Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ tilhugsun að eiga að leika þessa konu sem á að vera aðlaðandi og heilla alla þessa menn og eiga að gera það í grófum lopasokkum og sauðskinnsskóm. H: Já, og ég man að þegar ég kom með grunnteikningar til Snorra Þórissonar framleiðanda þá sagði hann: „Neeiiiii!!!" Hann vildi hafa búningana meira aðsniðna, taka hana , úr upphlutnum og svona. Mér fannst það ekki hægt en fór þessa leið með efnið, enda ekki vondur kostur að hafa hana í þröngum reimuðum upp- hlut sem lyftir bq'óstunum upp. M: Viltu heitara kaffí? H: Nei, nei, þetta er fínt. Á Ítalíu drakk maður café freddo sem búið er að kæla og gera mjög sætt. M: Á Ítalíu, já. Af hveiju valdirðu Ítalíu og af hveiju valdirðu búninga- hönnun? H: Ég valdi ekki búningahönnun og valdi ekki Ítalíu heldur leik- myndahönnun og Frakkland. Ég vildi fara til lands með miklar hefðir og langa menningarsögu en svo æxlaðist það þannig að ég endaði á Ítalíu sem var mjög sambærilegt að þessu leyti. En ég veit ekki hvort ég eigi að segja söguna af því hvern- ig þetta gerðist. M: Jú, endilega. H: Um það leyti sem ég er að stefna út kynntist ég manni sem var að fara til Ítalíu. Það hvarflaði ekki að mér að breyta mínum áætlunum og ég stakk upp á að við hittumst bara endrum og eins, svona á miðri leið. Til dæmis í Sviss yfir fondue- potti. Og ég er nokkuð" ákveðin nema, eins og mamma benti mér á, þegar hitt kynið á í hlut. Það fór því svo að Manni (Hákon Már Odds- son) smitaði mig af Italíuveikinni. Við ákváðum að fara alla leið niður til Rómar fyrst við vorum að fara til Ítalíu á annað borð. Ég hafði heyrt af Akademíunni. Skólastjórinn var leikmyndahönnuður og hafði hlúð að deildinni og þar lærði ég leikmyndahönnun og tók búninga- hönnun með. Fannst þetta nátengt og nauðsynlegt að geta fengist við hvorutveggja. M: Hvað var svona heillandi við Ítalíu? H: Það var ómetanlegt að fá lista- söguna beint í æð. Róm er eins og eitt allsheijar safn. Nú, svo eru smáatriðin í því daglega gerð á þann hátt að það verður svo ríkulegt. Það eitt fara út í búð að kaupa í matinn verður tilhlökkunarefni. Við bjugg- um inni í Trastevere, sem er í mið- borginni, og urðum hluti af stórfjöl- skyidunni í hverfínu. Eitt sinn kom ég út í búð og var eitthvað í eigin heimi eins og ég er oft og ég sagði ekki neitt þegar ég gekk inn. Kaup- maðurinn bauð góðan daginn og eftir smástund spurði hann: „Er eitt- hvað að?“. Það tók mig smátíma að átta mig á að hann var að ávarpa mig. Ég varð hissa og svaraði neit- andi og þá sagði hann: „Þú bauðst nefnilega ekki góðan daginn svo ég hélt að það væri kannski eitthvað að hjá þér, frú.