Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 19
FRÉTTIR: EVRÓPA
Jafnaðarmenn
í Sviss vilja
ESB-sókn
Bern. Reuter.
SVISSNESKIR jafnaðarmenn vilja
nota fylgisaukningu sína á þingi í
síðasta mánuði til að þrýsta á hægri-
sinnaða samstarfsflokka sína í ríkis-
stjóm til að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu.
Peter Bodenmann, formaður Jafn-
aðarmannaflokksins (SP) segir að
með samstarfi við hófsama og evr-
ópusinnaða íhaldsmenn sé hægt að
sannfæra meirihluta svissnesku þjóð-
arinnar um kosti Evrópusambands-
aðildar. Svisslendingar höfnuðu
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið í þjóðaratkvæðagreiðslu
árið 1992.
Jafnaðarmenn unnu tólf sæti í
þingkosningunum 22. október sl. og
eru nú stærsti flokkurinn sem á að-
ild að ríkisstjóm landsins. Eiga þeir
samtals 54 þingmenn af 200 en ekki
eru dæmi um jafnmikla fylgisaukn-
ingu flokks í kosningum síðastliðna
sjö áratugi.
„Þetta er stefna flokks okkar og
við munu beijast fyrir henni af aukn-
um krafti í ljósi kosningasigursins
... Þar sem ekki varð hægribylgja í
kosningunum líkt og spáð hafði ver-
ið heldur fylgisaukning vinstriflokka
tel ég að hið pólitíska andrúmsloft í
landinu verði afslappaðra og meiri
iíkur á að fólk failist á ESB-aðild
en áður,“ sagði Bodenmann.
Flokkar yst til hægri juku fylgi
sitt smávægilega og Svissneski þjóð-
arflokkurinn (SVP), sem aðild á að
stjórninni og berst hatrammlega
gegn ESB-aðild fékk fjóra nýja þing-
menn kjörna og hefur nú alls 29
menn á þingi.
Svissneskir fréttaskýrendur telja
flestir að þar sem að jafnt hörðustu
fýlgismenn sem andstæðingar aðild-
ar juku fylgi sitt verði erfiðara en
áður að ná samstöðu um aðildarum-
sókn. Hin pólitíska hefð Sviss byggir
á breiðri samstöðu og þjóðarat-
kvæðagreiðslum.
Bodenmann segist hins vegar
sannfærður um að auðveldara muni
reynast að virkja Evrópusinna í hin-
um stjórnarflokkunum tveimur, Rót-
tæku demókrötunum (FDP) og
Kristilegu demókrötunum (CVP).
Báðir flokkarnir hafa lengi verið tví-
stígandi í afstöðu sinni gagnvart
Evrópusambandinu.
„Við stefnum að því að verða full-
gildir aðilar að Evrópusambandinu
árið 2000. Ef litið er raunhæft á
málið verður erfitt að ná því fram,“
sagði Bodenmann. „Við gætum náð
meirihluta atkvæða, 55-65% [í þjóð-
aratkvæðagreiðslu] ... ef meirihluti
þingsins berst fyrir aðild af fullum
þunga og sannfæringu," sagði Bod-
enmann.
Kostar stækkun
3.200 milljarða?
KOSTNAÐURINN við að hleypa tíu
nýjum aðildarríkjum í Austur-Evr-
ópu inn í Evrópusambandið yrði um
38 milljarðar ecu, eða 3.200 millj-
arðar íslenzkra króna, á ári að
óbreyttri stefnu ESB í t.d. landbún-
aðar- og byggðamálum. Að sögn
brezka tímaritsins The Economist
er þetta niðurstaðan, sem embætt-
ismenn framkvæmdastjórnar ESB
komust að fyrr í vikunni. Blaðið
segir töluna miklu hærri en búizt
hafi verið við.
The Economist spáir því að þetta
kostnaðarmat verði til þess að mörg
aðildarríki ESB vilji fara sér hægt
í aðildarviðræðum við Austur-Evr-
ópuríkin, og ekki sé víst að staðið
verði við loforð Kohls Þýzkaland-
skanzlara um aðild Austur-Evrópu-
ríkja um aldamót.
Ríkin, sem miðað er við í kostnað-
armati framkvæmdastjómarinnar
eru Eistland, Lettland, Litháen,
Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ung-
veijaland, Slóvenía, Rúmenía og
Búlgaría. The Economist hefur eft-
ir sérfræðingum framkvæmda-
stjórnarinnar að jafnvel árið 2002
Halldór hitt-
ir Susönnu
Agnelli
HALLDÓR Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, mun eiga fund
með Susönnu Agnelli, utanrík-
isráðherra Ítalíu, í Róm þriðju-
daginn 7. þessa mánaðar.
Um áramót taka ltalir við
formennsku í Evrópusam-
bandinu og íslendingar í EFTA
og EES. Fundurinn er liður í
undirbúningi samstarfs ríkj-
anna tveggja á vettvangi EES,
segir í frétt frá utanríkisráðu-
neytinu.
Evrópskur veruleiki
Landsframleiðsla á mann árið 1993
þus. dollarar
0 5 10 15 .20
ESB meðaltal
Slóvanía
Tékkland
Eistland
Ungverjaland
Slóvakfa
Léttland
Pólland
Búlgaria
Litháen
Rúmenía
Heimild: Economist
kunni Tékkland að verða eina ríkið,
sem uppfylli skilyrði aðildar.
Einkavæðing gengur hægt
Framkvæmdastjórnin hefur
áhyggjur af því hvað einkavæðing
gengur hægt í Austur-Evrópu. Að-
eins Tékkland hefur einkavætt
meirihluta gamalla ríkisfyrirtækja.
í Ungveijalandi, þar sem erlend
fjárfesting er mest í Austur-Evr-
ópu, er hún engu að síður helmingi
minni miðað við mannfjölda en í
Portúgal.
Blaðið segir Evrópusambandið
eiga ýmsa kosti í stöðunni. Sá fyrsti
sé að breyta landbúnaðar- og
byggðastefnunni og lækka mjög
styrki og greiðslur. Slíkar breyting-
ar taki hins vegar tíma og muni
óhjákvæmilega seinka aðild Austur-
Evrópuríkja.
Annar kosturinn sé sá, að veita
Austur-Evrópuríkjunum aðild að
ESB en veita þeim ekki aðgang að
sjóðum sambandsins strax, heldur
hægt og sígandi á löngum tíma.
Ríkin muni þó tæplega sætta sig
við aðild með þessum skilyrðum.
Skafðu
og skemmtu þér
með „Happ í Hendi"
Fáðu þér skafmiðann „Happ í Hendi'
í næstu sjoppu. Þú getur unnið
2
strax...
milljónir
...auk fjölda annarra vinninga.
Byrjaðu að skafa
Horfðu á þáttinn með Hemma
Horfðu á sjónvarpsþáttinn „Happ
f Hendi" með Hemma á hverju
föstudagskvöldi í Sjónvarpinu.
Þú gætir unnið glæsilegan
aukavinning á skafmiðann þinn.
JAPISð