Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 C 27 Aukahlutir í bíla Mikið úrval hjú Bíla- nausti BÍLANAUST hf. býður bifreiðaeig- endum upp á ýmislegan aukabúnað í og á bíla, og má þar til dæmis nefna aukaljósin frá Hella í Þýska- landi. Þau fást í mörgum gerðum fyrir fólksbíla, jeppa og vörubifreið- ar, og er verðið frá kr. 6.973. Margar gerðir af toppgrindarbog- um ásamt skíðafestingum eru fáan- legar og er verðið á toppgrindarbog- unum frá 4.200 kr. Einnig eru fáan- legir farangurskassar og kosta þeir frá 26.000 kr. Afturspoilerar fást fyrir margar gerðir bíla hjá Bíla- nausti, t.d. með díóðubremsuljósi, og kosta þeir frá 15.059 kr. Þá eru á boðstólum mikið úrval af loftnetum fyrir bílaútvörp, GSM síma og CB stöðvar, og er verðið frá 1.100 kr., einnig plasthjólkopp- ar á flestalla fólksbíla með 13“, 14“ og 15“ felgum og kosta þeir frá 3.998 kr. settið, dráttarbeisli á bílinn fyrir sumarbústaða- eða snjósleðakerruna fást í miklu úr- vali og er verðið frá 13.600 kr., og ýmsar gerðir af sætaáklæðum frá Noregi og Ítalíu kosta frá 4.250 kr. settið í allan bílinn. Mikið úrval af Ijósaperum'í bílinn fæst hjá Bflanausti, og þar á meðal er hin vinsæla gullpera, sem brýtur niður útfjólubláa geisla, og þá sér- staklega við erfið akstursskilyrði í þoku, snjókomu og skafrenningi. Kostar 55W gullpera frá kr. 1.280. í lokinn má nefna að fyrir þá sem gera lítilsháttar við bílinn sinn sjálfir og einnig fyrir fagmenn fæst mikið úrval af viðgerðarbók- um frá Haynes og Chilton í Bfla- nausti, og er verð bókanna frá 2.590 kr. VOLVO S4 verður frumkynnt- ur á Islandi í febrúar næstkom- andi. Hann er smíðaður í NedC- ar verksmiðjununni í Hollandi sem Mitsubishi og Volvo eiga í með hollenska ríkinu. S4 er mitt á milli núverandi 400 línu og 850 en hann er 4 sm lengri en Carisma frá Mitsubishi, sem einnig er smíðaður í NedCar, og meira í hann lagt. Fram- leiðslu á 400 bílunum verður hætt nú með tilkomu S4. Volvo S4 er framhjóladrif- inn, fjögurra dyra bíll, 4,48 m á lengd. Línurnar eru allar mun mýkri en menn eiga að venjast frá Volvo. S stendur fyrir stall- bak en seinna kemur á markað F4 sem er hlaðbaksútfærsla og þriðja nýjungin frá Volvo verð- ur C7 sem er blæju- og tveggja dyra sportútfærsla af 850 bíln- um. S4 verður liklega kominn á markað næsta vor víðast hvar í Evrópu og verður bíllinn á Volvo S í staó 400 svipuðu verði og Audi A4. Stað- albúnaður í S4 verður m.a. fjór- ir líknarbelgir, þar af tveir í hliðunum. Hurðir eru styrktar til að þola árekstur á 65 km hraða á klst. Einnig verður ABS-hemlalæsivörn og fjórir hnakkapúðar staðalbúnaður. Innbyggður barnabílstóll í aft- ursæti verður aukabúnaður sem og rafstýrð sjálfskipting og loftræstikerfi. S4 verður boðinn með tveim- ur, nýjum vélum, þ.e. 1,8 lítra vél sem skilar 115 hestöflum, er 10,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. og nær 195 km hámarkshraða. 2,0 lítra vélin skilar 137 hestöflum, er 9,3 sekúndur úr kyrrstöðu 1100 km hraða á klst. og nær 210 km hámarkshraða. Val um fjöðrun Þá getur kaupandi valið um hvort hann tekur undirvagn með þægilegri og slaglangri fjöðrun eða stífari og sportlegri fjöðrun. Volvo bryddar einnig upp á þeirri nýjung að um leið og kveikt er á ökuljósunum kviknar á fjórum gulum stöðu- ljósum sem staðsett eru nálægt öllum fjórum hornum stuðar- anna. Auk þess er ný gerð hemlaljósa á S4, svonefnd LED- lugt, sem kviknar mun fyrr á, eða á einni millisekúndu, en á hefðbundnum hemlaljósum tek- ur það 250 millisekúndur að verða yós frá því stigið er á hemlana. Þetta þýðir að heml- unarvegalengd bíls sem ekur á eftir S4 á 130 km hraða á klst styttist um 8,7 m þurfi hann að snögghemla. ■ í margar gerðir bíla Mjög gott verð. BífavörubúÖin SKEIFUNNI 2, SÍMI 588 2550 Nýja E línan er komin til landsins, fullkomnari, en samt ódýrari en áður! Merzedes-Benz E línan sameinar öryggi, glæsileika og þægindi í fáguðu útliti. Nýja E línan er með enn ríkulegri staðalbúnaði en áður, m.a. eru öryggispúðar báðum megin og fjölbreyttur valbúnaður er fáanlegur. Verð frá 3.726.000 kr. Sýningarbíll í salnum - komdu og skoðaðu! Mercedes-Benz - Skúlagötu 59, sími 561 9550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.