Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ J FRÉTTIR Tvö fágæt skildingabréf á uppboði hjá Northland Auctions í Bandaríkjunum Lágmarksboð 2 milljónir á bréf 'yt f /é'S?'-sr /.V' T, /i \ • • u - ; .v/ '5 \ /. . ' /> .y' ■ x /■ , Z7 ,// * ^ j s SKILDINGABRÉFIN tvö frá 1874, sem seld verða á uppboði í Bandaríkjunum, eru í nyög góðu ásigkomulagi og sérstaklega þykir efra bréfið á myndinni eftirsóknarvert. TVÖ skildingabréf verða seld á uppboði hjá Northland Auctions uppboðsfyrirtækinu í New York- fylki 18. nóv- ember næst- komandi, og er hvort þeirra metið á um tvær milljónir króna sem lág- marksboð. Inn- an við 20 skild- ingabréf eru á Roger A. frjálsum mark- .wanson aði í heiminum og er afar sjaldgæft að þau séu boðin til kaups að sögn Magna R. Magnússonar kaupmanns. Skildingabréfin eru frá árinu 1874 og er annað þeirra stílað á Lefolii í Kaupmannahöfn en hitt á Einar Hálfdánarson snikkara á Hvítanesi í ísafjarðarsýslu. Á öðru bréfinu er rautt fjögurra skildinga póstfrímerki en brúnt átta skildinga merki á hinu. Mikil verðmæti Bréfin koma úr dánarbúi Ro- gers A. Swansons sem sýndi hér á samnorrænum frímerkjasýn- ingurn, meðal annars i Laugar- dalshöll árið 1983, ogfékk fjór- um sinnum gullverðlaun fyrir safn sitt, meðal annars í Stokk- hólmi 1986. Swanson keypti ann- að bréfið á uppboði hjá Postiljon- en í Svíþjóð fyrir um áratug. Swanson lést árið 1988, á sex- tugasta og áttunda aldursári. Hann var einn stofnenda Nor- ræna safnafélagsins (Scandina- vian Collectors Club) í Bandaríly- unum og var fyrsti formaður þess frá 1960-62. Swanson safn- aði ennfremur íslenskum landa- kortum og heimsótti ísland nokkrum sinnum. Swanson átti gott safn ís- lenskra frímerkja og auk skild- ingabréfanna verður selt á upp- boðinu meira en tugur sk. aura- bréfa sem tóku við af skildinga- bréfunum og mikið af öðrum frí- merkjum íslenskum, mörg hver einstök í sinni röð, t.a.m. fíntökk- uð fjórblokk með grænum fjög- urra skildinga þjónustufrímerkj- um frá 1873, en aðeins er vitað um tvö eintök í heiminum. Lágmarksboð fyrir blokkina er um 650 þúsund krónur, en algeng lágmarksboð á uppboðinu fyrir íslensku frímerkin eru á milli 130 þúsund krónur og 450 þúsund krónur. í uppboðsskrá Northland Auctions, sem er litprentuð og yfir 100 blaðsíður að lengd, þar af um helmingur helgaður ís- lenskum frímerkjum Swansons, kemur fram að fyrirtækið hefur á síðastliðnum tveimur árum selt hluta af safni Swansons fyrir metfé, en nú sé á boðstólum há tindur safnsins; islensk frímerki frá 1873-1897. Skildingabréfin tvö eru merkt sérstaklega í upp- boðsskránni, auk þess sem birt er heilsíðumynd af þeim, og er annað sagt einstaklega sjaldgæft og í afbragðs ásigkomulagi en hitt afar fágætt. „Það er mjög sjaldgæft að skildingabréf komi á markaðinn. Eitt var selt í Sviss fyrir um tveimur árum á 3,5 milljónir króna. Innan við 20 bréf eru á frjálsum markaði í heiminum, en einhverjir tugir eru til í Þjóð- skjalasafninu, Þjóðminjasafninu og Póstminjasafninu," segir Magni. Hann kveðst telja annað skildingabréfið mjög vel farið og fallegt ásýndum. Hitt sé lakara, en þrátt fyrir það telji hann ásett lágmarksboð afar sanngjörn. Sigurður