Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innbrot í sendiherra- bústaðinn í Brussel SETT hefur verið upp öryggiskerfi í sendiherrabústaðnum í Brussel eftir að brotist var inn í hann fyrir skömmu. Hannes Hafstein sendi- herra segir að gluggi á jarðhæð hafi verið spenntur upp á meðan íbúar brugðu sér frá skamma stund. Hringum, armböndum o.fl. smá- gerðum verðmætum var stolið. Engar alvarlegar skemmdir voru unnar á bústaðnum og þyngri hlut- ir látnir óáreittir, en í bústaðnum er umtalsverð verðmæti að finna. Hannes segir innbrot af þessu tagi alvanaleg í borginni og hafi þeim fjölgað seinustu misseri. Helst liggi eiturlyfjaneytendur undir grun sem steli öllu steini léttara til að fjár- magna fíkniefnakaup sín. „Þjófurinn eða þjófarnir gengu vel um og við sluppum vel í þetta skipti. Þeir sem að innbrotinu stóðu hafa þó varla haft ráðrúm til að hafa stærri hluti á brott með sér, því að við vorum svo stutta stund í burtu. Við létum strax setja upp þjófavamir sem ég geri ráð fyrir að þjóni sínum tilgangi," segir Hannes. ISSSi - • ‘ .1 ÍWM Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Tryggingabgeturnar hækkuðu minna en launin Fulltrúar ASÍ stað- festu útreikningana HEILBRIGÐISRÁÐHERRA . segir að fulltrúar Alþýðusambands íslands hafi staðfest útreikninga á hækkun tryggingabóta eftir kjarasamning- ana í vor. Þessar bætur hækkuðu um 4,8% í mars sl. en það náði ekki þeirri 2.700-3.700 króna hækkun á mánuði sem samið var um í samn- ingunum. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags, spurði heilbrigðis- ráðherra um málið á Alþingi í gær. Hann sagði að samkvæmt almanna- tryggingalögum ættu bætur að hækka í samræmi við hækkanir sem verði á vikukaupi, en hækkun trygg- ingabóta í vor hefði ekki náð þess- ari upphæð sem samið var um í samningunum í febrúar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði að í mars hefðu fjár- málaráðherra og fyrrverandi heil- brigðisráðherra skrifað undir samn- ing um að hækka tryggingabætur vegna áhrifa kjarasamninga frá 21. febrúar. Sú hækkun hefði verið reiknuð 4,8% í samráði við hagfræð- inga Alþýðusambands Islands og greidd þannig út. „Þessi hækkun hafði ekki fengið formlega afgreiðslu í ríkisstjórn þeg- ar ég tók við embætti. En þar sem þá var þegar búið að greiða út bæt- ur samkvæmt þessum útreikningi sá ég ekki fært að breyta honum og ríkisstjórn samþykkti að hækkun bóta vegna kjarasamninga yrði framkvæmd á þennan hátt,“ sagði Ingibjörg. 2.300 króna hækkun Ingibjörg sagði að meðalhækkun launa hefði af aðilum vinnumarkaðar verið metin 4,1-4,7% á þessu ári en 6,9% á samningstímabilinu. „ASÍ samþykkti 4,8% hækkun trygginga- bóta með hliðsjón af efni kjarasamn- ings,“ sagði Ingibjörg. Bætur þeirra sem hafa fullan tryggingalífeyri hækkuðu um 1.711 kr. á mánuði. Örorkulífeyrir er nú 12.921 kr. á mánuði og tekjutrygg- ing 24.439 alls 37.360 krónur á mánuði. Tekjur þeirra sem hafa fullan ör- orkulífeyri, tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstaka heimilisuppbót hækkuðu um 2.336 krónur á mán- uði, í 51.000 krónur á mánuði. Ekki mikil reisn Svavar Gestsson sagði mönnum hefði greinilega þótt það óf hátt hlut- fall fyrir örorku- og ellilífeyrisþega að hækka lægstu launataxtana, sem væru 48 þúsund krónur á mánuði, um 2.700 krónur. „Hvað gerðu menn þá? Menn miðuðu við almenna viku- kaupið sem er 70 þúsund krónur á mánuði og píndu þannig niður pró- sentuhækkunina sero öryrkjar og aldraðir fengu. Þetta er nú reisnin yfir þessu liði,“ sagði Svavar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, benti á að með- an lægstu laun hefðu hækkað um 42% frá febrúar 1989 hefðu bætur til lífeyrisþega hækkað um 34,9%. Bláönd í Laugardal UNGUR bláandarsteggur hefur haldið sig með stokköndum í Laugardalnum í Reykjavík und- anfarna daga og glatt gesti hús- dýra- og grasagarðanna. Bláönd- in er amerisk að uppruna og sárasjaldgæf hér á landi. Hún er smávaxin, á stærð við urtönd, og einkennandi eru heiðbláir væng- reitir bryddaðir hvítum jaðri. Miðstjórn BHMR um samningamál Siðferðilegur rétt- ur á endurskoðun MIÐSTJÓRN Bandalags há- skólamanna hefur sent frá sér ályktun þess efnis að verði breyting á kjarasamningum ASÍ og vinnuveitenda eigi aðildarfé- lög BHMR siðferðilegan rétt á að samningar þeirra við ríkið verði endurskoðaðir. Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að forsendur kjarasamninga aðildarfélaga BHMR við fjármálaráðherra hafi byggst á yfirlýsingum landssambanda ASÍ og samn- inganefndar ríkisins um efni kjarasamninga þessara aðila. Til viðbótar var Þjóðhagsstofn- un kölluð til vitnis um innihald samninganna. í fjárlagafrum- varpinu sjáist hvað þessir samn- ingar kosta í raun og þá komi í ljós allt aðrar tölur._ Páll benti á að aðilar innan ASI, til dæm- is Samiðn, hafi þannig fengið allt að 20% launahækkun meðan BHMR-félögin sömdu um 8,9% launahækkun. „Við höfum ekki lagt til við okkar félög að þau segi upp samningum núna,“ sagði Páll. „En ef þetta fer hins vegar allt á flot þá teljum við aðildarfélög BHMR ekki bundin af sínum samningum." Lífeyrisgreiðslur til endurhæfingar Rúmlega 100 milljónir í niðurgreiðslur Þörf sögð a laga- breytingu strax HVATT var til þess á Alþingi í gær að taka af allan vafa varðandi end- urhæfingarlífeyri með því að breyta lögum um félagslega þjónustu áður en vikan væri liðin. Heilbrigðisráðherra hefur gefið Tryggingastofnun fyrirmæli um að greiða umræddum bótaþegum einn- ig tengdar bætur þó lögfræðingar heilbrigðisráðuneytisins hafi úr- skurðað að það samræmist ekki gildandi lögum. Ögmundur Jónasson vakti at- hygli á því utan dagskrár á Alþingi í gær að ákvörðun ráðherTans styddist ekki við lög, samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins. Mæltist Ögmundur til þess við for- seta Alþingis að lagabreyting nái fram að ganga fyrir vikulok og sagði að það ætti að reynast auð- velt því um málið ríki málefnaleg samstaða í þinginu. Frumvarp um breytingu á lögun- um liggur nú fyrir heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, formaður nefndar- innar, sagði að hann væri tilbúinn til að halda sérstakan fund um málið ef þörf krefði. 25-30% lækkun á árs gömlu kindakjöti í hálfum skrokkum BÚIST er við að verðlækkun á árs gömlu kindakjöti verði 25-30%, en kjötið verður sett á markað eftir helgina. Reiknað er með að ríkið vetji rúmlega 100 milljónum til þessara niður- greiðslna á verði kjötsins. Það verður selt í sérpakkningum í hálfum skrokkum. Útsala eftir helgi Ekki hefur tekist samkomulag um framkvæmd kjötútsölunnar i öllum atriðum og þess vegna hefst hún ekki fyrr en eftir helgi. Bænd- ur, sláturleyfishafar og ríkið þurfa að ná samkomulagi um málið. í gær áttu forystumenn Bændasam- takanna fund með formönnum búgreinafélaganna, en meða! þeirra er andstaða við kjötútsöl- una. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagðist ekki eiga von á að kindakjötsútsalan myndi leiða til verðlækkunar á öðru kjöti. Hann útilokaði það þó ekki. Talið er víst að a.m.k. 600 tonn af kindakjöti verði sett á útsölu. Ari sagði ékki endanlega ljóst hve mikið magn yrði sett á útsölu. Það kæmi m.a. til með að ráðast af viðtökunum. Sérmerkingar krafist Bændur hafa lagt mikla áherslu á að kjötið verði pakkað sérstak- lega og merkt þannig að tryggt verði að niðurgreiðslan fari öll í vasa neytenda. Kjötið verður selt í hálfum skrokkum, annars vegar ósnyrt og hins vegar snyrt. Stefnt er að því að bjóða kjötið til sölu úti um allt land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.