Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HANS KRISTJAN KRISTJÓNSSON + Hans Kristján Krisljónsson vélvirki var fæddur á Djúpavogi 4. janúar 1922. Hann lést á Seyðisfirði 25. september síðastliðinn. Hans Kristján var sonur hjónanna Hansínu Hans- dóttur og Kristjóns Sigurðsson- ar. Hans Kristján var elstur fjögurra systkina, hin þijú eru Gunnar, vörubílstjóri, Iátinn, Guðni, vélvirki, og Þóra, hús- móðir. Útför Hans Kristjáns fór fram frá Seyðisfjarðarkirkju 2. október. HANN Kiddi frændi minn er dáinn. Mig langar í fátæklegum orðum að líta yfir farinn veg og rifja upp góðar minningar um glaðværan mann sem var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Kiddi fæddist á Djúpavogi og flutti ungur til Seyðis- fjarðar. Hann hét fullu nafni Hans Kristján eins og forfaðir okkar Hans Kristján Jónatan sem talinn er vera launsonur dansks greifa og múlattastúlku. Kiddi átti sínar ræt- ur á Djúpavogi og sagði mér að sér fyndist að sólin skini skærast þar. Þau systkinin heimsóttu Djúpavog í sumar og hafði Kiddi mikla gleði af j)ví. I mínum huga eru Kiddi og Smiðjan eitt þegar horft er til baka. Þar vann hann trúr og dyggur al- veg frá unglingsaldri eða þar til rekstri var hætt. Hann lærði járn- smíði og járnsteypu hjá afa mínum Jóhanni og Benjamíni Hanssonum en þeir voru móðurbræður Kidda. Þá þótti Kiddi einkar laginn við allar vélar og var vel þekktur af sjómönnum um land allt. Þegar ég var smástelpa hafði ég unun af að snúast í kringum karlana í Smiðj- unni, þar var Kiddi alltaf til í að gantast en líka til að fræða mig stelpuna. Hann sýndi mér hvernig járnið var hitað í smiðjunni og sleg- ið til á steðjanum. Hann gaf sér líka tíma til þess að kenna mér á gamla rennibekkinn sem var vatns- drifinn rafmagni löngu áður en Seyðisfjörður fékk rafmagn. Kiddi kenndi mér að rafsjóða. Hann kenndi mér að keyra traktorinn og Land Roverinn. Þess vegna eru Kiddi og Smiðjan eitt, og eintómar ljúfar minningar sækja að. Þegar ég svo fór að heiman til náms var það alltaf mitt fyrsta verk að fara út í Smiðju og þar tók Kiddi alltaf á móti manni með hlýju sinni og glaðværð. Ég minnist líka jólaboðanna á jóladag fyrst í Framhúsinu og síðan á Brekkuveginum. Þar var oft glatt á hjalla því þá var sprellað og hleg- ið. Kiddi og yngri bróðir hans Guðni áttu verkstæði í bílskúr við Fram- húsið og einnig höfðu þeir verk- stæði annars staðar í bænum. Þeir unnu báðir í Smiðjunni og á kvöld- in og um helgar gerðu þeir upp bíla, vinnuvélar og fleira. Þegar Smiðjan hætti rekstri varð þetta þeirra aðalvinna, vegna þess hversu góðir smiðir þeir bræður voru og eru var þeim falið að gera upp og hreinsa fallbyssu sem náðist úr E1 Grillo á hafsbotni og prýðir fallbyss- an nú bæinn og gaman fyrir okkur Seyðfírðinga að eiga slíkan grip. Fyrir nokkrum árum smíðuðu þeir bræður sér lítinn bát sem við krakkarnir kölluðum alltaf Kidda- bát. Kiddi hafði unun af að fara í róður og oft var faðir hans með honum meðan hans naut við. Nú er Kiddi róinn á önnur mið á öðrum farkosti en litla rauða bátn- um sínum. Kidda er sárt saknað af systkinum og ég veit að pabbi saknar hans líka en þeir voru alla tíð miklir félagar og unnu saman í meira en 45 ár. Elsku Þóra og Guðni, við Guðjón, Helga Dögg, Jón Kolbeinn, Auður Ösp og Kristján Smári biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur í sorg- inni, og þökkum algóðum föður fyrir Kidda, það sem hann var okk- ur og verður í minningunni. Far þú í friði friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólafía Þórunn Stefánsdóttir. Fagran júnídag, á liðnu sumri, birtust góðir gestir í björtu sólskini á bæjarhlaði að vitja heimaslóða og ættingja. Ekki var þá í huga að þar í hópnum væri verið að kveðja einn í síðasta sinn og raunar heilsa augliti til auglitis í fyrsta skipti einnig, því systkinin Kristján, Guðni og Þóra höfðu vissulega gengið hljóðlega og af hæversku um garða og ekki troðið einum né neinum um tær á sínum lífsferli. Nú sem oftar er í huga að „skjótt hefur sól brugði sumri“ og skarð höggvið. Kristján, sem í vitund kunnugra var bróðir, frændi og vin- ur, hvarf fljótt af fundi, í