Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggir fjölbýlishús á Höepfnersvæði Verði fokhelt fyrir áramót HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAGIÐ Búseti hef- ur fengið vilyrði fyrir lóð undir sex íbúða fjölbýl- ishús að Hafnarstræti 24, á svokölluðu Höepfn- ersvæði. Heimir Ingimarsson, framkvæmdastjóri Búseta, segist ekki eiga von á öðru en að stað- ið verði við þau fyrirheit og vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir bráðlega. „Við munum óska eftir endanlegri úthlutun lóðarinnar á næsta byggingarnefndarfundi og jafnframt leggja fram fullbúnar teikningar að þessu húsi. Húsið sem er á tveimur hæðum, verður byggt úr einangrunarkubbum og við stefnum að því að gera það fokheit fyrir ára- mót,“ segir Heimir. Margar fyrirspurnir íbúðir í Búsetakerfinu eru ekki seldar heldur leigðar en þeir sem fá úhlutað íbúðum greiða 10% af byggingarverðinu og hljóta þannig bú- seturétt. Sú upphæð er svo endurgreidd með fullum verðbótum, kjósi viðkomandi að fara úr íbúðinni og ganga út úr þessu kerfi. „Við höfum ekki kynnt þessar nýju íbúðir sem valkost ennþá og ætlum að bíða aðeins með það. Okkur berast hins vegar margar fyrirspurn- Ödýrasti kosturinn í fé- lagslega kerfinu að mati framkvæmdastj órans ir og það er langur biðlisti frá fyrri úthlutunum á árinu. Þær umsóknir þurfa félagsmenn að endurnýja en einnig eiga nýir félagar rétt á að sækja um þegar þar að kemur.“ Félagið byggir sjálft I þessu húsi verða 2 tveggja herbergja íbúðir, 2 þriggja herbergja íbúðir og 2 fjögurra her- bergja íbúðir og segist Heimir ekki í nokkrum vafa um mikinn áhuga félagsmanna á þeim. Framkvæmdir verða ekki boðnar út, heldur mun félagið standa sjálft að byggingu hússins og er stefnt er því að íbúðirnar verði fullbúnar haust- ið 1996. Lánsheimildin liggnr fyrir „Við erum nokkuð óhress með að þama var auglýst aðalskipulagsbreyting en ekki deiliskipu- lagsbreyting en það tafði málið talsvert. Sótt var um lóðina í maí í vor en það er ekki fyrr en eftir 25. október sl. að það liggur ljóst fyrir að heim- ilt verður að byggja hús af þessu tagi þama. Við eram með lánsheimildina í höndunum og vild- um koma þessu í gang rniklu fyrr. Þarna er ver- ið að tala um framkvæmd upp á 40-50 milljónir króna, sem hlýtur að skipta máli fyrir byggingar- iðnaðinn í bænum. Við reynum að vinna upp þann tíma sem við höfum misst og ég vona að húsið verði komið upp áður en veturinn skellur á okkur af fullum þunga,“ segir Heimir. Ódýrasti húsnæðiskosturinn Félagsnúmer í Búseta era í kringum 330 en fullgildir félagsmenn eru rétt í kringum 300 og þar af situr 31 í Búsetaíbúðum nú þegar. Þegar kemur að úthlutun íbúðar ræður félagsnúmer fyrst og fremst, í öðru lagi tekju- og eignastaða og þá þarf fjölskyldustærð-að falla að íbúðar- stærð, samkvæmt reglum Húsnæðisstofnunar. „Þetta kerfi er að ryðja sér til rúms og við teljum þetta besta húsnæðiskostinn í dag. Við erum að bjóða ódýrasta kostinn í félagslega kerfinu þrátt fyrir að Akureyrarbær borgi ekki húsaleigubætur," segir Heimir Ingimarsson. KFUM og K Kristni- boði frá Kenýa KJARTAN Jónsson