Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ "t •' / - ‘1^.,' i •' - í :i Á/W E1 - ANjfc^::: ;.v læki, sem kosta um hálfa milljón með vatnslögn- um og útblæstri, verða flest samvinnufélögin að láta sér nægja að dreyma um. Við festum kaup á nokkrum túpum af argentínsku dýnam- íti til að gefa - það er dýrara en það bólivíska og sagt mun betra - og metralöngum kveiki- þráðum sem gefa sprengjendum hálfa mínútu til að forða sér. Við tökum sendiferðabíl upp í fjallið og er hann þéttskipaður fjarrænum námumönnum á leið til vinnu. Hann nemur staðar við hrörleg verksmiðjuhús og þar eru hermenn sem skoða pappíra mína fullir grunsemda. Ég fæ þó að halda áfram þar sem þeir þekkja fylgdarmann- inn og við röltum upp hlíðina milli vatnslagna og gjallhauga. Hér og þar eru dimm op í fjall- inu og djúpt inni í því nokkur þúsund menn í myrkri. Fyrir framan námuna sem við heimsækjum situr rúmur tugur manna innan um hrúgur af gráum jarðefnum sem borin hafa verið út þenn- an daginn. Mennirnir eru forugir en glaðværir, raða upp í sig kókalaufum, reykja filterslausar sígerettur og teyga spíra úr plastbrúsum. Eftir svolitið spjall bjóða þeir okkur að fara inn í námuna og María útvegar mér hjálm og gaslukt. Við skiptum laufum og sprengiefni milli mann- anna og þeir gefa okkur glas af áfengi í stað- inn; án þess fer enginn inn, segja þeir. Svo stingum við okkur inn í myrkrið. Námu- opið er lítið og lágt en göngin þrengjast enn þegar innar dregnr. Ekki fer á milli mála að þau eru ekki grafín með hávaxinn íslending í huga. Eru á köflum rétt rúmur einn og hálfur metri á hæð og erfitt fyrir fólk að mætast. Hjálmurinn kemur að góðum notum þar sem við örkum áfram; María á undan og gaslamp- arnir varpa daufum geislum á hijúfa og raka veggina. María þekkir sig vel í námunni en göngin kvíslast af og til, ég tapa strax áttum, mæðist og á fullt í fangi við að gæta að því að reka ekki höfuðið upp í loftið. Bið hana að hægja á ferðinni. Það er ekki laust við að mér sé ómótt þar sem við förum lengra og lengra inn í þetta fjall þar sem átta milljónir manna hafa látist við ömurlegar aðstæður á liðnum öldum. Allt í einu heyrum við fótatak og Ijós- geisli birtist framundan. Á eftir ljósinu kemur álútur maður, svitastorkinn, með sekk fullan af grjótmulningi á bakinu, og treðst framhjá okkur með kveðjuorð á vörunum. Hann heitir Francesco, er 37 ára gamall, hefur unnið í námunni frá unglingsaldri og þarf að fara á þriðja tug slíkra ferða eftir göngunum til að koma dagsverkinu út undir bert loft. Skyndi- lega kveður við holur dynkur og mylsna sáldr- ast úr loftinu. „Dýnamít!“, segir María og bros- ir. „Mér heyrist það vera það langt í burtu að okkur er óhætt.“ Og hún gengur aftur af stað inn í göngin, þar sem loftið verður sífellt fúlla og blandast nú ryki og stækum púðurreyk. Næst þegar við nemum staðar til að ná and- anum segir María að á föstudögum séu færri við vinnu en venjulega því þá séu mennimir að drekka og blóta Tíó, verndara fjalisins. í hverri námu er líkneski af Tíó, sem á ketsjúa merkir bæði frændi og hinn illi. Hér er hann lítill útskorinn karl, ákafiega Spánveijalegur, og í kringum hann haugar af kókalaufum og sígerettum og áfengi slett yfír allt saman þeg- ar fórnir eru færðar á föstudögum. Og námu- mennirnir hella í sig Tíó til samlætis. Fyrr en varir göngum við fram á þijá menn sem sitja í þröngri sprungu lengst inni í fjall- inu, raða upp í sig laufum og láta spírabrúsann ganga. Þeir heita Cirilo, Andrés og Marcelino og tilkynna gestunum formlega að samanlagt eigi þeir 14 börn. Þeir bjóða okkur að setjast niður, kveikja sér í sígarettum og þegja. Svara með hægð þegar ég spyr um hvað þeir spjalli þegar þeir sitja inni í fjallinu í þessum kókapás- um. Cirilo hefur orð fyrir þeim og segir: „Við styttum okkur stundir með því að spjalla um konur og ævintýri, látum hugann reika. En líf okkar námumanna er satt að segja dapurlegt og lítið um raunveruleg ævintýri eða skemmti- legar uppákomur. Já, líf námumannsins er einmanalegt. Hver okkar vinnur einn, á sínu svæði, við enda gang- anna þar sem hann hefur fundið æð eða er að leita.