Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 23

Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 23 Mál Wolfs tekið upp að nýju ÞÝSKI sambandsdómstóllinn hnekkti í gær úrskurði í máli Markusar Wolfs, sem um ára- bil var yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar. Skipaði dómstóllinn svo fyrir að taka yrði mál hans upp að nýju. Dómstóllinn vísaði til hæstaréttarúrskurðar frá því í maí þess efnis að ekki væri hægt að sækja austur-þýska njósnara til saka í sameinuðu Þýskalandi fyrir glæpi sem þeir frömdu á tímum kalda stríðsins. Dómsforsetinn Klaus Kutz- er sagði að þetta ætti við um meinta glæpi sem hefðu ein- ungis verið framdir innan landamæra Austur-Þýska- lands sem var. Rök hæstarétt- ar voru þau að fiest ríki stund- uðu njósnir og óréttlátt væri að dæma njósnara ef þeir yrðu skyndilega fyrir tilstilli sög- unnar ríkisborgarar helsta óvinaríkisins. Gagnrýna vanhæfni HÆGRISINNAR á Banda- ríkjaþingi hafa gagnrýnt Sam- einuðu þjóðirnar harkalega og m.a. sagt að samtökin séu þjökuð af skrifræði. Ný könn- un meðal starfsmanna SÞ á 50 ára afmælinu bendir til að þeir taki margir undir þessa gagnrýni. Aðferðir við ráðningu starfsmanna sættu mikilli gagnrýni - yfirleitt var tekið undir með þeim sem segja að frændhygli, pólitískur þrýst- ingur og úthlutun starfa með tilliti til óska allra aðildarríkja valdi því að oft sé ráðið van- hæft fólk. Tveir af hveijum þremur sögðu að vinir á æðri stöðum væru leyndarmálið að baki stöðuhækkunum. Aðeins 2,9% töldu að starf samtakanna væri árangursríkt en fjórðungurinn sagði að þau stuðluðu að lýðræði í alþjóða- samskiptum. Ræddi við utanríkis- ráðherrann í GREIN sl. sunnudag hér í blaðinu um Home lávarð, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta, sem lést fyrir skömmu, er haft eftir honum að hann hafi rætt við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra og þeir leyst viðkvæm ágreiningsatriði í fiskveiðideilum með því að ræðast við undir fjögur augu. Ljóst er að Home hefur misminnt eða hann mismælt sig er hann ræddi við ljós- myndara Morgunblaðsins árið 1989 enda lávarðurinn þá kominn hátt á níræðisaldur. í æviminningum Home, The Way the Wind Blows, sem komu út 1976, segir hann frá því er hann ræddi einslega við Guðmund I. Guðmundsson ut- anríkisráðherra að loknuni fundi utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins árið 1962. Fundirnir voru tveir, í Aþenu og París, ekki er ljóst hvorn Home á við. Hafi ráð- herrarnir leyst vanda sem virt- ist vera að koma upp vegna deilna um samninga ríkjanna frá 1961 um landhelgismál. ERLENT Lög- reglan efld P ALESTÍN SKIR lög- reglumenn ganga framhjá veggmynd af Yasser Arafat, leið- toga Frelsissamtaka Palestinumanna, við brautskráningarat- höfn á Gaza-svæðinu. Um 140 lögreglumenn voru brautskráðir eft- ir þriggja mánaða þjálfun. Erfiðleikar í kolaiðnaði Genf. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR á vegum Sam- einuðu þjóðanna sögðu í gær að erfiðleikar væru framundan í kola- iðnaði í Evrópu, en horfurnar væru betri hjá framleiðendum í Asíu. í skýrslu frá Efnahagsnefnd fyr- ir Evrópu (ECE) kemur fram að þótt kolaframleiðslan í Evrópu hafi snarminnkað í fyrra aukist hún stöðugt í Asíu. Kolaiðnaðurinn eigi við mikla erfiðleika að stríða vegna lokunar náma, aukins kostnaðar vegna velferðarkerfis og umhverfis- varna og aukinnar samkeppni frá öðrum álfum og orkuverum. mm Sex tæki í einu Það má segja að þú fáir sex tæki á verði eins tækis þegar þú kaupir Canon B360 vélina. Smærri skrifstofur og einyrkjar eflast að mun fyrir vikið, því faxtækið, síminn, tölvufaxið, Ijósritunarvélin og prentarinn eru komin í einu og sömu vélina. Þetta er útsjónarsemi. Enda er þetta Canon. Canon Þú þekkir Canon - þú þekkir Nýherja NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SIMI 569 7700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.