Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Davíð Pétursson FRÁ hátíðarguðsþjónustunni í Hvanneyrarkirkju. SKÓLASTJÓRAHJÓNIN Magnús B. Jónsson og Steinunn Ing- ólfsdóttir fluttu yfirgripsmikið erindi um Hvanneyrarkirkju. Grund, Skorradal - Hvanneyrar- kirkja varð 90 ára 15- október sl. og í tilefni afmælisins var hátíðar- guðsþjónusta í kirkjunni og safnað- arstjórnin bauð til myndarlegs kirkjukaffis í matsal Bændaskólans að lokinni guðsþjónustu. Hvanneyrarkirkja var þéttsetin í hátíðarmessunni en auk sóknar- prestsins, sr. Sigríðar Guðmunds- dóttur, voru eftirtaldir prestar mættir: Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, sem flutti predikun, sr. Björn Jónsson, prófastur, sr. Geir Waage, sr. Brynjólfur Gíslason og sr. Gísli Kolbeins. Kirkjukór Hvanneyrarkirkju söng undir kór- stjórn og undirleik Steinunnar Árnadóttur. Einsöngvarar voz-u Dagný Sigurðardóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir og Snorri Hjálmars- son. Hvanneyrarkirkja 90 ára í kaffisamsætinu bauð safnaðar- stjórnin upp á fjölbreytta dagskrá. Veislustjóri var Magnús B. Jónsson, skólastjóri, en formaður sóknar- nefndar, Bjarni Vilmundarson á Mófellstöðum, flutti ávarp í upphafi dagskrár. Steinunn Ingólfsdóttir, skólastjórafrú og Magnús B. Jóns- son, skólastjóri, flutt.u yfirgripsmik- ið erindi um Hvanneyrarkirkju 90 ára. Þar segir í inngangi: „Kirkju er getið á Hvenneyri þegar snemma á miðöldum og tilheyrði Hestþingum. Hvenneyrarkirkja er helguð Maríu guðsmóður, Pétri postula, Tómasi erkibiskupi og Marteini biskupi. Hvanneyri varð snemma stórbýli og sátu jörðina ýmsir stórbændur og héraðshöfð- ingjar. Smám saman söfnuðust að Hvanneyrarkirkju allmiklar eignir og átti hún margar jarðir í Andakíl og Skorradal. Auk þess átti hún ítök og hlunnindi nokkuð víða þar á meðal alla veiði í Andakílsá ofan Hrafnagils og reka fyrir landi Smá- hamra í Steingrímsfirði. Árið 1882 kaupir Björn Bjama- son, þá bóndi í Vatnshorni í Skorra- dal, kirkjujörðina Hvanneyri ásamt afbýlum, hjáleigum og kirkjujörðum til að stofna þar búnaðarskóla.. Gekk í allmiklu stímabraki að gera þau áform að veruleika en í árslok 1888 keypti Suðuramtið Hvanneyr- aijörðina af Birni Bjarnasyni með öllum gögnum hennar pg göllum, þ.m.t. kirkju og kirkjueignir, og var búnaðarskóli stofnaður þar árið eft- ir. Þá var á Hvanneyri gömul kirkja er stóð í miðjum kirkjugarði, að falli komin og var rifin 1896. Ámt- ið reisti kirkju árið 1893 á hól sunn- an kirkjugarðsins austan íbúðar- húsa, svonefnduin Kirkjuhól. í nóv- ember 1902 fauk kirkja sú í miklu ofsaveðri. Krikja þessi þótti illa byggð svo sem fram kemur í úttekt- arlýsingu og stóð hún aðeins í 9 ár. Það var því ekki fyrr en á árinu 1905 að kirkjan var endurbyggð og þá af amtinu eins og verið hafði um þá kirkju er byggð var 1893. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ól- afsson, síðar fyrsti húsameistari ríkisins, og kostuðu teikningarnar 80 kr. Kirkjan var svo vígð 15. október 1905 af sr. Jóni Sveins- syni, prófasti í Görðum. Kirkjan kostaði tæpar 5.000 kr. án skrúða og áhalda.“ Á milli þess að flutt voru erindi og ávörp sungu einsöngvararnir Dagný Sigurðardóttir og Snorri Hjálmarsson nokkur lög við undir- leik Jerry Tosik Warfzawiak auk þess söng kór Hvanneyrarkirkju en stjórnandi hans er organistinn Steinunn Árnadóttir. Að lokum sungu allir samkomugestir ísland ögrum skorið en lokaorðið hafði formaður sóknarnefndar Bjami Vil- mundarson sem sleit vel heppnaðri dagskrá. Margar hendur vinna létt verk Hellu - Að taka slátur er góður siður og margri húsmóðurinn finnst miklu aflokið þegar slátr- ið er komið ofan í frystikistuna og súrtunnuna. Á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu búa 32 eldri borgarar og kunna þeir vel að meta lifr- arpylsu og blóðmör eins og þeir hafa snætt alla sína tíð. Nú í sláturtíðinni komu fimmtán konur úr sex kvenfélögum í vestanverðri Rangárvallasýslu saman til þess að úbúa slátrið fyrir heimilismenn. Að sögn Kjartans Erlingssonar, yfirmat- reiðslumanns á Lundi, fékk hann þessa hugdettu í fyrra að fá kvenfélögin til að aðstoðar við verkið. „Því var ljómandi vel tekið og nú eru þær komnar í annað sinn en ekki dugar minna en að taka sextíu slátur fyrir veturinn." Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir KVENFÉLAGSKONUR úr Rangárþingi voru ekki nema 4-5 tíma að hespa af sláturgerðinni fyrir Dvalarheimilið Lund á Hellu. Atskákmót á Húsavík í TILEFNI70 ára afmælis Taflfélags Húsavíkur og áttræðisafmælis Hjálmars Theodórssonar skákmeist- ara verður efnt til atskákmóts á Húsavík dagana 27,- 29. október. Til mótsins er boðið 17 atskák- meisturum, flestum af yngri kynslóð- inni, og eru þeir með á þilinu frá 1.738 til 2.135 atskákstig. Tefldar verða ellefu umferðir í Keldunni, fé- lagsmiðstöðinni á Húsavík. Styrktaraðilar mótsins eru Húsa- víkurbær, Landsbanki íslands, Kaup- félag Þingeyinga og Mjólkursamlag KÞ. Verkamannafélagið Dagsbrún Mætid á fundinn á Bíóborg í dag kl. 13.15 og látid ekki hindra ykkur í ad sýna afstödu ykkar til uppsagnar kjarasamninga. Stjórn Dagsbrúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.