Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 51 FRÉTTIR Fæðing þjóðar sýnd í Regnbog- anum ÁHUGAHÓPUR um kvikmyndir stendur fyrir kvikmyndasýningum á aldarafmæli kvikmyndaarinnar. Eru sýningarnar á hverjum fimmtudegi í Regnboganum. í kvöld klukkan 21.00 verður sýnd myndin „Birth of a Nation" (Fæðing þjóðar) eftir D. W. Griffith. Myndin var gerð árið 1915 og er með allra frægustu stórmyndum þögla tíma- bilsins, en með henni var brotið blað í kvikmyndasögunni hvað varðaði tækniþróun, efnistök og stíl. M.a. fullkomnaði hann samsetningar- tæknina, svo að hægt var að sýna tvo atburði gerast á sama tíma og hafa fulla stjórn á hvernig og hve hratt atriðin voru klippt saman. Þetta var byltingarkennd uppgötvun sem skipti sköpum í listrænni tækni og kemur sterkt fram í „Fæðingu þjóðar", sem er byggð á skáldsög- unni „The Clansman" eftir Thomas Dixon. Myndin fjallar um þrælastríðið og upplausnina í bandarísku þjóðfélagi á tímabilinu sem á eftir fylgdi, m.a. með stofnun Ku Klux Klan. Afstaða Griffíths til þessara mála þykir vafa- söm, en sem listamaður tókst honum að koma til skila gífurlega drama- tískri spennu og ástríðuþrungnum krafti, sem vart hefur átt sinn líka á hvíta tjaldinu, fyrr og síðar. Auk „Birth of a Nation“ verður endursýning á „Kerrukarlinum" eftir Victor Sjöstrom klukkan 19.00 í Regnboganum, en hún er tatin bera af myndum Sjöstroms frá sænska tímabilinu. í Stjörnubíói verða tvær frægustu hrollvekjur allra tíma end- ursýndar vegna fjölda áskorana klukkan 23.10. VERÐLAUNAHAFAR í sumarleik Silfurbúðarinnar. Umræðu- kvöld um stöðu nýbúa á Islandi UMRÆÐUKVÖLD um stöðu inn- flytjenda og flóttamanna á íslandi verður haldið í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 19. október kl. 20. Fundurinn er á vegum ís- lenskra ungmenna sem í sumar tóku þátt í evrópsku ungmenna- lestinni, baráttuherferð og ráð- stefnu um útlendingahræðslu, fordóma og misrétti sem var hald- in i Strassbourg. Þátttakandi úr lestinni segir frá ferðinni og síðan taka til máls: Ásta Kristjánsdóttir, verkefnis- stjóri íslenskukennslu nýbúa, full- trúi frá menntamálaráðuneytinu, Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, Ágúst Þór Árnason frá Mannréttindaskrifstofu íslands, Berglind Ásgeirsdóttir, fulltrúi nefndar sem kannaði kynþáttafor- dóma og útlendingahræðslu í Evr- ópu, og Michael A. Levin úr sam- félagi gyðinga á íslandi. Opnar umræður verða á eftir. Sýndur verður filipeyskur bambusdans og í anddyri Norræna hússins munu hanga uppi ljósmyndir sem með- limir íslenska hópsins tóku í ferð- inni. Fundurinn er öllum opinn, aðgangur er ókeypis. Dregið hjá Hjartavernd DREGIÐ var í Happdrætti Hiarta- vemdar 14. október sl. Vinningar féllu þannig: 1. Jeppi Pajero Super Wagon, árg. 1996 nr. 27087, 2. Bifreið VW Polo árgerð 1996 1.100.000 kr. nr. 88316, 3.-5. Ævintýraferð með Úrval/Útsýn 575.000 kr. nr. 22427, 28783 og 85077, 6.-15. Ferð með Úrval/Útsýn 300.000 kr. nr. 16454, 21352, 23238, 25575, 36443, 53535, 58572, 67282, 76258 og 87056. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, Reykjavík. (Birt án ábyrgðar) ■ HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsinu við Reykjanes- braut kl. 20 í kvöld, fimmtudags- kvöld, og hjólar til baka niður Fossvogsdalinn um Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Til baka Foss- vogsdalinn, Kópavogsmegin. Öllu hjólreiðafólki er velkomið að slást í hópinn. ■ DREGIÐ var í sumarleik Silf- urbúðarinnar í tengslum við óskalista brúhjóna 7. október sl. Eftirtalin brúðhjón hlutu ferða- vinninga með Flugleiðum til Evr- ópu: Sigrún Edwald og Sigurð- ur Egill Guttormsson, Guðlaug Hrönn Jóhannesdóttir og Odd- Haustátak KFUM og K HAUSTÁTAK KFUM og KFUK í Reykjavík stendur yfir 19-22. október 1995. Haldnar verða sam- komur í nýjum aðalstöðvum félag- anna við Holtaveg 28 í Reykjavík. Á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld hefjast samkom- urnar kl. 20.30 en á sunnudag kl. 17. Ræðumenn á samkomun- um verða sr. Ólafur Jóhannsson og sr. Kjartan Jónsson. Um söng og tónlist annast hljómsveitin Góðu fréttimar, Hamrahlíðakór- inn og gestir frá Noregi, þau Solvi Hopland og Jon Harald Balsnes. Auk þess verður mikill almennur söngur, lofgjörð og fyrirbænir. Yfirskrift átaksins er „í þinni hendi“. Allir eru velkomnir á sam- komur haustátaks KFUM og KFUK. Útgáfutónleikar Kristínar Ey- steinsdóttur KRISTÍN Eysteinsdóttir heldur útgáfutónleika sína í Þjóðleikhús- kjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu geisladisks er kom út fyr- ir skömmu og ber heitið Litir. Á tónleikunum kemur Kristín fram ásamt hljómsveit en hana skipa Orri Harðarson, sem spilar á gítar, Elíza Geirsdóttir á fiðlu, Þórir Jóhannsson á bassa, Kjartan Guðnason á trommur og Kristín Þorsteinsdóttir á bongótrommur. Á tónleikunum verður efni plöt- unnar flutt. Hljómsveitin Skárr’en ekkert hitar upp. Tónleikamir heljast kl. 22 og er miðaverð 800 kr. ur Valur Þórarinnsson, Þor- björg Jónsdóttir og Ingi Rúnar Eðvaldsson. Silfurbúðin vill óska þeim til hamingju og þakkar öllum brúðhjónum fyrir þátttök- una í sumarleiknum. Ferðaleikur tengdur óskalista brúðhjóna mun halda áfram. Framsóknarkon- ur þinga 7. LANDSÞING Landssambands Framsóknarkvenn-a verður haldið dagana 20.-22. október í Kópa- vogi í Auðbrekku 25. A þinginu verða rædd málefni kvenna og möguleika þeirra til áhrifa í pólitík. Unnið verður að jafnréttisáætlun í flokksstarfi. Ráðherrar heilbrigðis-, félags- og utanríkismála munu flytja er- indi ásamt þingkonum Fram- sóknarflokksins, formanni jafn- réttisráðs og fleirum. Þingið hefst með kvöldverðarhófi í Borgartúni 6 kl. 19.30 í tilefni af 50 ára af- mæli félags fr'amsóknarkvenna í Reykjavík. Tanja tatara- stelpa í Ævin- týra-Kringlunni TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtu- dag. Tanja tatarastelpa hefur áð- ur komið í heimsókn i Ævintýra- Kringluna og hefur frá ýmsu að segja. Tanja er leikin af Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu. Ævintýra-Kringlan er lista- smiðja fyrir börn á aldrinum 2ja til 8 ára og geta foreldrar sinnt innkaupum í rólegheitum á meðan börnin dvelja þar í góðu yfirlæti. Á hveijum fimmtudegi kl. 17 eru þar leiksýningar fyrir börn. Börn og fullorðnir hafa kunnað vel að meta þessa nýbreytni. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. Carl Hamilton á aðal fundi Evrópusamtaka bjóða viðskiptavinum vörur á góðu verði. Borgardagar eru haidnir tvisv- ar á ári og auk ýmissa tilboða er ávallt ýmislegt annað um að vera. Að þessu sinni gefst viðskiptavin- um sem versla fyrir 1.500 kr. eða meira tækifæri á að komast í happa- pott. I þeim potti verða tveir helg- arlyklar að Hótel Örk, einnig fimm gjafakort að verðmæti 10.000 kr. hvert. Auk þess verður viðskiptavin- um boðið að klippa auglýsingu úr Morgunblaðinu á föstudaginn, setja hana í happapottinn og eiga þar með möguleika á tveimur bíómiðum af 100 á mynd sem verður sýnd í Há- skólabíói á næstunni. Þetta og margt fleira verður á Borgardögum í Borg- arkringlunni. CARL B. Hamilton, prófessor í hagfræði og einn helzti forystu- maður stuðningsmanna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu, flytur erindi á aðalfundi Evrópu- samtakanna, sem haldinn verður á Hótel Sögu laugardaginn 21. októ- ber, Erindi Hamiltons verður á ensku og er yfirskrift þess „Reynsla Svíþjóðar af ESB-aðild og sýn til ársins 2000“. Fundurinn verður í Átthagasal og hefst kl. 13.30. Hamilton mun í erindinu fjalla um reynslu Svía af ESB-aðild og hlutverk Svíþjóðar á • vettvangi Evrópusambandsins. Þá mun hann ræða um stöðu Austur-Evrópuríkj- anna og möguleika þeirra á ESB- aðild. Loks mun Hamilton víkja að stöðu íslands í evrópsku sam- starfi. „Hamilton er doktor í hagfræði frá London School of Economics og hefur um áraBil verið einn virt- asti hagfræðingur Svíþjóðar. Hann hefur meðal annars stundað rann- sóknir á samrunaþróuninni í Evr- ópu, hinum vaxandi hagkerfum Austur-Asíu og efnahagslegri end- urreisn Austur-og Mið-Evrópu. Hann sat á þingi fyrir Þjóðarflokk- inn 1991-1993. Árið 1992-1993 var hann pólitískur ráðgjafi Ann Wibble Ijármálaráðherra og aðstoð- arfjármálaráðherra 1993-1994. Hann var varaformaður „Ja till Europa“ 1990-1995. Dr. Hamilton er nú prófessor við Stokkhólmshá- skóla og forstjóri Östekonomiska Institutet. Hann er ráðgjafi ýmissa alþjóðastofnana, þar á meðal As- íska þróunarbankans, OECD, GATT, EFTA og Alþjóðabankans," segir í fréttatilkynningu frá Evr- ópusamtökunum. Á dagskrá fundarins verður jafn- framt kjör stjórnar og fulltrúaráðs og önnur aðalfundarstörf. í frétta- tilkynningu segir að aðalfundurinn sé öllum opinn. Félagar í Evrópu- samtökunum séu hvattir til að fjöl- menna. Þá sé hægt að ganga í samtökin á fundinum og séu nýir félagar velkomnir. Ný verslun í Borgarkringlunni Borgardagar fimmtu- dag til laugardags VERSLUNIN Kjarakaup er ný verslun með búsáhöld- og gjafavörur og verður opnuð á 2. hæð Borgarkringlunnar. Kjarakaup er í samvinnu við dönsku verslunarkeðjuna Den Aktive en þeir eru með verslanir í Danmörku, Fær- eyjum og íslandi. Verslunin Kjarakaup er einnig til húsa í Lágmúla 6, Reykjavík. Borgardagar verða í Borgarkringlunni 19.-21. október. Borgardagar eru fyrst og fremst tilboðsdagar þar sem leitast er við að Morgunblaðið/Halldó KJARAKAUPSMENN voru að gera all klárt fyrir opnuna sem verður í dag ÖRUGG HEILDARLAUSN í RAFSUÐU 0G L0GSUÐU. TÍSKULITIRNIR HAUSTIÐ '95 ííj» BETRI RAFSUÐU- 0G L06SUÐUVÖRUR HÁG/EOA RAFSUÐUVÉLAR TÆKNILEG ÞJÓNUSTA fetetai Bnf. Nethyl 2 Artúnsholti Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891 fi ETIENNE AIGNER Statement Statement 9 ÉTlENNE AIGNER jgfef “ >1 NÝR HERRAILMUR -leikur að lara! Vinningstölur 13. okt. 1995 1 • 2*3 »5‘10 *23*24 Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.