Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 26
26 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Mazda 626 GT 2,5 2.850.000 kr. 220 km/klst 8,5 sek MAZDA 626 hefur hlotið fjölda viðurkenninga og má þar nefna Gullna stýrið 1992, Bíll ársins í Danmörku 1993 og tímaritið Wheels útnefndi bílinn besta bíl árs- ins 1992. Þetta er fimmta kynslóð gerðarinnar og er 1996 árgerðin óbreytt frá fyrri árgerð. Mazda GT 2,5 er 5 dyra hlaðbakur með sjálfskiptingu. Staðalbúnaður er m.a. samlæsing, rafdrifnar rúður, rafhituð framsæti, rafdrifnir og rafhitaðir speglar og ABS. • Vél: 2,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 166 hö viö 5.600 snúninga á mínútu. • Tog: 217 Nm við 4.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 468/175/140 sm. 1.315 kg. • Eyðsla: 9,5 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Saab 9000 CS 2.3T turbo 3.233.000 kr. 235 km/klst 7,5 sek 6,87 kg/ho 8,81 SAAB CS og CD 2.3 rríeð forþjöppu er einn kraftmesti í Saab úrvalinu hérlendis. Þetta er hraðakstursbíll sem er aðeins 7,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða og hvert hestafl knýr aðeins 6,87 kg. Reyndar framleið- ir Saab einnig CS Aero með forþjöppu sem skilar 225 hestöflum og er 6,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða en til þess að njóta hans þurfa menn hraðbraut- ir. Sjálfskiptur kostar hann 3.403.000 kr. • Vél: 2,3 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 200 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 323 Nm við 1.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 476/178/142 sm. 1.375 kg. • Eyðsla: 8,8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnspýting. • Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. Audi smíðar úr úli AUDI í Þýskalandi ætlar að halda áfram smíði álbíla en í hitteðfyrra var frumkynntur A8 fólks- bíllinn sem er með yfirbyggingu og vél úr áli. Nú er það TT sportbíllinn sem kynntur var í Frankfurt í síðasta mánuði sem verður úr áli að innan sem utan. Búist er við að Audi framleiði tugi þúsunda slíkra bfla. Forsvarsmenn Audi viðurkenna að vissir erfið- leikar hafi fylgt framleiðslu álbíla en þeir séu yfír- stíganlegir og markaðurinn sé tilbúinn til að taka við slíkum bílum jafnvel þótt þeir séu töluvert dýrari en bílar úr hefðbundnari smíðaefnum. Þynnri og hreinni bruni SAAB hefur hannað nýja gerð stimpla fyrir kom- andi hreinbrunahreyfla sína, sem þeir telja að muni minnka eldsneytiseyðslu um allt að 8% og nituroxíð um 20% til 40%. Hreyflarnir eru nú til reynslu í Svíþjóð. Opel Omega GL 2.5 V6 3.067.000 kr. 223 km/klst 9,5 sek 8,88 kg/ha 9,61 ÞEGAR ný Omega kom á markað 1994 var hún boðin með nýrri V6 vél sem einnig var að finna í Vectra og Calibra bílunum. Staðalbúnaður í 4ra dyra bílnum er ríkulegur og nægir þar að nefna hraðanæmt vökva- stýri, spólvörn, 2 líknarbelgi, ABS, 75% læst drif, raf- drifnar rúður að framan. Með 4ra þrepa sjálfskiptingu með vetrar-, sparnaðar- og sportstillingu kostar bíllinn 3.270.000 kr. • Vél: 2,5 litrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 170 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 227 Nm við 6.