Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 18
18 C SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r Mercedes-Benz E 200 2,0 3.930.000 kr. 205 km/klst 11,4 sek 10,59 kg/ha 8,21 MERCEDES-Benz E línan hefur sama staðalbúnað og C línan, þ.e. ABS-hemlakerfi, öryggispúða í stýri, litað gler, fjarstýrða samlæsingu með þjófavörn, rafdrifna og rafhit- aða útispegla, hæðarstillingu framsæta og ökuljósa, höfuðpúða á aftursætum, armpúða í aftursæti, mælir fyrir útihita og hlífðarpönnu fyrir vél og gírkassa. Að auki er E línan m.a. búin öryggispúða fyrir farþega í fram- sæti, spólvörn, rafdrifnum rúðum og upphitaðri rúðu- sprautu. E 230 með 2,3 lítra vél kostar 4.697.000 kr. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 136 hö við 5.500 snúninga á mínútu. • Tog: 190 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 479/180/143 sm. 1.440 kg. • Eyðsla: 8,2 I miðað við blandaðan akstur. • Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. Mitsubishi Galant GLSi 16V 2.120.000 kr. 205 km/klst 9,7 sek 9,42 kg/ha 8,31 MITSUBISHI Galant kom fyrst á markað 1972 og er árgerð 1996 af fjórðu kynslóð bílsins. Bíllinn er fáanleg- ur sem fernra dyra stallbakur og staðalbúnaður í honum er m.a. líknarbelgur, álfelgur, rafstýrðir og hitaðir úti- speglar, rafdrifnar rúðuvindur, samlæsing, skriðstillir, útvarp, fjórir hátalarar og sjálfVirkt loftnet. Sjálfskiptur kostar bíllinn 2.260.000 kr. Einnig er bíllinn fáanlegur með fjórhjóladrifi og kostar þá 2.360.000 kr. • Vél: 2.0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 137 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 162 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 462/173/139 sm. 1.291 kg. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. • Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Nissan Almera GX 1,6 1.445.000 kr. Nissan Primera SLX 2,0 1.759.000 kr. 205 km/klst 9,9 sek 9,8 kg/ho 8,31 NISSAN Primera kom fyrst á markaðinn árið 1990 og þá sem árgerð 1991. Bíllinn er búinn afl- og veltistýri, hita í framsætum, rafdrifnum rúðum, rafstýrðum úti- speglum, samlæstum hurðum, líknarbelg og NATS- þjófavörn. Styrktarbitar eru í hurðum. Sjálfskiptur kosta bíllinn 1.887.000 kr. Nissan Primera SLX fimm dyra kostar 1.788.000 kr. og með sjálfskiptingu 1.928.000 kr. • Vél: 2,0 lítrar, 4. strokkar, 16 ventlar. • Afl: 125 hö við 5.600 snúninga á mínútu. • Tog: 170 Nm við 4.800 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 440/170/149 sm. 1.225 kg. • Eyðsla: 8,3 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. Opel Omega GL 2.0 2.495.000 kr. 210 km/kist Usek 10,48 kg/ha 8,51 • ■ < /. wiíssi i sE'Kaii w WltMliíBílli'>1iMffíÍ,r Peugeot 406 SV1,8 1.640.000 kr. 192 km/klst 12,5 sek 11,2 kg/ha -------------------------------------------------- I PEUGEOT 406 var frumkynntur á bílasýningunni í Frank- furt í október. Nýlega hafnaði hann í 2. sæti yfir bíl ársins í Danmörku. Bíllinn er framhjóladrifinn og hefur verið hrósað fyrir góða aksturseiginleika. Meðal staðal- búnaðar eru tveir líknarbelgir, rafmagnsrúður, fjarstýrð- ar samlæsingar, ABS-hemlalæsivörn og upphituð fram- sæti. 1,8 bíllinn er sjálfskiptur. I •Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 112 hö við 5.500 snúninga á mfnútu. • Tog: 155 Nm við 4.250 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 455/176/139 sm. 1.265 kg. • Eyðsla: 6,7 I miðað við blandaðan akstur. •Eldsneytiskerfi: Fjölinnsprautun. •Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. í Peugeot 406 2,0 ?? 