Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ vissirþú útskyrir ao afgreiðslufolk lottó sölustööum fyrir öllum hafa ahuga? meó sem KIN sp — — Tölvuþjálfun!! ■ Windows Word Excel Gott verð! Góö Tölvuþjálfun fjárfesting til framtíðar. Oll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands j Höfðabakka 9 • Sími 567-1460 ±______________I_________ ÚRVERINU Morgunblaðið/Snorri Snorrason ALBERT GK á landleið með fullfermi af loðnu. „Það verða kannski jól hjá manni þetta árið“ ALBERT GK kom til hafnar í Siglu- firði í gærkvöldi með fullfermi af loðnu. Það er fyrsta loðnan, sem veiðist í haust, en engin loðnuveiði hefur verið síðan í sumar, eða um rúmlega tveggja mánaða skeið. •Loðnan fékkst um 80 mílur norður af Straumnesi. „Það er töluvert af loðnu þarna, en framvindan á eftir að koma í Ijós. Kannski verða jól hjá manni þetta árið,“ sagði Gunn- laugur Sævarsson, stýrimaður á Albert í samtali við Verið, er hann var á landleið með loðnuna. Bæði rannsóknarskip Hafrann- sóknastofnunar eru nú farin til loðnurannsókna, en Albert GK og Grindvíkingur GK héldu sig í nám- Loðnanfarin að veiðast á ný unda við Árna Friðriksson við loðnu- leitina norður af Vestfjörðum. Töluvert af loðnu „Við fundum töluvert af loðnu þarna norður af Straumnesinu á mánudagskvöld, en þá stóð hún of djúpt til að hægt væri að ná henni við leituðum því austar, en komum svo aftur á fyrri staðinn á þriðjudags- kvöld og þá var hún kominn upp. Við fylltum skipið í 6 köstum. Loðnan heldur sig venjulega þama í kantinum á þessum árstíma og við vorum meðal annars í henni þarna í hitteðfyrra. Annars á þetta allt eft- ir að koma í ljós. Vonandi verður loðnuveiðin almennileg í haust og kannski verða jól hjá manni þetta árið. Maður vonar alla vegar að þetta verði ekki sama hörmungin og í fyrra,“ segir Gunnlaugur. Þeir á Albert urðu einnig varir við töluvert af smáloðnu norðvestur af Homi, en sú sem þeir veiddu aðfara- nótt miðvikudagsins var í meðallagi, en svolítið blönduð smáloðnu. Grind- víkur var á sömu slóðum og Albert og fékk um 500 tonn í fyrrinótt. Auk þessara skipa eru Háberg, Sunnu- berg og Júpíter á leið á miðin. Ráðstefnan Tækifæri á norðlægum slóðum í Murmansk Vaxandi áhersla á við- skipti við Islendinga RÁÐSTEFNA um þróun og atvinnu- uppbyggingu í Norðvesturhémðum Rússlands „Tækifæri á norðlægum slóðum ’95“ var sett í gærmorgun í Murmansk. Þangað hafa komið um 190 erlendir gestir, þar af um 30 frá íslandi. Hún var sett af Ko- syrev, utanríkisráðherra Rússlands, en hann er frá Murmansk. í ræðu sinni fjallaði Kosyrev um innanríkis- mál í Rússlandi, en utanríkismál, svo sem Smuguveiðar, bar ekki á góma. Ráðstefnan er haldin að frum- kvæði ýmissa aðila aðila er tengjast umræðu um þróun atvinnulífs á þessu svæði, nánar tiltekið á Kóla- skaga, Karélíu og umhverfis Ark- hangelsk. Megininntak í máli ráðumanna fyrsta dag ráðstefnunnar var um- fjöllun um þær breytingar sem átt hafa sér stað varðandi viðhorf rúss- neskra aðila til erlendra íjárfestinga og þróun viðskiptaumhverfis í land- inu. Þá hefur komið fram að Norð- menn og ESB hafa ákveðið að láta mikla ijármuni af hendi rakna til að byggja upp atvinnulíf á þessu svæði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kemur fram í viðræðum íslendinga við stjórnendur fyrir- tækja á Murmansk-svæðinu að í kjölfar þess að nú eru vaxandi lík- ur á samkomulagi um veiðar á Barentshafssvæðinu milli íslend- inga annars vegar og Rússa og Norðmanna hins vegar, þá eru við- horf rússneskra fyrirtækja til við- skipta við íslendinga óðum að breytast. Fullur vilji á eflingu viðskipta Vaxandi áhersla virðist vera á viðskiptin og fullur vilji rússneskrar fiskvinnslu og útgerðarfyrirtækja til að efla viðskipti við íslendinga, bæði hvað varðar tækjakaup á Is- landi og sölu á Rússafiski. Rússar hafi þó bent á að enn ætti eftir að ganga formlega frá því að aflétta viðskiptabanni, en í raun væni mönnum þegar leyfilegt að kaupa tæki og búnað á Islandi. Þekkir þú merkið? • Á bifreiðaverkstæöum þar sem félagsmenn okkar starfa eru þeir klæddir sérstökum vinnufatnaði með merki Bíliönafélagsins. • Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka og hefur aögang að endurmenntun á sínu sérsviði. • Láttu ekki bílinn þinn í hendurnar á hverjum sem er. Það gæti orðið þér dýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.