Morgunblaðið - 19.10.1995, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 51
FRÉTTIR
Fæðing
þjóðar sýnd
í Regnbog-
anum
ÁHUGAHÓPUR um kvikmyndir
stendur fyrir kvikmyndasýningum á
aldarafmæli kvikmyndaarinnar. Eru
sýningarnar á hverjum fimmtudegi
í Regnboganum.
í kvöld klukkan 21.00 verður sýnd
myndin „Birth of a Nation" (Fæðing
þjóðar) eftir D. W. Griffith. Myndin
var gerð árið 1915 og er með allra
frægustu stórmyndum þögla tíma-
bilsins, en með henni var brotið blað
í kvikmyndasögunni hvað varðaði
tækniþróun, efnistök og stíl. M.a.
fullkomnaði hann samsetningar-
tæknina, svo að hægt var að sýna
tvo atburði gerast á sama tíma og
hafa fulla stjórn á hvernig og hve
hratt atriðin voru klippt saman.
Þetta var byltingarkennd uppgötvun
sem skipti sköpum í listrænni tækni
og kemur sterkt fram í „Fæðingu
þjóðar", sem er byggð á skáldsög-
unni „The Clansman" eftir Thomas
Dixon.
Myndin fjallar um þrælastríðið og
upplausnina í bandarísku þjóðfélagi
á tímabilinu sem á eftir fylgdi, m.a.
með stofnun Ku Klux Klan. Afstaða
Griffíths til þessara mála þykir vafa-
söm, en sem listamaður tókst honum
að koma til skila gífurlega drama-
tískri spennu og ástríðuþrungnum
krafti, sem vart hefur átt sinn líka
á hvíta tjaldinu, fyrr og síðar.
Auk „Birth of a Nation“ verður
endursýning á „Kerrukarlinum" eftir
Victor Sjöstrom klukkan 19.00 í
Regnboganum, en hún er tatin bera
af myndum Sjöstroms frá sænska
tímabilinu. í Stjörnubíói verða tvær
frægustu hrollvekjur allra tíma end-
ursýndar vegna fjölda áskorana
klukkan 23.10.
VERÐLAUNAHAFAR í sumarleik Silfurbúðarinnar.
Umræðu-
kvöld um
stöðu nýbúa á
Islandi
UMRÆÐUKVÖLD um stöðu inn-
flytjenda og flóttamanna á íslandi
verður haldið í Norræna húsinu
fimmtudagskvöldið 19. október
kl. 20. Fundurinn er á vegum ís-
lenskra ungmenna sem í sumar
tóku þátt í evrópsku ungmenna-
lestinni, baráttuherferð og ráð-
stefnu um útlendingahræðslu,
fordóma og misrétti sem var hald-
in i Strassbourg.
Þátttakandi úr lestinni segir frá
ferðinni og síðan taka til máls:
Ásta Kristjánsdóttir, verkefnis-
stjóri íslenskukennslu nýbúa, full-
trúi frá menntamálaráðuneytinu,
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra, Ágúst Þór Árnason frá
Mannréttindaskrifstofu íslands,
Berglind Ásgeirsdóttir, fulltrúi
nefndar sem kannaði kynþáttafor-
dóma og útlendingahræðslu í Evr-
ópu, og Michael A. Levin úr sam-
félagi gyðinga á íslandi. Opnar
umræður verða á eftir. Sýndur
verður filipeyskur bambusdans og
í anddyri Norræna hússins munu
hanga uppi ljósmyndir sem með-
limir íslenska hópsins tóku í ferð-
inni. Fundurinn er öllum opinn,
aðgangur er ókeypis.
Dregið hjá
Hjartavernd
DREGIÐ var í Happdrætti Hiarta-
vemdar 14. október sl.
Vinningar féllu þannig: 1. Jeppi
Pajero Super Wagon, árg. 1996
nr. 27087, 2. Bifreið VW Polo
árgerð 1996 1.100.000 kr. nr.
88316, 3.-5. Ævintýraferð með
Úrval/Útsýn 575.000 kr. nr.
22427, 28783 og 85077, 6.-15.
Ferð með Úrval/Útsýn 300.000
kr. nr. 16454, 21352, 23238,
25575, 36443, 53535, 58572,
67282, 76258 og 87056.
Vinninga má vitja á skrifstofu
Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3.
hæð, Reykjavík.
(Birt án ábyrgðar)
■ HJÓLREIÐAHÓPURINN
fer frá Fákshúsinu við Reykjanes-
braut kl. 20 í kvöld, fimmtudags-
kvöld, og hjólar til baka niður
Fossvogsdalinn um Öskjuhlíðina
og Nauthólsvík. Til baka Foss-
vogsdalinn, Kópavogsmegin. Öllu
hjólreiðafólki er velkomið að slást
í hópinn.
