Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Áhersla á náttúrufarsrannsóknir í landi nátturuhamfaranna Opið bréf til ríkisstjórnarinnar ÞAÐ ER svo víða röng og ófullkomin hugsun í umfjöllun okkar um náttúru- hamfarir, undirbún- ingi okkar undir þau og viðbrögðum okkar *við þeim að tárum tek- ur. En slík hugsun er óþörf. Það er til meiri þekking en notuð er og auðvelt er að afla meiri þekkingar en til- tæk er. Af hveiju er þetta þá svona? Aðalatrið í því máli er afstaða ríkisvalds- ins og þjóðfélagsins til náttúruhamfara. Hún er að mínu mati allt of kæruleysisleg og greinilega byggð á röngu mati á mikilvægi hlutanna. Opinber- lega eru málin alls ekki til um- ræðu nema rétt á meðan ógnvæn- 'legir atburðir eru að gerast og skæni að komast á sárin eftir þá. Að staðaldri á.sér ekki stað hér nein alvöruumræða um náttúru- hamfarir og allt of litlar framfar- ir verða í þekkingu okkar á hegð- un náttúrunnar í hamförum og gagnlegum viðbrögðum okkar við því að búa í landi náttúruhamfar- anna. Hér eru náttúruhamfarir nær daglegt brauð, en ekki und- antekningar og þær eru af öllum stærðum og ótal mörgum gerðum. Páll Imsland ísland á fremur skilið nafnbótina land nátt- úruham-faranna en nokkurt annað land og er ekki vandi að færa fyrir því rök, þó það verði ekki gert að sinni. Þetta virðist mönnum ekki vera ljóst þó afleiðingarnar séu sífellt að koma niður á okkur. Við þetta býr þjóðin og gerir það af miklu og óþörfu kæruleysi. Þrátt fyrir betri vitund er enn verið að byggja hér á landi hús ofan á gjám. Þrátt fyrir betri gapandi vitund er enn verið að byggja hér í farvegum hlaupa. Þrátt fyrir betri vitund er byggingum ennþá snúið á versta veg gagnvart nátt- úruhamförum og almennri nátt- úrufarsáraun í skipulagningu byggða. Þrátt fyrir betri vitund er það nær árlegur viðburður að vatn flæði í svo og svo mörg hús í sumum byggðum. Þrátt fyrir betri vitund er enn verið að brúa ræsi á þjóðvegunum sem ekki geta tekið við leysingum. Þrátt fyrir betri vitund er... og svo framvegis. Spurningin er bara í raun: Hvers betri vitund? Hvar liggur þekkingin og hveijir ráða notum hennar? Þó allt of lítið sé hér rann- Við getum gert miklu betur, segir Páll Ims- land, í viðbrögðum og vömum gegn náttúru- hamförum. sakað og allt of margt óljóst og illa skilið í náttúrufari landsins, þá er samt staðreynd að hér á landi er til mun meiri þekking á náttúrunni en nokkru sinni er nýtt í þessu samhengi. Þeir sem yfir slíkri þekkingu búa eiga hér nokkra sök á en stærri sök eiga embættismenn í stjórnsýslukerf- inu og stjórnmálamenn, vegna þess að þeir hafa óæskilega og gagnslausa afstöðu til náttúru- farslegrar þekkingar og vægast sagt fjandsamlega þegar hún kostar peningaútlát. Við getum gert miklu betur í viðbrögðum og vörnum en við gerum, en það virð- ist enginn vilja taka þá ákvörðum að gera svo og á meðan tökum við aukaáhættu. í Háskóla íslands er til mikil og margvísleg þekking á náttúrufari og náttúruferlum sem ekki nýtist í þessu sam- hengi. Þar er sífellt verið að leita eftir fé til þess að fullkomna þekk- inguna og gera hana aðgengilega, en undirtektir hins opinbera eru vægast sagt litlar. Á meðan svona Leiðrétting á Hafnar- fjarðarbrandara ÞAÐ ER alkunna að Hafnarfjörður er helsta uppspretta gamanmála á íslandi, og því þarf kannski ekki að koma á óvart þótt helsti brandari gærdagsins [þriðju- .