Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, . Styrmir Gunnarsson. VIÐHORF TIL REYKINGA VIÐHORF til reykinga á Vesturlöndum hefur breytzt. Það þykir ekki lengur sjálfsagt og eðlilegt að reykingar séu leyfðar hvar sem er. Sífellt fleiri vinnustaðir eru reyklausir og það sama á við um opinberar stofnanir og flugfélög. Þessi þróun er hvað lengst komin í Bandaríkjunum en í Evrópu og þar á meðal á íslandi er hennar einnig farið að gæta í ríkum mæli. Það er sérstaklega ánægjulegt að Flugleiðir skuli vera fyrsta reyklausa flugfélagið í Evrópu. Fólk er meðvita.ðra um þær hættur sem stafa af reyking- um, beinum jafnt sem óbeinum, og er jafnframt ekki reiðu- búið að þola þau óþægindi er reykingamenn valda þeim er ekki reykja. í samtali við Halldóru Bjarnadóttur, formann Tóbaksvarnar- nefndar, í Morgunblaðinu fyrir skömmu kemur fram að reyk- lausum vinnustöðum á íslandi hefur fjölgað úr 220 árið 1992 í 1.018 á þessu ári. Hún bendir einnig á að fyrir hver 10% sem tóbak hækkar í verði, minnki neyzla þess um 3-4% og mest í yngstu aldurshópunum. Þó að margt hafi áunnizt í baráttunni gegn reykingum eru hættuteikn á lofti. Krabbameinsfélag Reykjavíkur og héraðs- læknar hafa kannað reykingar barna og unglinga í skólum borgarinnar á fjögurra ára fresti. í könnun á síðastliðnu ári kom í ljós mikil aukning á reykingum 16 ára drengja. Alls reyndust 25,6% reykja daglega samanborið við 10,7% árið 1990. Reykingar 14 og 15 ára drengja hafa einnig aukizt. Fjórtán ára stúlkur reyktu minna í fyrra en reykingar 15 ára stúlkna hafa aukizt úr 13,2% í 19,6%. Heildarniðurstaðan var sú að reykingar yngstu barnanna, 10-13 ára, hafa dregizt saman en reykingar 14-16 ára unglinga fara vaxandi. Tóbak er lífshættulegt og ávanabindandi eitur, sem veldur heilsutjóni, ekki bara hjá þeim sem neyta þess heldur einnig þeim sem eru í návist við reykingamenn. Sérstaklega eru börn viðkvæm fyrir áhrifum tóbaks. Þeir sem ekki reykja eiga skilyrðislausa heimtingu á því að tóbaksreyk sé ekki troðið upp á þá með óbeinum hætti. íslenzk stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn eiga að taka bandarísk stjórnvöld sér til fyrirmynd- ar í þessum efnum og herða mjög sóknina gegn reykingum. FRÉTTASTOFA HLJÓÐVARPS FRÉTTASTOFA hljóðvarps Ríkisútvarpsins á sér 65 ára gamla sögu og hún hefur á því tímabili skapað sér sér- stöðu, traust og tiltrú landsmanna, með áreiðanlegum frétta- flutningi, vönduðum og heiðarlegum vinnubrögðum. Þótt fréttastofa hljóðvarps hafi fyrr á árum legið undir gagnrýni fyrir pólitíska hlutdrægni, ekki sízt á þeim árum, þegar hörð átök kalda stríðsins endurspegluðust í stjórnmálabaráttunni hér innanlands, hefur hún náð að festa sig í sessi sem traust- ur fréttamiðill, sem byggir á faglegum vinnubrögðum. Þær hugmyndir, sem Ríkisendurskoðun hefur sett fram um að sameina fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps, eru ekki raunsæjar. Hugsanlegt er, að einhverja fjármuni mætti spara með slíkri sameiningu en á móti kæmi ákveðin hætta á því, að fréttastofa hljóðvarps tapaði þeirri sérstöðu, sem hún nýt- ur nú og er mikilvæg fyrir upplýsingamiðlun í okkar þjóðfélagi. Þótt Islenzka útvarpsfélaginu hf. hafi tekizt að reka sameig- inlega fréttastofu fyrir hljóðvarp og sjónvarp er ljóst, að allt aðrar og meiri kröfur eru gerðar til fréttastofu hljóðvarps en útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar. Þess vegna skapar reynsla íslenzka útvarpsfélagsins hf. ekkert fordæmi gagnvart Ríkis- útvarpinu í þessu sambandi. Vissulega má segja, að fréttastofa hljóðvarps RÚV hafi náð þeirri sérstöðu, sem hún tvímælalaust á í hugum lands- manna, í skjóli þess einkaréttar sem RÚV hafði fram á miðj- an síðasta áratug til ljósvakaútsendinga. Engu að síður er ljóst, að engin hinna einkareknu útvarpsstöðva hefur náð því að veita fréttastofu hljóðvarps raunverulega samkeppni. Það fer ekki á milli mála, að það þarf að taka rækilega til hendi í rekstri Ríkisútvarpsins. Með einhverjum hætti þarf að jafna metin á milli hins ríkisrekna fjölmiðils og ljósvaka- miðla í einkaeign. En það væru mjög alvarleg mistök að sam- eina fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps. Sú „viðskiptavild11 fréttastofu hljóðvarps, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni er líklega ekki til á mælistiku Ríkisendurskoðunar, sem eðli málsins samkvæmt endurskoðar, metur og mælir, fyrst og síðast út frá reglum bókhalds og bókfærslu. En jafnvel út frá viðskiptasjónarmiðum RÚV væri óskynsamlegt að sam- eina fréttastofurnar tvær. Ríkisútvarpið, hljóðvarp, yrði ekki jafn eftirsóttur auglýsingamiðill, ef þannig yrði haldið á mál- um, að fréttastofa bljóðvarps yrði ekki nema svipur hjá sjón. OHÆTT er að segja að óveðrið mikla sem yfir landsmenn dundi í síð- astliðinni viku hafi verið óvenjulegur atburður út frá sjónar- hóli veðurfræðinnar. Þar fór saman veðurhæð líkt og reikna má með í verstu vetrarillviðrum og aftakaúr- koma eins og oft fylgir vatns- þrungnum haustlægðum. Hretviðri í september eða október eru nær árviss á Norðurlandi og Vestfjörð- um, en það sem var óvenjulegt var hin mikla veðurhæð þetta snemma vetrar (hausts) með snjókomu í stað slyddu eða rigningar, sem vænta má á þessum árstíma. Fólk spyr sig að því hvernig á því standi að því- líkt óskaparillviðri dynji á lands- mönnum af fullum þunga áður en sumar hefur kvatt samkvæmt al- manakinu. Bylgjulag í vestanvindinum Til að leita skýringa verður að skoða ástand háloftanna dagana á undan. Umhverfis norðurhvelið blæs hinn svokallaði „vestanvindur" í háloftunum. Fyrir hans tilstuðlan berast lægðirnar frá vestri til aust- urs um norðanvert Atlantshafið. Ekki ósjaldan vindur vestanvindur- inn upp á sig og jafnvel það mikið að lægðir taka að hreyfast meira til norðurs en vesturs. Fyrir kemur að vestanvindurinn bylgjast það mikið upp að hann allt að því slitn- ar í sundur. Þá berst hlýtt loft í háloftunum óvenju langt norður á bóginn og að sama skapi nær kalt Ioft óvenju langt til suðurs. Ástand þetta kemur upp með mislöngu millibili á hvaða árstíma sem er og getur varað í daga eða jafnvel vikur. Dagana fyrir illviðrið var einmitt allmikið bylgjulag á vestanvindinum í háloftunum (mynd 1). Öldutoppur var fyrir vestan Grænland og í tengslum við hann var mjög víðáttu- mikið og öflugt háþrýstisvæði með miðju dáiitlu austar, eða yfir Græn- landi (mynd 2). Samsvarandi dalur var suður af Islandi og fremur að- gerðarlítið lágþrýstisvæði í nánu samhengi við hann. Austan við dal- inn lágu skörp skil ólíkra loftmassa og þar voru ákjósanleg skilyrði til lægðarmyndunar. Af legu hálofta- vindanna mátti sjá að hin nýmynd- aða lægð mundi hreyfast norður yfir írland og síðar til norðvesturs í áttina til Islands. Yfir Englandi