Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 41
1 « MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 41 MINNINGAR Tónn kviknar stýkst við andartakið hverfur inn í svala nóttina. (Á.Ó.) í dag minnist ég Svönu frænku minnar sem kom inn í líf fjölskyldu minnar vordag einn fyrir nítján árum. Vorið var að koma og sumar að fæðast og Svana lítið barn. Ég var ung en hún emv þá yngri og vorsins angi lék um okkur öll. Þú varst vorsins gróði ást mín unga aldrei fegurra blóm mót sólu hló nú er lund mín þung og þreytt mín tunga því á einni nóttu það dó. Þó að vorblóm felli þorstsins kraftur fljótt það aftur lífgar sólin hlý. En blómið mitt það lifnar aldrei aftur engin vorsól iífgar það á ný. (Jóhann Siguijónsson) Þegar ég minnist Svönu sé ég fyrst ljós sem mun lifa lengi í hug- skotum mínum. Svana var logandi orka sem sífellt var á hreyfingu frá fyrstu stundu. Ýmisleg áhugamál hafði hún, stundaði sund af fullum krafti og einnig fimleika á barna- skólaárum sínum. Þegar fór að , togna úr Svönu var hún sest á bak á reiðskjóta sínum og þeyttist um fjöll og firnindi. Hún frænka mín náði skjótt góðum tökum á þessari gömlu íþrótt að sitja hest vel. Svana var aldrei í vandræðum með tímann. Fyrir utan að eiga sín áhugamál átti hún einnig góðan vinahóp sem hún þurfti að sinna. Fyrir tveimur árum átti ég góða stund með Svönu þegar ég brá mér vestur að heimsækja fjölskyldu hennar. Áður en ég vissi af var ég komin í sveitina til Svönu og Magga og svo út á sjó að veiða fisk og _svo á sjálft höfuðból Vestfjarða, ísa- fjörð. Já, mér leiddist ekki með Svönu við hliðina á mér. Nú í haust náði ég að vera í nánd við Svönu á nýjan leik, því hún var flutt í gamla herbergið mitt í föðurhúsum og þær stundir sem við áttum saman hér í borg- inni munu lifa lengi í hugskotum mínum. Ég bið guð að styðja Rögnu systur mína og Eirík mág minn í sorg sinni og einnig systkini hennar Svönu og raunar okkur öll því miss- ir okkar er mikill. í hvítri skúffu geymi ég myndir málaðar af þögn þinni. Ég geymi þær næst sálinni og þegar enginn sér til tek ég þær upp og greini það litla sem enginn sá. (Á.Ó.) Ásdís Óladóttir. þessara hamfara er þó huggun harmi gegn, að úr því að bæði þér og stúlkunni sem þú elskaðir var ætlað að fara, að þið skylduð fá að vera samferða yfir móðuna miklu. Ég votta foreldrum, aðstandend- um og öllum öðrum sem um sárt eiga að binda mína dýpstu samúð. Guð gefi okkur æðruleysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Halldór Ben. Pabbi minn. Elsku pabbi minn. Ég veit nú ekki alveg hvað það er að vera dáinn. En ég veit að þú breyttist í hvítan engil og flaugst til guðs þar sem afi minn er. Mamma mín segir að þótt þú sért dáinn komir þú til mín á kvöldin og kyssir mig góða nótt og ég kyssi svo myndina sem ég hef af þér. Elsku pabbi minn, mér þótti svo vænt um þig og ég veit að mamma mín passar að ég gleymi þér aldrei. Þín Hrafnhildur Ósk. SÓLRÚNÁSA G UNNARSDÓTTIR + Sólrún Ása Gunnarsdóttir var fædd í Reykja-, vík 2. nóvember 1980. Hún fórst í snjóflóðinu á Flat- eyri 26. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Elín Halldóra Jónsdóttir og Gunnar Kristján Guðmundsson. Sól- rún Ása átti tvær systur, þær eru Friðbjört Gunnars- dóttir, f. 15.7. 1969, unnusti hennar er Þórir Jónsson, f. 10.8. 1968, þau eiga tvo syni, Magna Frey, f. 31.12 1990, og Daníel Þór, f. 8.6.1993; og Hall- fríður Gunnarsdóttir, f. 23.6. 