Morgunblaðið - 12.11.1995, Side 13

Morgunblaðið - 12.11.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 C 13 Bílgreinasambandið 25 ára Starfsemi og markmiö BÍLGREINASAMBANDIÐ er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Bílgreina- sambandið var stofnað 14. nóvember 1970 með samruna tveggja félaga, Sambands bíla- verkstæða á íslandi og Félags bifreiðainnflytj- enda. í dag eru í Bílgreinasambandinu yfir 180 fyrirtæki í Reykjavík og um allt land, þ.e. bifreiðainnflytjendur, varahlutasalar, al- menn verkstæði, bílamálningar- og réttingar- verkstæði, smurstöðvar, ryðvamarstöðvar og aðrir þjónustuaðilar í bílgreininni. Fyrsti formaður Bílgreinasambandsins þeg- ar það var stofnað fyrir 25 árum var Gunnar Ásgeirsson. Formaður í dag er Hallgrímur Gunnarsson forstjóri Ræsis hf. Skrifstofa sambandsins er í Húsi verslun- arinnar, Kringlunni 7, Reykjavík. Bílgreinasambandið er hagsmunasamtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Skrifstofa sam- bandsins fylgist með nýjungum, hagræðing- armálum, opinberri löggjöf og öllu því sem snýr að bílgreininni á hverjum tíma og kynn- ir fyrir félagsmönnum. Bílgreinasambandið er málsvari fyrir sambandsaðila um málefni bílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum við- skiptamönnum og almenningi og kynnir hags- muni og sjónarmið félaga sinna. Einnig hefur Bílgreinasambandið mikið lát- ið til sín taka menntunarmál í bílgreininni bæði hvað varðar frumuppbyggingu grunn- menntunar og rekur eftirmenntunarnámskeið í samvinnu við sveinafélögin í bílgreininni. í samvinnu við FÍB hefur Bílgreinasam- bandið á undanförnum árum rekið kvörtunar- þjónustu og hafa þessir aðilar á sínum vegum sáttamann sem tekur að sér að leysa úr ágreiningi um verkstæðisvinnu og ábyrgð nýrra bíla sem upp kann að koma milli við- skiptavinar annars vegar og verkstæða og bifreiðainnflytjenda hins vegar. Ævar Frið- riksson bifvélavirkjameistari starfar nú sem sáttamaður. Bílgreinasambandið er aðili að norrænum og alþjóðlegum samtökum innan bílgreinarinn- ar og tekur virkan þátt í starfsemi þeirra aðila. Segja má að helstu baráttumál í dag séu að vinna að því að leikreglur og starfsum- hverfi bílgreinarinnar séu sem stöðugust, leggja áherslu á gæðastjórn og virka mennta- stefnu, efla þjónustu og upplýsingamiðlun til félagsmanna. Markmiðið er að ná fram meiri hagræðingu og framleiðni þannig að hægt sé að veita bíleigendum sem besta þjónustu á sem hagkvæmustu verði. Sem dæmi um stefnumál má nefna að Bíigreinasambandið beitir sér fyrir því að stjörnvöld endurskoði stefnu sína í gjaldtöku af bifreiðum og að gjöld verði lækkuð og látið af þeirri miklu neyslustýringu sem felst í stighækkandi gjöldum eftir vélarstærð. Nejdendum verði gert kleift að kaupa þær bifreiðir sem þeim henta best. Óraunhæft er að skattleggja öryggisbúnað bifreiða. Saltskán á hjólbörðum í ÞEIM byggðarlögum þar sem salt er borið á götur myndast óhjá- kvæmilega saltskán á hjólbörðum sem minnkar mótstöðu þeirra um- talsvert í snjó, og þess’vegna er öryggisatriði að þvo hjólbarðana vel þegar slíkt skeður. Þetta vill vaxa í augum hjá mörg- um, en í raun er mjög auðvelt að þvo hjólbarðanfta. Bensínstöðvar Esso eru meðal þeirra sem selja hreinsiefni sem notuð eru í þessum tilgangi. Um er að ræða öflug hreinsiefni sem samanstanda af whitesprit og leysiefnum sem hreinsa tjöru, vegolíur og önnur efni af hjólbörðum. Á eins lítra umbúðunum eru úða- stútar, og er ráðlagt að bíða í 5-10 mínútur á meðan efnið er að virka eftir að dekkin hafa verið úðuð og aka síðan frá í snjó eða skola af með heitu vatni. Þá er einnig til sérstakt dekkjaklístur á úðabrúsa sem gerir dekkin stamari í hálku. Skídafest- ingar með segulmottum Á bensínstöðvum ESSO eru fáanleg- ar skíðafestingar sem festar eru á þak bílsins með flötum segulmottum. Skíðafestibúnaðurinn, sem tekur tvö sett af skíðum, er festur á flatar segulmottur sem lagðar eru ofan á þak bílsins. Segulbúnaðurinn er það sterkur að ekki er mögulegt að festingarnar fari af í vindi eða á meðan á akstri stendur. Til þess að ná þeim af er einfaldlega togað í flipa á einu horni mottunnar. Meðal annarra aukahluta sem seldir eru hjá ESSO má nefna startkapla, snjómottur, hleðslutæki, snjókústa og dráttartóg. Láttu það ekki vaxa þér í augum að eignast draumabílinn! Sjóvá-Almennar geta lánað þér allt að 75% af kaupverðinu. Bílalán Sjóvá-Almennra er einfalt, fljótlegt og þœgilegt og til afgreiðslu strax hjá öllum hílaumboðunum. STOFN-félagar hjá Sjóvd-Almennum greida lcegri lántökukostnað r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.