Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 31 ndi nni irsins MYND6:' Orsakir þessa hamfara- veðurs eru þrjár, sem allar hanga saman með einum eðaöðrum hætti 1. Hringrás loftstraumanna í háloftunum var óhagstæð. Af því leiddi: Mikið og stöðugt háþrýsti- svæði lagðist yfir Grænland .. Vaxandi lægð kom úr suð- austri, sem náði mestri dýpt við norðaustanvert landið og varð um leið hægfara. 2. Fremur óvenjuleg síðsumars- hlýindi á meginlandi Evrópu, 15° til 20"C að deginum. Af því leiddi: Lægðin varð dýpri, en ella. Mikil úrkoma varð samfara lægðinni 3. Mikil útbreiðsla á köldu lofti (-5“ til -15°C) á hafsvæðunum djúpt norður af landinu, austan Grænlands. Af því leiddi: Norðan- og norðaustan illviðrið var í kaldara lagi miðað við árstíma. af norðaustri uppi á Þverfjalli (mynd 3). Vindhraðinn var lengst af nætur yfír 80 hnútar og varð mestur 94 hnútar. Víst má telja að ofankoma hafi verið síst minni á Þverfjalli og fjalllendi þar í grennd, en í byggð. Um morguninn dró úr mestu veður- hæðinni, J)ótt áfram hafi verið mjög hvasst. Urkoman minnkaði þó lítið í Bolungarvík, nema ef til vill rétt um miðjan daginn. Um svipað leyti var áhrifa nýju lægðarinnar farið að gæta á Norðurlandi. Þá bætti enn frekar í vind og þótti flestum nógu hvasst fyrir. Veðurathuganir frá Bolungar- vík sýna að síðdegis á miðvikudag ágerðist snjókoman og allt til há- degis næsta dag var skyggni nán- ast ekkert. Hins vegar má sjá að ekki bætti verulega í vind á þessum slóðum um nóttina og á Þverfjalli varð ekki nærri eins hvasst og nótt- ina áður, en athyglisvert er að vind- áttin varð norðlæg í stað norðaust- anáttar. Einkar ákjósanleg skilyrði til snjósöfnunar í grófum dráttum má segja að allt frá þriðjudagskvöldi fram á fímmtudag hafi vindstyrkur ekki verið minni en tíu vindstig í fjalla- hæð á norðanverðum Vestfjörðum og snjóað hefur nær látlaust. Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudagsins var síðan áköf ofan- koma. Skilyrði til snjósöfnunar í fjalllendi á Vestfjörðum hafa því verið einkar ákjósanleg þessa daga. Ekki er víst að snjósöfnun í Skollahvilft við Flateyri hafi átt sér stað jafnt og þétt þessa daga. Mið- að við ákafa ofankomunnar og þann gríðarmikla skafrenning sem mögu- legur var í þetta- miklu hvassviðri gæti gilið hafa fyllst á tiltölulega skömmum tíma. Ekkert skal þó full- yrt um það að svo komnu máli, en á það bent að vindáttin var ekki sú sama þá rúmu tvo sólarhringa sem ofanhríðin varaði áður en flóðið féll. Þrýstingsmunur Á mynd 5 má sjá feril lægðarinn- ar. Hún var í hámarki skömmu fyr- ir miðnætti á miðvikudag og var dýpt hennar áætluð um 955mb. Þá var miðja hennar skammt austur af Vopnafirði. Lætur nærri að þrýst- ingsmunurinn á milli Raufarhafnar og austurstrandar Grænlands (Scor- esbysund) hafi verið tæp 45mb á miðnætti. Við þær aðstæður þarf engan að undra ofsaveður á Norður- landi og á Vesffjörðum. Óhjákvæmilega mikil úrkoma Aftakaveður á þessum tíma árs var afsprengi mjög óhagstæðrar lofthringrásar í háloftunum, það snemma haustsins að síðsumarloft lék enn um Bretlandeyjar og N-Evr- ópu, en einnig það seint að vetur konungur var orðin allsráðandi úti fyrir strandlengju A-Grænlands. Þegar hlýju og röku loftinu var beint í veg fyrir ískalt loftið fyrir norðan land, var hvassviðri á okkar slóðum óhjákvæmilegt og úrkoman hlaut að verða gríðarleg á skilum þessara ólíku loftmassa. Ferill lægðarinnar frá þriöjudegi tilfimrtitudags: 26. okt. kl. 00.