1972. Sólrún Ása stundaði nám í tíunda bekk í Grunnskólanum á Flateyri. Útför Sólrúnar Ásu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kveðja frá foreldrum Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og faprt, - dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, biður vor allra’ um síðir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma’, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin. (JJ. Smári) Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt. Þú ert ljósið, sem lifnaði síðast, þú ert lönpnar minnar Hlín. þú ert allt, sem ég áður þráði, þú ert ósk, - þú ert óskin mín. (Gestur) Kveðja frá systrum Litla systir okkar, hún Sólrún Ása, er farin frá okkur. Þú varst augasteinninn og ljósið í lífi okkar. Við munum þann dag er þú komst inn í þennan heim, þann fagra haust- dag er sólin skein. Æ síðan hefur sólin umlukt þig. Það var ekki sjald- gæf sjón að sjá þig umlukta bömum, þau hópuðust að þér hvar sem þú varst. Vilji þinn til að hjálpa og hlúa að öðrum er okkur minnisstæður. Þú hræddist ekki vetur- inn, elskaðir snjóinn og nýttir hvert tækifæri til að renna þér á skíðum. Eftir óveðurstíð vökn- uðum við ósjaldan við að þú varst að hreinsa snjóinn frá gluggunum okkar svo geislar sólar- innar gætu skinið inn á heimili okkar. Æsku- heimilið okkar er farið, þú ert okkur horfin að eilífu. Snjórinn tók þig frá okkur þennan hræðilega dag er snjó- flóðið féll. Við munum varðveita þig í hjarta okkar um ókomna tíð. Við erum þakklátar fyrir þau 15 ár sem við áttum með þér og kveðjum þig með sorg í hjarta. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Friðbjört Gunnarsdóttir, Hallfríður Gunnarsdóttir. Það sló mann rosalega að vakna að morgni þess 26. okt. Þessi hræði- legi atburður að það skyldi falla snjó- flóð á Flateyri. Fljótlega fékk ég svo þá sorgarfrétt að litla frænka mín, hún Sólrún Ása, væri dáin. Samt var hún ekki lítil lengur. Ég man ekki mikið eftir henni nema sem krakka. Þessi fallega og duglega stelpa, maður skilur það ekki alveg að henn- ar tími skyldi vera kominn. Manni finnst þetta svo óréttlátt. Elsku Ása, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Minning þín á ávallt eftir að lifa meðal okkar. Elsku Ella, Gunni, Fribba, Fríða og aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í þessum erfiðu raunum, með tímanum munum við læra að lifa með sorginni og njóta góðu minning- anna um Sólrúnu Ásu. Svo er því farið sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þín frænka, María Árnadóttir. Elsku Ása mín. Ég er ekki ennþá búin að átta mig á því að þú ert farin frá mér. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg við alla. Síðasta sum- ar áttum við margar góðar og ánægjulegar stundir saman. Ég mun aldrei gleyma þeim eða þér. Ég vona að þú vitir hvað mér þykir vænt um Þig- Elsku Ella, Gunni, Fribba, Fríða og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sólveig Þrastardóttir. Það var niðdimm nótt og vindur gnauðaði á glugga. Flateyringar sváfu flestir værum svefni og hvíld- ust fyrir nýjan dag. Engan óraði fyrir þeim hörmungum sem yfir okk- ur áttu eftir að ganga þessa nótt. Eitt mannskæðasta snjóflóð íslands- sögunnar féll á byggðina okkar og hreif með sér dýrmæt mannslíf. Til- veru okkar og byggðarinnar okkar var sterklega ógnað þessa nótt. Við þessar hamfarir kom berlega í ljós náungakærleikurinn sem svo ítrekað hefur birst okkur þegar mikið reynir á. Allir lögðu sig fram og bar fljót- lega að mikið hjálparlið hvarvetna af landinu. Þrátt fyrir að allt sem í mannlegu valdi stóð hafi verið gert fær enginn staðist náttúruöflin, tutt- ugu mannslíf voru frá okkur tekin í einni svipan. Við sem eftir lifum sitj- um hnípin og vanmáttug að svara þeim spumingum sem á hugann leita þessa dimmu daga. Við biðjum þeim Guðs blessunar sem frá okkur eru farnir en hinum líknar sem lifa. Ein þeirra er létu lífið þessa nótt var nemandi minn, Sólrún Ása Gunn- arsdóttir, fjórtán ára að aldri. Það er ekki í mannlegu valdi að skilja þegar kornungt fólk er tekið frá okkur í blóma lífsins. Engin skynsemi eða venjuleg rök geta skýrt hvers vegna einn deyr meðan annar liflr. Ása, eins og við kölluðum hana, var unglingur sem hafði alið allan sinn aldur í faðmi fjölskyldu sinnar á Flat- eyri, og hefði hún lokið grunnskóla- námi að vori. Eins og títt er með unglinga á þessum aldri voru vinkon- urnar famar að velta fyrir sér lífinu og tækifærum framtíðarinnar. Ása