Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Jafnaðarmenn í Sviss vilja ESB-sókn Bern. Reuter. SVISSNESKIR jafnaðarmenn vilja nota fylgisaukningu sína á þingi í síðasta mánuði til að þrýsta á hægri- sinnaða samstarfsflokka sína í ríkis- stjóm til að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu. Peter Bodenmann, formaður Jafn- aðarmannaflokksins (SP) segir að með samstarfi við hófsama og evr- ópusinnaða íhaldsmenn sé hægt að sannfæra meirihluta svissnesku þjóð- arinnar um kosti Evrópusambands- aðildar. Svisslendingar höfnuðu samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Jafnaðarmenn unnu tólf sæti í þingkosningunum 22. október sl. og eru nú stærsti flokkurinn sem á að- ild að ríkisstjóm landsins. Eiga þeir samtals 54 þingmenn af 200 en ekki eru dæmi um jafnmikla fylgisaukn- ingu flokks í kosningum síðastliðna sjö áratugi. „Þetta er stefna flokks okkar og við munu beijast fyrir henni af aukn- um krafti í ljósi kosningasigursins ... Þar sem ekki varð hægribylgja í kosningunum líkt og spáð hafði ver- ið heldur fylgisaukning vinstriflokka tel ég að hið pólitíska andrúmsloft í landinu verði afslappaðra og meiri iíkur á að fólk failist á ESB-aðild en áður,“ sagði Bodenmann. Flokkar yst til hægri juku fylgi sitt smávægilega og Svissneski þjóð- arflokkurinn (SVP), sem aðild á að stjórninni og berst hatrammlega gegn ESB-aðild fékk fjóra nýja þing- menn kjörna og hefur nú alls 29 menn á þingi. Svissneskir fréttaskýrendur telja flestir að þar sem að jafnt hörðustu fýlgismenn sem andstæðingar aðild- ar juku fylgi sitt verði erfiðara en áður að ná samstöðu um aðildarum- sókn. Hin pólitíska hefð Sviss byggir á breiðri samstöðu og þjóðarat- kvæðagreiðslum. Bodenmann segist hins vegar sannfærður um að auðveldara muni reynast að virkja Evrópusinna í hin- um stjórnarflokkunum tveimur, Rót- tæku demókrötunum (FDP) og Kristilegu demókrötunum (CVP). Báðir flokkarnir hafa lengi verið tví- stígandi í afstöðu sinni gagnvart Evrópusambandinu. „Við stefnum að því að verða full- gildir aðilar að Evrópusambandinu árið 2000. Ef litið er raunhæft á málið verður erfitt að ná því fram,“ sagði Bodenmann. „Við gætum náð meirihluta atkvæða, 55-65% [í þjóð- aratkvæðagreiðslu] ... ef meirihluti þingsins berst fyrir aðild af fullum þunga og sannfæringu," sagði Bod- enmann. Kostar stækkun 3.200 milljarða? KOSTNAÐURINN við að hleypa tíu nýjum aðildarríkjum í Austur-Evr- ópu inn í Evrópusambandið yrði um 38 milljarðar ecu, eða 3.200 millj- arðar íslenzkra króna, á ári að óbreyttri stefnu ESB í t.d. landbún- aðar- og byggðamálum. Að sögn brezka tímaritsins The Economist er þetta niðurstaðan, sem embætt- ismenn framkvæmdastjórnar ESB komust að fyrr í vikunni. Blaðið segir töluna miklu hærri en búizt hafi verið við. The Economist spáir því að þetta kostnaðarmat verði til þess að mörg aðildarríki ESB vilji fara sér hægt í aðildarviðræðum við Austur-Evr- ópuríkin, og ekki sé víst að staðið verði við loforð Kohls Þýzkaland- skanzlara um aðild Austur-Evrópu- ríkja um aldamót. Ríkin, sem miðað er við í kostnað- armati framkvæmdastjómarinnar eru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ung- veijaland, Slóvenía, Rúmenía og Búlgaría. The Economist hefur eft- ir sérfræðingum framkvæmda- stjórnarinnar að jafnvel árið 2002 Halldór hitt- ir Susönnu Agnelli HALLDÓR Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, mun eiga fund með Susönnu Agnelli, utanrík- isráðherra Ítalíu, í Róm þriðju- daginn 7. þessa mánaðar. Um áramót taka ltalir við formennsku í Evrópusam- bandinu og íslendingar í EFTA og EES. Fundurinn er liður í undirbúningi samstarfs ríkj- anna tveggja á vettvangi EES, segir í frétt frá utanríkisráðu- neytinu. Evrópskur veruleiki Landsframleiðsla á mann árið 1993 þus. dollarar 0 5 10 15 .20 ESB meðaltal Slóvanía Tékkland Eistland Ungverjaland Slóvakfa Léttland Pólland Búlgaria Litháen Rúmenía Heimild: Economist kunni Tékkland að verða eina ríkið, sem uppfylli skilyrði aðildar. Einkavæðing gengur hægt Framkvæmdastjórnin hefur áhyggjur af því hvað einkavæðing gengur hægt í Austur-Evrópu. Að- eins Tékkland hefur einkavætt meirihluta gamalla ríkisfyrirtækja. í Ungveijalandi, þar sem erlend fjárfesting er mest í Austur-Evr- ópu, er hún engu að síður helmingi minni miðað við mannfjölda en í Portúgal. Blaðið segir Evrópusambandið eiga ýmsa kosti í stöðunni. Sá fyrsti sé að breyta landbúnaðar- og byggðastefnunni og lækka mjög styrki og greiðslur. Slíkar breyting- ar taki hins vegar tíma og muni óhjákvæmilega seinka aðild Austur- Evrópuríkja. Annar kosturinn sé sá, að veita Austur-Evrópuríkjunum aðild að ESB en veita þeim ekki aðgang að sjóðum sambandsins strax, heldur hægt og sígandi á löngum tíma. Ríkin muni þó tæplega sætta sig við aðild með þessum skilyrðum. Skafðu og skemmtu þér með „Happ í Hendi" Fáðu þér skafmiðann „Happ í Hendi' í næstu sjoppu. Þú getur unnið 2 strax... milljónir ...auk fjölda annarra vinninga. Byrjaðu að skafa Horfðu á þáttinn með Hemma Horfðu á sjónvarpsþáttinn „Happ f Hendi" með Hemma á hverju föstudagskvöldi í Sjónvarpinu. Þú gætir unnið glæsilegan aukavinning á skafmiðann þinn. JAPISð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.