■ DREGIÐ var í sumarleik Silf-
urbúðarinnar í tengslum við
óskalista brúhjóna 7. október sl.
Eftirtalin brúðhjón hlutu ferða-
vinninga með Flugleiðum til Evr-
ópu: Sigrún Edwald og Sigurð-
ur Egill Guttormsson, Guðlaug
Hrönn Jóhannesdóttir og Odd-
Haustátak
KFUM og K
HAUSTÁTAK KFUM og KFUK
í Reykjavík stendur yfir 19-22.
október 1995. Haldnar verða sam-
komur í nýjum aðalstöðvum félag-
anna við Holtaveg 28 í Reykjavík.
Á fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld hefjast samkom-
urnar kl. 20.30 en á sunnudag
kl. 17. Ræðumenn á samkomun-
um verða sr. Ólafur Jóhannsson
og sr. Kjartan Jónsson. Um söng
og tónlist annast hljómsveitin
Góðu fréttimar, Hamrahlíðakór-
inn og gestir frá Noregi, þau Solvi
Hopland og Jon Harald Balsnes.
Auk þess verður mikill almennur
söngur, lofgjörð og fyrirbænir.
Yfirskrift átaksins er „í þinni
hendi“. Allir eru velkomnir á sam-
komur haustátaks KFUM og
KFUK.
Útgáfutónleikar
Kristínar Ey-
steinsdóttur
KRISTÍN Eysteinsdóttir heldur
útgáfutónleika sína í Þjóðleikhús-
kjallaranum í kvöld í tilefni af
útkomu geisladisks er kom út fyr-
ir skömmu og ber heitið Litir.
Á tónleikunum kemur Kristín
fram ásamt hljómsveit en hana
skipa Orri Harðarson, sem spilar
á gítar, Elíza Geirsdóttir á fiðlu,
Þórir Jóhannsson á bassa, Kjartan
Guðnason á trommur og Kristín
Þorsteinsdóttir á bongótrommur.
Á tónleikunum verður efni plöt-
unnar flutt. Hljómsveitin Skárr’en
ekkert hitar upp. Tónleikamir
heljast kl. 22 og er miðaverð 800
kr.
ur Valur Þórarinnsson, Þor-
björg Jónsdóttir og Ingi Rúnar
Eðvaldsson. Silfurbúðin vill
óska þeim til hamingju og þakkar
öllum brúðhjónum fyrir þátttök-
una í sumarleiknum. Ferðaleikur
tengdur óskalista brúðhjóna mun
halda áfram.
Framsóknarkon-
ur þinga
7. LANDSÞING Landssambands
Framsóknarkvenn-a verður haldið
dagana 20.-22. október í Kópa-
vogi í Auðbrekku 25.
A þinginu verða rædd málefni
kvenna og möguleika þeirra til
áhrifa í pólitík. Unnið verður að
jafnréttisáætlun í flokksstarfi.
Ráðherrar heilbrigðis-, félags-
og utanríkismála munu flytja er-
indi ásamt þingkonum Fram-
sóknarflokksins, formanni jafn-
réttisráðs og fleirum. Þingið hefst
með kvöldverðarhófi í Borgartúni
6 kl. 19.30 í tilefni af 50 ára af-
mæli félags fr'amsóknarkvenna í
Reykjavík.
Tanja tatara-
stelpa í Ævin-
týra-Kringlunni
TANJA tatarastelpa skemmtir í
Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í
Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtu-
dag. Tanja tatarastelpa hefur áð-
ur komið í heimsókn i Ævintýra-
Kringluna og hefur frá ýmsu að
segja. Tanja er leikin af Ólöfu
Sverrisdóttur leikkonu.
Ævintýra-Kringlan er lista-
smiðja fyrir börn á aldrinum 2ja
til 8 ára og geta foreldrar sinnt
innkaupum í rólegheitum á meðan
börnin dvelja þar í góðu yfirlæti.
Á hveijum fimmtudegi kl. 17 eru
þar leiksýningar fyrir börn. Börn
og fullorðnir hafa kunnað vel að
meta þessa nýbreytni.
Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð
í Kringlunni og er opin virka daga
frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga
frá kl. 10-16.
Carl Hamilton á aðal
fundi Evrópusamtaka
bjóða viðskiptavinum vörur á góðu
verði. Borgardagar eru haidnir tvisv-
ar á ári og auk ýmissa tilboða er
ávallt ýmislegt annað um að vera.
