Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ K-dagurinn 21. október 1995 Kiwanishreyfingin styður geðtrufluð börn > Kiwanishreyfingin á íslandi gengst fyrir fjársöfnun 21. október næstkomandi sem hreyfingin hefur kall- að K-daginn, til þess að styðja börn með geðtruflanir og fjöl- skyldur þeirra. Mark- mið hreyfingarinnar er að safna nægu fé til að kaupa íbúðar- húsnæði þar sem fjöl- skyldur geta búið með börn sín meðan þau sækja göngudeildar- eða dagmeðferð á barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Slíkt hús- næði kemur sér einkanlega vel fyrir böm sem eiga heima utan Reykjavíkur og þurfa á greiningu og meðferð að halda vegna geð- truflana. Gleymum ekki geðsjúkum Kiwanishreyfingin á íslandi hef- ur á nokkurra ára fresti undanfar- in tuttugu ár efnt til fjársöfnunar undir kjörorðinu „Við byggjum — gleymum ekki geðsjúkum“. Fjár- safnanir þessar hafa farið fram með því að selja „Lykilinn", sem er táknrænn fyrir vilja íslenskra Kiwanismanna til að opna geðsjúk- um leiðina til betra lífs. Lykillinn var seldur í fyrsta sinn á K-daginn 1974. Ágóðanum af sölunni var þá varið til að stofna verndaðan vinnustað, Bergiðjuna. Fyrir þrem- ur árum var því sem safnaðist á K-deginum aftur varið til að efla starfsemi Bergiðjunnar. Þrívegis hafa Kiwanismenn haft allsheijar fjársöfnun til þess að byggja end- urhæfingarstöð fyrir geðsjúka og kaupa húsnæði fyrir vernduð heim- ili handa geðfötiuðum. Á árinu 1987 var unglingageðdeild Landspítalans stofnuð með tilstyrk Kiwanishreyfingarinnar. lítill hluti þess mikla fjölda barna, sem þarf á geðlæknisaðstoð að halda, getað fengið aðstoðina, er nú ætl- unin að breyta áhersl- um í rekstri deildar- innar og leggja meg- ináherslu á göngu- deildarstarfsemi og dagdeildarmeðferð. Börnin dvelja utan vinnutíma með for- eldrum sínum eins og eðlilegast er. Börn utan af landi og fjöl- skyldur þeirra vantar þá húsnæði þar sem þau geta dvalið meðan á meðferð- inni stendur. Einnig getur verið nauðsynlegt að börn og fjölskyldur Kiwanis-lykillinn getur með þinni hjálp, segir Tómas Helgason, opn- að dyr til úrbóta hjá barnageðdeildinni. þeirra úr þéttbýlinu geti fengið að dveljast í stuttan tíma í slíku hús- næði, þar sem faglærðir starfs- menn geta stutt við og leiðbeint fjölskyldunum. Kiwanishreyfingin ætlar nú að safna fé til þess að hægt verði að fá nauðsynlegt húsnæði. Með því móti stuðlar hreyfingin að því að leysa vanda þeirra fjölskyldna sem þurfa á dvöl í slíkum íbúðum að halda og jafnframt að því að enn fleiri börn og fjölskyldur geti feng- ið nauðsynlega aðstoð vegna geð- truflana. Framtíðarsýn Breytingar þær sem drepið hef- ur verið á eru byijun á aukinni geðþjónustu við börn. En betur má ef duga skal. Gera þarf ráðstaf- anir til þess að hægt verði að fá fleira faglært fólk til starfa. Geð- læknisþjónustu ber að sjálfsögðu að veita í tengslum við aðra læknis- þjónustu við börn. Því er nauðsyn- legt að gert verði nú þegar ráð fyrir því að barnageðlækningar verði í nýjum bamaspítala, þegar hann verður byggður. Þó að barnageðlækningar verði innan barnaspítalans í framtíðinni, verður áfram mikil þörf fyrir fjöl- skylduhúsnæði, eins og það sem Kiwanismenn ætla nú að safna fé til. Þeir sem kaupa Lykilinn eru því að styðja framtíðarþróun og stuðla að bættri geðheilsu bama og fjölskyldna þeirra. Því fjár- magni, sem fer til slíks, er vel varið og það er ábatasöm lang- tímafjárfesting. Styðjum geðsjúka. Kaupum Lykilinn. Höfundur er prófessor í geðlækn- isfræði við Háskóla íslands. Úr fjötrum geðsjúkdóms Tómas Helgason Barna- og unglingageðdeild Landspítalans Á þessu ári eru 25 ár frá því að barnageðdeild Landspítalans hóf starfsemi sína. Því miður hefur starfsemin ekki vaxið sem skyldi og í samræmi við þörfina vegna þess, að ekki hefur fengist fé til að bæta við mannafla deildarinnar eins og æskilegt hefði verið. Og ekki horfir byrlega í þeim efnum á næstunni. Því hefur verið horfið að því ráði, að sameina dag- og legudeild fyrir börn með því að fækka