Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 17
NEYTENDUR
Hljónstræng?
(Orðið „Wjómsveitaræfing" ef það er skrifað eins
og margir bera það fram!)
A: Ér f rá hljónstrængu
B: Kvasiru?
A: Etthiddnalus
mar? Ér f rá
HLJÓNSTRÆNGU!
B: Ettí hljónst?
A: Já, vissir þaggi?
B: Nei, e vissi þaggi.
Hvað eru þessir
piltar að segja?
Getur þú
Ieyst gátuna?
Tölum skýrt!
Skólar fá íslenskuefni
frá Mjólkursamsölunni
„FJÖLDI kennara hefur haft sam-
band við okkur til að kanna hvort
hægt sé að fá eitthvert efni á ís-
lensku líkt og birst hefur aftan á
mjólkurfernunum. Þess vegna var
tekin sú ákvörðun að senda skólun-
um þær 60 ábendingar sem birst
hafa á undanförnu ári,“ sagði
Guðlaugur Björgvinsson forstjóri
Mjólkursamsölunnar, en nýlega
var dreift til skólanna efninu Is-
lenska er okkar mál.
í bréfi sem fylgir með myndun-
um segir að með byltingu í fjölmiðl-
un og tölvuvæðingu heimila hafi
landsmenn komist í nánari snert-
ingu við hvers kyns upplýsingar
og afþreyingarefni á erlendum
málum. Nauðsynlegt sé því að
standa öflugan vörð um íslenska
tungu.
Ennfremur er tekið fram að þrátt
fyrir áhuga forráðamanna Mjólk-
ursamsölunnar á eflingu íslenskrar
tungu verði það þó ávallt fyrst og
fremst verkefni heimila og skóla.
Með í pakkanum fylgir ejnnig texti
og nótur með laginu Á íslensku.
Textinn er eftir Þórarin Eldjárn og
lagið eftir Atla Heimi Sveinsson.
Sameinar
þrjú tæki í
einu
SVOKALLAÐUR töfrasópur;
heimilistæki, sem á að sameina
þijú tæki í einu, þ.e. moppu, sóp
og fægiskóflu, er nýkominn í
Pfaff.
Töfrasópurinn er notaður til
sópa gólf s.s. parket, gólfdúka
og flísar. Ruslið sogast inn í tæk-
ið og losun er sögð auðveld.
Töfrasópurinn kostar 5.980 kr.
Honum fylgir veggstatíf, sem
einnig er hleðslutæki og því not-
ast hann snúrulaus.
Viðurkenning frá
Garnbúð Tinnu
GARNDEILD KÁ Selfossi fékk ný-
lega viðurkenninguna Garnverslun
ársins 1995 frá Garnbúðinni Tinnu.
Þetta er þriðja árið sem búðin veitir
þessa viðurkenningu. Áður hafa
Innrömmun og hannyrðir í Mjódd og
gamdeild Kaupfélags Skagfirðinga
hlotið hana. Lengst til vinstri á
myndinni sést Hugi Harðarson,
markaðsstjóri Garnbúðarinnar
Tinnu, afhenda Sigríði Sveindóttur
og Árna Benediktssyni hjá KÁ Sel-
fossi viðurkenninguna.
Hafmín
og Palmín
NÝJAR feititegundir hafa verið
þróaðar hjá Sól hf. og er nú kom-
in á markað ný feiti undir heitinu
Hafmín, sem sögð er henta vel
til djúpsteikinga á öllum mat,
einkum þeim sem neytt er fljót-
lega eftir steikingu, t.d. frönsk-
um kartöflum, fiski, kjúklingi
o.fl.
Einnig hafa verið hannaðar
nýjar umbúðir utan um Palmín
feiti þar sem fram koma ítarlegar
upplýsingar um innihald og notk-
un. Palmín er unnið úr hertri
jurtaolíu (kókosolíu) og hentar
til að djúpsteikja allan mat, eink-
um þann sem á að geyma í lang-
an tíma, t.d. kleinur og laufa-
brauð.
Hafmín og Palmín fæst í flest-
um verslunum í 500 g einingum.
Eru vasahnífar og önnur
eggjárn leikföng barna?
„ÉG er að velta því fyrir
mér hvort hér á landi séu
ekki einhver lög eða reglur
sem kveða á um aldurtak-
mörk við kaup á hnífum,“
sagði kona sem hafði sam-
band við neytendasíðuna
og var óhress með hve
auðvelt níu ára gamall son-
ur hennar átti með að
kaupa sér vasahníf.
Sonurinn hafði beðið
mömmu sína um vasahníf,
en fengið neitun þar sem
hún taldi hann ekki nógu
gamlan fyrir slík „leik-
föng.“ Skömmu síðar fékk hún
upphringingu frá mágkonu sinni
sem hafði séð strákinn ásamt vini
sínum í matvöruverslun einni þar
sem þeir voru að kaupa vasahnífa,
eftirlíkingu af hinum þekktu sviss-
nesku vasahnífum. Mágkonan
spurði hátt og snjallt í búðinni
hvort þeir væru nógu gamlir til
að kaupa hnífanna, en fékk engin
viðbrögð frá afgreiðslufólki.
Nú þykknaði í viðmælanda
neytendasíðunnar sem talaði við
soninn undir fjögur augu. Eftir
máttlausa tilraun til að sveija
eignarhaldið af sér, kom sagan.
Umrædd- verslun auglýsti ákveðin
vöruheiti, þar á meðal vasahnífinn,
á 100 krónur. Félagarnir útveguðu
100 krónurnar nokkuð auðveld-
lega, okkar maður með því að taka
af afmælispeningum sem hann
átti. Freistingin var óviðráðanleg
þrátt fyrir bann og til þess að
koma í veg fyrir að mamman fyndi
hnífinn var hann grafinn úti í
garði.
Það varð ekki til að létta lund
móðurinnar að ræða við
móður vinarins um hnífa-
kaupin. Þar fékk hún nefni-
lega að heyra að í Svíþjóð
hefði fyrir nokkru strákur
á aldur við þeirra tekið upp
vasahníf þegar honum varð
sundurorða við vin sinn,
slæmt hnífnum í átt að
honum - og orðið honum
að bana.
Engin aldurstakmörk
Neytendasíðan hafði
samband við Ómars Smára
Ármannsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn, og spurði hann
hvort engin lög eða reglur kvæðu
á um lágmarksaldur til að kaupa
hnífa og eggvopn. Ómar Smári
sagði að svo framarlega sem um
væri að ræða hnifa sem leyfilegt
væri að selja hér á landi væru
engar slíkar reglur í gangi. Engin
aldurtakmörk þyrfti til. Hins vegar
ættu skynsemissjónarmið verslun-
areigenda að ráða þegar börn
væru að falast eftir því að kaupa
hnífa, enda slík verkfæri ekki
barnameðfæri.
Ckotce
y ♦
5% staðgreíðsluafsláttur af
póstkröfum greiddum
innan 7 daga.
GLÆSIBÆ • SÍMI 581 2922