“ Þetta var eftir að hætt var að kalla mig fröken og farið að kalla mig frú. Signora í stað signorina. Ætli ég hafí ekki þrosk- ast svona vel! En þama fannst kaup- manninum að það hlyti að vera eitt- hvað að fyrst ég bauð ekki góðan daginn. Þegar ég sagði honum að ég hefði bara verið þungt hugsi þá spurði hann hvað ég hefði verið að hugsa, og áður en ég vissi af var ég farin að útskýra fyrir honum ein- hveijar pælingar sem ég hafði verið með. Maður er ekki látinn komast upp með einhvern þumbarahátt og það er einlægur áhugi á samskipt- um. Hér er þetta mjög ólíkt og mér finnst í raun leiðinlegt þegar ég geng inn í það munstur þegar ég var í raun miklu ánægðari með hitt. M: Þig hefur ekki langað að ílengj- ast? H: Ekki meðan ég var í náminu. Þá ætlaði ég alltaf að koma beint heim þegar ég væri búin, harðákveð- in í því. Fann í mér þetta farfugla- eðli sem við íslendingar höfum. Fljúga út á haustin og koma aftur á vorin. Ég fékk líka alltaf verkefni hér heima á sumrin og sá fram á bitastæðari vinnu hér en úti þar sem ég yrði kannski að vinna kauplaust í þijú ár til að koma mér inn. En undir lokin, þegar Manni var búin að segja upp vinnuni og kominn með heimþrá, fóru mér að bjóðast verk- efni í Róm og ýmsar leiðir að opn- RAUÐI kjóllinn allt frá teikningu á blaði að endanlegri útkomu. Morgunblaðið/Kristinn HELGA fylgir búningunum eftir á tökustað. Hér heldur hún hlí- fiskildi yfir Agnesi, Mariu Ellingsen. Ferillinn Helga á tuttugu verk að baki í leikhúsi, sjónvarpi og kvik- myndum. Kvikmyndir Agnes, búningar Tár úr steini, búning- ar Svo á jörðu sem á himni, búningar Leikur að eldi, leik- mynd og búningar Ævintýri á okkar tím- um, búningar Nifl, búningar Leikhús Óvænt heimsókn, leik- mynd og búningar Machbeth, búningar Bar Par, leikmynd og búningar Hamlet, litli prinsinn, leikmynd og búningar Bensínstöðin, búning- ar Amahl og næturgest- irnir, leikmynd og búningar Stræti, búningar Á köldum klaka, bún- ingar Fló á skinni, leikmynd og búningar Suor Angelica, leik- mynd og búningar Dido og Aeneas, leik- mynd og búningar Gallalausa eiginkon- an, leikmynd og bún- ingar Sjónvarp Djákninn, búningar Kynin kljást, leikmynd BRUÐKAUP í kvikmyndinni Agnesi þar sem danska tískan gefur lit og fjölbreyttari tóna í búningaflóruna. ast. Ég kvaddi því Ítalíu hálfpartinn með tárin í augunum. Við ætluðum svo alltaf út aftur en hvert verkefn- ið rak annað hér heima og svo fædd- ist Arnór, strákurinn okkar. Það er meira en að segja það að taka sig upp aftur og byija á núlli. M: Fólk var mjög hissa úti að ég skyldi vilja fara heim frá Hollywood og hingað til Reykjavíkur, hvað gæti hugsanlega verið hægt að gera hér á hjara veraldar. H: Svo segja landar líka, af hveiju erty. komin? Af hvetju ertu ekki bara úti? Eins og fólki finnjst alveg ömurlegt að vera hérna. En þó margt sé auðveldara í útlöndum þá er það hér sem hjartað slær og svo er þetta spurning um hvað maður vill gera úr lífi sínu. M: Ég hef alltaf sagt að ef þú átt almennilegan vetrarfatnað, þá Iokastu ekki inni á veturna heldur getur verið úti í hvaða veðri sem er. H: Það er líka ákveðinn dauða- dómur yfir manni sjálfum að vinna fullan vinnudag, koma svo heim og horfa á sjónvarpið og fara svo að sofa. Maður verður að gera eitthvað úr tímanum. Ég skil ekki fólk sem veit ekki hvað það á að gera við tím- ann. Mig vantar frekar tíma og kemst ekki yfir nærri allt sem mig langar að gera. Og þegar ég er að vinna mikið við kvikmyndir og leik- „MEÐ ÞVÍ að hafa Jón Leifs svartklæddann innan um brúnu tónana í Þýskalandi undirstrikaði ég að hann er útlendingur og fellur ekki inní.