“ Þeir segja að slys séu ekki eins tíð í námun- um og maður gæti haldið. „Þau gerast helst þegar óvanir menn, eins og bændur, sem bafa' starf námumannsins ekki í blóðinu, byrja að reyna fyrir sér. Þeir þekkja ekki fjallið eða hvernig burðarásar þurfa að standa til að ekki verði hrun í göngunum.“ Þeir þremenningar segjast allir vera komnir af námumönnum og hafi byijað að vinna í námunum um 14 ára aldur. Varla hafa þeir sleppt orðunum þegar þungur dynkur heyrist. Allir þagna, sprengju- dynkirnir halda áfram og ryk sáldrast úr loft- inu. Ég horfi upp og velti fyrir mér hvort það haldi nú örugglega. Átta sprengingar heyrast, níu, og þá er þögn. Cirillo spyr hvort hann hafi ekki talið rétt, einungis séu komnar níu, og þegar hinir samþykkja segir hann að þær hefðu átt að vera ellefu. En þá heyrast tveir dynkir til og þeir glotta. Félagi þeirra var að vinna í hliðargöngum og hafði varað þá við. Þeir halda áfram að raða laufum í kinnina á sér. „Já, námumennska gengur í ættir,“ seg- ir Cirilío. „En ekki einungis til sona heldur einn- ig til tengdasona!" Þeir segjast allir vera trúað- ir, sannir kaþólikkar, og sæki allir kirkju á sunnudögum. Inni í fjallinu trúa þeir hinsvegar á Tíó; hann á fjallið og málmana og námumenn gera samning við hann. Þeir fá málmana en hann sálir þeirra eftir dauðann." Þremenningarnir í sprungunni vinna sjálfsagt ekki meira þennan daginn en innar í göngunum rekumst við á aðra menn við störf. Með hamri og meitli pjakka þeir úr veggjum og benda á óljós litaskil berglaga sem vísa á máimæðar. í göngunum hefur hver maður sitt vinnusvæði. Hann helgar sér reit og heggur þar eða spreng- ir, og ber jarðveginn út á bakinu - stundum upp margar hæðif- og síðan fram aðalgöngin. Við María höldum okkur á sömu hæðinni þenn- an daginn, en það eru sjö hæðir af göngum í þessari námu. Og þegar farið er ofar eða neðar versnar andrúmsloftið enn frekar og hitinn eykst gífurlega; nær jafnvel 45 stigum. Hver námumaður keppist við að ná tíú tonnum af mulningi og koma út í haug. Það tekur að minnsta kosti viku og þá kemur vörubíll frá einhveijum kaupandanum niðri í borginni, tekur efnið og námumaðurinn fer með og semur um verð. Það er metið eftir málminnihaldinu. Fyrir mjög góða blöndu af silfri og tini fást um 15.000 krónur fyrir hlassið, en venjulega er blandan alls ekki svo góð og andvirðið eftir því, eða frá um 9.000 krónum og niður í 4.000. María leiðir mig um göngin í nokkrar klukku- stundir, lýsir handbrögðum, málmum og mönn- um, og skyndilega erum við komin út að námu- opinu. Mér fannst þá að við værum enn á leið- inni inn í botnlaust fjallið og var orðinn væg- ast sagt lerkaður. Fyrir framan námuna sitja karlar enn, spjalla og drekka, og tvær gamlar konur tína málmgrýti úr gjallhaug. Konur vinna NÁMUMENNIRNIR vinna yfirleitt ífjóra tíma og taka sér svo hlé fyrir utan námuna í klukkustund, raða þá upp i sig um 100 grömmum af kókalaufum sem duga þeim næstu vinnulotu, reykja og spjalla. Nú er föstudagur og þá bætist sterkur spíri við, til heiðurs Tíó, hinum illa sem á málmana fjörðinni. venjulega