Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 23 Mál Wolfs tekið upp að nýju ÞÝSKI sambandsdómstóllinn hnekkti í gær úrskurði í máli Markusar Wolfs, sem um ára- bil var yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar. Skipaði dómstóllinn svo fyrir að taka yrði mál hans upp að nýju. Dómstóllinn vísaði til hæstaréttarúrskurðar frá því í maí þess efnis að ekki væri hægt að sækja austur-þýska njósnara til saka í sameinuðu Þýskalandi fyrir glæpi sem þeir frömdu á tímum kalda stríðsins. Dómsforsetinn Klaus Kutz- er sagði að þetta ætti við um meinta glæpi sem hefðu ein- ungis verið framdir innan landamæra Austur-Þýska- lands sem var. Rök hæstarétt- ar voru þau að fiest ríki stund- uðu njósnir og óréttlátt væri að dæma njósnara ef þeir yrðu skyndilega fyrir tilstilli sög- unnar ríkisborgarar helsta óvinaríkisins. Gagnrýna vanhæfni HÆGRISINNAR á Banda- ríkjaþingi hafa gagnrýnt Sam- einuðu þjóðirnar harkalega og m.a. sagt að samtökin séu þjökuð af skrifræði. Ný könn- un meðal starfsmanna SÞ á 50 ára afmælinu bendir til að þeir taki margir undir þessa gagnrýni. Aðferðir við ráðningu starfsmanna sættu mikilli gagnrýni - yfirleitt var tekið undir með þeim sem segja að frændhygli, pólitískur þrýst- ingur og úthlutun starfa með tilliti til óska allra aðildarríkja valdi því að oft sé ráðið van- hæft fólk. Tveir af hveijum þremur sögðu að vinir á æðri stöðum væru leyndarmálið að baki stöðuhækkunum. Aðeins 2,9% töldu að starf samtakanna væri árangursríkt en fjórðungurinn sagði að þau stuðluðu að lýðræði í alþjóða- samskiptum. Ræddi við utanríkis- ráðherrann í GREIN sl. sunnudag hér í blaðinu um Home lávarð, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta, sem lést fyrir skömmu, er haft eftir honum að hann hafi rætt við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra og þeir leyst viðkvæm ágreiningsatriði í fiskveiðideilum með því að ræðast við undir fjögur augu. Ljóst er að Home hefur misminnt eða hann mismælt sig er hann ræddi við ljós- myndara Morgunblaðsins árið 1989 enda lávarðurinn þá kominn hátt á níræðisaldur. í æviminningum Home, The Way the Wind Blows, sem komu út 1976, segir hann frá því er hann ræddi einslega við Guðmund I. Guðmundsson ut- anríkisráðherra að loknuni fundi utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins árið 1962. Fundirnir voru tveir, í Aþenu og París, ekki er ljóst hvorn Home á við. Hafi ráð- herrarnir leyst vanda sem virt- ist vera að koma upp vegna deilna um samninga ríkjanna frá 1961 um landhelgismál. ERLENT Lög- reglan efld P ALESTÍN SKIR lög- reglumenn ganga framhjá veggmynd af Yasser Arafat, leið- toga Frelsissamtaka Palestinumanna, við brautskráningarat- höfn á Gaza-svæðinu. Um 140 lögreglumenn voru brautskráðir eft- ir þriggja mánaða þjálfun. Erfiðleikar í kolaiðnaði Genf. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR á vegum Sam- einuðu þjóðanna sögðu í gær að erfiðleikar væru framundan í kola- iðnaði í Evrópu, en horfurnar væru betri hjá framleiðendum í Asíu. í skýrslu frá Efnahagsnefnd fyr- ir Evrópu (ECE) kemur fram að þótt kolaframleiðslan í Evrópu hafi snarminnkað í fyrra aukist hún stöðugt í Asíu. Kolaiðnaðurinn eigi við mikla erfiðleika að stríða vegna lokunar náma, aukins kostnaðar vegna velferðarkerfis og umhverfis- varna og aukinnar samkeppni frá öðrum álfum og orkuverum. mm Sex tæki í einu Það má segja að þú fáir sex tæki á verði eins tækis þegar þú kaupir Canon B360 vélina. Smærri skrifstofur og einyrkjar eflast að mun fyrir vikið, því faxtækið, síminn, tölvufaxið, Ijósritunarvélin og prentarinn eru komin í einu og sömu vélina. Þetta er útsjónarsemi. Enda er þetta Canon. Canon Þú þekkir Canon - þú þekkir Nýherja NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SIMI 569 7700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.