta áratuginn og elstu bændur þekkja og kunna. Fyrir tíma forræðishyggjuráðu- nauta, sem réðu ferð og takið eftir hvatningu um aukið framleiðslu- magn, ár eftir ár. Þessir sömu postular sitja nú og segja fátt á tímum þrenginga, þegar ráðist er á bændastéttina í heild sem afætur samfélagsins og hvaðeina. Það á að ryðja elstu bændunum út svo þeir nái ekki að skita lífsstarfi sínu í hendur afkomendanna. Eftir ca. áratug þarf svo að stokka upp á nýtt, þegar verksmiðjukjöt verður ekki lengur það sem fólk vill kaupa. Hvenær opnast augu fólks? Sauðkindin gerir lítið annað en að viðhalda því umhverfi sem hún hrærist í, og græða landið frekar en að eyða því, en það byggist á því að takmarka fjölda á hveija spildu lands. Nákvæmlega það sama á við um hross og nautgripi. Hér sem annars staðar virðast menn því hlaupa eftir hagfræðinni mállausu úr gluggalausa stöðug- leikakofanum. Hvenær í ósköpun- um ætla menn að opna augun fyr- ir því sem er að gerast í kring um okkur og taka mið af því? Hvaða landbúnaðarráðherra var það nú aftur sem hvatti bændur af stað í fiskeldi og loðdýrarækt í stórum stíl á sinum tima? Hvað skyldi sá góði maður vera að gera í dag? Verður hið fámenna lögreglulið landsmanna brátt upptekið við sjó- róðra allt í kring um landið? Kannski verður hægt að semja við bófana um að fara í verkfall á meðan. Kannski getur slökkviliðið hlaupa í skarðið. Ekki gott að segja. Kannski sameinast ríkis- stjórnarflokkarnir í einn flokk og til sögunnar kæmi Framstæði sjálfssóknarflokkurinn. Ef til vill myndu þá tínast úr hópnum þeir sem enn meta manngildið ofar auðgildi og ná því að eygja skóginn fyrir trjánum. Virðingarfyllst, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Látraströnd 5, Seltjarnarnesi. Allt efni sem birtist í Mor'gunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.