sólarhringsrýmum. Þar með hefur tekist að losa um mannafla til að sinna frekar göngudeildar- starfsemi. í kjölfar nýlegrar úttektar er- lendra ráðgjafa á starfsemi deildarinnar er ætlunin að halda áfram á þessari braut, ef aðrir valkostir fást sem leyst geta vanda þeirra barna, sem þurfa dvöí á vegum spítalans allan sólarhring- inn. Með því móti er hægt að breyta rekstri barna- og unglinga- geðdeildarinnar og leggja meiri áherslu á göngu- og dagdeildar- meðferð. Breyttar áherslur Hlutverk barna- og unglinga- geðdeildar er og hefur verið að greina og lækna geðtruflanir hjá börnum í náinni samvinnu við fjöl- skyldur þeirra. Til skamms tíma hefur starfsemin takmarkast við að hjálpa þeim sem eru verst sett og þá aðallega með dvöl á sjúkra- deild. Þó hefur göngudeildarstarf- semi alltaf verið sinnt að því marki sem tími og aðstæður frekast hafa leyft. Með því að ekki hefur nema Geðsjúkdómar - afbrot MEÐAL menning- arþjóða hefur ætíð þótt ósanngjamt að geðsjúkum sé refsað á sama hátt og heil- brigðum fyrir afbrot. Geðsjúkir fremja stundum alvarleg af- brot í ástandi sem lýt- ur ekki fijálsum vilja, skilningi þeirra né skynsemi og oft undir áhrifum ranghug- mynda og ofskynjana og samkvæmt hegn- ingarlögum má þá ekki beita refs- ingum. Þrátt fyrir ákvæði laga, urðu örlög geðsjúkra afbrota- manna hér á landi oft þau, að þeir lentut fangelsum árum saman eða voru sendir til útlanda til vistar á hælum. Einn sjúklingur hefur nú verið í öryggisgæslu í tuttugu og fjögur ár, þar af í fangelsi í þrett- án ár, auk þess að vera um árabil á hælum í Noregi og Svíþjóð. Tilkoma Sogns Eftir áratuga deilur um málefni geðsjúkra afbrotamanna, tókst loks að koma á fót sjúkrastofnun, sem sinna skyldi þörfum þessa sjúklingahóps. Eins og menn eflaust muna, þá gekk þetta ekki hávaðalaust fyrir sig og margir töldu tilkomu slikrar stofnunar óþarfa og jafnvel hættulega. Sjaldnast snerust deilurnar um þarfir sjúklinganna sjálfra eða réttarstöðu. Réttargeðdeildin að Sogni hefur nú starfað í þijú ár. Á þeim tíma hefur meðferðarstefna verið mótuð með það fyrir augum að veita mannúðlega meðferð og m.a. stefnt að því að nauðungarvistun verði aldrei lengri en brýn nauðsyn krefur og aldrei lengri en orð- ið hefði, ef um refsi- vistardóm hefði verið að ræða. Ekki eru til neinar reglur né hefðir í þessum málum hér- lendis sem hægt hefur verið að taka mið af. Hefur því uppbygging starfseminnar verið gerð í nánu samstarfi við erlendar réttargeðdeildir, fyrst og fremst á Norðurlöndunum. . Meðferð Meðferðin á Sogni er margþætt. Flestir sem leggjast inn eru bráð- veikir og þurfa viðeigandi meðferð. Síðan tekur við endurhæfing sem miðast við þarfir hvers og eins. Þegar kemur að útskrift þarf að standa vel að öllum undirbúningi. Loks er eftirmeðferð og eftirlit vaxandi þáttur í starfseminni. Meðferð á réttargeðdeild _er allt annars eðlis en fangavist. I með- ferðinni felst ekki refsing og sjúkl- ingarnir halda sínum mannréttind- um að öðru leyti en því, að þeir þurfa að sæta öryggisgæslu á meðan þeir geta talist hættulegir umhverfinu. Engum agaviðurlög- um má beita eins og tíðkast í fang- elsum. Þegar sjúklingarnir losna við einkenni sín, eru þeir ekki leng- ur hættulegir og ekki líklegri en hver annar til að verða það nema Grétar Sigurbergsson Lykill að betra lífi K-LYKILLINN, sem félagar í Kiwanis- hreyfingunni selja um allt land dagana 19.-21. október, get- ur opnað dyr að betra lífi margra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Kiwanis- menn hafa margoft áður lagt geðverndar- málum lið með fjár- söfnun af þessu tagi. Unglingadeild geð- deildar Landspítala ís- lands var til dæmis opnuð með stuðningi þeirra árið 1987. í ár ætlar Kiwanishreyfingin að styrkja starfsemi barna- og unglingadeild- K-lykillinn opnar dyr til betra lífs fyrir marga, segir Ingibjörg Pálma- dóttir, sem hér minnr á framtak Kiwanishreyf- ingarinnar, arinnar við Dalbraut með því að safna fýrir íbúð í nágrenninu handa foreldrum af landsbyggðinni sem