“ aftur af sér af hræðslu við að verða vondar eiginkonur eða mæður. H: Það er satt, því það má segja að konur geti þetta ef fjölskyldan stendur á bak við þær. En það þyk- ir sjálfsagt að karlmenn kasti sér út í sitt fag af fullum krafti án tillits til fjölskyldunnar. M: Finnst þér borin virðing fyrir starfí búningahönnuðar? H: Já, það finnst mér. Þó bregður mér stundum þegar fólk spyr: „Hvernig gengur að sauma?“ Og þá heldur það að ég sé ein í einhveiju herbergi að sauma 350 búninga. Maður getur auðvitað ekki ætlast til að fólk viti hvað maður sé að gera en ég hef samt aldrei verið spurð að því sem leikmyndahöfund- ur: „Hvernig gengur að smíða?“. M: Finnst þér vera pressa á þér að klæða þig fallega af því að þú ert búningahöfundur? H: Nei, mér fannst það kannski áður fyrr, hugsaði með mér að ég gæti ekki verið hallærisleg til fara því þá myndi fólk krossa sig yfir því að ég ætti eftir að hanna búninga á það. En ég held að núorðið fái ég frekar skot á mig fyrir að vera of fín. M: Þú ert náttúrlega áberandi flott klædd. H: Þakka þér fyrir, María mín. Jú, ég viðurkenni það fúslega að ég er pjattrófa. En samt langar mig stundum að hverfa, vera í einhveiju sem er þannig að engin tekur eftir mér. Fyrir mörgum árum gekk ég í teygjubuxum í þessum tilgangi. Mér fannst þetta fullkomin flík, er eiginlega ekki neitt, enda áttaði ég mig á því með tímanum að þetta er ágæt leið til að láta horfa á rassin á sér. Annars finnst mér einföld föt alltaf best, gjarnan dálítið formuð. Svört. Föst í svörtu. M: Það er náttúrlega varaliturinn þinn sem kemur með litinn á móti þessu svarta. Þú ert fræg fyrir þenn- an rauða varallit. H: Já, þú segir nokkuð. Það er náttúrlega liturinn. Ég er líka föst í honum. M: Sem er hvað Yves Saint Laur- ent... H: Sjötíu og átta. M: Meira kaffí? II: Já, takk en núna vil ég hafa það heitt. hús vantar mig nátttúrlega alltaf tíma til að geta verið meira heima og leika við son minn. M:Ur því að þú minnist á son þinn, hvernig er að vera ... H: Hræðileg móðir? Það er algjör hörmung og ætti ekki að fréttast. Hann, blessað bamið, er svo vel af náttúranni gerður að hann þolir fjar- veru mína og tapar sér ekki, þolir að missa mig um tíma og tekur mér fagnandi þegar ég hef tíma, fer ekki stríð við mig. En þetta er auðvitað hægt af því að pabbi hans tekur alveg yfir og hugsar um hann og heimilið. Síðan hef ég það fyrir reglu að taka gott frí eftir svona tamir og er þá með syni mínum allan sólarhringinn. M: Kvikmyndagerð fylgir ótrúlegt álag á fjölskylduna enda oft kölluð hjónabandabani. H: Já, einmitt. Ég man við tökur á Agnesi þegar ég heyrði útundan mér Guðjón Sigmundsson leikmuna- mann hringja í konuna sína til að láta hana vita eftir 16 tíma vinnudag að hann væri ekki á leiðinni heim, heldur ættu tökur að halda áfram alla nóttina og fram á morgun. „Hvað segirðu? Bilun þessi vinna. Já. Já. Ha? Fá sér bara vinnu á bensínstöð? Já... Það er náttúrlega hugmynd." M: Mér finnst konur, sem gætu náð langt í sinni grein, oft halda s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.