Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- AÐSENDAR GREINAR Lykill að jafnrétti! 24. OKTOBER 1975 var merkisdagur í lífi íslenskra kvenna og þjóðarinnar allrar, en þá lögðu konur niður vinnu í þeim tilgangi að gera vinnuframlag ^sitt sýnilegt, bæði inn- an heimilanna sem og úti í atvinnulífinu og undirstrika þannig kröfur um jafna stöðu og jafnan rétt á við karla. Hin almenna þátttaka og sú mikla stemmning sem mynd- aðist í kringum kvennafrídaginn kveikti von um skjóta Herdís Á. Sæmundsdóttir og stóra sigra í jafnréttisbarátt- unni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan þá og sigrarnir ekki alveg i samræmi við vonirnar. Um næstu helgi ætla konur í Landssam- bandi framsóknarkvenna að þinga ?saman og í tilefni 20 ára afmælis kvennafrídagsins verður umræðan helguð jafnréttis- og mannréttinda- málum kvenna. Einn af lyklum íslenskra kvenna að langþráðu jafnrétti er að skipa sér enn frekar í raðir þeirra sem reka eigið fyrirtæki. I því mikla atvinnuleysi sem við Islendingar búum við er það þjóðfélaginu bráð nauðsyn að nýta betur þá reynslu, hugmyndir og sköpunarþörf sem konur þessa lands búa yfir. Það ^hefur sýnt sig að konur um allt land eru tilbúnar til og vel færar um að hasla sér völl sem sjálfstæð- ir atvinnurekendur og reyna þannig að mæta minnkandi möguleikum til starfa á hinum almenna vinnu- markaði. En þrátt fyrir það virðist sem konur eigi örðugra með að fá fýrirgreiðslu hjá lána- stofnunum en karlar og jafnframt virðist sem konur séu tregari en karlar til að veð- setja heimih sín fyrir áhættufé. Á síðustu misserum hafa opin- berir aðilar komið nokkuð til móts við konur með námskeiða- haldi um stofnun og rekstur fyrirtækja, styrkjum og ráðgjöf, svo eitthvað sé nefnt. Þessi aðstoð er góðra SVO MJUKT, HLYTT OG ÞÆGILEGT! EÐAL-FLIS buxur, vettlingar, húfur, hárbönd, treflar og lambhúshettur. Margirlitir. Veljum íslenskt! VERSLANIR SKULAGOTU 51 SIMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600 Blab allra landsmanna! f&rcgpmlilUifetö -kjarni málsins! gjalda verð en dugar konum því miður engan veginn. Konur vilja lánsfé, fé til fjárfestinga, án þess að þúrfa stofna heimili fjölskyld- unnar í hættu. í maí sl. var á vegum félagsmála- Konur vilja lánsfé til fjárfestinga, segir Her- dís A. Sæmundardótt- ir, ánþessaðþurfaað stofna heimili fjölskyld- unnar í hættu. ráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og iðnaðarráðuneytisins skipaður undirbúningshópur að stofnun lána- tryggingasjóðs fyrir konur. Mark- mið sjóðsins er að veita konum í sjálfstæðum atvinnurekstri trygg- ingar fyrir lánum og stuðla þannig að aukinni þátttöku kyenna í stjórn- un og rekstri fyrirtækja-. Sjóður sem þessi er ein leið að því markmiði að auka áhrif kvenna á mótun og stjórnun þess atvinnuumhverfis sem við búum í og verður vonandi að veruleika hið fyrsta, konum í atvinnurekstri og samfélaginu öllu til góða. Höfundur er formaður vinnuhóps um lánatryggingasjóð fyrir konur. Hvaða litir henta þér? Dagana 18. og 19. okt. kynnum við nýjung I húð- og litgreiningu frá Clinique. Líttu inn og fáðu leiðbeiníngar þér að kostnaðarlausu eða hringdu og pantaðu tíma. CLINIQUE 100 Fv uparfumeret U’l'xQ H Y G E A j ny rtiv ö ruverdl u n Aiuturjtrczti 16, J. 511 4511 Islandsher Bjöms Bjamasonar DR. GUNNAR G. Schram, pró- fessor, hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði á öryggismála- ráðstefnu SVS og Varðbergs, eftir ræðu Björns Bjarnasonar þar 7. september 1995, að ráðstefna þessi hefði þá þegar unnið sér sess í ís- landssögunni, af því að aldrei hefði nokkur maður lagt til, að stofnaður yrði her á íslandi fyrr en Björn gerði það í erindi sínu á ráðstefn- unni. Taldi Björn ísland hafa bæði mannafla og efnahag til að reka '500-1.000 manna hersveit til ör- yggisgæslu á íslandi. Nú er það saga út af fyrir sig, sem hér verður ekki farið út í, hvers megnug 1.000 manna her- sveit væri, ef til innrásar frá óvina- ríki kæmi, jafnvel þótt Björn og góði dátinn Svejk væru í henni! Hitt er þó aðalatriði málsins, að skilgreina óvininn, sem hersveitin á að beijast gegn, því forsenda herútboðs er, að óvinur ögri öryggi landsins. Þegar ég á ráðstefnunni bað Björn að skilgreina óvininn gat hann það ekki, en fór út í aðra og óviðkomandi sálma. Albert Jónsson, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, flutti einnig erindi. Ég beindi þeirri fyrirspurn til hans, hvaða óleyst ágreinings- eða deilumál okkar við önnur ríki við gætum ekki leyst eftir leiðum diplómatísins með friðsamlegum samningum. Albert