Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN JÓNSSON + Kristinn Jóns- son fæddist í Reykjavík 21. jan- úar 1953. Hann lést í snjóflóðinu á Flat- eyri aðfaranótt 26. október sl. For- eldrar hans eru Svava Torfadóttir, f. 21. janúar 1932, og Jón Stefánsson, f. 4. júlí 1929. Kristinn var elstur sex systkina. Hin eru Bjarni, f. 1954, Sveinn, f. Guðrún, f. Erna, f. 1960, og Anna, f. 1966. Eftirlifandi kona Kristins er Sigfríður Védís Ásbjörnsdóttir, kennari, f. 28. apríl 1950, en þau hófu búskap á Stokkseyri 1973. Þau eignuðust þijá syni, Jón Gunnar, f. 3. janúar 1974, Svavar Knút, f. 21. janúar 1976, og Vilmund Torfa, f. 27. júní 1990. Útför Kristins fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. EINS og hendi sé veifað ertu far- inn, elsku Kiddi bróðir. Við fáum aldrei framar að sjá glaðlegt brosið þitt og hýrlegu augun. Það gellur aldrei framar: „Er kaffið ekki að verða tilbúið?" Við fáum ekki oftar að heyra þig segja frá öllum stór- kostlegu hugmyndunum sem þú gekkst með í kollinum, litaðar þinni óbilandi bjartsýni. Aldrei að njóta þíns stóra og hlýja faðms sem svo margir aðrir fengu einnig að njóta. Þú sem hleyptir heimdraganum snemma til að takast á við lífíð, varst alltaf boðinn og búinn að deila með öðrum þínum andlega og ver- aldlega auði. Alltaf var heimili þitt opið öllum sem áttu erfitt eða um sárt að binda. Einlægni þín, hrekkleysi og trú á hið góða í öllum var alltaf óbiíandi sem og sanngimi þín og virðing fyrir öðru fólki. Elsku Siffa, Nóni, Svabbi og Villi. Orð fá ekki lýst hversu harmi slegin við erum öll, við erum með ykkur í hug og hjarta. Bless, elsku Kiddi. Við vitum að þú tekur á móti okkur með þínu hlýja brosi þegar við komum yfír til þín. Kveðja frá systkinum. Með örfáum orðum langar mig til að minnast míns kæra vinar og frænda, Kristins Jónssonar, þótt nú þyki okkur flestum að orða sé vant og engin séu í raun til sem lýst geti tilfínningum sem nú búa í bijóstum okkar. í sárum söknuði og spurn hefur hugurinn reikað til sumardaga á Flateyri þegar ég var tólf ára göm- ul telpa. Gestakomur hafa sjálfsagt alltaf verið kærkomin tilbreyting íbúum lítils þorps vestur á fjörðum. A heimili mínu bar gesti oft að garði en svo til eingöngu að sumar- lagi. Vetrarmánuðina var byggðar- lagið einangrað að öðru leyti en því að skip fluttu okkur nauðsynjavörur og skip sóttu fískinn sem sjómenn- imir höfðu dregið að landi og land- verkafólkið unnið úr afurðir hæfar til sölu á mörkuðum heimsins, öllu þjóðarbúinu til hagsbóta. Ókunnug andlit að vetrarlagi voru helst and- lit sjómanna af togurum sem leita þurftu vars í stórveðrum. Já, heimil- in bjuggu sig undir gestakomur sumarsins með ýmsum hætti; eftir vorhreingerningar voru kassar og + wF ■■■íwKHfc Jf > ... I Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR, 1 ■ Sólvallagötu 33, ■k. i ■ Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að morgni K jý.. 1. nóvehnber. i Jarðarförin auglýst síðar. k * Hjálmtýr E. Hjálmtýsson og fjölskylda. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRKETILL SIGURÐSSON, Hellisgötu 28, Hafnarfirði, sem lést í Landspítalanum 24. októ- ber, verður jarðsungínn frá Hafnar- fjarðarkirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Þorbjörg Jóhanna Guðlaugsdóttir, Steinunn M. Þórketilsdóttir, Kristín H. Friðriksdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÞORLEIFSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, er lést í Borgarspítalanum 25. október sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarð- arkirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Sigurður Jónsson, Björgvin Sigurðsson, Aðalheiður Einarsdóttir, Grétar Þorleifsson, Margrét Vilbergsdóttir, Sigurður Már Sigurðsson, Hrönn Sigurjónsdóttir, Sigurlin Sigurðardóttir, Björgvin Högnason, Þorleifur Sigurðsson, Lillý Jónsson, Auður Adolfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMNINGAR krúsir fyllt sætabrauði og öðru bakkelsi og tiljæku.í búrinu að bera á dúkuð borð. Svo fór að gesti bar að garði og þá var glaðst og hlegið og spjallað og kannski gengið um eyrina, upp í Krók eða út með Eyr- arfjallshlíð á kyrrlátum kvöldum. Oft sváfum við bömin dögum og vikum saman í flatsængum þegar rúm og herbergi vom eftirlátin kærkomnum frændum og vinum og ekki minnist ég annars en það hafí ævinlega verið í hugum okkar skemmtileg tilbreyting. Og þannig mun það áreiðanlega hafa verið dagana sem minningarn- ar hafa nú, vegna voveiflegra at- burða, sett í forgmnninn, sumar- dagana þegar Svava og Jón komu vestur til Flateyrar með litla dreng- inn sinn, hann Kristin. Hann var fyrsta barnið þeirra og líka fyrsta langömmubarn Guðrúnar ömmu minnar. Kristinn var á fyrsta æviár- inu sínu þegar hann kom í þessa fyrstu heimsókn sína til Flateyrar. Minningin um komu hans er afar skýr í mínum huga nú. Og jafnvel þótt hann hafí sjálfur aldrei átt minningar um þessa ferð veit ég að fjörðurinn og eyrin hafa nú all- lengi átt sín sterku ítök í huga hans og hér hafði hann starfað í nokkur ár - fyrst á sjónum og síðar í landi við að byggja upp nýjan iðn- að og skapa nýja möguleika við að nýta sjávarfang og leita markaða fyrir það. Kannski tengjumst við afkom- endur Maríu og Torfa eyrinni eðli- lega öðmm og sterkari böndum en flestir aðrir. Heimili þeirra var eitt hið fyrsta hér undir fjallinu sem ber nafn eyrarinnar. Margrómuð fegurð staðarins réð þó ekki búsetuvalinu heldur hin hagstæðu skilyrði á eyr- aroddanum þeim er stunduðu og vildu stunda sjóróðra í námunda við fengsæl fískimið. Á rúmri öld sem hefur liðið hefur frá því að heimili forfeðra okkar Kristins var reist á eyraroddanum hefur byggðin smám saman færst nær fjallinu bratta. Græn hlíð þess mót suðri boðar þó engum vá þegar hún, böðuð sólar- geislum, speglast í sléttum sjávar- fletinum við eyrina á fögmm sum- ardegi. En hvílíkri skelfíngu hefur hún nú valdið er hún síðla nætur hristi af sér kaldan snjóinn sem hinn óbilgjarni norðanvindur hafði hlaðið í gilin og hvilftirnar. Og hví- lík reginöfl leystust þá úr læðingi. Einu sinni skal hver deyja. Flest erum við meðvituð um þessi ein- földu sannindi um lífíð þótt margt sé okkur hulið og margar séu ráð- gáturnar sem við fáum kannski aldrei fullnægjandi svör við. Stund- um nálgast dauðinn hægt og hægt og gefur okkur tíma til að taka við tíðindunum um komu sína með sæmilegri hugarró þá þau berast. Nú kom helfregnin með svo miklum