miðri önn dagsins, samhljóða hinni fornu lífs- speki Hávamála að „glaður og reif- ur skyldi gumna hverr, uns sinn bíður bana“. Burthvarf hans var þannig nátengt hinu starfsama lífí, þar sem öguð eljusemi ríkti og þau sannindi að vinnan göfgar manninn. Lífsferill Kristjáns frænda okkar var nátengdur lífi ættmenna hans, foreldra, bræðra og systur, þar sem fagur og einlægur samhugur ríkti. Hin óijúfanlega, trausta fjölskylda var alla tíð undir sama þaki, foreldr- ar og systkinin fjögur, þar af einn bróðir, Gunnar, sem lést á besta aldri, öllum harmdauði. Fallega heimilið, þar sem á sínum tíma mæðgumar báðar, Hansína og Þóra, réðu ríkjum, var hið helga vé rótgróins fólks. Jafnvel litli, hvíti heimilishundurinn, allra eftirlæti, skynjaði vist sína í hinum góðu höndum svo, að engu líkara var en að hann fyndi sig vera í paradís dýranna, því eins og skáldið Tómas ályktaði og orðar svo fagurlega: Nei, vit að allt er ein og sama hjörð sem andað fær í lofti, sjó og jörð. Og allt á samleið heim til hinstu tíða, og hvers kyns dauða skyldum vér þá kvíða? Yndisreitur fjölskyldunnar var einnig sumarhúsið á hinu fagra Fljótsdalshéraði, þar sem oft var dvalið. Bræðurnir og faðirinn, Kristjón, störfuðu allir lengst af við Vél- smiðju Jóhanns Hanssonar, móður- bróður bræðranna, en Vélsmiðja Seyðisfjarðar, eins og hún síðar kallaðist, var ein elsta á landinu, t Móðir okkar, HELGA MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR, lést á Vífilsstaðaspítala sunriudaginn 15. október. Jarðarförin fer fram frá Landakotskirkju þriðjudaginn 24. október kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Helgi Ágústsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNKR. GUÐMUNDSSON, __ Hringbraut 97, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suöurnesja miðvikudaginn 18. október. Guðrún Jónsdóttir og synir. t Útför föður míns og bróður okkar, FJÖLNIS BJÖRNSSONAR, Hátúni 10B, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. október kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á Hjartavernd. Baldur Fjölnisson, Hrefna Björnsdóttir, Einar Örn Björnsson, Hjalti Björnsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og elsku amma, VALGERÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Fljótaseli 12, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 16. október. Gunnar Gunnarsson, Hjálmar Jónsson, Sigríður Helga Ragnarsdóttir, Elfn Gunnarsdóttir, Óttar Gauti Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson, Jón E. Guðmundsson, Valgerður Eyjólfsdóttir, Róbert Hjálmarsson, Davíð Hjálmarsson, Jóhannes Gauti Óttarsson. ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON + Sr. Þórhallur Höskuldsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal 16. nóv- ember 1942. Hann lést í Reykjavík 7. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ak- ureyrarkirkju 16. október. Kveðja og þakkir frá Möðruvalla- klaustursprestakalli Við sóknarbörnin í Möðruvallaklaustursprestakalli vilj- um með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir það að við fengum að njóta starfa þessa góða drengs og trausta þjóns um árabil. Séra Þórhallur var upprunninn og ættaður héðan úr prestakallinu. Það varð mikið happ fyrir okkur þegar hann að loknu guðfræðinámi kom í Möðruvelli til þjónustu, en hér starfaði hann af einstakri kost- gæfni og skörungsskap á árunum 1968-1982. Það duldist engum sem honum kynntist að hér fór sérstak- ur hæfíleika- og mannkostamaður sem tók starf sitt alvarlega. Hann lét sig miklu varða ytri umgerð kirknanna sem hann þjónaði en enn meiri áherslu lagði hann þó á að sinna sóknarbörnunum og sérhver athöfn sem hann framkvæmdi var framúrskarandi vel gerð. Hann kunni til verka, var sérlega vel máli farinn og átti létt með mannleg sam- skipti og nýtti þessa hæfíleika í störfum fyr- ir kirkjuna í þjónustu Drottins. Fjölskyldan var öll samhent og naut mik- illa vinsælda og virð- ingar hér í prestakall- inu. Hér var því tekið með skilningi þegar séra Þórhallur var kall- aður frá okkur til ann- arra, erfiðari og ábyrgðarmeiri starfa á Akureyri, en við eigum hins vegar erfítt með að skilja hvers vegna Drottinn kallaði hann svona fljótt til sín. Við kveðjum hann með sorg en þó einnig með þakklæti fyrir lif hans og störf og allar góðu stundimar og sendum fjölskyldu hans allri inni- legar samúðarkveðjur. Við munum öll geyma minningu um traustan vin og góðan samferðamann. Elsku Þórhallur. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Stundum er hægt að vinna aftur missinn, en stundum er það ekki hægt. Þetta á ef til vill einna sterkast við um þá er falla okkur frá. t SIGURÐUR SVEINSSON bóndi, Ytra-Hrauni, Landbroti, andaðist laugardaginn 14. október sl. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 21. október kl. 14.00. Þórdís Ágústsdóttir og börn. stofnuð árið 1907. Þeir kunnu því skil á gamalli og gróinni verkmenn- ingu sem hafði þróast í tímans rás og með vaxandi tækni orðið að fyr- irtæki þar sem glæsileg fiskiskip voru smíðuð og rómuð þjónusta veitt á umsvifamiklum tímum þegar mest á mæddi. Bátasmíði hafði ver- ið iðkuð í ættinni frá því forfeðurn- ir smíðuðu fleytur sínar í skjóli við klettadrang, sem menn álitu álfa- kirkju, við bæinn Strýtu í Hamars- fírði. Allt hefur sinn tíma í heimi hér, og þegar umsvif smiðjunnar minnk- uðu fundu bræðurnir sköpunargáfu sinni og högum höndum margvís- legan farveg. Kristján reri einnig á sjó og var ötull við jarðræktina; kunni að bjarga sér til sjós og lands, að gömlum og góðum hætti — og hveijir nema þessir friðarins bræð- ur, Guðni og Kristján, tóku að sér að gera upp gamla fallbyssu sem notuð var þegar minnast átti hátíð- legra tímamóta, svo sem aldaraf- mælis hins gamla höfuðstaðar Austurlands. Trú mín er sú, að svo mundu Seyðfirðingar áreiðanlega heiðra friðinn, að gerði fugl sér hreiður í víðu byssuhlaupinu yrði hún ekki snert það skiptið. Haustmorgun, á leið til sjávar, hné Kristján frændi okkar til foldar við hlið báts síns. Hann er horfinn til hins eilífa friðar og ljóss. Við munum minnast hans eins og á hlaðinu forðum, í björtu sólskini. „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti.“ Þeir og hann veri umvafð- ir hinni eilífu birtu og kærleika. Við systurnar sendum innilegar samúðarkveðjur okkar til Þóru, Guðna, sameiginlegra ættingja og vina. Kristín. Þegar ég frétti af fráfalli þínu trúði ég ekki viðmælanda mínum. Mín eyru neituðu að trúa því sem og hjarta mitt og sála mín. Þannig fór þó að lokum að viðmælanda mínum tókst að sannfæra mig, þó ég hafi varla greint það sjálfur. Yfír mig reið flóð minninga og minningarbrota. Þú inni á skrifstof- unni þinni á heimili þínu. Þú yfir fréttunum. Þú bakvið hús á góðum sumardegi að grilla. Þú á knattleik að styðja við bakið á okkur vinun- um. Þú að hjálpa við ritgerðir. Þú að kenna okkur í Gagnfræðaskólan- um. Þú að leiðbeina okkur. Þú ... Þú ... Þú... Ég kvaddi viðmælanda minn, fól andlit mitt í greipum mér og grét. Ég grét þínum tárum, þínum tárum og fjölskyldu þinnar, minna vina. Fráfall þitt er okkur öllum mikið áfall. Við erum harmi slegin. Meðan við biðjum fyrir þér og þínum nán- ustu megum við þakka fyrir sér- hvert það ár sem við höfum fengið að njóta samvista við þig. Góðvild og umhyggja, ráðvendni, skarp- skyggni og lítillæti, óendanleg þol- inmæði og rólyndi. Þessum mann- kostum varstu gæddur. Manni leið ætíð vel í nærveru þinni og fann til öryggis. Þú varst afar ósérhlífinn maður, vannst gríðarlega mikið svo ekki sé meira sagt. Þú hafðir samt tíma til að sinna öllum þeim er knúðu dyra. Þar var engum vísað frá. En umfram allt varstu góður maður og þannig munum við minn- ast þín; prestur, faðir og vinur. Megi Guð vernda þig og varð- veita um alla ókomna tíð. Ég bið þig góðan Guð að taka, í greipar þér hinn mæta mann. Sem til þín núna snýr til baka, sjá hversu fljótt þú sóttir hann. Kæra íjolskylda, góðu vinir, við biðjum ykkur blessunar Guðs og huggunar í sárum harmi. Ykkar vinir, Birgir, Ásgeir, Bragi, Mikael, Rúnar, Ómar, Valgarður, Guðmundur. Undir minningargrein um séra Þórhall á blaðsíðu 32 og 33 í Morg- unblaðinu í gær, miðvikudag, átti að standa Hreinn Pálsson, en ekki Heimir Pálsson. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.