Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 27 LISTIR ANTONIO Hervás Amezcua: Jökuljaðar. 1992. Túristalist MYNPLIST List gallcrí — Listhúsinu Laugardal MÁLVERK OG HÖGGMYNDIR Antonio Hervás Amezcua. Opið kl. 13-18 virka daga, kl. 12-16 laugard. og kl. 13-16 sunnud. til 30. okt. Aðgangur ókeypis. SUMIR erlendir listamenn sem hingað sækja gera lítið vart við sig og það kann að vera aðeins seint og um síðir sem lands- menn fá að vita af heimsóknum þeirra. Aðr- ir eru duglegri við sýningarhald og hlýtur Antonio Hervás Amezcua að teljast í þeirra hópi; hann hefur komið hingað þijú ár í röð og sýndi síðast um svipað leyti fyrir ári í Portinu í Hafnarfirði. A sýningunni getur að líta nær fimmtíu verk af ýmsu tagi - málverk, grafíkmynd- ir, höggmyndir. Hér er ekki aðeins um að ræða verk sem Antonio hefur unnið meðan hann hefur dvalið á íslandi, heldur sitt lítið af hveiju: Gamlar grafíkmyndir, málverk sem unnin voru á Spáni áður en listamaður- inn kom fyrst hingað upp, skissur frá ferð- um um landið, málverk unnin í minningu landsins og nokkur ijöldi höggmynda, sem eru helguð ýmsum minnum, sem m.a. má tengja kynnum hans af íslensku landslagi. Þessi mikla blanda ólíkra hiuta gerir sýn- inguna hins vegar nokkuð ósamstæða, líkari samsýningu eða flóamarkaði en einkasýn- ingu. Bestu verkin standa fyrir sínu, en falla gjarnan í skuggann af því sem síðra er; eink- um verða höggmyndirnar til að trufla að þessu sinni. Litaval listamannsins er sem fyrr mótað af hita Miðjarðarhafsins fremur en kulda norðursins, og tengslin við súrrealíska mynd- sýn Salvadors Dalis eru enn skýrari en á sýningunni fyrir ári. Þetta draumkennda lita- spjald er í litlum tengslum við ísland, eins og sést best á verkum eins og „Svífur yfir Esjunni" (nr, 9), „ímynd íslands" (nr. 17) og „Geysir“ (nr. 19) sem eru fyrst og fremst fantasíur úr órólegum litadraumum sem Is- lendingar geta engan veginn fallist á. Því kemur skemmtilega á óvart, hve þessar sömu fantasíur hafa leitt listamanninn á rétta braut í verki eins og „Jökuljaðar" (nr. 24), sem mun málað áður en hann kom hingað í fyrsta sinn. Eins og oft vill verða ber einfaldleikinn með sér mesta listfengið, og hér eru skissur merktar nr. 27 og 28 ef til vill besti kjarni þeirrar myndsýnar sem listamaðurinn heill- ast af. Við hlið þessara mynda verða hinar stærri sem ofhlæði, ætlað það eitt hlutverk að ganga í augun á túristum. Hið sama má raunar segja um höggmynd- irnar sem hér getur að líta. Þar er skreytnin í fyrirrúmi, þannig að inntakið er nær hulið í þeim krúsidúllum sem teygja sig í allar áttir; þessi verk eru helst í samræmi við lak- ari hluta málverkanna og hefði betur mátt sleppa þeim alfarið af sýningunni. Að öllu athuguðu er um mun síðri sýningu að ræða en Antonio Hervás Amezeua hélt hér á síðasta ári; þó áhugaverðustu verkin sýni glögglega að hann kann vel til verka og hefur gott auga fyrir litum umhverfisins, virðist hann láta of auðveldlega undan freist- ingum ofhlæðisins, sem verður til þess að úr verður dæmigerð „túristalist" - litfögur á yfirborðinu en innihaldsrýr, þegar betur er að gáð. Eiríkur Þorláksson Djúpavíkurævin- týrið í hringferð NYLEGA var