^dagsins] birtist í Morgunblaðsgrein Magnúsar Hafsteins- sonar, formanns Al- þýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Magnús kvaðst leita á náðir Morgunblaðs- ins með grein sína, þar sem ritstjóri Alþýðu- blaðsins hefði neitað að birta hana. Jafnframt heldur hann því fram, að það sé hvorki meira né minna en bannað að hafa skoðanir í Al- þýðublaðinu. Nú er mér að vísu ekki Ijóst hvort hér er um að ræða tilraun til fyndni af hálfu Hafnfirð- ^ingsins, en ef Magnúsi er alvara er nauðsynlegt að upplýsa málið. Hrafn Jökulsson Fimmtudaginn 26. október síðastliðinn var Magnúsi Haf- steinssyni tjáð að um- rædd grein hans yrði birt í Alþýðublaðinu í þessari viku. Það er því fyllsta ástæða til þess að taka undir orð hans í Morgunblaðinu þegar hann segir „að þótt ótrúlegt megi virðast hefur ritstjóri Alþýðublaðsins neitað mér um birtingu". Þetta er semsagt ekki bara ótrúlegt - þetta eru hrein ósannindi. Grein Magnúsar birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 31. október. Ef ég þekki skipulagn- ingu á þeim bæ rétt hefur Magnús skilað grein sinni þangað í síðustu viku. Þá vissi hann vel að ritsmíð hans beið birtingar í Alþýðublað- inu. Með öðrum orðum: Magnús Hafsteinsson kaus að halda því Magnús Hafsteinsson heldur því fram gegn betri vitund, segir Hrafn Jökulsson, að hann hafi verið fómar- lamb ritskoðunar. fram, gegn betri vitund, að hann væri fórnarlamb „ritskoðunar" á Alþýðublaðinu. Álþýðublaðið stundar ekki rit- skoðun og Magnús Hafsteinsson þarf því að svala þörf sinni fyrir píslarvætti með einhveiju öðru móti. Nema þetta sé allt enn einn misheppnaður Hafnarfjarðar- brandari. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er ritstfóri Alþýðublaðs- Heimilisiðnaðarskólinn LAUFÁSVEGI 2, REYKJAVÍK, SÍMI: 551-7800 Námskeið í nóvember 1995. Kennt er mánudaga-timmtudaga milli kl. 19.30 og 21.30. Einnig helgarnámskeið. Allar upplýsingar um námskeið og skráning á þau eru á skrifstofu skólans í síma 551-7800 mánudaga til fimtudaga kl. 10.00 -15.00. ALM. VEFNAÐUR Byrjendur - framhald 8. nóv.-4. des. mánu- og miðvikudaga Herborg Sigtryggsdóttir HROSSHÁRSSPUNI 6. nóv.-20. nóv. mánu- og fimmtudaga Sigurlaug Jóhannesdóttir UTSAUMUR Smáhlutagerð 4. og 5. des. og 11. og 12. aes. Jóhanna Pálmadóttir SKÓGERÐ Sauðskinnsskór laugard. 4. og 11. nóv. kl. 13.00-16.00 Helga Þórarinsdóttir JURTALITUN 15. nóv.-7. des. miðviku- og fimtudaga 8 skipti Guörún Kolbeins. PRJÓNAHÖNNUN 7. nóv. til 5. des. þriöjudaga 5 skipti Arnþrúður Ösp Karlsdóttir NORRÆNA HUSIÐ LAUGARD. 18. NÓVEMBER KL. 14.00 HILDUR HÁKONARDÓTTIR FLYTUR FYRIRLESTUR UM ÍSLENSKA ULL „VIÐ VERÐUM AÐ SÆTTAST VIÐ HRÁEFNIÐ." Jóladagskrá Heimilisiðnaðarskólans verður auglýst síðar. er, þá er það einfaldlega val þessa þjóðfélags að taka miklu meiri áhættu af náttúruhamförum en ástæða er til. Og á meðan það er gert verða óhjákvæmilega fleiri fyrir barðinu á þeim og hljóta þyngri skelli en annars yrði. En þá þýðir heldur ekkert að segja að vísindin hafi brugðist, eins og nú heyrist haldið fram. Vísindin geta engum brugðist, þau eru aðeins aðferð í meðhöndlun þekk- ingar og bregðast ekki fremur en hin pólitíska aðferð. Þeir geta hins vegar brugðist sem beita aðferðum og í þessu máli er það hin opinbera afstaða til vísind- anna sem ekki er eins og vera skyldi. Öll stjórnkerfi eru ófullkomin og gölluð. Saga stjórnunar er svo full af dæmum þar um, að ekki er nein ástæða til þess að efast um sannleiksgildi þessa. Það er svo vandasamt verk að stjórna að það er ekki með sanngimi hægt að gera þær kröfur til neins manns eða neins ráðs að það stjórni ætíð vel og skynsamlega. Öllum vönd- uðum stjórnendum er þó sam- merkt að þeir vilja stjórna svo vel sem hægt er og þeir vilja sjá já- kvæðar og gagnlegar afleiðingar stjórnunaraðgerða sinna. Og til þess er reynslan að læra af henni. Komi menn auga á mistökin er ekkert sem réttlætir að leiðrétting- ar séu sniðgengnar eða látnar dragast úr hömlu. Nú stendur yfir hinn svokallaði Alþjóðlegi áratugur Sameinuðu þjóðanna til fækkunar á stórslys- um af völdum náttúruhamfara og hann er meir en hálfliðinn án þess að hann hafí hér