203 km/klst 11 sek 9,87 kg/ha 8,41 OPEL Omega kom breyttur á markað sem 1995 árgerð og er því nýr bíll. Þetta er stór bíll sem keppir á sama markaði og Mercedes-Benz, BMW og Audi. Bíllinn er m.a. með ABS, 2 líknarbelgi, vökvastýri, 75% læstu drifi, rafdrifnum speglum og rúðum að framan og fjar- stýrðum samlæsingum með þjófavörn. Með sjálfskipt- ingu, sparnaðar-, sport- og vetrarstillingu, kostar hann 2.695.000 kr. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 136 hö við 5.600 snúninga á mfnútu. • Tog: 185 Nm við 4.000 snúninga á minútu. • Mál og þyngd: 479/179/145 sm. 1.425 kg. • Eyðsla: 8,5 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Fjölinnspýting. • Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík. Peugeot 306 ST1,8 4ra dyra 1.680.000 kr. PEUGEOT 406 2,0 fernra dyra er með snarpari vél en , 1,8 I bíllinn og skilar það sér í betra upptaki sem mun- ar 1,5 sekúndu. Vélin er ágætlega kraftmikil, 135 hest- [ öfl, sem ættu að duga vel bíl í þessum stærðarflokki. b Staðalbúnaður með 406 er í rýmra lagi, ABS-hemlalæsi- 1 vörn, líknarbelgur í stýri og fyrir framsætisfarþega, raf- magnsrúður, fjarstýrðar samlæsingar og upphituð fram- sæti. • Vél: 2,0 litrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 135 hö við 5.500 snúninga á minútu. • Tog: 180 Nm við 4.200 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 455/176/139 sm. 1.333 kg. • Eyðsla: 8,4 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. I Renault Laguna 2.0 1.758.000 kr. NISSAN Almera með 1,6 lítra vél er búinn afl- og velti- stýri, rafdrifnum rúðum, rafstýrðum útispeglum, bílbeltastrekkjara, samlæstum hurðum og NATS-þjófa- vörn. Styrktarbitar eru í hurðum og annar öryggisbúnað- ur er krumpusvæði og stýrisslá. Sjálfskiptur kosta bíll- inn 1.495.000 kr. Nissan Almera SLX er að auki með líknarbelg og kostar sú útgáfa 1.485.000 kr. og með sjálfskiptingu 1.548.000 kr. • Vél: 1,6 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar. • Afl: 100 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 136 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 432/169/139 sm. 1.080 kg. • Eyðsla: ?? I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innsprautun. • Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. 175 km/klst 12 sek 10,4 kg/ha 200 km/klst 10.6 sek 10,90 kg/ha ??l 168 km/klst ?? sek PEUGEOT 306 með 1,8 lítra vélinni er snarpur bíll sem skilar 103 hestöflum og sportlegur í akstri. Bíllinn er framhjóladrifinn eins og aðrir í 306 línunni og er boðinn með sjálfskiptingu. Fjögurra dyra bíllinn er með 463 I farangursrými. Einnig er hann fáanlegur 5 dyra. Reynd- ar bjóða Peugeot verksmiðjurnar upp á 16 mismunandi útfærslur af 306 bílnum og er þessi bíll sá dýrasti í lín- unni sem hér er í boði. • Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 12 ventlar. • Afl: 103 hö við 6.000 snúninga á mínútu. • Tog: 153 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 399/169/138 sm. 975 kg. • Eyðsla: 8 I miðað við blandaðan akstur. • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Jöfur hf., Kópavogur. RENAULT Laguna leysti af hólmi Renault 21 og kom fyrst á markað í fyrra sem 1995 árgerð. Þetta er falleg- | ur millistærðarbíll og eins og fyrirrennarinn er hann eingöngu smíðaður sem 5 dyra hlaðbakur. Bíllinn minnir reyndar nokkuð á stóra bróður Safrane. Hjá B&L verð- ur hann í boði með 2,0 I vél en hann er einnig fram- leiddur með 1,8 I vél, 3ja I V6 vél og 2,2 I dísilvél með forþjöppu. Sjálfskipting kostar 140.000 kr. aukalega. • Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 8 ventlar. • Afl: 113 hö við 5.250 snúninga á mínútu. • Tog: 168 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. • Mál og þyngd: 450/175/143 sm. 1.255 kg- • Eldsneytiskerfi: Bein innspýting. • Umboð: Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Reykjavík. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.