Að þessu sinni gefst viðskiptavin-
um sem versla fyrir 1.500 kr. eða
meira tækifæri á að komast í happa-
pott. I þeim potti verða tveir helg-
arlyklar að Hótel Örk, einnig fimm
gjafakort að verðmæti 10.000 kr.
hvert. Auk þess verður viðskiptavin-
um boðið að klippa auglýsingu úr
Morgunblaðinu á föstudaginn, setja
hana í happapottinn og eiga þar með
möguleika á tveimur bíómiðum af
100 á mynd sem verður sýnd í Há-
skólabíói á næstunni. Þetta og margt
fleira verður á Borgardögum í Borg-
arkringlunni.
CARL B. Hamilton, prófessor í
hagfræði og einn helzti forystu-
maður stuðningsmanna aðildar
Svíþjóðar að Evrópusambandinu,
flytur erindi á aðalfundi Evrópu-
samtakanna, sem haldinn verður á
Hótel Sögu laugardaginn 21. októ-
ber, Erindi Hamiltons verður á
ensku og er yfirskrift þess „Reynsla
Svíþjóðar af ESB-aðild og sýn til
ársins 2000“. Fundurinn verður í
Átthagasal og hefst kl. 13.30.
Hamilton mun í erindinu fjalla
um reynslu Svía af ESB-aðild og
hlutverk Svíþjóðar á • vettvangi
Evrópusambandsins. Þá mun hann
ræða um stöðu Austur-Evrópuríkj-
anna og möguleika þeirra á ESB-
aðild. Loks mun Hamilton víkja
að stöðu íslands í evrópsku sam-
starfi.
„Hamilton er doktor í hagfræði
frá London School of Economics
og hefur um áraBil verið einn virt-
asti hagfræðingur Svíþjóðar. Hann
hefur meðal annars stundað rann-
sóknir á samrunaþróuninni í Evr-
ópu, hinum vaxandi hagkerfum
Austur-Asíu og efnahagslegri end-
urreisn Austur-og Mið-Evrópu.
Hann sat á þingi fyrir Þjóðarflokk-
inn 1991-1993. Árið 1992-1993 var
hann pólitískur ráðgjafi Ann
Wibble Ijármálaráðherra og aðstoð-
arfjármálaráðherra 1993-1994.
Hann var varaformaður „Ja till
Europa“ 1990-1995. Dr. Hamilton
er nú prófessor við Stokkhólmshá-
skóla og forstjóri Östekonomiska
Institutet. Hann er ráðgjafi ýmissa
alþjóðastofnana, þar á meðal As-
íska þróunarbankans, OECD,
GATT, EFTA og Alþjóðabankans,"
segir í fréttatilkynningu frá Evr-
ópusamtökunum.
Á dagskrá fundarins verður jafn-
framt kjör stjórnar og fulltrúaráðs
og önnur aðalfundarstörf. í frétta-
tilkynningu segir að aðalfundurinn
sé öllum opinn. Félagar í Evrópu-
samtökunum séu hvattir til að fjöl-
menna. Þá sé hægt að ganga í
samtökin á fundinum og séu nýir
félagar velkomnir.
Ný verslun í Borgarkringlunni
Borgardagar fimmtu-
dag til laugardags
VERSLUNIN Kjarakaup er
ný verslun með búsáhöld- og
gjafavörur og verður opnuð
á 2. hæð Borgarkringlunnar.
Kjarakaup er í samvinnu við
dönsku verslunarkeðjuna
Den Aktive en þeir eru með
verslanir í Danmörku, Fær-
eyjum og íslandi. Verslunin
Kjarakaup er einnig til húsa
í Lágmúla 6, Reykjavík.
Borgardagar verða í
Borgarkringlunni 19.-21.
október. Borgardagar eru
fyrst og fremst tilboðsdagar
þar sem leitast er við að
Morgunblaðið/Halldó
KJARAKAUPSMENN voru að gera all
klárt fyrir opnuna sem verður í dag
ÖRUGG
HEILDARLAUSN
í RAFSUÐU 0G L0GSUÐU.
TÍSKULITIRNIR
HAUSTIÐ '95
ííj»
BETRI RAFSUÐU-
0G L06SUÐUVÖRUR
HÁG/EOA RAFSUÐUVÉLAR
TÆKNILEG ÞJÓNUSTA
fetetai Bnf.
Nethyl 2 Artúnsholti
Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891
fi
ETIENNE AIGNER
Statement
Statement
9
ÉTlENNE AIGNER
jgfef “ >1
NÝR
HERRAILMUR
-leikur að lara!
Vinningstölur 13. okt. 1995
1 • 2*3 »5‘10 *23*24
Eldri úrslit á símsvara 568 1511