Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 25 LISTIR Vandaður píanóleikur rONUST llljómdiskur STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR Grieg: Svita úr Pétri Gaut, Píanókon- sert í a-moll. Schumann: Kinderszen- en op. 15. Steinunn Bima Ragnars- dóttir, pianó. Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Sljómandi: Stefán Sanderling. Sljóm upptöku: Bjami Rúnar Bjamason. Tæknimenn: Hreinn Valdimarsson og Þórir Steingrímsson. Utgef- andi: Japis. JAP9525-2. HÉR er um mjög vandaðan hljómdisk að ræða — af hálfu allra aðila. Steinun Birna leikur Grieg-konsert- inn eins og sá sem valdið hefur, enda þótt hraðaval sé í hægari kantinum — sem vissulega hefur sína kosti í túlkun sem þessari, lyrísku þætt- irnir og hið þjóðlega innlegg („springdans“, hjarðflauta smalans o.s.frv.) njóta sín hér óvenju vel, enda er íhyglin og hrein- leikinn einn snarasti þátturinn í píanóleik Steinunnar Birnu. Samt skortir ekkert á „karakterinn" — og það sama má segja um hljóm- sveitina og stjórnanda hennar, Stef- án Sanderling. Ég hef sjaldan heyrt hljómsveitarþátt konsertsins betur fluttan og með meira valdi á efni og formi. Hér er með öðrum orðum ekki stílað á æskilegan „brilljans" heldur miklu fremur á ljóðrænt og þjóðlegt innihald verksins, þó hvergi skortir á snerpuna og innri eld þeg- ar við á. Steinunn leikur svítuna (nr. 1, ásamt Söng Sólveigar úr nr. 2) með sömu íhyglinni, líkt og tónskáldið sé að skoða þessi stykki sín jafnóðum og þau hljóma í höfði hans. Sama gildir um Úr heimi barnanna (Kind- erszenen) eftir Róbert Schumann. Þarna er að finna perlur sem eru með því fallegasta sem þetta yndislega tón- skáld lét frá sér fara. Eins og segir í bæklingi er verkið samið á tæru tónmáli og þrátt fyrir einfaldleika sinn er hver þáttur þess meist- araverk. Leikur Stein- unnar Birnu er fallegur án þess að vera „róm- antískur“ um of. Þessi ágæti píanisti hefur borið hróður sinn og sinnar þjóðar víða. Hún hefur haldið tónleika á Spáni, í Bandaríkunum (kom m.a. fram hjá WGBH í þætti sem sendur var út um Bandaríkin og víðar), í Lett- landi, Þýskalandi og Englandi. Hljóðritun er mjög góð. Oddur Björnsson Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Misjafnir dómar um söng Kristjáns Jóhannssonar „Stór rödd í hóf- lega stórum sal“ „STÓR íslensk rödd í hóflega stór- um sal“ er yfirskrift dóms í banda- ríska stórblaðinu The New York Times sem birtist um söng tenórs- ins Kristjáns Jóhannssonar fyrir skemmstu. í umsögninni svo og annarri sem birtist í sama blaði stuttu síðar, fær Kristján fremur slaka dóma. Það er Anthony Tommasini sem skrifar um tónleika Kristjáns, bróð- ur hans Jóhanns og píanóleikarans Láru Rafnsdóttur í Hunter College. Hann byijar grein sína á því að segja að flestir söngvarar noti tæki- færið, þegar sungið sé í litlum tón- leikasölum, til að dempa röddina og leggja áhersluna á túlkunina og nándina sem skapist í salnum. „En íslenski tenórinn Kristján Jóhanns- son, sem þreytti frumraun sína á einsöngstónleikum í New York á fimmtudagskvöld, virtist ekki kunna því vel að syngja öðruvísi en af fullum raddstyrk." Segir gagnrýnandinn rödd hans gríðarmikla og þegar Kristján muni syngja í Aidu í Metropolitan muni hann án efa eiga auðvelt með að fylla geysistórt rýmið. En á tónleik- unum í Hunter College hafí rödd hans orðið gróf í hvert skipti sem hann hafi reynt að lækka hana eða syngja hljóðlátar hendingar. „Allt kvöldið virtist stefna að hápunktin- um, háa b-inu í „Nessun Dorma“ úr „Turandot" eftir Puccini, loka- verki tónleikanna. En röð G í Kaye- óperuhúsinu var ekki rétti staðurinn til að upplifa þennan tón. Efnisskráin var knöpp þegar tek- ið er mið af því að um fyrstu ein- söngstónleika [í New York] var að ræða; aðeins þijú skandinavísk sön- glög, þrjú íslensk þjóðlög, íjögur ítölsk sönglög og tvær aríur eftir Puccini. Undirleikari Kristjáns, Lára Rafnsdóttir, fyllti upp í efnis- skrána en hún lék tvö íslensk píanó- verk, svo og bróðir hans, Jóhann Jóhannsson, sem sungið hefur ís- lensk þjóðlög, en hann flutti sex slík.“ Tommasini segir að áheyrendur, sem margir hveijir hafí greinilega verið af íslensku bergi brotnir, hafí hvað eftir annað klappað Kristjáni lof í lófa. Hann hafi oft komið fram í stærri tónleikahúsum en líklega aldrei sungið fyrir svo velviljaða áheyrendur. Skömmu síðar birtist dómur í The New York Times um Aidu eftir Giuseppe Verdi, sem Tommasini minnist á í dómi sínum. Höfundur hans er James R. Oestereich. Er Oestereich fjallar um Ninu Rautio, sem syngur Aidu, segir hann henni takast vel upp þegar hún syngi hinar „svínslega erfiðu háu nótur í Nílaratriðinu. Þegar rödd hennar brast lítillega á einni þeirra, hneigðist áheyrandi til að kenna um mótsöngvara hennar, Kristjáni Jóhannssyni, sem söng hlutverk Radamesar. Þegar Jó- hannsson hefur einbeitt sér að tóni, getur hann fyllt salinn með björtu, tæru kalli. En það er hvorki auð- velt né fljótlegt að ná einbeitingu og allt það sem ekki er fullburðugt hróp, hefur tilhneigingu til að hljóma loðið." Segir gagnrýnandinn að í félagsskap Kristjáns virðist hvaða söngvari sem er geta fallið í þá gildru að „beita afli“ og það hafí Rautio gert. Aðrir söngvarar, m.a. Dolora Zajick og Carlo Colombara fá ágæta dóma fyrir frammistöðuna og segir Oestereich hana í heildina hafa verið ásættan- lega eða betri. Skafðu og skcmmtu þér með „Happ í Hendi" 2milljönir strax... ...auk fjölda annarra vinninga. Ryrjaðu að skafa Horfðu á þáttinn með Hemma Samvinmiíerllir Lanúsýn JAPISS Fáðu þér skafmiðann „Happ í Hendi" í næstu sjoppu. Þú getur unnið Horfðu á sjónvarpsþáttinn „Happ í Hendi" með Hemma á hverju föstudagskvöldi í Sjónvarpinu. Þú gætir unnið glæsilegan aukavinning á skafmiðann þinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.