(X 958 mb 1033 mb 975 mb 24. okt. - kl. 12.00 985 mb 25. okt. Hnútar Vindstig Heiti fellur 0 12.00 f •A.-- 50 hnútar —10 hnútar _ Norðaustan, 82 hnútar 0-1 1-3 0 1 logn andvari Vindstefna oq 4-6 2 kul I veðurhæð í hnútum 7-10 3 gola C -3,5'C Hiti 11-16 4 stinningsgola m 02 km Skyggni 17-21 5 kaldi |c j4e*j(c Úrkoma, slydda og 22-27 6 stinningskaldi siðan vaxandi snjókoma 28-33 7 allhvass 34-40 8 hvassviðri Vindstefna oq 41-47 . 9 stormur /” veðurhæð i hnútum 48-55 10 rok C -7,7'C Hiti 56-63 11 ofsaveður af Breiðadals- og Botnsheiðum 64+ 12 fárviðri FINGRAFÖR FRUMANNA NOTKUN DNA-greiningar í þágu réttvísinnar er sögð marka mestu tímamót í sögu glæparannsókna frá því að byijað var að nota fingra- för um aldamótin. Eftir tilkomu DNA-greiningar er afbrotamönnum nánast ógerningur að afmá öll verksummerki eftir sig. Með stofnun erfðalyklabanka mun hringurinn þrengjast enn. Bente Mevág starfar við þá deild Réttarlæknisfræðistofn- unar Noregs, sem fæst við DNA- greiningu og -rannsóknir, og fyrir helgi bar hún vitni í Atlantic Princ- ess-nauðgunarmálinu. Ágæti DNA- greiningar hefur verið umdeilt og oft heyrist að hún sé ekki óskeikul. Mevág er hins vegar þeirrar hyggju að DNA-greining standi fyllilega undir nafni og þegar rétt sé að verki staðið sé niðurstaðan óyggjandi. Mevág sagði að nauðgunarmálið sé fyrsta málið á íslandi, þar sem helsta sönnunargagnið sé DNA- greining og hinir ákærðu neita sak- argiftunum. Tveir skipveijar á togaranum Atlantic Princess voru ákærðir fyrir að nauðga tveimur íslenskum kon- um um borð í skipinu í Hafnar- fjarðarhöfn um miðjan júní. Blóð- sýni úr sautján skipveijum voru send á rannsóknarstofu Mevág í Noregi til rannsóknar og samanburðar við sýni, sem fyrir lágu. Þessi saman- burður leiddi til þess að mennirnir tveir voru ákærðir. Mevág kvaðst aldrei hafa haft jafn flókið mál til meðferðar vegna hins mikla fjölda sýna og vísbend- inga. Mevág sagði að um tvær aðferðir væri að ræða þegar verið væri að bera kennsl á menn með DNA-grein- ingu, en áreiðanleiki fræðanna væri mikill. „Áreiðanleiki DNA-greiningar veltur á aðferðinni, sem notuð er,“ sagði Mevág. „Venjulega eru notað- ar tvær aðferðir. Annarri aðferðinni er líkt við það að taka fingraför og er þá talað um DNA-fingraför (DNA-fingerprinting) vegna þess að þau eru notuð til að bera kennsl á fólk. Alec Jeffreys, prófessor í erfða- fræði á Englandi, fann þá aðferð upp um miðjan síðasta áratug. Hin aðferðin heitir fjölliðunar- keðjuverkun (Polymerase Chain Re- action). Með henni er hægt að fjöl- falda ákveðin svæði DNA og stækka. Þessi aðferð er venjulega notuð til greiningar í