skilið eftir sig nokkur spor eða nokkra vísbend- ingu um að hann hafi komið við á Islandi. Og það í landi náttúru- hamfaranna! Meginaðferð Sam- einuðu þjóðanna til þess að ná árangri í þessari viðleitni var að fara fram á það við ríkisstjórnir allra aðildarlanda að þar yrði skip- uð svokölluð Landsnefnd til þess að vinna að framgangi málsins. Ríkisstjórn íslands brást vel við þessari beiðni og skipaði nefnd. Hún virðist ekkert hafa gert. Að minnsta kosti hefur ekkert frá henni heyrst í yfir fimm ár. Þetta er verra en gagnslaust! Ástæður þessa veit ég ekki en ímynda mér að séu fólgnar í samsetningu nefndarinnar. Nefndin er sjálft Almannavarnaráð ríkisins. Eins og flestir vita er það skipað nokkr- um lykilmönnum úr embætt- ismannakerfi þjóðarinnar. Þessir menn sitja í Almannavarnaráði vegna embætta sinna en ekki þekkingar á náttúrunni eða nátt- úruhamförum og í því er líklega dauði nefndarinnar fólginn. Það er í raun alvarlegra mál en svo að nokkur geti tekið það á sínar herðar að áratugurinn liði hjá án þess að skilja eftir sig spor í þá átt sem til er ætlast með viðleitni Sameinuðu þjóðanna. Og nú vitna ég til orða minna um stjórnsýslu hér að ofan. Væri ekki rétt af ríkisstjórninni að endurskoða þá stjórnunaraðgerð að skikka Almannavarnaráð ríkis- ins til að vera þessa Landsnefnd, taka þennan vafasama heiður af henni og byija málið af röggsemi upp á nýtt. Þessi stjórunaraðgerð var greinilega röng í upphafi. Margt væri unnið með skipun nýrrar nefndar öðru vísi samsettr- ar, þar sem þekking væri sett ofar embættum eða virðingu, nefndar sem hefði það að markmiði að undirbúa hér á landi stofnun rann- sóknastöðvar í náttúruhamförum sem hefði sjálfstæði til athafna og víðtækt markmið. í fyrsta lagi væri lagður grundvöllur að betra og öruggara lífi í landinu og minni og færri áföllum af hendi náttúr- unnar. í öðru lagi væri gerð al- vara úr algengum orðum í hátíðar- ræðum stjórnmálamanna og sam- vinnusáttmálum ríkisstjórna, sem fáir trúa nú orðið á: að auka þurfi eða eigi fjármagn til rannsókna. í þriðja lagi væri Sameinuðu þjóð- unum gefin merkari afmælisgjöf á hálfrar aldar afmælinu með slíkri aðgerð en með því virðingarleysi sem baráttumálum þeirra eru sýndar með núverandi fram- kvæmd málsins. Höfundur er jarðfræðingur. Rektor alls Háskólans? VIÐ útskrift kandi- data frá Háskóla ís- lands síðastliðinn laugardag ræddi há- skólarektor um að hluti þeirra íslendinga sem hafa lokið námi frá skólanum sé nú búsettur erlendis og telji sér og fyölskyld- um sínum betur borgið með því að setjast að og starfa í útlöndum. Þetta er staðreynd og það er rétt hjá rektor, að hætta er á að þessi tilhneiging eigi eftir Finnst mér rektor hafa hagað máli sínu með hætti sem er ekki sæmandi, segir Ottar Guðjónsson, og þykir að kandidatar frá öðrum greinum en raungreinum eigi inni Óttar Guðjónsson að afsökunarbeiðni. að verða vandamál hjá okkur Islendingum í framtíðinni. Hins veg- ar þótti mér mikill löstur á máli rektors, að hann tók í máli sínu afstöðu til einstakra námsgreina innan há- skólans og sagði að raungreinar og læknisfræði væru „erfiðari“ en aðrar greinar, að þeir náms- menn sem þaðan út- skrifuðust væru „betri“ námsmenn en aðrir og gaf í skyn að það væri meiri missir þeim fyrir þjóðfélagið en kandidötum sem útskrifast hafa úr öðrum greinum innan Háskól- ans. Þarna finnst mér rektor hafa hagað máli sínum með hætti sem er ekki sæmandi og þykir mér að kandidatar frá öðrum greinum en raungreinum eiga inni afsökunar- beiðni rektors. Vonandi eru orð rektors aðeins mistök, og ekki dæmigerð fyrir það með hvaða hætti hann nálgast híutverk sitt sem rektor Háskóla íslands. Höfundur hefur tvívegis braut- skráðst frá Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.