haldinn árlegur for- mannafundur Bandalags íslenskra leikfélaga á Hólmavík. Leikfélag Hólmavíkur sýndi „Djúpavíkur- ævintýrið" eftir Vilborgu Trausta- dóttur og Sigurð Atlason í leik- stjórn hins síðarnefnda í tengslum við fundinn, en Djúpavíkurævin- týrið er klukkustundar langur ein- þáttungur og fjallar um uppgang og hrun byggða í Djúpavík á „síld- arárunum", gullaldartíma íslend- inga, og lýsir vel hvað lítil byggðar- lög og þá líf fólks getur verið við- kvæmt fyrir allskyns holskeflum sem geta skollið á þjóðfélagið þeg- ar minnst varir. Þrátt fyrir alvar- legan undirtón í verkinu bregður fyrir skemmtilegum og fyndnum og stundum grátbroslegum atvik- um og tónlist skipar stóran sess í sýningunni. Eftir sýninguna á formanna- fundinum komu upp háværar radd- ir frá leikfélögum víðs vegar um landið að fá sýninguna í hérað og hefur því Leikfélag Hólmavíkur skipulagt leikferð um landið í sam- starfi við önnur áhugaleikfélög á landinu sem mun standa yfir dag- ana 20. október til 5. nóvember. Ferðin hefst á Norðurlandi og fyrsta sýning verður á Hvamms- tanga og svo koll af kolli, á Sauðár- króki verða tvær sýningar, sömu- leiðis á Dalvík, Freyvangi, Húsa- vík, Borgarfjörður eystri, Egils- staðir, Höfn, Kirkjubæjarklaustur, Selfoss eru meðal sýningarstaða og Reykjavík, en þar verða sýning- ar tvær í húsnæði sem Hugleikur hefur til umráða á Vatnsstíg 1, þar sem áður var Púlsinn til húsa. Þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé að áhugaleikhús taki sér á hend- ur hringferð um landið, en það hefur náðst breið samstaða um það hjá aðilarfélögum BÍL að svo megi vera í fyrsta skipti, en vonandi ekki síðasta. Þrír leikarar leika fimm hlutverk í leikritinu: Sigurður Atlason, Arnar S. Jónsson og Ár- dís Jónsdóttir, en auk þeirra verður einn tæknimaður með í för. Jólamarkaður Kolaportsins -spennandi möguleikar á jólamarkaSi Kolaportsins Opinn alla daga 2. -23. desember Kolaportið efnir nú í annað sinn til sérstaks jólamarkaðar sem opinn verður alla daga í desember. Þetta er fjórði sérstaki markaðurinn sem Kolaportið stepdur fyrir og opinn er alla daga. Reynslan hefur sýnt að seljendur með spennandi vörur geta ótt von ó mjög góðri sölu - og í KoJaportinu er hœgt að selja nónast allt milli himins og jarðar. JólamarkaÖur Kolaportsins er spennandi vettvangur fyrir einstaklinga og fyrirtœki Fyrir þó sem vilja flytja inn vörur sérstaklega og/eða eiga birgðir sem henta i jólasöluna. Fyrir verslanir sem vilja auka söluna með útibúi ó Jólamarkaði Kolaportsins, en reiknað er með að allt að 250.000 gestir komi ó jólamarkaðinn. Fjölmargir möguleikar eru i boöi og viö hvetjum alla óhugasama aöila til að hafa samband við skrifstofu Kolaportsins sem fyrsf - því fœrri komast að en vilja! Síminn er 562 5030, virka daga kl. 9-17. KCHAPORTIÐ MARKAÐSTORG ARMÚLA 13 SÍMl: 568 1200 BEINN SÍMI; 553 1236 949.000 KR. ÁGÖTUNA HYunpni ... til framtiðar Hyundai Accent, 84 hestöfl, með beinni innspýtingu,samlæsingum og vönduSum hljómflutningstækjum. Fallegur, rúmgóður og nýtískulegur bíll, hannaður með (oaS aS leiSarl jósi aS gera aksturinn ónægjulegan ó öruggan hótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.