Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 47
FRETTIR
Afmælismót Taflfélags Húsavíkur
Húsavík. Morgunblaðið.
HJÁLMARSMÓT Taflfélags
IJúsavíkur var haldið fyrir
skömmu á Hótel Húsavík í tilefni
af 80 ára afmæli Hjálmars The-
odórssonar, skákmeistara og 70
ára afmæli Taflfélags Húsavíkur.
Til mótsins var boðið 17 at-
skákmeisturum, flestum af yngri
kynslóðinni, sem eru með 1.738
atskákstig að meðaltali og á bil-
inu frá 1.260 til 2.135 atskák-
stig. Á mótinu tefldu einnig yngri
og efnilegir skákmenn við þá
eldri en sá yngsti var aðeins 9
ára og sá elsti 80 ára.
Keppendur voru 50 og víða að
af landinu, 15 frá Reykjavík, 6
frá Akureyri, 4 úr Garðabæ, 3
úr Kópavogi, 3 frá Dalvík, einn
frá Hrísey og 17 frá Húsavík.
Keppendum var skipt í 4
flokka og í meistaraflokknum
urðu úrslit þau að Jón Viktor
Gunnarsson, TFR, sem er aðeins
15 ára, sigraði með IOV2 vinning
af 11 mögulegum, annar var Ein-
ar Hjalti Jensson, TFK, 9‘/2, þriðji
Þór Valtýsson, SKA 8'/2 og fjórði
Haraldur Baldursson, TFR, með
Morgunblaðið/Silli
HJÁLMAR Theodórsson í hópi verðlaunahafa.
8 vinninga. í eldri unglinga-
flokki: 1. Bergsteinn Einarsson,
TFR, 2. Matthías Kormáksson,
TFK 3. Ingi Þór Einarsson, TFG
allir með 7 vinninga. í yngri ungl-
ingaflokki: 1. Benedikt Þorri Sig-
urjónsson TFH, 2. Hjalti Rúnar
Ómarsson, TFK, 3. Haraldur Sig-
urðsson TFH. í kvennaflokki
voru 7 þátttakendur og þar sigr-
aði Ingibjörg Edda Birgisdóttir
TFR, 2. Harpa Fönn Sigurjóns-
dóttir TFH og 3. Harpa Ingólfs-
dóttir TFR.
Mótstjóri og yfirdómari var
Albert Sigurðsson frá Akureyri
en þetta var 53. árið, sem hann
hefur verið mótsstjóri og var
þess sérstaklega minnst.
Heiðursgestur mótsins, Hjálm-
ar Theodórsson, var sérstaklega
hylltur en hann var meðal þátt-
takenda í meistaraflokknum og
kom út með 60% vinningshlut-
fall. Hann sagðist alltaf hafa jafn
gaman af því að sitja við skák-
borðið, en hann væri nú orðinn
heldur úthaldslaus í svona
keppni. Hann sagði að það væri
gaman að sjá hve hinir ungu og
uppvaxandi skákmenn væru
framsæknir og hefðu gaman af
því að upp kæmu flóknar stöður
og þeir kynnu fleiri bytjanir en
hann á þeirra aldri.
Taflfélag Húsavíkur var endur-
vakið fyrir nokkrum árum fyrir
tilstilli Siguijóns Benediktssonar
tannlæknis, með mjög ungum
skákáhugadrengjum, sem margir
ferigu nú í fyrsta skipti að kynn-
ast og spreyta sig við jafnaldra
sína víða að af landinu. Síðan
félagið var endurreist hefur Sig-
uijón mætt hvert- þriðjudagskvöld
að vetri til með þessum ungu
drengjum og unglingum, sem nú
fengu að keppa við jafnaldra sína
frá öðrum byggðarlögum.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
KEPPENDUR á 16. landsmóti í skólaskák, sem haldið var á Blönduósi um sl. helgi.
Fundur um jard-
skjálftahættu
FUNDUR verður í dag hjá Raunvís-
indastofnun Háskólans stofu 157 kl.
17 um jarðskjálftahættu og jarð-
skjálftamat. Fyrirlesarar verða Júlíus
Sólnes og Ragnar Sigbjörnsson pró-
fessorar.
■ REIKISAMTÖK íslands vilja
koma því á framfæri til allra er
málið varðar vegna þeirra válegu
atburða sem átt hafa sér stað á Flat-
eyri að hægt er að hringja í sím-
svara samtakanna til að láta senda
huglægar fyrirbænir og heilunarorku
á ákveðna einstaklinga eða. ástand
án endurgjalds.