ekki inni í námunum en aðstoða karl- ana fyrir utan. Meðal starfsaldurinn í Cerro Rico er 25 ár, eða þar til 65 til 75 prósent lungn- anna eru undirlögð af kísilryki. Þegar lungun eru orðin full að hálfu tryggja ríkið og trygging- ar eftirlaun, en þau eru einungis um 1.000 krónur á mánuði þannig að menn halda áfram að vinna, þótt líkamlegt ástand þeirra bjóði varla upp á það. Ef menn farast í námunum fá ekkjan og börnin bæturnar. Daginn eftir fæ ég Maríu til að fara aftur með mér í námumar. Ég er stirður eftir fyrri ferðina og þessi verður ennþá erfiðari. Með ljós- ker í hendi förum við upp á efri hæðir og neðri; skríðum niður í þröngar holur sem hlykkjast tugi metra niður á við. Mjökum okkur af og til á stundum á kviðnum yfir malarhauga sem hafa nýlega verið sprengdir niður. Á gólfi gang- anna er þykk eðja, loftið fúlt og rakinn slíkur að á stundum liggur manni við yfírliði. Á ijórðu hæð fyrir neðan námuopið rekumst við á elsta manninn í samvinnufélaginu, Felix að nafni. Hann er 62 ára gamall og stendur þar yfir holunni sinni, með slaghamar og meitil og lem- ur allt hvað af tekur. Jú, hann kveðst vera orðinn hálf lélegur til heilsunnar, lungun stífluð og erfitt að klifra upp og niður þarna í óloft- inu, en hann verði að gera þetta fyrir fjölskyldu sína. Þetta er eina leið hans til að framfleyta henni. Innst inni, þar sem hitinn er hvað mestur og loftið verst, hittum við Saturnino, sem er 33 ára gamall fyrrverandi bóndi. Hann hefur ekki unnið mjög lengi í námunni, en segir að þarna gangi honum betur að vinna sér inn pen- inga fyrir stóra fjölskyldu sína. Þrátt fyrir litla starfsreynslu fer hann fagmannlega með heima- tilbúnu dýnamíttúpurnar sem hann er að rað- tengja. Og kætist þegar við gefum honum nokkrar argentínskar. Hann hefur gert holur í bergið, þar sem hann kemur túpunum fyrir, setur möl ofan á og þræði á milli þeirra. Skyndi- lega ber hann eld að kveikiþræðinum og segir okkur að hlaupa. Við ryðjumst af stað, troðum okkur lárétt yfir efnishaug, þaðan upp um þrönga holu og erum rétt komin bak við klett þegar fyrsta sprengjan springur. Og þær eru háværar, skekja allt og maður býst við að loft- ið fari þá og þegar niður. En Satumino glottir, veit hvað hann er að gera, og segist verða það sem eftir lifír dags að koma málmgrýtinu upp og út fyrir námuna. Þegar við komum lúin út úr námunni er birtu tekið að bregða. Langir skuggar leika um hlíð- ar Cerro Rico og hér og þar eru námumenn á heimleið; einsog maurar utan í mauraþúfu. Þar sem við göngum áleiðis til borgarinnar, leirug og móð í hópi námumanna, ræðum við framtíð fjallsins og námuvinnslu í því. í dag vinna þar um 7.000 menn og hefur farið fækkandi. Spá- menn segja að miðað við núverandi vinnslu eigi námurnar 100 ára líftíma eftir, en aðrir minna á að fjallið sé þegar sundurgrafið og segja að eftir um 20 ár muni fjallið falla saman. Það væri líklega löngu hrunið ef það stæði á jarð- skjálftasvæði. Þriðja daginn í Pótósí er ég snemma á fót- um. Það er sunnudagur og ég rölti um hverfi námumanna, þar sem götur eru þröngar og hlykkjast um brekkurnar milli hvítkalkaðra steinhúsa. Böm leika sér í fótbolta í rykinu, innan um svín og hænur, nálægt daunillum skolpskurði. Horaður hundur urrar grimmdar- lega þegar ég fer hjá hópi kvenna í þungum pilsum og litskrúðugum blússum sem þvo þvotta í stömpum og kemba börnum. Þó víða í Suður-Ameríku sé mikið líf í kirkju- görðum, rakst ég hvergi á neitt viðlíka og í Pótósí. Garðurinn er gríðarstór og mest ber á hvítum blokkum, þar sem grafhólf eru á mörg- -4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.