vék sér einng úndan að svara spurningunni en ræddi óviðkomandi mál. Þetta kom þó ekki að sök. Allir viðstaddir sáu svörin liggja í augum uppi: Við eigum engan óvin, sem við þurfum að stofna her til að berja á með vopnavaldi, og engin milliríkjadeila okkar er þess eðlis, að hana megi ekki leysa eftir leiðumr diplómat- ísins með friðsamleg- um samningum. Frumhlaup Björn var spurður af fyrrverandi varnar- málaráðherra Noregs, Hannes hvort hann hefði rætt hugmynd sína um herútboð í flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins og í ríkisstjórn; ef svo væri, hver væri afstaða þessara aðila til hug- myndarinnar? Björn sagðist ekki hafa rætt hugmyndina við þessa aðila. Hér væri á ferð sín hugmynd, sett fram á eigin ábyrgð; hann væri að nota þennan hóp sem tilraunahóp, til þess að prófa, hveijar undirtektir hugmyndin fengi. Skemmst er frá því að segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei lýst sig fylgjandi herútboði. Stefna hans er og hefur verið sú, að ísland hafi engan her og erlendur her verði hér ekki á friðartímum, eins og t.d. Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen og fleiri marglýstu yfir og flokkurinn gerði samþykktir um, sem ekki hafa verið afturkallaðar. Jónsson Þessi sígilda stefna er í samræmi við vilja almennings í landinu, ekki herútboðsstefna Björns Bjarnasonar. Skoðanakönnun, sem DV birti 25.9. 1995, sýndi að karlar ekki síður en konur um land allt eru á móti stofnun herliðs samkvæmt hugmyndum Björns. Af þeim, sem afstöðu tóku, voru aðeins 11,9% fylgjandi herút- boði Björns, 88,1% á móti. í þessu efni endur- speglar fýlgi við stefnu Björns það fylgi, sem smáu íhaldsfolokkarnir njóta á Norðurlöndum. Sjálfstæðis- flokkurinn með sína fijálslyndu umbótastefnu athafnafrelsis og velferðar, á næsta lítið skylt við hina þröngu íhaldsstefnu þeirra, enda fjöldaflokkur með um 42% fylgi, sem íhaldsflokkarnir á Norð- urlöndum láta sig ekki einu sinni dreyma um að ná. Skoðanir Björns falla hins vegar vel að stefnu þess- ara smáflokka. Rangtúlkun leiðrétt í samtalsþætti við Ijölmiðil um herútboðið lét Björn þau orð falla, að hugmynd sín væri ekki ný. Vinstri stjórn hefði fyrir áratugum lagt til að stofnað yrði gæslulið til að taka við störfum herliðs Banda- ríkjamanna á Keflavík. Orðsending til ríkisstjóm- ar o g alþingismanna Á 27 ÁRUM og níu mánuðum höfum við íslendingar horft á eftir 7.444 mönnum flytjast búferlum úr landi, það er brottfluttir umfram aðflutta. 64.873 hafa farið, 57.429 komið, mismunur 7.444, tala sem samsvarar því að allir íbúar Kefla- víkur eða Garðabæjar hafa horfíð úr landi. Þessi dapurlega staðreynd knýr mig til að setjast niður og setja á blað þessa orðsendingu til ykkar. Sjálfur lenti ég í því árið 1969 að útvega bróður mínum vinnu, að því að ég hélt í nokkra mánuði úti í Svíþjóð. En hann býr þar enn, umsvifamikill húsamíðameistari og með honum sex manna fjölskylda, eitt prómill af tölunni ljótu 7.444. Ég ætla ekki að setjast í dómara- sæti og leggja mat á frammistöðu þingmanna né dæma einstakar rík- isstjórnir, þær hafa verið 13 á þessu tímabili. Allir hafa án efa viljað vel og það á áreiðanlega við um ykkur sem nú stjórn- ið. Skylda ykkar er hins vegar að búa svo 1 hag fyrir íslenska þjóð að hér vilji menn búa og hér geti menn búið í þokkalegri sátt við land, þjóð og stjórnvöld. Við vitum að það er dýrt að reka fámennt þjóðfélag og hér gerir fólk kröfur sem í raun erfitt er að uppfylla og sumar þess eðlis að varla er nema á færi milljónaþjóða að verða við. En öll viljum við fyrst og fremst lifa í fijálsu þjóðfélagi og til þess að við glötum ekki því frelsi þurfum við að gera allt sem unnt er til þess að draga úr skuld- um þjóðarbúsins og auka hér atvinnu. Ég bið menn að gjalda varhug við því að hugsa sem svo, því fleiri sem segja „út vil ek“ því færri verða á atvinnuleysisskránni hér heima. Þessi hugsun getur ef til vill átt við í fjölmenn- um ríkjum, en hér á landi er þetta afleit hugmyndafræði, því sannarlega munar okkur um hvern þann þjóðfélagsþegn sem Öli H. Þórðarson burt fer, eftir verða færri sem undir þjóðfélaginu standa. Ég hef auðvitað ekki heildstæða lausn á þesssu erfiða og flókna vandamáli, enda víða tröll fyrir Fólksflutningar til og frá íslandi árin 1968 til 1995 ú'an.-sept.) I ;~:N Aðfluttir ■ Brottfluttir I j Aðfluttir umfram brottflutta ■I Brottfluttir umfram aðflutta s g ? § '68 '69 '70 '71 '72 '73 '74 '75 '76 '77 '78 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 < i < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.