og meginlandi Evrópu var þessa dagana venju fremur mjög hlýtt og loft rakt. Þegar lægðin fór að dýpka yfir írlandi og fyrir vestan Skotland tók þetta hlýja og raka loft að streyma til norðvesturs í veg fyrir mun kaldara loft. Ört dýpkandi og rakaþrungin lægð stefndi nú á aust- anvert landið á sama tíma og há- þrýstisvæðið yfir Grænlandi var afar öflugt. Illviðri var nú yfirvof- Aðdraga og einkei aftakaveðu Aftakaveðrið í síðustu viku var afsprengi mjög óhagstæðrar lofthringrásar í háloftun- um, það snemma haustsins að síðsumarloft lék enn um Bretlandeyjar og N-Evrópu, en einnig það seint að vetur konungur var orð- inn allsráðandi úti fyrir strandlengju A-Græn- lands. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur segir að þegar hlýju og röku loftinu var beint í veg fyrir ískalt loftið fyrir norðan land, var hvassviðri á okkar slóðum óhjákvæmilegt og úrkoman hlaut að verða gríðarleg á skilum þessara ólíku loftmassa. andi um norðan- og vestanvert ísland. Sam- tímis mátti sjá að ískalt heimskautaloft hafði náð talsvert mikilli út- breiðslu djúpt norður af landinu. Því var hætt við að norðan- og norð- austanáttin sem í vændum var yrði í kald- ara lagi. Foráttuhvasst á Þverfjalli Athyglisvert er að skoða veðurmælingar á Vestfjörðum þennan umrædda tíma og dag- ana á undan, annars vegar frá Bolungarvík og hins veg- ar frá Þverfjalli (mynd 3). Þar er sjálfvirk verðurathugunarstöð sem mælir vind og hita. Mælirinn á Þver- fjalli er í 753 metra hæð á milli Önundarfjarðar og Skutulsfjarðar, ekki fjarri Breiðadalsheiði. Mælirinn á Þverfjalli þykir gefa allgóða vís- bendingu um vind og hita til fjalla á norðanverðum Vestfjörðum. Á þriðjudag, 24. október, meðan lægðin umtalaða var enn langt undan, voru víða 8 til 10 vindstig á landinu. Önnur öflug lægð kom upp að landinu úr suðri. Hún staðnæmdist fyrir sunnan land, en skil hennar héldu áfram í norðurátt (mynd 4). Þau urðu afar hægfara er þau náðu Vestfjörð- um og Norðurlandi. Hæðin yfir Grænlandi stóð í vegi fyrir því að skilin kæmust lengra. Á Vestfjörðum fór að snjóa síðdegis, en að vísu var slydda við sjávarmál. í Bolungarvík var úrkoma samfelld alia nóttina og um morguninn (25. okt.) mældist hún 18 mm frá því kvöldið áður. Þess ber að geta að úrkomumælingar í hríðarveðri sem þessu eru lítt marktækar, jafnvel þótt um slyddu hafi verið að ræða. Fyrr um nóttina þegar skilin lágu yfir Vestfjörðum varð foráttuhvasst EINAR Sveinbjörnsson mynd 3: BOLUNGARVÍK: Veðurmælingar frá hádegi þriðjudaginn 23. okt. til hádegis fimmtudaginn 23. OKTÓBER 24. OKTÓBER 25. OKT. (~ Snjóflóðic 12.00 15.00 18.00 21.00 00.00 03.00 06.00 09.00 12.00 15.00 18.00 21.00 00.00 03.00 r r r r /" r r r r r r r f 1,2'C 0,8'C 0,2’C 1,0’C 1,3’C 0,8'C 0,4’C 0,3’C -0,5‘C -1,9’C -2,5’C -3,5‘C -4,4’C -4,7*C 40 km 50 km 20 km 30 km 30 km 30 km 30 km 10 km 20 km 10 km 05 km 02 km 01 km 00 km * V * V % X * | * ! I | * ♦ * * ** * * * * * * * * * * sk * * ** * Þverfjall*: Veðurmælingar frá háhegi þriðjudaginn 23. okt. tii hádegis fimmtudaginn 25. okt. /~ r J5S f -5,9'C -5,4‘C -5,2’C -4,6’C -4,5’C -4,9’C -5,3’C -5,8’C -6,5'C -7,5’C -8,5’C -9,1 ’C -10,1’C -10,5’C r r Gömlu skilin fara yfir Vestfiröi Áhrifa nýju lægðarinnar fer að gæta •Þverfjall ris 750 metra hátt vestur MYND 2: YFIRLIT, 24. okt. kl., MYND4: YFIRLI 25. ok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.