Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995__________________________________•________________________MORGUNBLAÐIÐ |- FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus BIFREIÐ mannsins fannst í götu skammt frá bankaútibúinu. GUNNAR Stefánsson, sendibílstjóri og viðskiptavinur Lands- bankans, kom í veg fyrir að þjófur næði að forða sér. Tilraun til gripdeildar í Háaleitisútibúi Landsbankans Greip fullar lúkur fjár en flóttinn var stöðvaður „ÉG GREIP í hann þegar hann ætlaði að stökkva niður af borðinu og hlaupa út. Við slógumst og ég náði að fella-'ttann í gólfið. Svo fékk ég hjálp við að halda honum þar til lögreglan kom,“ sagði Gunnar Stefánsson, sendibílstjóri, sem kom í veg fyrir að maður næði að hlaupá út úr Háaleitisúti- búi Landsbankans eftir að hafa gripið fullar hendur fjár úr kassa hjá gjaldkera. Starfsmenn bankans þrýstu á hnappa hljóðlauss aðvörunarkerf- is, sem er beintengt við lögreglu- stöðina við Hverfisgötu og kom lögregla á vettvang eftir 5-7 mín- útur. Klukkan 11.20 í gær hljóp grímuklæddur maður inn í úti- búið, stökk yfir afgreiðsluborð og greip peningaseðla en náði ekki að forða sér vegna þess hve Gunn- ar brá snöggt við. Maðurinn, sem er 34 ára Reykvíkingur, var hand- tekinn og fluttur í fangageymsl- ur. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur með málið að gera og þar fengust þær upplýsingar í gær, að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan hefur haft afskipti af manni þessum áður, en hann hefur þó ekki verið fastagestur hjá henni. Æddi inn og stökk yfir borð Gunnar var við gjaldkerastúku 2 í bankanum og Anna Gunnars- dóttir, gjaldkeri, var að afgreiða hann, þegar „ég sá allt í einu eitt- hvað svart út undan mér,“ sagði Gunnar. „Þar var þá svartklæddur maður með skíðagrímu fyrir and- litinu. Hann æddi inn um dyrnar sunnan megin í útibúinu, stökk yfir afgreiðsluborðið, hljóp í keng að peningakassanum hjá gjald- keranum og greip með báðum lúkum ofan í hann.“ Gunnar sagði að þetta hefði verið mjög óraunveruleg sjón. „Ég áttaði mig raunar ekki á hvað væri á seyði fyrr en maðurinn greip peninga úr kassanum, stökk upp á borðið við hliðina á mér og ætlaði að hlaupa út um norðurdyr bankans. Þá stökk ég til og stóð fyrir honum, svo hann komst ekki niður af borðinu." Berrassaður og barðist um Gunnar greip svo hraustlega í gripdeildarmanninn að sá missti buxurnar niður á hæla og pening- arnir, nokkrir tugir þúsunda, dreifðust um allt gólf. „Hann var hálf berrassaður, en barðist um á hæl og hnakka. Við ultum niður á- gólf og þá kom annar maður mér til hjálpar." Aðstoðarmaðurinn var Sigmar Pétursson, sem einnig var að sinna erindum í bankanum. „Við náðum að hafa manninn undir og héldum í báðar hendur hans, svo hann næði ekki að grípa til neinna vopna, ef hann væri með einhver slík á sér,“ sagði Gunnar. „Ég ætlaði ekki að láta hann sleppa og hefði gefið honum duglegt högg ef hann hefði ekki látið sér segjast. En hann hætti að beijast um og við héldum honum á gólf- inu þar til lögreglan kom.“ Gunnar Stefánsson sagðist aldrei hafa lent í neinu í líkingu við þennan atburð, en var að von- um ánægður með að hafa komið í veg fyrir gripdeild í útibúinu, þar sem hann er reglulegur við- skiptavinur. Áfallahjálp fyrir starfsfólk Þór Símon Ragnarsson, útibús- stjóri, sagði að bankinn væri bú- inn öryggiskerfi. „Það er hnappur hjá nánast hvetjum starfsmanni og þegar þrýst er á hnappinn fær lögreglan þegar vitneskju um að eitthvað sé að. Víð hringdum hins vegar líka til lögreglunnar, þegar maðurinn hafði verið yfirbugaður, til að ganga úr skugga um að hún væri á leiðinni, enda er erfitt að bíða við þessar aðstæður. Lög- reglan kom svo eftir 5-7 mínútur." Þór sagði að eftir svona atburð verði farið yfir aðstæður og metið á ný hvort betur megi standa að öryggisráðstöfunum. „Við teljum okkur vera með ágætt kerfi, en förum rækilega yfir þetta.