Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 29 f íge, Sweethea chmeckt wie 'ne Krö ■ BÖRN eru viðkvæmari fyrir áhrifum tóbaksreyks en fullorðið fólk. Það kem- ur m.a. fram í þvi að sjúkdómar eins og berkju- og lungnabólga eru miklu algengari hjá börnum, einkum korna- börnum, sem alast upp hjá foreldrum sem reykja, en börnum á reyklausum heimilum. ■ BÖRNUM á reykingaheimilum er hættara við að fá hálsbólgu og algeng- ara er að taka þurfi úr þeim háls- og nefkirtla. Tóbaksreykur hefur slæm áhrif á astma og getur komið af stað astmaköstum. ■ SÉ BARN á heimilinu ætti helst ekki að reykja þar innan dyra og alls ekki í návist barnsins eða þar sem það sefur og leikur sér. Einnig ætti að forðast að reykja í fjölskyldubílnum vegna þess hve mengunin verður mikil í svo litlu rými og reykingalyktin loðir lengi við. Með því að reykja ekki í bílnum er verið að stuðla áð vellíðan barnsins. ■ EF MÓÐIR reykir á meðan hún gegn- ur með barn sitt fara ýmis skaðlegustu efni tóbaksreyksins úr blóði hennar gegnum fylgjuna til fóstursins, þar á meðal nikótín, kolsýrlingur og sum þeirra efna sem geta valdið krabba- meini. Kolsýrlingurinn verður enn meiri í blóði fóstursins en móðurinnar. ■ BÖRNkvenna sem reykja eru til jafn- aðar 200 grömmum léttari við fæðingu, en börn þeirra sem reykja ekki, því reyk- ingarnar draga úr þroska fóstursins. Þá éykst hætta á fósturláti, fæðingu fyrir tímann og fylgjulosi ef móðirin reykir á meðgöngutíma. ■ J/ÆTT/kona að reykja, eðadragi stórlega úr reykingum áður en fjórir mánuðir eru liðnir af meðgöngutíman- um minnkar hættan á að barnið verði fyrir skaða vegna reykinganna. ■ SYNT hefur verið fram á að reyking- ar móður á meðgöngutíma tengjast minni vexti og þroska barna á æskuárun- um og minni og hægari framförum í lestri, skrift og öðrum lærdómi. Ýmis vandamál, sem koma fram í bernsku má þannig rekja til skaðlegra efna í tóbaksreyk, sem börnin fengu í sig á meðan móðirin bar þau undir belti. ■ REYKINGAR á meðgöngutíma eru barninu hættulegar, en ekki síður reyk- ingar mæðra eftir fæðinguna. Hafi móð- irin barnið á bijósti fær það eiturefni með mjólkinni. Athugun hefur sýnt að nikótín er í blóði og þvagi þessara bijóst- mylkinga jafnvel þegar enginn tóbaks- reykur er í andrúmslofti þeirra. ■ REYKI báðir foreldrar andar barnið að sér sem svarar reyk úr 150 sígarett- um á ári, eða 7 'A pakka af sígarettum. ■ MIKLU meiri líkur eru til að börn á reykingaheimilum byrji að reykja en börn á heimilum þar sem enginn reykir. Þessi hætta er a.m.k. tvöföíd ef foreldr- Auglýst beint og óbeint AUGLYSINGAR á tóbaki eru bannaðar lögum samkvæmt hér á landi. Hingað berst þó fjöldi aug- lýsinga, til dæmis í erlendum tíma- ritum og óbeinar auglýsingar í kvikmyndum færast í vöxt. í lögum um tóbaksvarnir segir, að hvers konar auglýsingar á tób- aki og reykfærum séu bannaðar hér á landi. Þetta nái þó ekki til auglýsinga í ritum, sem ------- út séu gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Lögin segja einnig, að bannað sé að sýna neyslu eða hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum eða upp- lýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Þá segir: „Með aug- lýsingum er í lögum þessum m.a. átt við hvers konar tilkynningar til almennings, eftirlíkingar af tób- aksvarningi, skilti og svipaðan búnað, útstillingar og notkun tób- aksvöruheita og auðkenna.“ Vegna síðastnefnda atriðisins var mótmælt notkun orðsins Cam- el í auglýsingum á úrum og skóm, sem seld eru hér á landi. Hrund Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Krabbameins- félagsins, segir nauðsynlegt að fá skýr ákvæði í ný lög um tóbaks- varnir, þar sem kveðið verði á um að notkun tóbaksvöruheita á óskyldan varning sé bönnuð. Nú- verandi ákvæði sé ekki nógu skýrt. Breyttar reglur um merkingar Þorvarður Örnólfsson, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags- ins, segir að hann óttist aukningu á óbeinum auglýsingum þegar bandaríska fyrirtækið Philip Morr- is sæki inn á íslenskan markað með Marlboro-sígarettur sínar. „Fyrirtækið vildi ekki selja vöru sína hér vegna viðvörunarmerk- Óttast aukn- ingu óbeinna auglýsinga inganna, sem skylt er að h'afa á sígarettupökkunum. Nú verður reglum um þessar merkingar breytt, þannig að hægt verður að velja hvort hinar hefðbundnu merkingar verða á pökkunum, eða merkingar sem notaðar eru annars staðar í Evrópu. Þær eru bæði minni og ekki myndskreyttar. Vegna þessa ákvæðis óttast ég -------- mjög að slagurinn harðni. Philip Morris er einhver fjársterkasti tóbaksframleiðandi heims og það má ekki “““ slaka á kröfum um bann við auglýsingum, beinum sem óbeinum. Þær raddir, sem oft heyrast, að það eigi að hafa allt frjálst, þær eru að biðja um frelsi til að drepa með sígarettum.