Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ auðvitað ekkert sérlega hrifnir. Það þótti svo sem ekkert sniðugt." Síminn hringdi. Árni Elfar gekk yfir í eld- húsið og ég notaði tækifærið og gekk um vinnustofu og stofuna og ég virti fyrir mér myndir og málverk á veggjum. Allt í einu birt- ist svartur köttur inn á vinnustofunni og strauk trýninu upp við mig og malaði ákaft og horfði með mér á málverk í stofu af kunnri óperu- söngkonu. Ámi Elfar kom að nýju inn á vinnu- stofuna og hellti kaffi í bolla og við héldum áfram að rifja upp liðna daga. Ég spyr um tildrög þess að hann hóf að spila opinberlega á píanó í danshljómsveit: „Ég byijaði nú á klarinett. Píanóið var allt- af til á heimiiinu. Svo fór ég að fá áhuga á klarinett og fannst það óskaplega yndislegt hljóðfæri og komst einhvern veginn yfir gam- alt klarinett sem maður lét mig hafa, forn- aldarklarinett en ég náði einhverjum tónum, blústónum og það var ekki fyrr en ég lenti í að spila með strákum í danshljómsveit að ég fann að ég gat fyllt inn, „file-in“ eins og Ameríkaninn kallaði það, að spila af fingrum fram, þá opnaðist þessi heimur, hvaða fyrir- bæri þetta var. Ég byijaði með Óla Gauk og Steina Steingríms í Gaggó vest. Þetta var 46-47. Við vorum þama saman tvo vetur í gagnfræðaskóla. Ég spilaði þá á klarinett en hafði spilað eitthvað heima hjá mér áður á píanó.“ Ég spurði Áma Elfar um áhrifavalda minn- ugur þess að einn var sá maður sem öðrum fremur náði undraverðri tækni einmitt á klarin- ett hér fyrr á árum og mótaði sjálfsagt heila kynslóð. „Benny Goodmann var örugglega mesti klarinettuáhrifavaldur í veraldarsög- unni. Hann hafí þau áhrif á mig að ég hætti að spila á klarninett og sneri mér meira að píanóinu. Því miður fór maður ekkert mennta- veginn í píanóleik. Eiginlega er þetta því mið- ur allt sjálfsnám." Með Birni R. í Breiðfirðingabúð Það er svo árið 1947 að Árni Elfar fær freistandi tilboð sem auðvitað var ekki hægt að hafna — að spila með helstu danshljóm- sveit þeirra ára. Þegar hér var komið sögu stóð hann upp frá borðstofuborðinu og sótti meira kaffi fram í eldhús og kom aftur að vörmu spori með nýuppáhellt kaffi svona í sterkara lagi sem virkar þannig að það örvar blóðrásina og hefur þau áhrif að það sem kann að vera löngu gleymt rifjast þá allt í einu upp. „Það var um árið þegar ég var í menntaskóla að það er hringt heim eitt kvöld- ið og sagt að það vantaði píanóleikara í hljóm- sveit Björns R. Einarssonar í Breiðfírðinga- búð. Það var Eyþór Þorláksson sem hringdi og sagði að Stjáni Magg væri forfallaður. Eg bjó upp á Baldursgötu og er kominn tíu mínút- um síðar niður í Breiðfirðingabúð. Þegar ég kem inn í bandið voru þar Halli Gísla sem spilaði á trompet og banjó og svo voru þar einnig Axel Kristjánsson á bassa, Eyþór Þor- láksson á gítar og Bjöm R. og bróðir hans Guðmundur R. Svo líður tíminn, það koma menn og fara en ég var með Bjössa þarna í Búðinni til 1950.“ Vestmannaeyjar - Akureyri Árni Elfar lauk við að drekka úr kaffibollan- um og lét fara vel um sig í hægindastólnum á vinnustofunni. Það var tekið að skyggja þennan fimmtudagseftirmiðdag í lok nóvemb- ei-mánaðar og hann kveikti ljós og við héldum áfram spjallinu: „Haraldur Guðmundsson var sestur að í Eyjum og hafði stofnað þar hljóm-. sveit og hún spilaði í Alþýðuhúsinu og hann biður okkur Axel Kristjánsson að koma eina helgi til Eyja og við erum til í það. Við ílend- umst þarna og erum í þijú ár með hljómsveit Haraldar og þar byija ég að fikta við básún- una. Það var þarna einhvers staðar básúna í kassa þar sem við bjuggum og ég fór að kíkja á hana og byijaði að æfa eins og vitlaus mað- ur og vaknaði snemma morguns, meðan hinir sváfu og æfði stöðugt og var kominn í lúðra- sveitina hjá Oddgeiri Kristjánssyni eftir mán- uð. í Vestmannaeyjum er ég síðan í þijú ár, frá árinu 1950 til 53. Þá fór ég til Akureyrar frá hausti og fram á sumar 54. Þar var ég með Sigurbimi Ingþórssyni sem var besti bassaleikari þeirra ára, mikill vinur minn og góður drengur, og Sverri Garðarssyni á tromm- ur. Það var tríó á mínu nafni.