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 479/179/145 sm. 1.510 kg. • Eyðsla: 9,1 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnspýting. • Umboð: Bflheimar hf., Reykjavík. Volvo 960 2.5i 2.848.000 kr. 210 km/klst 9,7 sek 9,41 kg/ho I0,5l GERÐ var andlitslyfting á Volvo 960 í fyrra en þá hafði hann verið óbreyttur á markaði frá 1990. Nýr framendi er á bílnum og undirvagninn er nýr. Þá var einnig boð- ið upp á beinskiptingu og 2,5 I vél en áður hafði hann aðeins fengist V6 og sjálfskiptur. Staðalbúnaður er m.a. líknarbelgur í stýri og hliðum, ABS, rafknúnir úti- speglar og framsæti, barnabílstóll, samlæsing og læst afturdrif. Sjálfskiptur kostar hann 3.098.000 kr. • Vél: 2,5 lítrar, 6 strokkar, 24 ventlar. • Afl: 170 hö við 5.700 snúninga á mínútu. • Tog: 230 Nm við 4.400 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 487/175/141 sm. 1.600 kg. • Eyðsla: 10,5 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein fjölinnspýting. • Umboð: Brimborg hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn LOFTUR er fyrsti nýi Land Cruiserinn sem settur er á loftpúðafjöðrun. Land Cruiser með loft- púöafjöðrun og -dælu LAND Cruiserinn er með búnaði sem dælir lofti í og úr dekkjum inni í bílnum. LAND Cruiser hefur upp á flest að bjóða sem nauðsyn- legt er að hafa í fjallabíl, t.d. mjúka og slaglanga fjöðrun, rafdrifnar 100% driflæsingar framan og aftan, fljótandi öxla á öllum hjólum, diska- bremsur allan hringinn, 170 hestafla dísil-túrbó fjölventla- vél án millikælis en er um 200 hestöfl með millikæli. Bíllinn er einnig með vökva- og veltistýri og snúnings- hraðamæli. Þetta er staðlaður búnaður. Nýlega tóku starfsmenn Toyota aukahluta sig til og breyttu stöðluðum Land Cru- iser í sannkallað fjallafarar- tæki og hér verður lítillega sagt frá aukabúnaði bílsins. Ný gerð milligírs Síðar verður sett í bflinn ný gerð af milligír sem er NP 208 plánetu gír með enn lægra hlutfalli en áður hefur verið á boðstólum í Toyota Land Cruiser. Hlutfall út í hjól er 143,5:1. Afturhásing var hins vegar færð um 15 cm aftar og er þá heildarlengd á milli hjóla 300 cm. Bíllinn er kallaður „Loftur" vegna þess mikla loftbúnaðar sem settur var í bílinn. Þetta er fyrsti nýi Landcru- iserinn sem settur er á loftpúðafjöðr- un. Ástæða þess er líklega sú að Land Cruiser hefur upp á að bjóða mjög slaglanga og mjúka fjöðrun frá framleiðanda. íslendinga langar samt alltaf til að prófa eithvað nýtt og þess vegna var ákveðið að setja loft- púða í Loft. Bílnum hefur enn ekki verið reynsluekið en eftirvæntingin er orðin mikil hjá starfsmönnum Toy- ota aukahluta að finna muninn. Land Cruiserinn er einnig með búnaði sem dælir lofti í og úr dekkjum inni í bflnum sem er nýjung í þessum bílum. Þetta er búnaður sem Toyota aukahlutir ætlar að bjóða á pakkaverði í framtíðinni og verður það kynnt betur síðar. Llnsuljós Einnig er bíllinn búinn Ramsey PRO 9000i spili sem hægt er að færa hvort sem er að framan eða að aftan með lítilli fyrirhöfn. Þetta er kallað hraðtengt spil. Ljóskastararnir sem eru Piaa eru tveggja geisla 180x100 W gulir einnig eru Piaa „augu“ sem kölluð eru, en það eru Íjós sem eru með inn- byggðri linsu þannig að Ijósið lýsir bara niður á veginn en ekki upp. Þetta gerir það að verkum að hægt er að aka með þessi linsuljós í hríðar- byl og þoku án þess að blindast. Dekkin eru frá Dick Cepek, stærð- in 44/18,5-15. Felgumar eru 17“ á breidd og 15“ á hæð. Þessum Land Cruiser er að öllu leyti breytt á breytingaverkstæði Toy- ota aukahluta en það er sérhæft verk- stæði sem eingöngu yinnur við breyt- ingar á bílum. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.