R. Pétursson, for- maður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, segir að dýr- asta einstaka skildingabréf sem boðið hafi verið til kaups, sé svo kallað biblíubréf, skildingabréf sem sett var á uppboð í Sviss árið 1983. Lágmarksboð var 300 þúsund svissneskir frankar, en það seldist ekki á því uppboði. Hins vegar hafi verið getgátur um að bréfið hafi verið selt eftir uppboðið án þess að það kæmi opinberlega fram. Áhugi hérlendis Magni segir hugsanlegt að til séu nægilega fjársterkir kaup- endur hérlendis til að festa kaup á bréfunum, að minnsta kosti sé ljóst að ríkur áhugi sé fyrir hendi. „Ekkja Swansons hefur áður selt nokkra hluti úr safni hans á uppboðum, en nú eru rús- ínurnar í pylsuendanum að koma fram,“ segir Magni. Flugnmferðar- stjórar hjá ríkis- sáttasemjara Farið yfir stöðu mála EFNT var til fundar í gær á milli Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra og viðsemjenda þeirra hjá ríkinu í gær í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Þor- leifur Bjömsson formaður FÍF segir að á fundinum hafí verið farið yfír stöðu mála, en ekki hafí þokast í samkomulagsátt. Ákveðið var að næsti fundur deiluaðila verði haldinn næsta mánudag. Þorleifur segir að mikið beri á milli aðila en menn séu að þreifa fyrir sér. Boðað var til fundarins á mánudag, sama dag og spurðist út að 80 íslenskir flugumferðarstjórar auglýstu eftir starfí í fagtímaritinu Flight. Þorleifur kveðst ekki vilja tengja fundarboðið rið auglýsinguna, en ljóst sé að tveir mánuðir séu eftir af uppsagnarfresti flugum- ferðarstjóra og vel geti verið að viðsemjendur þeirra ætli að nýta þann tíma vel til að ganga frá málum þannig að niðurstaða náist. Ein fyrirspurn komin Hann segir að ein fyrirspum hafi borist í gær vegna auglýs- ingarinnar í Flight og hann eigi von á fleirum miðað við að svo skjótt var brugðist við auglýs- ingunni. „Ég veit að skortur er á flugumferðarstjórum víða um heim og er bjartsýnn á árang- ur, þótt of snemmt sé að segja til um hvað gerist," segir hann. Hann kveðst vart búast við að lagt verði fram tilboð á næsta fundi, en þar verði reynt að búa til vinnuáætlun fyrir áframhaldandi samningavið- ræður. Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum Óvissa um at- kvæðagreiðslu ísafirði. Morgunblaðið. SAMSTARFSNEFND um sameiningu sveitarfélága á Vestfjörðum kem- ur að öllum líkindum saman til fundar um helgina. Hugsanlegt er að tekin verði ákvörðun á fundinum um að fresta atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, en fyrirhugað var að hún færi fram 11. nóvember nk. Áformað hafði verið að kynna fyrirliggjandi tillögur um samein- ingu sveitarfélaganna fyrir íbúum um síðustu helgi, en kynningin féll niður vegna veðurs og náttúru- hamfaranna á Flateyri.. Þorsteinn Jóhannesson, formað- ur samstarfsnefndarinnar, sagðist líta svo á að það væri fyrst og fremst undir Flateyringum komið hvort atkvæðagreiðslunni yrði frestað eða ekki. Ef fresta þyrfti atkvæðagreiðslunni gæti hún lík- lega ekki farið fram fyrr en eftir áramót. Frumvarp um sérreglur í kosningunni Félagsmálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um að sérstakar reglur gildi um al- menna atkvæðagreiðslu um sam- einingu sex sveitarfélaga á Vest- fjörðum, sem halda á 11. nóvem- ber. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef tillaga samstarfs- nefndar um sameiningu sveitarfé- laganna sex hljóti ekki samþykki í þeim öllum en fái þó meirihluta greiddra atkvæða í að minnsta kosti þeirra, og í þeim sveitarfé- lögum búi a.m.k. % íbúa á svæð- inu, sé viðkomandi sveitarstjórnum heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameininguna. Um er að ræða ísafjarðarkaup- stað, Flateyrarhrepp, Mosvalla- hrepp, Mýrahrepp, Suðureyrar- hrepp og Þingeyrarhrepp. Fram kemur að frumvarpið sé flutt að frumkvæði samstarfsnefndarinnar um sameiningu hreppanna. Nefndin er sammála um nauðsyn þess að sameina þessi sveitarfélög en telur að sá möguleiki sé fyrir hendi að Mar eins eða tveggja sveitarfélaga geti fellt tillögu nefndarinnar. Að óbreyttum lögum verði þá að hefja nýja tillögugerð og efna til nýrra kosninga. Frumvarpið snýst um að bæta við sveitarstjómarlög bráðabirgða- ákvæði sem gildi aðeins um um- rædda kosningu. Klippt af o g kippt í lag LÖGREGLAN í Reykjavík hefur staðið I ströngu nú í vikunni við að hafa uppi á bifreiðum, sem ekki hafa verið skoðaðar, eða eig- endur þeirratrassað mál á annan hátt. Frá hádegi á þriðjudag fram á hádegi í gær fuku númer af um 200 bílum. Eigendur höfðu „gleymt“ að færa þá til aðalskoð- unar, eða látið endurskoðun drag- ast of lengi, bifreiðágjöldin höfðu ekki verið greidd eða iðgjald lög- boðinna trygginga. Því máttu þeir sjá á eftir númerunum og var nóg að gera þjá bifreiðaskoð- unarmönnum, þegar fólk flykkt- ist til þeirra að kippa málum í lag. Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflug-velli Ný matvörubúð byggð FYRIRHUGAÐAR framkvæmdir á vegum vamarliðsins á næsta ári em fyrst og fremst fólgnar í viðhaldi, en að auki er gert ráð fyrir að byggð verði ný verslun við matvörumarkað á Keílavíkurflugvelli og verður varið til þess 10 milljónum bandaríkjadala á næsta ári eða tæplega 650 milljón- um íslenskra króna, samkvæmt upp- lýsingum vamarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir á vegum vamarliðsins á árinu 1996 nemi 48 milljónum bandaríkjadala, sem er um 5% sam- dráttur frá árinu í ár, en meiri fram- kvæmdiren bæði árin 1993 og 1994. Að auki er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins hér á landi á næsta ári nemi 20-25 milljónum bandaríkjadala, þannig að saman- lagt verða framkvæmdir hér á landi talsvert meiri á næsta ári en verið hefur. Fimm verkefni á vegum Mannvirkjasjóðsins Verkefni á vegum Mannvirkja- sjóðsins eru fímm talsins. Stærst þeirra er viðgerð á flugskýli fyrir Orion P-3 kafbátaleitarflugvélamar. Reiknað er með kostnaður sé á bil- inu 20-25 milljónir bandaríkjadala og um helmingur verkefnanna komi til framkvæmda á næsta ári. Þá er einnig fyrirhugað að skipta um yfír- borð á biðhlöðum tveggja flugbrauta og viðgerð á bryggju í Hvalfírði. Samanlagt er áætlað að útgjöld vegna þessara verkefna séu á bilinu 2,5-4,5 milljónir bandaríkjadala. Efnt verður til útboðs vegna verk- efna á vegum Mannvirkjasjóðsins en af 23 verkefnum á vegum vam- arliðsins munu Aðalverktakar vinna 14 og Keflavíkurverktakar 9. ) I i \ i i i l i i I I I t í I I I I I . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.