kristni- boði verður á Akureyri á veg- um KFUM og K um helgina. Af því tilefni verður sam- komuátak í Sunnuhh'ð og verða samkomur með honum á föstudag, laugardag og sunnudag og hefjast þær allar kl. 20.30. Kjartan hefur und- anfarin ár starfað sem kristniboði í Kenýa og hefur hann frá mörgu að segja. Allir eru velkomnir að taka þátt í samkomunum. ■40A, Morgunblaðið/Kristján FJÓRIR af togurum Mecklenburger Hochseefischerei verða bundnir við bryggju á Akureyri fram yfir áramót. Þeir eru enginn smásmíði eða um 62 metrar að lengd. Togarinn Fornax er þegar kominn til Akureyrar en von er á hinum þremur seinni partinn í nóvember. nninaarverði! Vib bjóbum nú þessar glæsilegu og vöndubu ryksugur frá einum stærsta og virtasta framleibanda Þýskalands á sérstöku kynningarverbi. EIO ryksugurnar eru tæknilega fullkomnar, lágveerar, með stillanlegum sogkrafti og mikrófilterkerfi. sem hreinsar burt smæstu rykagnir. | • ■ ■ ItTllllllluwi »VI u >»>• w • • -m Glæsilegar ryksugur » ' ’ * glæsilegum litum. \ ega fcr- 9.405 stgr. meb 6 földu míkrófilterkerfi. Kynningarverb kr. 14.700 eba kr. 13.965_ stgr. Soghausinn er á hjólum, svo þab er leikandi létt ab ryksuga! PREMIER 1300W meb 5 földu míkrófilterkerfi. Kynningarverb kr. 9.900 Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 -Er 562 2901 og 562 2900 Sjö togarar bundnir við bryggju FLEST bendir til þess að sjö stór- ir togarar verði bundnir við bryggju á Akureyri fram eftir vetri, fjórir togarar Mecklenbur- ger Hochseefischerei, tveir tog- arar ÚA og Hágangur I. í framhaldi af beiðni frá Meck- lenburger um viðlegu fyrir fjóra af togurum félagsins, hefur hafn- arstjórn Akureyrar samþykkt að fara í umtalsverðar framkvæmdir í rafmagnsmálum á Torfunefs- bryggju og verður það verk boðið út á næstunni. A móti fær höfnin tekjur af togurunum meðan þeir Iiggja við bryggju. Togarar Mecklenburger munu liggja við slippkantinn og Torfu- nefsbryggju en reiknað er með að unnið verði við endurbætur á þeim hjá Slippstöðinni/Odda hf. í vetur. Fyrsti Mecklenburgertogarinn er þegar kominn til Akureyrar og liggur hann við Iandfestar í Fiski- höfninni. Von er á hinum þremur seinni partinn í nóvember. Þá er gert ráð fyrir að fyrsti togarinn fari aftur frá Akureyri í janúar og hinir þrír eitthvað seinna. Svalbakur EA, togari ÚA, ligg- ur við Torfunefsbryggju og á næstunni er reiknað með að Hrím- bakur EA leggist við hlið hans þar. Hrímbakur er í sínum síðasta túr fyrir ÚA en báðir togararnir eru til sölu. Hágangur I, sem er eigu Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. og Úthafs hf.á Vopnafirði og skráður í Belize, hefur legið lengi í Fiski- höfninni og er ekki annað vitað en að togarinn verði áfram bund- inn við bryggju á Akureyri. Þriðja tilboðið á leiðinni ÞRIÐJA tilboðið í loðnuverksmiðj- una Krcssanes á Akureyri verður að líkindum lagt fram eftir helgi. Aður hafa forsvarsmenn fóðurverk- smiðjunnar Laxár á Akureyri og Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar, auk fleiri aðila lýst yflr áhuga á að kaupa hlut Akureyrarbæjar í verk- smiðjunní og átt óformlegar viðræð- ur