Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 28
28 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Audi A6 2600 3.480.000 kr. Mercedes-Benz C 280 2,84.857.000 kr. Mercedes-Benz E 420 4,2 8.199.000 kr. 210 km/klst I0,5sek 8,9l kg/ha I0,l I 230 km/klst . 9,l sek 8,13 kg/ha I0,4l 210 km/klst 9,3 sek 7,84 kg/ha ll.ll MERCEDES-Benz E línan hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. ABS-hemlakerfi, öryggispúða í stýri, litað gler, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa, höfuðpúða á aftursætum, armpúða í aftur- sæti, mælir fyrir útihita og hlífðarpönnu fyrir vél og gír- kassa. Að auki er E línan m.a. búin öryggispúða fyrir farþega í framsæti, spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðusprautu. E 320 með 3,2 lítra vél og sjálf- skiptingu kostar 6.524.000 kr. • Vél: 2,8 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. e Afl: 193 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 270 Nm við 3.750 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 479/180/144 sm. 1.570 kg. • Eyðsla: 10,4 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Ljósapera sem pípir KOMINerá markað ljósa- pera sem ætluð er til ísetningar i afturljós bif- reiða. Peran gef- ur frá sér hljóð þegar bíll er settur í bakkgír. Þetta er halogen pera sem er 12 v og 24 v. ísetning- in er tiltölulega auðveld. Gamla peran er tekin úr perustæðinu og nýjan peran sett í staðinn. Þeir sem ekki treysta sér til slíkra verka geta fengið aðstoð hjá afgreiðslumönnum á bensínafgreiðslum Skey ungs þar sem peran er til sölu. Peran kostar 1.950 kr. ■ VOLVO 960 V6 með 3ja lítra vélinni skilar 34 hestöflum meira en 2,5 lítra vélin. Sami búnaður er í bílunum en 3.0i fæst aðeins sjálfskiptur. Þetta er það sem margir kalla forstjórabíl og það skortir nánast ekkert upp á búnaðinn, ABS, líknarbelgur í stýri og hliðum, tvívirk miðstöð, fimm höfuðpúðar o.fl. • Vél: 3,0 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 204 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 267 Nm við 4.300 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 486/175/143 sm. 1.600 kg. • Eyðsla: 11,1 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnspýting. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Flókid skrán- ingarkerfi BÍLAR hér á landi eru flokkaðir eftir mörgum kerfum og hafa ýmis vandamál komið upp í sam- bandi við það. Bílar eru flokkaðirí samræmi við tollskrá og mismunandi vörugjöld greidd eftir hinum ýmsu flokkum. ísland er eitt um að nota þetta gamla tollakerfi sem nú er búið að snúa upp í vörugjaldskerfí samkvæmt EES-samningnum til að ákvarða innflutningsgjöld á bíla. Síðan eru bflar skráðir til notkunar eftir flokkun í reglu- gerð um gerð og búnað ökutækja, og er sú flokk- un í samræmi við ESB-tilskipanir. Ágreiningur hefur t.d. risið milli tollyfirvalda um hvort ákveðinn bíll sé ökutæki til vöruflutn- inga eða ökutæki gert aðallega til mannflutn- inga. Síðan hvernig bílar skiptast í undirflokka, sem er óháð því hvemig þeir flokkast að endingu við skráningu. Mörg ágreiningsmál um flokkun bíla í tolli koma jafnan til úrskurðar í ríkistolla- nefnd, jafnvel þótt úrskurður í svipuðum máli liggi fyrir og flokkun ætti að vera ljós. Hefur niður- staða oft orðið mjög mismunandi t.d. milli um- dæma, og dæmi um að ökutæki sé flokkað til vöruflutninga í tolli en síðan skráð sem fólksbif- reið. 207 km/klst 11,5 sek AUDI A6 leysir af hólmi söluhæsta bíl Audi verksmiðj- anna sem var Audi 100. Sá bíll var framleiddur í yfir 25 ár og það var ekki síst hann sem lagði grunn að vel- gengni Audi. í Audi 100 komu margar tækninýjungar fram, s.s. fyrsta 5 strokka vélin og hann varfyrsti fjölda- framleiddi bíllinn með sítengdu aldrifi. Bíllinn sem með 6 strokka vél. Inni í verðinu er sjálfskipting. • Vél: 2,6 lítrar, 6 strokkar, 12 ventlar. • Afl: 150 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 225 Nm við 3.350 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 479/178/143 sm. 1.480 kg. • Eyðsla: 7,5 I miðað við jafnan 90 km hraða og 13,5 I innanbæjar. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð innsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Chrysler Stratus LX 2,5 2.800.000 kr. CHRYSLER Stratus LX er með V6, 161 hestafla vél sem smíðuð er af Mitsubishi. Þetta er ekta amerísk hraða- kerra og sportlegar línur bílsins auka enn á á gleði bílaá- hugamannsins. Bíllinn er framhjóladrifinn og er með líknarbelg, samlæsingum, ABS, álfelgur og rafdrifnar rúður. Stratus var kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum 1995. • Vél: 2,6 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 161 hö við 5.950 snúninga á minútu. • Tog: 214Nm við 4.400 snúninga á mínútu. ^ Mál og þyngd: 475/182/137 sm. 1.435 kg. ""• Eyðsla: 10,1 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Rafstýrð fjölinnsprautun. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. Honda Legend 3.2 4ja dyra 6.000.000 kr. 7,58 kg/ha 10,8 I 223 km/klst 8,1 sek HONDA Legend er sannkallaður eðalvagn, framhjóla- drifinn með 3,2 lítra, V6 vél sem skilar 205 hestöflum. Bíllinn er leðurklæddur að innan, með hraðanæmt vökvastýri, ABS, 2 líknarbelgi, rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrðri samlæsingu, loftkæiingu, hraða- stilli, minni á sætastillingum, rafdrifna sóllúgu, álfelgur o.fl. Legend er einnig fáanlegur sem 2ja dyra coupe. • Vél: 3.2 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 205 hö við 5.500 snúninga á mfnútu. • Tog: 293 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 495/181/141 sm. 1.555 kg. • Eldsneytiskerfi: PGM-Fi rafeindastýrð, bein inn- spýting. • Umboð: Honda á íslandi, Reykjavík. 230 km/klst 8.8 sek 7,72 kg/ho 10,6 250 km/klst 7,l sek 6,06 kg/ha 10,6 MERCEDES-Benz C línan hefur m.a. sem staðalbúnað ABS-hemlakerfi, öryggispúða í stýri, litað gler, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða úti- spegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa, höfuðp- úða á aftursætum, armpúða í aftursæti, mælir fyrir útihita og hlífðarpönnu fyrir vél og gírkassa. Meðal aukabúnaðar sem er fáanlegur er spólvörn, rafstýrt framsæti, rafdrifin sóllúga, hraðastillir, rafdrifnar rúður og jafnhæðarbúnaður. • Vél: 2,8 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 193 hö við 5.500 snúninga á minútu. • Tog: 270 Nm við 3.750 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 449/172/142 sm. 1.490 kg. • Eyðsla: 10,6 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. MERCEDES-Benz E línan hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. ABS-hemlakerfi, öryggispúða í stýri, litað gler, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhitaða útispegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa, höfuðpúða á aftursætum, armpúða í aftur- sæti, mælir fyrir útihita og hlífðarpönnu fyrir vél og gír- kassa. Að auki er E línan m.a. búin öryggispúða fyrir farþega í framsæti, spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðusprautu. E 420 er með sjálfskiptingu. • Vél: 4,2 lítrar, 8 strokkar, 32 ventlar. • Afl: 279 hö við 5.700 snúninga á mínútu. • Tog: 400 Nm við 3.900 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 479/180/144 sm. 1.690 kg. • Eyðsla: 10,6 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Mercedes-Benz E 280 2,8 5.667.000 kr. Volvo 960 3.0I 3.598.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.