vilja fylgja börnum sínum og taka þátt í meðferðinni. Safnist meira fé en íbúðin kostar rennur það til ákveðinna verkefna á tveim- ur vernduðum vinnustöðum á landsbyggðinni: Réttargeðdeild- inni á Sogni í Ölfusi og Plastiðj- unni Bjargi á Akureyri. Mér er ljúft að þakka Kiwanismönnum frum- kvæðið og hvetja landsmenn til að taka þeim vel þegar þeir banka upp á með K-lykil til stuðnings geðsjúkum. Málefnið er brýnt og svo vill til að óvenju mikið hefur verið fjallað undan- fama daga um geð- heilbrigðismál á opin- berum vettvangi. Ég undirritaði fyrir skömmu yfirlýsingu um að 10. október skyldi vera alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur hér á landi. Af því til- efni var fjölmennur fundur um geðheil- brigðismál í Reykjavík og mikið um þau fjallað í fjölmiðlum. Fagfólk í heilbrigðisþjónustunni hefur vaxandi áhyggjur af and- legri líðan þjóðarinnar, sérstaklega ungs fólks. Þetta kom skýrt fram á heilbrigðisþingi snemma á árinu. Ég skipaði nefnd til að vinna úr og samræma hugmyndir sem þar komu fram. Hún skilar tillögum fljótlega. Þörf fyrir þjónustu bama- og unglingageðdeildar Landspítalans við Dalbraut hefur verið meiri undanfarin ár en hægt er að sinna með góðu móti. Breytt innra skipulag deildarinnar er einn liður í því að bæta ástandið. Að því er unnið núna. Leguplássum fækkar en göngudeildarstarfsemi verður efld í staðinn. Kiwanishreyfingin á íslandi leggur starfsemi barna- og ungl- ingageðdeildarinnar mikið lið með landssöfnuninni sem nær hámarki á K-daginn 21. október undir kjör- orðinu: „Gleymum ekki geðsjúk- um“. Höfundur er heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir RÉTTARGEÐDEILDIN að Sogni í Ölfusi. Hluti söfnunar K-dagsins gengur til byggingar vinnuað- stöðu fyrir geðsjúka að Sogni, segir Grétar Sigur bj örnsson. sjúkdómurinn taki sig upp á ný. Samkvæmt lögum má frelsisskerð- ing sjúklinganna aldrei vera meiri, né standa lengur en brýn nauðsyn krefur. Samhliða því að einkenni hverfa, þarf að stuðla að bættum tengslum hans við umhverfið og þjóðfélagið. Öll endurhæfing miðast við að hann verði fær um að geta á ný farið út í þjóðfélagið og orðið sjálf- bjarga og án sjúkdómseinkenna. Meðferð sjúklinga í öryggis- gæslu er dýr fyrir þjóðfélagið og meðal annars þess vegna er nauð- synlegt að hún verði ekki langvinn- ari en nauðsyn krefur. I hvert skipti sem tekst að koma sjúklingi til bata, sparast þjóðfélaginu ótald- ar milljónir. Kostnaður við eftirlit að lokinni útskrift er aðeins brot af því sem áframhaldandi vistun hefði kostað. Krefjandi verkefni Á Sogni er pláss fyrir sjö sjúkl- inga. Um þessar mundir er fjórði sjúklingurinn að útskrifast frá Sogni og bætist þá í hóp þeirra sem stofnunin hefur eftirlit með. Nýir sjúklingar fylla í skörðin. Við stofnunina starfa, auk yfirlæknis, tveir hjúkrunarfræðingar, félags^ ráðgjafi, starfsþálfi, staðarhaldari og starfsmenp við öryggisgæslu og meðferð. Starfsliðið myndar samstilltan hóp sem hefur sýnt sig að geta tekist á við mjög krefjandi verkefni. Söfnun Kiwanismanna Þrátt fyrir að ýmsir möguleikar séu til endurhæfingar í fögru um- hverfi Sogns skortir mjög á að við- unandi aðstaða sé fyrir hendi til starfsþálfunar. Það hefur ítrekað sýnt sig, að um leið og heilsufar leyfir þarf fólk að fá að vinna arð- bær störf. Slíkt flýtir mjög bata og afleitt að geta ekki, sökum skorts á aðstöðu, veitt slíka þálf- un. Það er því mikið ánægjuefni að Kiwanismenn og -konur hafa ákveðið að hluti söfnunarfjár K- dagsins að þessu sinni renni til byggingar vinnuaðstöðu geðsjúkra að Sogni. Þó er enn mikilvægari í mínum huga sá hlýhugur sem þessu fylgir og skilningnr á stöðu þess fólks sem dvelst að Sogni. Ég hvet landsmenn til að taka vel á móti þeim sem munu knýja dyra hjá þeim vegna söfnunar Kiwanis- manna og láta fé af hendi rakna og þannig stuðla að möguleikum sjúklinga að Sogni til bættrar heilsu og betra lífs. Höfundur er yfirlæknir Réttar- geðdeildarinnar að Sogni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.