glæpamálum. Hún er frekar einföld og hægt er að beita henni þegar um lítil sýni er að ræða. Ein DNA-sameind dug- ar til greiningar. Það er hægt að nota sýni, sem hafa eyðilagst að hluta til. Þar má til dæmis nefna að hægt er að nota blóð, sem legið hefur úti, óvarið fyrir veðri og vind- um, og blandast og leyst upp. Við aðferð Jeffreys er notuð gegnumlýsingartækni og hún telst áreiðanlegri. Þar er einnig farið inn á ákveðin stað á erfðaefninu, sem er þannig gerður að þar sést vel munurinn á einstaklingum, svo vel að ekkert okkar hefur sama mynst- ur. Með hjálp tölfræði og úrtaks nokkurra hundraða óskyldra manna var hægt að fá mat á því hvaða lík- ur væru á að tveir óskyldir menn hefðu eins DNA og niðurstaðan var sú að slíkt væri útilokað. Erfðalykill- inn verður svipaðri eftir því sem skyldleiki fólks eykst og hjá ná- skyldu fólki getur DNA orðið mjög svipað, en ekki eins. Eineggja tví- burar hafa hins vegar nákvæmlega eins DNA.“ Kosturinn við að nota DNA við glæparannsóknir er sá að erfðaefnið Erfðavísar hafa tekið við af fíngraförum sem áreiðanlegustu sönnunargögn réttvísinnar. Bente Mevág er einn helsti sérfræðingur Norðmanna í DNA-greiningu og í viðtali við' Karl Blöndal gerði hún grein fyrir fræðum sínum. er eins alls staðar í lík- amanum og því er hægt að bera blóðsýni saman við sæði, hár með rót, eða munnvatn, svo dæmi sé tekið. „DNA er erfða- sameind, sem fínnst nánast alls staðar í lík- amanum,“ sagði Mevág. „DNA-þráður- inn er í hverri frumu og ef maður hugsar sér að teygt hafi verið á hon- um er hann þrír metrar á lengd. Stærsti hluti þessa þráðs inniheldur upplýsingar um erfðir, sem við vitum ekki hvað þýða. Á þræðinum eru svæði, sem eru byggð upp með sérstökum hætti. Þessi svæði einkennast af því að ákveðin röð núkleotíða er endurtekin í sífellu. Þar getur verið um að ræða allt milli nokkur hundruð og nokkur þúsund endurtekningar og þær ráða mismunandi lengd DNA. Á ákveðn- um stöðum er fjöldi endurtekninga einstaklingsbundinn. Við klippum þessi einstaklings- bundnu svæði út úr DNA-þræðinum þannig að hægt sé að rannsaka þau. Þau eru lögð í gel og straumi hleypt á. Við það raðast svæðin, sem klippt hafa verið úr DNA-þræðinum, eftir stærð. Því næst eru bútarnir fluttir á nælonhimnu, sem lítur út eins og þunnur pappír. Þessi himna er lögð í lausn, sem í eru merktir DNA-bútar. Þess- ir bútar leita uppi spegil- mynd sína á himnunni og festa sig við hana. Niðurstaðan kemur svo fram á röntgen-filmu, sem lögð er ofan á himnuna. Filman sortnar þar sem búturinn festist og DNA-mynstrið kemur fram sem strik á filmunni líkt og strikamerki á vörum í búð. Þegar þessi tilraun er endurtekin með því að taka fjögur til fimm ein- staklingsbundin svæði verða líkurn- ar á því að sama niðurstaða taki til tveggja einstaklinga einn á móti hundrað milljónum.