“ Þór sagði að útibúinu hefði verið lokað strax eftir atburðinn og opnað á ný kl. 13.30. „Rann- sóknarlögreglan var hér við störf og starfsfólk þurfti tíma til að jafna sig. Við höfum þegar leitað til fagfólks, sem ætlar að veita starfsfólki áfallahjálp." NÓATÚN býður viðskiptavinum verslananna þessa dagana upp á 100 vöruflokka á 100 krónur stykkið í fjórða sinn á árinu. Einar Jónsson framkvæmdastjóri segir að viðtök- umar stefni í að verða þær bestu á árinu enda sé boðið upp á óvenju mikið af góðum vörum. Hann segir að með viðskiptum við safnlager í Noregi hafi tekist að bjóða upp á jafngott verð og raun ber vitni. Einar sagði að viðtökurnar væru vægast sagt mjög góðar. Viðskipta- vinir hefðu beðið fyrir utan verslan- irnar og víða hafí verið opnað fyrir venjulegan opnunartíma í gærmorg- un. Ekki sagði Einar að ein vara skæri sig úr hvað vinsældir varðaði frekar en önnur. Þó færi alltaf mikið af neysluvörum, t.d. kaffi, ljósaper- um, eldhúsrúllum og klósettpappír. -------»■♦ ♦-------- íþróttaiðk- un leyfð á helgidögnm SAMKVÆMT drögum að frumvarpi um helgidagafrið, sem lagt hefur verið fram á kirkjuþingi, verða íþróttir, útivist, verslun ogþjónusta, sem er nauðsynleg þjónusta fyrir ferðamenn, heimil á helgidögum. Jafnframt verða listsýningar, leik- sýningar og kvikmyndasýningar heimilar eftir kl. 15 ájóladag, föstu- daginn langa, páskadag og hvíta- sunnudag. Þá verður heimilt að halda dansleiki er heíjast að kvöldi laugardags fyrir páska. í frumvarpinu er sett sú regla að opinberar skemmtanir, s.s. dans- leikir, spilastarfsemi og verslun, verði bannaðar eftir kl. 18 á að- fangadag jóla, allan jóladag, föstu- daginn langa, páskadag og hvíta- sunnudag. Skemmtanir á opinberum veit- ingastöðum eða öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að verða bannaðar til kl. 6 laugardag fyrir páska og annan dag jóla. Lyfjabúðir og önnur verslun og þjónusta sem er nauðsynleg við ferðamenn og íþrótta- og útivistar- starfsemi verður undanþegin ákvæð- um frumvarpsins. Breytt frumvarp til laga um framhaldsskóla hefur verið lagt fram á Alþingi Bestuvið- \ tökur á annu FRUMVARP til laga um framhalds- skóla hefur verið lagt fram á Al- þingi á nýjan leik, en frumvarpið var síðast lagt fram í fyrravetur. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á frumvarpinu er að í því er gert ráð fýrir að aldurstakmark til að stunda nám í öldungadeild er afnumið, en nú stendur námið þeim sem eru 20 ára og eldri til boða. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarp- inu að framhaldsskólum verði heim- ilt með samþykki menntamálaráð- herra að stofna fullorðinsfræðslu- miðstöðvar í samvinnu við sveitarfé- lög, faggreinafélög, stéttarfélög, at- vinnurekendur eða aðra hagsmuna- og áhugahópa. Frumvarpið til laga um fram- haldsskóla sem nú liggur fyrir Al- þingi var upphaflega samið af nefnd um mótun menntastefnu sem Olafur G. Einarsson, þáverandi mennta- málaráðherra, skipaði í mars 1992. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í jan- úar 1993 og lokaskýrslu í júlí 1994. Frumvarp til laga um framhalds- skóla var svo lagt fram til kynning- ar á 117. löggjafarþingi 1993-94 og í kjölfar umræðna og umsagna voru gerðar nokkrar breytingar á því og það síðan lagt fram aftur nokkuð breytt í fyrravetur en þá hlaut það ekki afgreiðslu. Ekkert aldurstakmark vegna „öldunganáms“ Að loknum stjórnarskiptum í lok apríl síðastliðins fól svo Björn Bjarnason menntamálaráðherra al- þingismönnunum Sigríði Önnu Þórð- ardóttur og Hjálmari Arnasyni að fara yfir frumvarpið og skiluðu þau niðurstöðum sínum 11. ágúst sl., en síðan hafa embættismenn mennta- málaráðuneytisins yfirfarið frum- varpið og fært það í endanlegan búning. Opnaður möguleiki á lengri starfstíma Meðal helstu breytinga sem gerð- ar hafa verið á frumvarpinu er að gert er ráð fyrir að árlegur starfs- tími framhaldsskóla verði eigi skemmri en níu mánuðir, en sam- kvæmt fyrra frumvarpi var kveðið á um nákvæmlega níu mánuði. í athugasemdum við frumvarpið segir að þessi breyting sé gerð til að opna möguleika á því að lengja starfstíma skóla umfram níu mánuði, t.d. ef farið verður inn á þá braut að starf- rækja skóla að sumarlagi sem nokkkuð hefur verið rætt um. Verða nánari ákvæði um starfstíma skóla og leyfisdaga settar í reglugerð. í athugasemdunum segir að ald- urstakmark vegna náms í öldunga- deildum verði afnumið vegna þess að í ljós hafi komið tilvik þar sem nauðsynlegt sé að heimila yngra fólki aðgang að öldungadeildum. Sem dæmi um þetta séu nemendur sem séu að því komnir að ljúka námi en geti af einhveijum ástæðum ekki tekið áfanga í dagskóla sem þeim sé skylt að taka. Gert er ráð fyrir að í reglugerð verði sett skýr ákvæði um aðgang að öldungadeildum. Fullorðinsfræðslumiðstöð Inn í frumvarpið hefur verið bætt nýrri grein þar sem kveðið er á um heimild framhaldsskóla til að stofna í samvinnu við sveitarfélög, fag- greinafélög, stéttarfélög, atvinnu- rekendur og aðra hagsmuna- og áhugahópa fullorðinsfræðslumiðstöð tii þess að starfrækja t.d. endur- menntunarnámskeið. í athugasemd- um með frumvarpinu segir að slíkar miðstöðvar geti orðið öflugur þáttur í alhliða uppbyggingu og þróun við- komandi byggðarlags, en verksvið þeirra falli að mestu utan hefðbund- inna verkefna framhaldsskólanna og með starfsemi þeirra sé leitast við að fullnægja þörf fyrir menntun og þjálfun sem ekki sé sinnt með öðrum hætti. Auk þess sé með þessum hætti leitast við að efla samstarf skóla og atvinnulífs. Bent er á að annars staðar á Norðurlöndum hafi fengist jákvæð reynsla af rekstri þjónustumiðstöðva af þessum toga, auk þess sem þær hafi haft jákvæð áhrif á þróun framhaldsskólanna. Viðurkenningar fyrir einkaskóla Þá er í frumvarpinu gert ráð fyr- ir að einstaklingum eða samtök geti stofnað og rekið einkaskóla og menntamálaráðherra geti veitt þeim viðurkenningu til starfa að uppfyllt- um tilteknum skilyrðum. Kveðið er á um það að njóti einkaskóli styrks af opinberu fé skuli gerður verk- samningur milli menntamálaráð- herra og rekstraraðila skólans um þau atriði starfseminnar sem eðlilegt þyki að binda í sérstökum samningi. Tekið er fram í athugasemdum með frumvarpinu að eins og nú sé háttað starfi fjölmargir einkaskólar í landinu og með þessari lagagrein sé ekki verið að leggja stein í götu þeirra sem vilja koma á fót slíkri starfsemi. Fræðsla sem þessir skólar bjóði sé mjög misjöfn að gæðum og ekki sé gert ráð fyrir neinu opinberu eftirliti með henni hér eftir frekar en hingað til. Hins vegar sé gert ráð fyrir að þeir sem þess óski geti sótt um viðurkenningu menntamálaráð- herra á starfseminni og ef hún fáist myndi það væntanlega styrkja hana og vekja henni aukið traust. Gert er ráð fyrir að þau skilyrði sem þurfi að uppfylla til að hljóta viðurkenn- ingu verði skilgreind í reglugerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.