Morgunblaðið - 02.11.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
vissirþú
útskyrir
ao
afgreiðslufolk
lottó
sölustööum
fyrir
öllum
hafa
ahuga?
meó
sem
KIN
sp
—
—
Tölvuþjálfun!!
■
Windows
Word
Excel
Gott verð!
Góö
Tölvuþjálfun
fjárfesting til framtíðar.
Oll námsgögn innifalin
Tölvuskóli íslands
j Höfðabakka 9 • Sími 567-1460
±______________I_________
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
ALBERT GK á landleið með fullfermi af loðnu.
„Það verða kannski jól
hjá manni þetta árið“
ALBERT GK kom til hafnar í Siglu-
firði í gærkvöldi með fullfermi af
loðnu. Það er fyrsta loðnan, sem
veiðist í haust, en engin loðnuveiði
hefur verið síðan í sumar, eða um
rúmlega tveggja mánaða skeið.
•Loðnan fékkst um 80 mílur norður
af Straumnesi. „Það er töluvert af
loðnu þarna, en framvindan á eftir
að koma í Ijós. Kannski verða jól
hjá manni þetta árið,“ sagði Gunn-
laugur Sævarsson, stýrimaður á
Albert í samtali við Verið, er hann
var á landleið með loðnuna.
Bæði rannsóknarskip Hafrann-
sóknastofnunar eru nú farin til
loðnurannsókna, en Albert GK og
Grindvíkingur GK héldu sig í nám-
Loðnanfarin að
veiðast á ný
unda við Árna Friðriksson við loðnu-
leitina norður af Vestfjörðum.
Töluvert af loðnu
„Við fundum töluvert af loðnu
þarna norður af Straumnesinu á
mánudagskvöld, en þá stóð hún of
djúpt til að hægt væri að ná henni
við leituðum því austar, en komum
svo aftur á fyrri staðinn á þriðjudags-
kvöld og þá var hún kominn upp.
Við fylltum skipið í 6 köstum.
Loðnan heldur sig venjulega þama
í kantinum á þessum árstíma og við
vorum meðal annars í henni þarna
í hitteðfyrra. Annars á þetta allt eft-
ir að koma í ljós. Vonandi verður
loðnuveiðin almennileg í haust og
kannski verða jól hjá manni þetta
árið. Maður vonar alla vegar að þetta
verði ekki sama hörmungin og í
fyrra,“ segir Gunnlaugur.
Þeir á Albert urðu einnig varir við
töluvert af smáloðnu norðvestur af
Homi, en sú sem þeir veiddu aðfara-
nótt miðvikudagsins var í meðallagi,
en svolítið blönduð smáloðnu. Grind-
víkur var á sömu slóðum og Albert
og fékk um 500 tonn í fyrrinótt. Auk
þessara skipa eru Háberg, Sunnu-
berg og Júpíter á leið á miðin.
Ráðstefnan Tækifæri á norðlægum slóðum í Murmansk
Vaxandi áhersla á við-
skipti við Islendinga
RÁÐSTEFNA um þróun og atvinnu-
uppbyggingu í Norðvesturhémðum
Rússlands „Tækifæri á norðlægum
slóðum ’95“ var sett í gærmorgun
í Murmansk. Þangað hafa komið um
190 erlendir gestir, þar af um 30
frá íslandi. Hún var sett af Ko-
syrev, utanríkisráðherra Rússlands,
en hann er frá Murmansk. í ræðu
sinni fjallaði Kosyrev um innanríkis-
mál í Rússlandi, en utanríkismál, svo
sem Smuguveiðar, bar ekki á góma.
Ráðstefnan er haldin að frum-
kvæði ýmissa aðila aðila er tengjast
umræðu um þróun atvinnulífs á
þessu svæði, nánar tiltekið á Kóla-
skaga, Karélíu og umhverfis Ark-
hangelsk.
Megininntak í máli ráðumanna
fyrsta dag ráðstefnunnar var um-
fjöllun um þær breytingar sem átt
hafa sér stað varðandi viðhorf rúss-
neskra aðila til erlendra íjárfestinga
og þróun viðskiptaumhverfis í land-
inu. Þá hefur komið fram að Norð-
menn og ESB hafa ákveðið að láta
mikla ijármuni af hendi rakna til
að byggja upp atvinnulíf á þessu
svæði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins kemur fram í viðræðum
íslendinga við stjórnendur fyrir-
tækja á Murmansk-svæðinu að í
kjölfar þess að nú eru vaxandi lík-
ur á samkomulagi um veiðar á
Barentshafssvæðinu milli íslend-
inga annars vegar og Rússa og
Norðmanna hins vegar, þá eru við-
horf rússneskra fyrirtækja til við-
skipta við íslendinga óðum að
breytast.
Fullur vilji á eflingu viðskipta
Vaxandi áhersla virðist vera á
viðskiptin og fullur vilji rússneskrar
fiskvinnslu og útgerðarfyrirtækja
til að efla viðskipti við íslendinga,
bæði hvað varðar tækjakaup á Is-
landi og sölu á Rússafiski. Rússar
hafi þó bent á að enn ætti eftir að
ganga formlega frá því að aflétta
viðskiptabanni, en í raun væni
mönnum þegar leyfilegt að kaupa
tæki og búnað á Islandi.
Þekkir þú merkið?
• Á bifreiðaverkstæöum þar sem félagsmenn okkar starfa eru
þeir klæddir sérstökum vinnufatnaði með merki Bíliönafélagsins.
• Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka
og hefur aögang að endurmenntun á sínu sérsviði.
• Láttu ekki bílinn þinn í hendurnar
á hverjum sem er. Það gæti orðið þér dýrt.