átti stóran vinahóp, sumar vinkon- urnar höfðu þegar hafið framhalds- nám og vissi ég vel að margt var spjallað og skeggrætt um væntanleg ævintýr og framtíðardrauma eins og unglingum er tamt. Ásu biðu öll heimsins tækifæri, hún hafði fast og traust bakland og naut ástríkis for- eldra sinna og fann ég það í starfí mínu að þau fylgdust með starfi skólans og gengi dóttur sinnar og vildu allt fyrir hana gera. Ása var góður félagi, áhugasöm um námið sitt, prúð í framkomu og fyrirmynd- arnemandi í alla staði. Það er því harmur að okkur kveðinn í Grunn- skólanum á Flateyri þegar við í dag kveðjum kæran nemanda og traustan vin. Starfsfólk og nemendur skólans þakka Ásu samfylgdina í gegnum árin og óska henni Guðs blessunar. ■ Foreldrum hennar, systrum og öll- um ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð, og vona að minningin um elskulega Ásu megi vera þeim huggun í þeirra mikla harmi. Björn E. Hafberg, skólastjóri. Frænkur mínar Sólrún Ása Gunn- arsdóttir og Svana Eiríksdóttir eru látnar. Það féll snjóflóð á Flateyri, en Eiríkur bróðir og hans fjölskylda bjargaðist! Þetta voru fyrstu fréttir sem ég fékk um kl. 5.30 að morgni 26. október sl. Mér vár þá strax hugsað til alls þess fólks, sem býr fyrir ofan. Ég fór niður í Rauða kross hótel og komst þá að sannleikanum. Síðan hafa fallið mörg tár hjá allri þjóðinni. Elsku Eiríkur, Ragna, Óli og Sól- ey, Elsku Gunni, Ella, Friðbjört og Fríða. Harmur ykkar er mikill. Orð megna sín lítils á stundu, sem þess- ari. Minningin um dásamlegar dætur ykkar mun þó að endingu yfirbuga sárustu sorgina. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Hinrik Greipsson. Snjóflóð fellur á lítið fiskiþorp í vonsku veðri um miðja nótt. Þegar ég frétti að þín gata væri í flóðinu og þú værir týnd gat ég ekki annað en grátið. Ég beið og vonaði að þú værir á lffi en sú var raunin ekki. Ég gleymi aldrei því sem við gerð- um saman í sumar og nú í haust, þú sem varst svo ung og lífsglöð og tilbúin að gera allt fyrir alla þótt þú þekktir þá ekki neitt. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég myndi gera allt til að fá að sjá brosið þitt og heyra hláturinn einu sinni enn. Þú varst frábær. En mig grunaði ekki hversu vænt mér þótti um þig fyrr en nú, en lífið heldur áfram og maður verður að sætta sig við það sem orðið er þótt það sé erf- itt. Ég kveð þig með sorg í hjarta og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert nú. Þú lifír í minningunni og ég mun aldrei gleyma þér, en þeir sem guðirnir elska mest deyja ungir. Ég votta þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa harmleiks mína dýpstu samúð. Bless, Ása. Hugrún Lilja. + Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÓMAR KARLSSON, Fjarðarási 18, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 31. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sigurðardóttir, Karl Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, HREINN SÆVAR SÍMONARSON, Akurgerði 3e, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Björg Alfreðsdóttir, Friðrik Hreinsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Friðrika T ryggvadóttir, Símon Lilaa. + Systir mín, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Reykjahlíð, Mývatnssveit, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 4. nóvem- ber kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Reykja- hlíðarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Þuríður Sigurðardóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, Logafold 53, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. nóvember. Marís M. Gilsfjörð, Ásdis M. Gilsfjörð, Kristinn V. Kristófersson, Kristin Björk M. Gilsfjörð, Sigurður V. Sigurðsson, Ómar M. Gilsfjörð, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Marís M. Gilsfjörð, Auður Arnarsdóttir, Nína Sif M. Gilsfjörð, Gerður M. Gilsfjörð og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.