þunga og svo fyrirvaralaust að við aumar sálir eigum engin önnur ráð en þau að taka í þögn á móti hlýjum faðmi og hlýjum huga og spyrja ekki. Ég ætla ekki að reyna að skilja hvers vegna við fáum ekki lengur að njóta vináttu þinnar og nærveru, Kiddi minn. Minningin um dæmalausa greiðvikni þína og góð- an huga verður þó alltaf með mér og okkur frændfólkinu þínu hér vestra. Við vonum að hér hafir þú átt þínar góðu stundir og hörmum að þær verða nú ekki fleiri og dvöl- in þín hér ekki lengri. Heimur þinn, Kiddi, var hvorki þröngur né lítill. Hann var víður og rúmaði svo ótal margt. Löngun þín til að kynnast því sem væri mannshuganum mögulegt var líka óvenju sterk. Þú lést það eftir þér að láta undan þessari sterku löngun. Fæstir sem velja að verja lífi sínu á þann hátt eiga þess líka kost að safna auði eða njóta mikillar veraldlegrar vel- gengni. Hlutskipti „dellukarla“ eins og þín er oftast það að þurfa að. velja og hafna. Þú áttir því láni að fagna að eiga óvenjulega og hæfí- leikaríka konu sem „skildi" og sætti sig við sterka þörf þína að kanna hin ýmsu svið - tæknileg eða andleg eftir ástæðum - og öllu því sem slíkri þrá fylgdi. Missir ykkar, Siffa mín, er mikill og harmurinn sár. Við vonum að þið, Jón Gunnar, Svavar og Vilmundur Torfi hafið styrk til að standa saman og standa af ykkur þessa miklu raun. Okkar innilegustu samúðarkveðjur send- um við ykkur, Svava og Jón, og ijölskyldunni ykkar stóru, systkin- um Kidda og frændsystkinum. Jóhanna G. Kristjánsdóttir. Að feta okkar fótspor hvert skref gat orðið að langri göngu þitt skref. Markaði spor ég lít þau og horfi til baka. Nú þegar móðan mikla hefur hremmt þig þakka ég og sakna. (Steinþór Jóhannsson) Frá fjölskyldunni í Lundarbrekku 4. Þau sumur sem mér eru minnis- stæðust eru sumrin í Skálá í Skaga- fírði þar sem Kiddi, Siffa, Jón Gunn- , ar og Svabbi bjuggu. Ég hlakkaði alltaf til að koma í sveitina, ég beið allan veturinn eftir að komast þang- að. Þegar við komum í Skálá var alltaf tekið vel á móti okkur. Ég skemmti mér alltaf svo vel að ég vildi helst ekki fara. Þegar ég var 11 ára fluttust Kiddi og Siffa, ég varð mjög leið þegar ég heyrði að þau voru að flytja, því ég vissi að við mundum aldrei gista í Skálá aft- ur. Móðir mín hélt þó sambandi við Kidda og Siffu og var sambandið alltaf gott þar á milli. Við fórum í heimsókn til þeirra og þau komu í heimsókn til okkar. Um áramótin 1991 kom Kiddi í heimsókn til okk- ar, hann var með mér og bróður mínum í tölvunni minni og skemmti ég mér mjög vel. Þegar þau fluttust til Flateyrar minnkaði sambandið milli okkar og Kidda og Siffu, en við héldum enn sambandi. Kiddi var einn besti maður sem ég hef kynnst síðan ég fæddist. Þegar ég hugsa um mín æskuár eru sumrin í Skálá hjá Kidda og Siffu mér alltaf efst í huga og þau mun ég varðveita alla mína ævi. Guðlaug Arnórsdóttir. KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR + Kristín Halldórsdóttir var fædd i Búlandi, Arnarnes- hreppi, 30. mars 1935. Hún lést af slysförum sunnudaginn 22. október síðastliðinn og fór út- förin fram 31. október. „TILVERA okkar er undarlegt ferðalag." Þessi kunna ljóðlína hef- ur komið upp í huga minn, aftur og aftur, undanfama