■ ÁHUGAHÓPUR um hjólreiðar
á höfuðborgarsvæðinu hjólar frá
Fákshúsunum við Reykjanesbraut
kl. 20 fimmtudagskvöldið 2. nóvem-
ber með Sundum og upp Laugardal-
inn og með Suðurlandsbrautinni til
baka. Öllu hjólreiðafólki er velkomið
að slást í hópinn.
LESIÐ í pijón nefnist sýning
Ásdísar Birgisdóttur.
Sýningu
Asdísar
framlengd
ÍSLENSKUR Heimilisiðnaður,
Hafnarstræti 3, framlengir sýn-
ingu á handprjónuðum peysum
eftir textílhönnuðinn Ásdísi Birg-
isdóttur vegna góðrar aðsóknar
og undirtekta sýningargesta.
Ásdís hefur lokið námi í textíl
og hönnun frá Myndlista- og
handíðaskóla Islands. Hún hefur
hannað peysur fyrir handpijón
allt frá árinu 1982.
Peysurnar á sýningunni eru úr
íslensku hráefni, bæði bandið og
tölurnar, sem eru handunnar.
Sýningin er sölusýning og opin
á verslunartíma. Sýningunni lýk-
ur föstudaginn 3. nóvember.
-leikur að lœra!
Vinningstölur 1. nóv. 1995
1 «3 «9 *17 «20 «24 «28
Eldriiírslit á símsvara 568 1511
Bræður lentu í
efstu sætum
Helgarferð til London
Blönduósi. Morgunblaðið.
Sextánda landsmót í skólaskák
var haldið á Blönduósi nýlega.
Keppt var í tveimur flokkum,
yngri og eldri, og voru keppend-
ur tólf í hvorum flokki.
Sigurvegari í eldri flokki
varð Bragi Þorfinnsson úr
Reykjavík með 9,5 vinninga. í
öðru sæti varð Jón Viktor Gunn-
arsson með 9 vinninga og þriðja
sæti náði Björn Þorfinnsson.
Yngri flokkinn sigraði Davíð
Kjartansson frá Reykjavík með
10,5 vinninga. Hjalti R. Ómars-
son úr Kópavogi varð annar og
þriðja sæti náði Guðjón Heiðar
Valgarðsson með 8,5 vinninga
eins og Hjalti.
Þess má geta að Bragi og
Björn Þorfinnssynir, sem
hrepptu fyrsta og þriðja sæti í
eldri flokknum, eru bræður og
ættaðir frá Ytri-Löngumýri í
A-Hún. og er Björn Pálsson fv.
alþingismaður föðurafi þeirra.
Þetta 16. landsmót í skólaskák
var haldið á Blönduósi í tilefni
af því að Skáksamband Islands
var stofnað á Blönduósi fyrir
70 árum.
9. nóvember
frákr. 24.530
Uppsetning
heimasíðna
ENDURMENNTUN ARSTOFN -
UN mun gangast fyrir námskeiði
um uppsetningu á heimasíðum
fyrir Veraldai-vefinn (World
Wide Web) og Mosaic-dagana
7. og 8. nóvember.
Meðal efnis verður gerð
heimasíðna, textamerkingarmál-
ið HTML og tengingar við
gagnagrunn.
Kynnt verður uppbygging
HTML-skjala, tengingar við önn-
ur skjöl og gagnagrunna. Farið
verður yfir helstu atriði við upp-
setningu WWW-þjóni.
Leiðbeinendur verða Ársæll
Hreiðarsson og Haraldur Karls-
son tölvunarfræðingur, báðir hjá
Tákni hf.
Nú seljum við síðustu sætin í helgarferðina 9. nóvember.
Undirtektir við Londonarferðum Heimsferða hafa verið ótrúlega góðar enda
London mest spennandi heimsborg Evrópu. Tryggðu þér síðustu sætin í
helgarrispu þann 9. nóvember á frábæru verði og njóttu góðrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða meðan á dvöl þinni stendur.
Verð kr.
24.530
Beint flug alla
fimmtudaga og
mánudaga.
Flugsæti með sköttum
Verð kr.
30.530
HEIMSFERÐIR
Flug og hótel með morgunmat,
m.v. 2 í herbergi, 9. nóv.
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.