“ Með Svavari Gests, KK og Ormslev Eftir Akureyrardvölina er Árni Elfar aftur kominn til Reykjavíkur og þarf ekki kvarta yfir að hafa ekki nóg að gera. Hann er orðinn þekktur og vinsæll hljóðfæraleikari. Við gerð- um stutt hlé á spjallinu og hann gekk yfir í forstofuna. Ég leit í kringum mig á vinnustof- unni og veitti athygli stóru málverki af kunn- um stjórnmálamanni frá því fyrr á árum, at- hyglisverð mynd. Ámi Elfar stundaði nám í Handíðaskólanum í Reykjavík 1938-39 en hef- ur í auknum mæli lagt fyrir sig teikingar og síðan listmálun nú síðustu árin. Hann hefur teiknað mikið skopmyndir, mannamyndir og húsamyndir, en myndir eftir Árna hafa oft birst í Lesbók Morgunblaðsins. Hann hefur haldið allmargar kaffihúsasýningar og haustið 1987 hélt hann sýningu hjá Scandinavia Soci- ety í New York. Ámi Elfar var að nýju kom- ÁRNI Elfar innan um myndimar sínar. ÞAÐ VAR norðanátt og strekkings- vindur í Garðabæ þegar ég hringdi dyrabjöllu á heimili Áma Elfars seinnt í nóvembermánuði þeirra er- inda að eiga við hann tal um feril hans í tón- listinni og myíidlistinni. Ámi Elfar kom til dyra og bauð mig velkominn og við gengum til vinnustofu inn af stofunni. Hann býr ásamt. fjölskyldu sinni í raðhúsi á Móaflöt 8, innan um önnur raðhús og einbýlishús, í bæjarfélagi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í hreppsnefnd og bæjarstjóm svo lengi sem elstu menn muna. Ámi Elfar var í svörtum terelínbuxum og dökkgrænum bol. Listamaðurinn ber aldurinn vel, er hávaxinn og kvikur í hreyfingum og grátt hárið gerir hann virðulegan. Hann er rétt nýlega kominn á eftirlaunaaldurinn og hefur nóg að starfa. Þegar komið er inn á vinnustofuna gefur að líta myndir og teikningar á veggjum, myndir og málverk af listamönnum, stjómmálamönn- um og húsum. Á borðstofuborði í vinnustof- unni eru haugar af myndum, sumar frágengn- ar aðrar einungis skissur eða hugmyndir á blaði. Ámi Elfar gekk yfir í eldhúsið og sótti kaffikönnu og hellti kaffí í bolla. Við vorum ekki fyrr sestir og höfðum bragðað á kaffinu og búnir að koma okkur fyrir er hann rifjaði upp bemskuárin. Listamaðurinn hallaði sér aftur í hægindastólnum með hönd undir kinn og lét hugann líða aftur til þeirra tíma þegar hann var ungur drengur. Upphafið - Mótunarárin „Ég er fæddur á Akureyri árið 1928. Faðir minn er Benedikt Elfar Ámason og er frá Akureyri. Móðir mín er Elísabet Þórunn Krist- jánsdóttir frá Sauðárkróki, dóttir Kristjáns Gíslasonar, stórkaupmanns á Sauðárkróki, og þar elst ég upp, ungur drengur, frá sjö ára aldri. Ég er þarna hjá stórkaupmannsfjölskyld- unni í fína húsinu, jiar var píanó og þar komu listamenn. Stefán Islandi byijaði þar sinn fer- il, móðir mín spilaði með honum. Pabbi var hámenntaður maður og fór utan til söngnáms, til Þýskalands-1921-22 og er erlendis mörg ár. Hann var prestmenntaður en tók aldrei próf, fékk köllun að gerast söngvari. Síðan liggur leiðin suður árið 1930 og þau ætla að hasla sér völl í tónlist. Hún var píanó- leikari, hafði lært í Kaupmannahöfn. Það var nú ekki svo gott að hægt væri að lifa af tón- listinni í þá daga og verður líklega aldrei. Hann var eitthvað við söngkennslu og hún í píanókennslu þannig að á heimilinu glymur alltaf klassísk tónlist sem ég er alinn upp við. Þetta tekur sinn endi hjá honum því hann verður að framfleyta fjöískyldunni og gerist leikfangasmiður, handlaginn eins og allir sveitamenn. Hann hafði ekkert lært til þess en setti upp verkstæði og sá þessari þjóð fyr- ir leikföngum í fjöldamörg ár. Foreldar mínir settu upp hljóðfæraverslun á Laugavegi 19. Það sagði mér maður skemmtilega sögu. Pabbi hafði leitt músík í gegnum grammifónshátalara út á götuna. Það er líklega fyrsta músíkin sem hljómar yfir borgina úr hátölurum til að auglýsa vöruna. Æskuheimili mitt er þama við Laugaveg 19 til að byija með og einnig eitthvað um tíma „Þetta voru skemmti- legir tímar“ * Ami Elfar er þekktur tónlistarmaður sem hefur spilað með öllum helstu hljómlistarmönnum landsins frá því um miðja öldina og reyndar lengur, Þá er hann einnig kunnur myndlistarmaður sem hefur haldið sýningar og teiknað myndir í bækur og fyrir blöð og tímarit. Olafur Ormsson ræddi við Áma Elfar um_ sitthvað minnisstætt frá liðnum ámm. ÁRNI lék stuttan tíma með KK-sextett í Þýskalandsferð hljómsveitarinnar 1955. á Fjölnisveginum. Ég fór í barnaskóla eins og lög gera ráð fyrir og síðan í gagnfræðaskóla og loks í menntaskóla. Fór í það sem kallað var undirbúningsdeild menntaskóla hjá Einari Magnússyni. Það var sérstök deild sem opnuð var í gamla daga. Þá tók maður gagnfræða- próf eftir tvo vetur með þessari undirbúnings- deild Einars, fór svo í Menntaskólann í Reykja- vík í fjórða bekk og þar gafst ég upp á miðjum vetri og hljóp í jazzinn. Foreldrar mínir voru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.