daga. Lífíð er ferðalag, stutt eða langt, sem á sér einungis tvo vissa punkta: Upp- haf og ferðalok. Þar á milli eru svo skin og skúrir, - lífið með öllum sínum margbreytileik. Undanfarið er þó engu líkara en tilveran hafí aðeins tilhneigingu til að sýna á sér skuggahliðina. Hver harmafregnin eftir aðra dynur á okkur. Þá verða mannleg orð máttlítil og vandfund- in. En huggun er þrátt fyrir allt að fínna í orðum. I heilagri ritn- ingu, Guðs orði, er huggun og styrk að fínna. Þvi megum við ekki gleyma. Og hinu skulum við heldur ekki gleyma, að bak við sorgarský- in er sólin, sem einhverntímann nær að skína í gegn aftur til þess að verma og lýsa. En vissulega var eins og dimmdi og ískuldi umlyki mig, þegar ég fékk þá harmafregn að góð vinkona, Kristín Halldórs- dóttir, hefði látist í hörmulegu slysi. Stína vinkona, eins og ég kallaði hana alltaf, var líka sjálf svo mikil andstæða kulda, myrkurs og sorg- ar. Hún bar með sér og geislaði frá sér svo mikilli birtu og hlýju og glaðværð hennar var svo einlæg og sönn. Það var svo stutt í brosið og smitandi hláturinn. Stína var vel gefin og óvenjulega fjölhæf kona. Þar fóru saman hugur og hönd. Það var sama hvort setja þurfti saman frásögn í bundnu eða óbundnu máli, mála, skreyta eða undirbúa veislu. Allt virtist Stínu svo auðvelt en samt unnið af alúð og færni. Hún var samkvæmisdama í bestu merkingu þess orðs en jafnframt mikil húsmóðir, eiginkona og móð- ir. Og það var ekki framagirni, sem skipaði henni í fremstu röð hvar sem hún var, - hún var þvert á móti hógvær og yfirlætislaus. En kostir hennar voru svo augljósir að það var sjálfgefið að hún veldist til for- ystu. Ég kynntist StínUj þegar við vorum ungar í skóla. Eg laðaðist að þessari glaðlegu og fallegu stúlku og eignaðist vináttu hennar og tryggð. Leiðir okkar lágu mismik- ið saman eins og gengur en það var gott að vita af Stínu í nánd og gott til hennar að leita. Seinna varð Stína svo vinnufélagi mannsins míns og það styrkti enn vinaböndin. Og það brást ekki heldur, að hann mat Stínu því meir, sem hann kynntist henni betur. Þannig var Stína. Og nú er stórt og vandfyllt skarð á vinnu- staðnum, í félagsstarfínu og í vina- hópnum. En stærst er þó skarðið í ástvinahópnum. Hjá eiginmanni, dætrum, barnabörnum og tengda- sonum. Ég bið algóðan Guð að gefa þeim áframhaldandi styrk og hugg- un í sorginni. Ferðalokin urðu alltof snemma en við verðum að trúa því, að sá sem ræður för, hafi tilgang með öllu. Og við verðum líka að trúa því að Hann láti Ijós sitt skína, birtu sína umvefja og yl sinn verma þá sem nú syrgja og sakna. Vertu sæl, kæra vinkona. t Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRÐUR JÚLÍUSSON pípulagningameistari, Hjallavegi 6, Flateyri, sem lést af slysförum 26. október sl., verður jarðsunginn frá Fella- og Hóla- kirkju á morgun, föstudaginn 3. nóvem- ber, kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti björgunarsveitirnar njóta þess. Ragnheiður Erla Hauksdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hins látna. Lokað Lokað í dag, fimmtudaginn 2. nóvember, vegna jarðarfarar KRISTINS JONSSONAR. Búbót hf., sultugerð. Naninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.