um málið við bæjarstjóra, Oddur H. Halldórsson, sem ásamt hópi manna úr atvinnulífinu á Akur- eyri og einnig utan bæjarins, sem reynslu hafa á þessu sviði, hafa síð- ustu daga verið að skoða möguleika á að bjóða í hlutabréf bæjarins og sagði hann miklar líkur á að tilboð yrði Iagt fram strax eftir helgi. „Það kæmi á óvart ef við myndum ekki bjóða í verksmiðjuna," sagði Oddur. „Við höfum verið að skoða fjármögn- un síðustu daga og búumst við að þeirri vinnu ljúki fljótlega." Skertum kjörum mótmælt Á STJÓRNARFUNDi Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á Ákur- eyri og nágrenni, sem haldinn var á fímmtudag, var harðlega mótmælt „áframhaldandi gengdarlausum árásum ríkis- valdsins á kjör og afkomuöryggi örorku- og’ellilífeyrisþega," eins og þær birtast í ijárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Því er mótmælt að ákvæði um að fötluðum beri sömu kjara- bætur og samið er um hjá lág- launafólki sé afnumið, en þess í stað teknar upp bætur sem byggjast á geðþóttaákvörðunum stjómvalda við gerð ijárlaga. Mótmælt er að lífeyrisbætur verði skomar niður um 450 milljónir með aftengingu frí- tekjumarks og einnig að farið hafí verið eftir lögum og bætur hækkaðar í samræmi við ai- mennar launahækkanir, hún hafí aðeins gefíð 2.306 krónur af þeim 3.700 sem samið var um hjá láglaunafólki. Gjaldtöku mótmælt Einnig mótmælir Sjálfsbjörg því að fjármagnstekjur skerði tekjutengdar lífeyrisbætur, þannig sé tekinn upp fjármagns- tekjuskattur á lífeyrisþega án þess að slíkur skattur hafí verið innleiddur. Auknum lyfjakostn- aði öryrkja er mótmælt og einn- ig að tekið verði upp innritunar- gjald á sjúkrahús þar sem fötlun fylgi oftast mikill sjúkrakostnað- ur. Ráðstefna um byggingu og rekstur íþróttamann- virkja íþróttamannvirkjaráðstefna verður haldin á Ákureyri dagana 24.-26. nóvember nk. Það eru íþróttasamband íslands, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Menntamálaráðaneytið sem að ráðstefnunni standa. Þeim til aðstoðar eru Félag forstöðu- manna í sundlaugarmannvirkj- um og forstöðumenn skíðá- mannvirkja. Sérstök áhersla verður lögð á byggingu og rekstur íþrótta- mannvirkja og verða fengir þekktir fyrirlesarar erlendis frá á ráðstefnuna. Á meðal þeirra er Teije Rörby, arkitekt sem var einn af arkitektum Víkinga- skipsins í Hamar í Noregi og 1 forsvarsmaður breytinga á Ullevál leikvanginum í Osló. Ráðstefnan verður sett á Hót- el KEA föstudaginn 24. nóvem- ber kl. 17.30 en síðan verður opnuð sýning á líkönum, ljós- myndum og teikningum af íþróttamannvirkjum. Formaður mannvirkjanefndar ÍSÍ er Her- mann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Ákureyri. Fjórir fjörug- ir í Deiglunni DANSTÓNLEIKAR með hljóm- sveitinni „4 ljörugir á Týróla- buxum“ verður á „Heitum fímmtudegi“ í Deiglunni í kvöld, fímmtudagskvöldið 2. nóvem- ber, og hefjast þeir kl. 21.30. Hljómsveitina skipa Daníel Þorsteinsson á harmonikku, Jón Rafnsson á kontrabassa, Kari Petersen á slagverk og Ármann Einarsson á klarinet. Gestaspil- ari verður fiðluleikarinn Szymon Kuran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.