“ Hrund segir það skjóta skökku við, að á sama tíma og Clint- on Bandaríkjaforseti beij ist við að fá nikótín við- urkennt sem lífs- hættulegt efni og að dregið verði úr tóbaksaug- lýsingum skuli íslenskt forvarn- arstarf þurfa að þola upphrópanir um „frelsi“. Erlendar auglýsingar og íslensk ungnienni NBA-körfuboltinn í Banda- ríkjunum á miklum vinsældum að fagna hér og tímarit, sem fjalla um boltann, eru uppfull af tóbaksauglýsingum. Sem dæmi má nefna auglýsingu úr bandaríska íþróttatímaritinu Sports Illustrated, þar _______ sem auglýstar eru Basic sígarettur. Myndin sýnir snjáðar gallabuxur, strigaskó og hvítan stutterma bol, þar sem sígarettupakki gægist upp úr brjóstvasanum. Þessari auglýs- SUMAR auglýs- ingar gefa í skyn að lausn feit- lögnu konunnar , sé „léttar“ sígarettur. Oðr- um er greinilega beint að ungu kynslóðinni. Þá selja framleiðendur tóbaks gjarnan merki sitt á óskyldar vörur, Iíkt og þennan postu- línsplatta hér fyrir neðan. your basic 3-piece surr lt Tastes It Costs Lgss ingu er greinilega ætlað að höfða til ungs fólks. Fleiri dæmi er að finna um slík- ar auglýsingar. Þannig er gjarnan höfðað til ungra stúlkna með því að koma þeim skilaboðum á fram- færi, að betrar sé að reykja en borða sælgæti. Dæmi um slíka auglýsingu er mynd af feitlaginni konu, sem er að borða ijómaís. Myndarlegur og grannur maður býður henni „létta“ sígarettu í staðinn og reykingarnar virðast þannig augljós kostur. Reykingum er því ætlað að vera eins konar grenningarlyf ungu stúlkunnar. Sígaretturnar heita „slim“ þetta og „slim“ hitt og tággrannar fyrir- sætur auglýsa þær. Auknar óbeinar tóbaksauglýsingar Óbeinar tóbaksauglýsingar eru fremur að aukast en hitt, að mati starfsmanna Krabbameinsfélags- ins. „Það hefur verið staðfest að tóbaksframleiðendur greiða fram- leiðendum kvikmynda og leikurum fyrir að sýna sígarettureykingar í jákvæðu ljósi og upphefja þær,“ segir Þorvarður. „Aður fyrr voru það helst vafa- samar persónur kvikmyndanna sem reyktu, en nú reykja hetjurn- ar líka. í nýlegri kvikmynd er augljós auglýsing af þessu tagi, þegar aðalhetjan biður um þijá Marlboro-pakka. Tóbaksframleið- endur ganga æ harðar fram á þessu sviði, eftir því sem þrengt er að þeim á öðrum.“ Það þarf ekki að leita í erlend- ar kvikmyndir til að finna dæmi þess að reykingar séu sýndar í jákvæðu ljósi. „íslensk blöð sýna ungt, fallegt fólk úti að skemmta sér og marg- ir eru meö sígarettu," segir Ingi- leif Ólafsdóttir, fræðslufull- trúi. „Og þegar vöru- merki tóbaksframleið- anda er komið á skó og úr þá er það í raun auglýsing fyr- ir tóbaksvörurnar. Ég veit líka dæmi þess hér, að á golfmóti fram- haldsskóla í Reykjavík fengu unglingarnir penna með Winston merki. Það er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum." ar reykja og þreföld ef systkini reykja. Ein af ástæðunum getur verið sú, að börnin eru send eftir tóbaki og venjast við að kaupa það og handfjatla. ■ MARGT fólk sem Iátist hefur af völd- um reykinga hefði getað lifað 10, 20 eða jafnvel 30 árum lengur. Þeir sem deyja af völdum reykinga hafa að jafnaði tap- að tíu til fimmtán árum af ævi sinni. ■ SÉlitið til framtíðar 1000 ungmenna sem reykja má samkvæmt breskri áætl- un gera ráð fyrir að 6 farist í umferðar- slysum, en um 250 deyi fyrir aldur fram vegna reykinganna. ■ HÆTTIR þú að reykja áður en þú hefur fengið af því krabbamein, þjarta- sjúkdóm eða lungnasjúkdóm sleppur þú að mestu við þá hættu að deyja eða verða örkumla af völdum reykinga. Myndskreytingar eru eftir Garðar Pétursson, úr bæklingnum Börn og óbeinar reykingar og eru birtar með góðfúslegu leyfi Auk hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.