“ Bretar voru frumkvöðlar í DNA- greiningu og nú hafa þeir tekið af skarið á nýjan leik með stofnun erfðalyklabanka, þar sem geymd eru DNA-sýni úr öllum dæmdum glæpa- mönnum. „I Noregi er verið að vinna lagafrumvarp, sem verður afgreitt á norska stórþinginu í haust, um það hvort stofna eigi DNA-banka,“ sagði Mevág, en yfir- maður stofnunarinnar, sem hún vinnur við, hefur borið vitni á þing- inu vegna frumvarpsins. „Það hafa ekki verið deilur um þessa tillögu og það virðist ríkja einhugur um að þörf sé á slíkum banka, sem geymi til dæmis sýni úr dæmdum morð- ingjum og nauðgurum, en ekki smá- glæpamönnum á borð við þá, sem teknir eru fyrir þjófnað. I þennan upplýsingabanka í Nor- égi kæmi aldrei til greina að taka til dæmis sýni úr öllum, sem fæð- ast. Á Bretlandi eru tekin sýni úr öllum þeim, sem dæmd- ir hafa verið í fangelsi. Meira að segja þeir, sem liggja undir grun, kom- ast á skrá bankans, en eru fjarlægðir af henni ef þeir eru sýknaðir. Það hafa verið sýnu meiri deilur um notkun DNA-banka á Bretlandi en í Noregi, enda ætlun Breta að nóta DNA- bankann sem hjálpar- tæki í baráttunni gegn glæpum almennt.“ Ýmsar siðfræðilegar spurningar vakna þegar DNA-bankar eru ann- ars vegar, en Mevág er þeirrar hyggju að erfitt sé að mis- nota hana eins og á málum er hald- ið í Noregi. „Sýnin, sem við fáum, eru nafn- laus og því getum við ekki sagt tti- um það hvort þau eru úr manni eða konu, svörtum manni eða hvítum,“ sagði Mevág. „Það er aðeins hægt að nota þetta til að sjá mun á fólki, til að bera kennsl á fólk. Það er því lítil hætta á að DNA-banki verði misnotaður vegna upplýsinga, sem þar eru geymdar. En það er ljóst að það er siðferðisspurning hveijir skuli vera á slíkri skrá. Einnig er farið mjög varlega að því leyti að ekki má nota sýni, sem fengið hef- ur verið vegna rannsókn- ar á sýni vegna eins máls, í rannsókn annars máls án samþykkis þess, sem gaf sýnið.“ , DNA-greining var sriár þáttur í málflutningi ákæruvaldsins í Simpson-málinu. Niðurstöðurnar voru sagðar óyggjandi, en Simpson var engu að síður sýknaður. „Ég er ekki þeirrar hyggju að Simpson hafi verið sýknaður vegna lélegra vinnubragða við DNA- greiningu eða að vafi hafi verið um niðurstöðuna,“ sagði Mevág. „Ég held að allt aðrar ástæður hafi leg- ið að baki, sem rekja megi til banda- rískra dómstóla. Ég var ekki hissa á niðurstöðunni vegna þess að þetta var bandarískt réttarkerfi og þessi réttarhöld höfðu verið eins og hringleikahús." DNA-greiningar hafa viíiri notaðar í Noregi frá árinu 1988 og Mevág sagði að þær hefðu verið viðurkenndar frá upphafí. DNA-greining getur virst óskeikul og ekki þarf nema eitt hár til þess að hægt sé að nota hana til að bera kennsl á fólk. Að sama skapi er hægðarleikur að koma sök á annan mann með því að koma til dæmis fyrir hári á morðstað. Býður DNA-greining hættunni heim ef of mikið traust er lagt á áreiðanleika DNA-grdfú'- ingar? „Það er satt að það er þróun, sem er ískyggileg," sagði Mevág. „Þegar aðeins eitt hár tengir ákveðna per- sónu sakamáli og engar aðrar vís- bendingar finnast er ekki hægt að fella dóm. En yfirleitt er um aðrar vísbendingar að ræða.“ BENTE Mevág Siðferðis- spurning um DNA-skrá Líkurnar einn á móti 100 milljónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.