Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 17 NEYTENDUR Hljónstræng? (Orðið „Wjómsveitaræfing" ef það er skrifað eins og margir bera það fram!) A: Ér f rá hljónstrængu B: Kvasiru? A: Etthiddnalus mar? Ér f rá HLJÓNSTRÆNGU! B: Ettí hljónst? A: Já, vissir þaggi? B: Nei, e vissi þaggi. Hvað eru þessir piltar að segja? Getur þú Ieyst gátuna? Tölum skýrt! Skólar fá íslenskuefni frá Mjólkursamsölunni „FJÖLDI kennara hefur haft sam- band við okkur til að kanna hvort hægt sé að fá eitthvert efni á ís- lensku líkt og birst hefur aftan á mjólkurfernunum. Þess vegna var tekin sú ákvörðun að senda skólun- um þær 60 ábendingar sem birst hafa á undanförnu ári,“ sagði Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar, en nýlega var dreift til skólanna efninu Is- lenska er okkar mál. í bréfi sem fylgir með myndun- um segir að með byltingu í fjölmiðl- un og tölvuvæðingu heimila hafi landsmenn komist í nánari snert- ingu við hvers kyns upplýsingar og afþreyingarefni á erlendum málum. Nauðsynlegt sé því að standa öflugan vörð um íslenska tungu. Ennfremur er tekið fram að þrátt fyrir áhuga forráðamanna Mjólk- ursamsölunnar á eflingu íslenskrar tungu verði það þó ávallt fyrst og fremst verkefni heimila og skóla. Með í pakkanum fylgir ejnnig texti og nótur með laginu Á íslensku. Textinn er eftir Þórarin Eldjárn og lagið eftir Atla Heimi Sveinsson. Sameinar þrjú tæki í einu SVOKALLAÐUR töfrasópur; heimilistæki, sem á að sameina þijú tæki í einu, þ.e. moppu, sóp og fægiskóflu, er nýkominn í Pfaff. Töfrasópurinn er notaður til sópa gólf s.s. parket, gólfdúka og flísar. Ruslið sogast inn í tæk- ið og losun er sögð auðveld. Töfrasópurinn kostar 5.980 kr. Honum fylgir veggstatíf, sem einnig er hleðslutæki og því not- ast hann snúrulaus. Viðurkenning frá Garnbúð Tinnu GARNDEILD KÁ Selfossi fékk ný- lega viðurkenninguna Garnverslun ársins 1995 frá Garnbúðinni Tinnu. Þetta er þriðja árið sem búðin veitir þessa viðurkenningu. Áður hafa Innrömmun og hannyrðir í Mjódd og gamdeild Kaupfélags Skagfirðinga hlotið hana. Lengst til vinstri á myndinni sést Hugi Harðarson, markaðsstjóri Garnbúðarinnar Tinnu, afhenda Sigríði Sveindóttur og Árna Benediktssyni hjá KÁ Sel- fossi viðurkenninguna. Hafmín og Palmín NÝJAR feititegundir hafa verið þróaðar hjá Sól hf. og er nú kom- in á markað ný feiti undir heitinu Hafmín, sem sögð er henta vel til djúpsteikinga á öllum mat, einkum þeim sem neytt er fljót- lega eftir steikingu, t.d. frönsk- um kartöflum, fiski, kjúklingi o.fl. Einnig hafa verið hannaðar nýjar umbúðir utan um Palmín feiti þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um innihald og notk- un. Palmín er unnið úr hertri jurtaolíu (kókosolíu) og hentar til að djúpsteikja allan mat, eink- um þann sem á að geyma í lang- an tíma, t.d. kleinur og laufa- brauð. Hafmín og Palmín fæst í flest- um verslunum í 500 g einingum. Eru vasahnífar og önnur eggjárn leikföng barna? „ÉG er að velta því fyrir mér hvort hér á landi séu ekki einhver lög eða reglur sem kveða á um aldurtak- mörk við kaup á hnífum,“ sagði kona sem hafði sam- band við neytendasíðuna og var óhress með hve auðvelt níu ára gamall son- ur hennar átti með að kaupa sér vasahníf. Sonurinn hafði beðið mömmu sína um vasahníf, en fengið neitun þar sem hún taldi hann ekki nógu gamlan fyrir slík „leik- föng.“ Skömmu síðar fékk hún upphringingu frá mágkonu sinni sem hafði séð strákinn ásamt vini sínum í matvöruverslun einni þar sem þeir voru að kaupa vasahnífa, eftirlíkingu af hinum þekktu sviss- nesku vasahnífum. Mágkonan spurði hátt og snjallt í búðinni hvort þeir væru nógu gamlir til að kaupa hnífanna, en fékk engin viðbrögð frá afgreiðslufólki. Nú þykknaði í viðmælanda neytendasíðunnar sem talaði við soninn undir fjögur augu. Eftir máttlausa tilraun til að sveija eignarhaldið af sér, kom sagan. Umrædd- verslun auglýsti ákveðin vöruheiti, þar á meðal vasahnífinn, á 100 krónur. Félagarnir útveguðu 100 krónurnar nokkuð auðveld- lega, okkar maður með því að taka af afmælispeningum sem hann átti. Freistingin var óviðráðanleg þrátt fyrir bann og til þess að koma í veg fyrir að mamman fyndi hnífinn var hann grafinn úti í garði. Það varð ekki til að létta lund móðurinnar að ræða við móður vinarins um hnífa- kaupin. Þar fékk hún nefni- lega að heyra að í Svíþjóð hefði fyrir nokkru strákur á aldur við þeirra tekið upp vasahníf þegar honum varð sundurorða við vin sinn, slæmt hnífnum í átt að honum - og orðið honum að bana. Engin aldurstakmörk Neytendasíðan hafði samband við Ómars Smára Ármannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, og spurði hann hvort engin lög eða reglur kvæðu á um lágmarksaldur til að kaupa hnífa og eggvopn. Ómar Smári sagði að svo framarlega sem um væri að ræða hnifa sem leyfilegt væri að selja hér á landi væru engar slíkar reglur í gangi. Engin aldurtakmörk þyrfti til. Hins vegar ættu skynsemissjónarmið verslun- areigenda að ráða þegar börn væru að falast eftir því að kaupa hnífa, enda slík verkfæri ekki barnameðfæri. Ckotce y ♦ 5% staðgreíðsluafsláttur af póstkröfum greiddum innan 7 daga. GLÆSIBÆ • SÍMI 581 2922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.